Dagur - 21.02.1929, Síða 4

Dagur - 21.02.1929, Síða 4
32 DAGUR 8. tbl. • ••••••••• fyrrum bóndi í Kelduhverfi, faðir Árna Óla blaðamanns í Keykjavík. Nýdáin er að Dvergstöðum í Hrafna- giJshreppi Sigríður Árnadóttir, kona Ei- ríks Helgasonar bónda þar. í fyrrinóit andðist hér á sjúkrahúsinu Arnbjörg Sveinsdóttir, kona Ouðmundar Jónssonar, bónda á Mýrarióni og systir Jóns bæjarstjóra. Ólafur Ólafsson kristniboði hefir ver- ið hjer í bænum að undanfömu og flutt erindi um Kína og Kínverja og sýnt skuggamyndir þaðan. Hafa samkomur þessar mælst vel fyrir og þótt ánægju- legar. Tímaritið Gangleri kemur ekki út fyr en í maí. Koma að þessu sinni bæði hefti árgangsins út í einu lagi. 50 ára minningarhátíð. Á næsta ári, 1930, er Gagnfræðaskólinn á Akureyri 50 ára (stofnaður á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880). í ráði er að haldin verði minningarhátíð hér á Akureyri og á Möðruvöllum vorið 1930 í tilefni af þ'essu hálfrar aldar afmæli skólans. Til undirbúnings þessa máls hefir verið kcsin 7 manna nefnd í Reykjavík. Skipa þá nefnd ritstjórarnir Árni Jónsson, Páll Steingrímsson, Haraldur Guð- mundsson, Valtýr Stefánsson og Jónas Þorbergsson og auk þeirra Ásgeir Sig- urðsson ræðismaður og Pétur Zophoní- asson. Ætlast er til að önnur undirbún- ingsnefnd verði sett á laggirnar hér fyrir norðan (sjá tilkynningu um fund í Gagnfræðaskólanum á sunnudaginn kemur, sem birt er í þessu blaði). Fjá/rsöfnun í Piano-sjóð Kristneshæhs er nú lokið, hafa menn brugðist svo vel ið og árangurinn orðið svo góður, að vandað piano er þegar fehgið og greitt að öllu leyti. — Óefað verður þetta sjúklingum hælisins til mikillar gleði og fróunar í framtíðinni, og er gott til þess að vita, að allur almenningur skyldi skipast svo skjótt við, sem raun er á orðin, svo að hægt var að útvega hljóð- færið nú þegar. Sjúklingar hælisins og þeir, sem stað- ið hafa að fjársöfnuninni, hafa beðið Dag að votta öllum gefendum alúðar þakkir. Misprentast hefir tölusetning blaðsins þ. 7. þ. m.: 7. tbl. á að vera 6, tbl. ’ -------0------- Ritfregn. Sigurjón Friðjónsson: Ljóðmæli. Rvík. Pr.stn. Gutenberg. 1828. Sigurjón Friðjónsson er ekkert óþekt skáld, sém þörf er á að mæla með við íslenzka lesendur. — í heilan mannsaldur hafa kvæði hans borist víða í tímaritum og blöðum og jafnan verið vel tekið. Hann hefir þannig fyrir löngu fest nafn sitt í minnum manna, sem vinsælt og viðkunnanlegt ljóðskáld. Pað fer mjög vel á því, að það mesta og—að líkindum—-það bezta af því, sem Sigurjón hefir ort í bundnu máli, kemur nú fyrir al- menningssjónir i einu safni— stóru og eigulegu — (229 bls. þétt prent- að). Bókmentum vorum er það ágóði og ljóðvinum og bókamönn- um eigi síður. Pví jafnvel þótt Sigur- jón geti ekki talist meðal þeirra, • • ♦ • » • • • < sem mest hafa borið »úr orðhofi mærðartimbur máli laufgaðt, þá hefir hann það sér til ágætis, sem enginn getur frá honum tekið, að hann hefir öll einkenni þess, sem fæddur er Ijóðskáld —skáldæð hans er ef til vill ekki stór, eða af þeim, er í slögum sínum ber eldsloga ódauðlegra orða — strengimir á hörpu hans ekki margir eða marg- raddaðir—en hann hefir hrifni hug- ans, dýpt og einlægni hjartans mörgum fremur, sem meira hafa látið á sér bera að Ijóðsmíðum. Ef eg mætti gefa lesendum bók- arinnar heilræði, þá væri það þetta: Lesið bókina ekki fljótlega yfir, en smám saman — tvö til þrjú kvæði í einu og lesið þau oft, þá munuð þið njóta þeirra bezt. — Petta ráð gæti nú raunar átt við margar aðr ar — ef til vill flestar — Ijóðabækur, þvi það munu fá Ijóðskáld svo, að Ijóð þeirra endurtaki sig ekki að einhverju meira eða minna leyti, ef þau eru lesin alt of mörg í einu. — Nautnin við að lesa ljóð felst alla jafna í því að lesa lítið í einu, en lesa þau oft, á þann hátt finna menn einnig trúnaðarvini meðal Ijóðanna, og lesturinn lyftir húg- anum í hrifni í stað þess að þreyta hann. Ekki skal faríð út i það hér, að minnast á einstök kvæði eða gagn- rýna þau, til þess þyrfti meira rúm, en hér er hægt að láta í té. Pess skal getið, að við lestur þessara Ijóða hvarflar hugurinn oft ósjálfrátt til Ouðmundar bróður höf., og hefði raunar verið gaman að fara út í ofurlítinn mannjöfnuð milli þeirra bræðranna. — Pess er þó ekki kostur hér, enda mundi mörgum finnast það óþarft — þeir eru bæði líkir og ólíkir — og oft finst manni, að annar hafi einmitt það, sem hinn vantar. — Og eitt er víst: Pað verður hljótt um ein- hverja, sem vér nú teljum andans menn þjóðarinnar, um það að þeir bræður frá Sandi eru báðir gleymdir. F. Á. B. ------o------ Pingmálafundurinn. Sökum rúmleysis var þingmálafund- arins 8. þ. m. ekki getið í síðasta blaði. Skal hér nú stuttlega drepið á það helzta, sem þar gerðist: Þingmaður kjördæmisins talaði fyrst- ur og mintist á nokkur helztu stjórnar- frumvörp, var því næst gengið til dag- skrár og eftirfarandi tillögur samþykt- ar. — Umræður voru fremur litlar af öðrum en flutningsmönnum: 1. Breyting á slysatryggingarlögunum á þann hátt, að menn geti orðið styrks aðnjótandi, ef þeir vegna slysa verða frá verkum í 5 daga. 2. Um atvinnuleysistryggingar. (Flutningsm. Halld. Friðjónsson). 3. Um 8 stunda vinnudag í verk- smiðjum og 4. um rekstursráð, sem gefi verka- mönnum íhlutunarrétt um stjórn og rekstur atvinnufyrirtækja, sem þeir vinna við. (Flutnm. Jón Steingrímss.). 5. Um ríkiseinkasölu á olíu, tóbaki, komi, kolum, salti og lyfjum. 6. Breyting á núgildandi lögum um einkasölu á sfld: Einkasaian taki að sér TILKYNJNJING. Hinn 29. Janúar s.l. framkvæmdi notarius publicus d Akureyri utdrdtt d skuldabréfum samkvæmt skilmdlum um 6°l» lán bæjar- sjóðs Akureyrar til raforku fyrir bœinn. Þessi bréf voru dregin út: Litra A m. 17, 32, 68, 95, 103. Litra B m. 43, 81, 98, 145. Litra C m. 65, 80. Skuldabréf þessi verða greidd gegn afhendingu þeirra l.Júli næstkomandi d skrifstofu bæjarins. Bæjarstjúrinn á Akureyri 14. Febrúar 1929. Jón Sveinsson. alla verkun síldarinnar; stofnun sjóða til tryggingar verkamönnum, sjómönn- um og útgerðarmönnum þegar síldarafli bregzt; ríkið ábyrgist reksturslán fyr- ir einkasöluna. 7. Um rannsókn á rekstri togaranna og sölu fiskiaflans til undirbúnings rík- isrekstri á togurunum og ríkiseinkasölu á fiskinum. 8. Um að ríkið taki að sér rekstur Eimskipafélagsins. (Flutningsm. Einar Olgeirsson). 9. Um að Alþingi setji lög, er heimila bæjar-, sýslu- eða sveitarfélagi að taka einkasölu á kolum, kornvöru og öðrum nauðsyniegum manneldisvörum, ef ríkis- einkasala verður ekki tekin upp á þess- um vörum. Þessi einkasöluheimiíd sé einkum miðum við þá landshluta, sem eiga á hættu að verða útilokaðir frá að- flutningum tíma úr árinu vegna hafíss. (Flutningsm. Steinþór Guðmundsson). 10. Um skattamál, að létta tollum af neyzluvörum almennings; að afla tekna í ríkissjóð sem mest með beinum skött- um; að taka einkasölu á þeim vöruteg- undum, sem líklegar eru til að gefa tekjur í ríkissjóð. (Flutningsm. Erling- ur Friðjónsson). 11. Um stofnun alþýðuskóla með vinnuskólasniði fyrir Akureyrarbæ og um afnám skólagjalda fyrir nemendur í bæjum, sem stunda nám við ríkisskóla. (Flutningsm. Elísabet Eiríksdóttir). 12. Um að kaupgjald við vegavinnu sé miðað við verðlag á vörum og al- ment kaupgjald við aðra vinnu. (Flutn- ingsm. Þorst. Þorsteinsson). 13. Um löggilding síldarmála. (Flutn- ingsm. Ingvar Guðjónsson). 14. Um síldarbræðslustöðvar, skorað á ríkisstjórnina að hraða sem mest bygg- ingu síldarbræðslustöðva samkv. lögum nr. 49, 7. maí 1928. (Flutningsm. Hall- dór Friðjónsson). 15. Um forkaupsrétt bæja á lóðum, löndum o. fl. (Flutningsm. Erlingur Friðjónsson). 16. Um Brunatryggingarsjóðinn: að rannsakað sé, hvort það sé nauðsynlegt, að Brunabótafél. Islands endurtryggi tryggingar sínar erlendis; að skylda húseigendur í Rvík til þess að vátryggja hús sín í Brunabótafél. Isl.; að setja lög um það, að fé það, sem Brunabf. hefir umfram nauðsynlegt veltufé skuli lánað til bygginga í þeim kaupstöðum, sem tryggja hjá félaginu, með vægum kjör- um.' (Flutningsm. Pálmi Hannesson). 17. Um safnaðarmál; skorað á Al- þingi að veita á fjárlögunum fyrir árið 1930 ríflegan styrk til byggingar nýrr- ar kirkju í Akureyrarkaustað, sem sé P i 1 s n e r 2ezt. — Ódýrast. Innlent. nægilega stór og svo veglegt hús að vel sæmi, enda taki þá söfnuðurinn kirkj- una í sína umsjón og við fjárhaldi hennar. (Flutningsm. síra Friðrik Rafn- ar). # ------O------ Börnin á Akureyri. Ung stúlka hefir beðið »Dag« fyrir eitirfarandi réttmæta umkvörtun: Eg hefi stundum orðið þess vör, að það getur verið töluvert vara- samt, að fara með barnavagna um bæinn þótt um bjartan dag sé. Eg var t. d. úti með barn hér um dag- inn og var þá beinlínis ráðist á mig af nokkrum drengjum á aldrinum 6 — 10 ára, og það af þeirri einu ástæðu, að eg bað þá að víkja sér til hliðar á gángstéttinni svo að eg kæmist áfram. En þeir brugðust flla við, umkringdu vagninn og börðu bæði mig og barnið og létu sér þau orð um munn fara, sem eg, hvorki get né vil hafa eftir. Petta er lítið, en ekki að því skapi fagurt sýnishorn af siðferði sumra barnanna hér í bænum og væri ekki vanþörf á, að foreldrar hefðu ögn betri gætur á breytni barna sinna, eða jafnvel að lögregl- an miðlaði þessum götudrengjum dálitlu af sínum dýrmæta tíma. En hún þykist nú sennilega vera vaxin yfir þesskonar s m á m u n i. J. K. --------o-------

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.