Dagur - 14.03.1929, Page 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
soa í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Frá
Gagnfrœðaskólanum
á Akureyri.
»
Arspróf 1. og 2. bekkjar hefst að þessu sinni
2. maí, inntökupróf 1. bekkjar 13. maí og gagn-
fræðapróf 15. maí.
Gagnfræðaskólanum á Akureyri, 12. marz 1929.
Sigurðurður Guðmundsson.
Sildareinkasalan.
íSamkvæmt lögum Síldareinkasöl-
unnar er reikningsár hennar frá og
til 15. apríl. Um reikningsskil er
því yfir höfuð ekki hægt að tala
fyr, og því síður sem töluvert af
kryddsíld o. fl. er óselt, sem ekki
verður séð fyrir hvað fæst upp úr.
F*etta ætti þeim fáu að vera Ijóst,
sem sí og æ eru hrópandi um það,
að Einkasalan geri mönnum engin
reikningsskil. En það er ekki af
því, að þeir ekki viti þetta, heldur
af hinu, að þeir vilja láta fram-
kvæmdastjórnina hlaupa á eitthvert
hundavað, til þess að notfæra sér
það í æsingaskyni, og hitt, sem
þeir eru að hampa, að Einkasalan
ætli yfir höfuð ekki að birta neina
reiknina, er jafn staðiaust, því lögin
mæla svo fyrir, og þeim ákvæðum
verður vitanlega framfylgt, þegar
að þeim kemur<, segir framkvæmda-
stjórinn.
1 varasjóð Einkasölunnar mun
falla um kr. 12—13 þús. og í
markaðsleitarsjóð kr. 38—40 þús.
Það er nú búið að greiða öllum
sem svarar kr. 24.00 meðalverð út
á innlagða síld og 1 kr. umfram
fyrir reknetasíld; varlega áætlað er
talið að enn megi gera ráð fyrir
viðbót, er nemi kr. 1.50 — 2.00, þeg-
ar alt er selt og full reikningsskil
komin frá útlöndum. Að viðbættum
matskostnaði, sem hver einstakur
saltandi hingað til hefir greitt, en
sem nú er tekinn upp sem starf-
rækslukostnaður fyrirtækisins, svo
og sjóðgjöldum og reksturssparn-
aði einstaklingsins frá því, sem áður
hefir verið, yrði þá nettoútkoma að
meðaltali á hverja tunnu sem svarar
kr. 28.50—29.00 fob. Um þessa
væntanlegu niðurstöðu farast
skýrsluhöf. svo orð:
>Jeg efast um, að nokkurntíma
fyr hafi afkoman af síldarsöltun
verið svo góð fyrir heildina sem á
síðastl. ári. Það er vitanlegt, að
þegar bezt hefir blásið, hafa ein-
staka menn hagnast meir, en hlut-
verk Einkasölunnar er að vinna að
almenningsheillinni og gera þessa
framleiðslugrein trygga, þannig, að
allir, sem við hana fást, geti borið
þann hlut af borði, sem sannvirði
framleiðslukostnaðarins krefur. Og
þá er þjóðarheillinni með þessari
framleiðslugrein borgið*.
f skýrsiunni er getið um nokkur at-
riði til bætts skipulags frá því sem
áður hefir verið. Eru þau atriði: 1.
Viðleitni til stærðaraðgreiningar á
sildinni. 2. Merki hvers saltanda á
hverri tunnu. 3. Söltunardagsetning
á hverri tunnu. 4. Fobsalan. 5.
Ýmsar nýjar verkunartilraunir. 6. Á-
kveðinn saltskamtur. 7. Ýmsar til-
raunir með sölu íslenzkrar síldar.
8. Efnarannsóknir. 9. Leppmennsk-
an, sem þetta nýja skipulag hefir
gersamlega sópað burt á þessu
eina ári.
Afstaða útflutningsnefndar og
framkvæmdarstjórnar til sölumáls-
ins er á þá leið, að ekki verður
lögð áherzla á að spenna bogann,
hvað framboðsverð á síldinni snert-
ir, heldur með hóflegu verði reynt
að auka neyzluna og eftirspurnina
og á þann hátt fyrirbyggja sem
fyrst þá takmörkun á veiði og sölt-
un, sem þurft hefir að beita á sið-
asta ári og hætt er við að þurfi
að beita áfram, meðan söluhorfur
ekki aukast.
Samvinna í útflutningsnefndinni
segir framkvæmdastjórinn að oftast
hafi verið góð og ailir gert sér far
um, að leysa starfið vel og sam-
vizkusamlega af hendi, og sam-
vinna framkvæmdastjóra við útflutn-
ingsnefndina hafi einnig verið hin
bezta, og samvinna milli fram-
kvæmdastjóranna hin ákjósanleg-
asta. Fer höf. mjög lofsamlegum
orðum um þá Ingvar Pálmason og
Einar Olgeirsson. 1 því sambandí
segir hann: »Einar Olgeirsson er
sá framkvæmdastjórinn, sem mest
hefir orðið fyrir barðinu á andstæð-
ingunum og er það skiljanlegt frá
þeirra .sjónarmiði, en vekur þó jafn-
framt hjá hverjum hugsandi manni
þá tilfinningu, að hér sé ekki verið
að kasta að Einkasölunni sjálfri,
heldur að pólitískum andstæðing<.
Prjár breytingar á lögum og reglu-
gerð Einkasölunnar telur fram-
kvæmdastjórinn nauðsynlegar, til
þess að Einkasalan og starfræksla
hennar komi að tilætluðum notum.
Pessar breytingar eru:
1. Að Einkasölunni verði trygt
nægilegt rekstursfé.
2. Að henni veitist heimild til að
kaupa tunnur.
3. Að Einkasalan taki sjálf i sínar
hendur alla söltun síldarinnar.
Fyrir nauðsyn þessara breytinga er
gerð glögg grein.
Einkasalan hefir ákveðið að styrkja
þrjá menn til utanfarar, til að kynna
sér meðferð alla og verkun síldar
með þeim þjóðum, sem lengst eru
komnar í þeim efnum, í því skyni,
að þessir menn eftir heimkomuna
leiðbeini saltendum í því, sem bet-
ur má fara. Einkasalan mun auk
þess gera sér far um, svo sem auð-
ið er, að vanda betur en verið
hefir til þeirra manna, sem næsta
sumar eiga að hafa umsjón með
söltuninni. Markaðsleitarstarfinu
verður haldið áfram á þessu ári.
Verður nú hér látið staðar num-
ið, að skýra frá innihaldi skýrslu
þessarar, enda er þetta orðið all-
langt mál, þó lauslega hafi verið á
ýmsu tekið og mörgu slept. Dag-
ur hefir, síðan Einkasalan tók til
starfa, ekki verið jafn margmáll um
hana eins og sum önnur blöð.
Hefðu þau sannarlega verið full-
sæmd af því, að fara sér dálítið
hægara en þau hafa gert, þvf meg-
ínhlutinn af margmælgi þeirra hefir
hnigið í þá átt, að gera fyrirtækið
tortryggilegt og þá menn, er að
því hafa staðið, án þess að vera
dómbær um þessa hluti vegna þekk-
ingarskorts, eða af enn lakari ástæð-
um. Nú, þegar upplýsingar liggja
fyrir frá fyrstu hendi, hefir Dagur
ekki horft í að verja nokkru rúmi
til að kynna mönnum þær og vekja
athygli á skýrslu P. A. Ólafssonar.
—------o------
Á víðavangi.
Vinnuhœlið.
Hælið tók til starfa um siðustu
mánaðamót. Upphaflega var bygg-
ingu þessari ætlað að vera sjúkra-
hús, en henni varð aldrei lokið,
var orðin til mestu vandræða öllum
hlutaðeigendum og sýnilegt að hún
mundi aldrei verða notuð til þess,
er í fyrstu var áformað. Réðst þá
landstjórnin í að kaupa húsið og
gaf fyrir það um 30 þús. kr. og
kostar auðvitað allar breytingar og
endurbætur á því.
Húsið er steinbygging, tvær hæð-
ir með kjallara og risi. Pað er 17 m.
langt og 8 m. breitt og auk þess
viðbótarálma 7X3Ý2 m. Til fulln-
ustu er gengið frá nokkrum her-
bergjum, svo hægt er að taka móti
10-12 hælisgestum nú þegar, en
þegar húsið er fullgert, rúmar það
að minsta kosti 30 fanga.
f kjállara hússins eru 4 eins
manns klefar og 2 tveggja manna
klefar og auk þess eldhús, búr,
þvottahús, borðstofa, miðstöðvar-
klefi og geymsluherbergi. Á 1. hæð
er þegar búið að ganga frá 4 eins
manns klefum, herbergi handa varð-
manni og stórri rúmgóðri vinnu-
stofu handa föngunum. Á þessari
hæð verður baðherbergi og enn
verður þar bætt við 4 eða 5 eins
manns klefum og auk þess stofu
fyrir sjúklinga. Á annari hæð verða
síðar gerðir 11 eins manns klefar,
2 tveggja manna klefar og vinnu-
stofa. Undir súð er gert ráð fyrir
að verði lesstofa fanganna og fleiri
herbergi. Alt húsið er raflýst. Par
er og miðstöðvarhitun og vatns-
leiðsla. íveruklefarnir eru málaðir
og gólf dúklögð. Stórir gluggar
eru á húsinu og járngrindur fyrir
innan. Pessar járngrindur eru það
eina, sem minnir á, að húsið sé
fangahús. Vinnustofan veit móti
sól og er björt og rúmgóð.
Föngunum á að halda mjög til
vinnu og verður byrjað á netagerð
og fleiru. Uti verður unnið að jarð-
yrkju og garðyrkju og eru verk-
efni þar óþrjótandi. Stjórnin hefir
keypt jörðina Litla-Hraun og lagt
undir hælið, og er hún talin mjög
vel fallin til jarðépla- og grasrækt-
ar. Verður tekið til við útivinnu
strax og fært þykir.
Forstöðumaður hælisins er ráð-
inn Sigurður Heiðdal kennari. Dvaldi
hann erlendis í vetur og kynti sér
rekstur og fyrirkomulag slíkra stofn-
ana erlendis.
Pað er þjóðkunnugt, að fanga-
húsið í Reykjavík svarar á engan
hátt til krafa tímans og er orðið
þjóðinni til minkunar. Auk þess að
rúm þess er svo lítið, að dómfeldir
menn hafa orðið að bfða svo árum
hefir skift, eftir því að komast að