Dagur - 14.03.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 14.03.1929, Blaðsíða 2
44 DAGUE II. tbl. •••••• Pflllffffilfllflfiffllll GOODRICH GÚMMÍ SKÓFATN AÐUR. Bússur fullháar . . . kr. 33.50 do. hálfháar . . . - 29.50 Oúmmískór með hvítum botnum . . . kr. 7.80 og 8.90 Stígvél hnéhá . . . . kr. 19.50 Drengjastígvél .... — 16.50 Svört kven- og barnastígvél af öllum stærðum. Kaupið Goodrich skófatnað, hann er endingarbeztur. Kaupfélag Eyfirðinga. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. \ fangahúsin, er andlegri og líkam- legri heilbrigði fanganna hætta búin af vistinni þar. Var því hin brýn- asta þörf á stofnun Vinnuhælisins. Sum Ihaldsblöðin sýnast þó líta öðrum augum á þetta mál, því þau hafa stofnunina og þá ógæfusömu menn, er þar kunna að lenda, að háði og spotti. Er slík fúlmenzka við hæfi þeirra manna, er að blöð- um þessum standa. Vinnudómurinn. Frumvarp það um vinnudóm eða gerðadóm í kaupdeilumálum, sem nú er flutt á Alþingi, fær heldur misjafnar undirtektir. Flytjendur málsins, svo og íhaldsblöðin, virð- ast hafa tröllatrú á þessu úrræði, en Jafnaðarmenn megnustu and- stygð, og kalla blöð þeirra frum- varpið grundvöll að «þrælalögum« og tala um þrælahald í sambandi við málið. Að sjálfsögðu eru hér öfgar á báðar síður. Ekki er loku fyrir það skotið, að dómurinn gæti gert eitthvert gagn, en því miður eru líkurnar fyrir því heldur veikar. Aftur á móti er hræðsla um hættu á hendur verkalýðnum í sambandi við þetta mál, á engum rökum bygð. Hann hefir eftir sem áður rétt til að gera verkfall, ef hann vill ekki hlíta úrskurði vinnudómsins, því einungis er bannað að gera verk- fall eða verkbann á meðan deilu- málið er í höndum sáttasemjara eða vinnudóms. — Vinnudómurinn skal vera þannig skipaður, að héraðs- dómari, sem er forseti dómsins, til- neínir 4 menn í dóminn, 2 úr flokki vinnuveltanda og 2 úr fiokki verka- manna, og skulu síðan aðilar ryðja sínum manni hvor úr dómi. Pá skípar Hæstiréttur 2 menn og er þannig ætlast til, að 5 menn sitji í dómnum. Málið var þegar gert að æsinga- máli og er það illa farið, því brýn þörf er rólegrar íhugunar, þegar verið1 er að leita úrræða um lausn jafn alvarlegs vandamáls og kaup- deilumálið er. Jslendingur“ fúll. Ritstjóri >ísl.« þolir það ekki, að talað sé hlýlega í garð forsætis- ráðherra fyrir það, að honum tókst að létta af verkföllunum á skipum Eimskipafélagsins og togaraflotan- um. Telur blaðið hann eiga frekar ámæli skilið en þakkir, úr því hann hafi ekki afstýrt verkfaliinu með ðllu, eða minsta kosti komið á vinnufriði fyr en eftir tvo mánuði. Grunnhyggnislega er þetta mælt. Veit ekki ritstjórinn, að í þann tíma er verkfallið stóð, var málið í hönd- um sáttasemjara ríkisins og að hann lagði mikla vinnu i að miðla mál- um og koma sættum á? En þar var við ramman reip að draga, og þá fyrst, þegar hann gaf málið frá sér, var það hlutverk stjórnarinnar, að skerast í leikinn. Par með er ekki sagt, að starf sáttasemjarans hafi verið þýðingarlaust, að minsta kosti lítur forsætisráðherra sjálfur svo á, að sú mikla vinna, er Björn Pórðarson var búinn að leggja fram i málinu, hafi verið grundvöllur þeirra úrslita, er að lokum fengust. En »íslendingur« skilur víst ekk- ert af þessu, eða vill ekki skilja, og hefir því ekkert að þakka. Hann er bara fúll yfir því, að forsætisráð- herrann lagði á sig vinnu og vökur, við að leysa úr einu mesta vandamáli þjóðarinnar og að hon- um skyldi takast það. Fjúrmálaráðherra skipaður. Hinn 7. þ. m. tilkynti forsætis- ráðherra þinginu, að Einar Arna- son á Eyrarlandi, 1. þingm. Eyfirð- inga væri orðinn fjármálaráðherra og las upp konungsstaðfestingu fyrir skipun hans. Öllum þeim, er náin kynni hafa af Einari Árnasyni, mun ekki koma það á óvart, að hann varð fyrir vali flokks þess, er hann tilheyrir, í þessa stöðu. Einar er maður, sem ávinnur sér traust allra þeirra, er með honum starfa, ekki aðeins flokksbræðra hans heldur og skoð- anaandstæðinga. Ber margt til þess. Einar Árnason er djúphygginn mað- ur, gætinn í öllum störfum, sam- vinnulipur, en þó einbeittur og heldur fast á hlut sínum í hverju máli. Hann er og prýðilega máli farinn, talar skipulega og slétt og er maður yfirlætislaus í háttum sín- um. Hann hefir, sem kunnugt er, setíð lengi á þingi og er því orð- inn þaulvanur að starfa að lands- málum og þjálfaður í skóla reynsl- unnar. Má því gera sér hinar beztu vonir um fjármál landsins í hönd- um hana. y\ðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í samkomuhúsinu »SkjaIdborg« á Akureyri og hefst fimtudaginn 18. apríl n. k. kl. 10 árdegis. DAGSKRÁ: 1. Athugun kjörbréfa. 2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir liðið ár. 3. Tillaga um skifting ársarðsins. 4. útbú félagsins. 5. Erindi deilda. 6. Tillögur til breytingar á samþyktum félagsins. 7. Framtíðarstarfsemi félagsins. 8. Kosningar. Akureyri 13. mars 1929. F. h. félagsstjórnarinnar. Vilhjálmur Þór. Pórunn Friðiónsdóítir. Simskeyti. --- (Frá Fréttastofu Islands). Systir min kœra, mln systir góð, nú sendi eg til þln minn hug og ijóð. Vel man eg þig unga með létta lund og leiftrandi vonir um andans glóð. Og seinna er helfjötrar hjarta þitt skáru og þú hófst samt þinn vœng yfir flúðir og báru, eg mintist þin hljóður svo marga stund og meiðslanna þinna sáru. — Eg kom til þin sjálfur með opna und, i andviðrum heljar, við lokuð sund. Min brúður til dauða af berklum nlst með bœn í auga þér rétti mund. Alt bauðstu fram hiklaust er hafðirðu að inna af höndum og fjársjóði kœrleika þinna Ei bjartari og tárhreinni laug hefir lýst um Ijósálfur drauma minna. — / návigi hugar við heljar fár er hart að lifa sin þroskaár. Enn er vetrar hið ytra á ýmsan háii skal inn á við stefna og fága sár. Pú skjólgarða reistir og blásali bjarta og blómreiti vermdir og fékst til að skarta. Og góðvildin sindraði að siöustu nótt eins og sólskin af þinu hjarta. Systir min góða, min systir kcer, nú sé þér lausnin frá þrautum vœr; nú hvíli þig drottins friðarfang; nú faðmi þlg kærleikans morgunblœr. Svo vertu sæl. Enn um aldur og œfi, við ástúðar þinnar og góðvildar hœfi, þin minning hví'sli um vetrarvang um veröld á tímans sœvi. Sigurjón Friðiónsson. Rvík 10. marz. ALÞINGI. Þingsályktun um skipun nefndar, til þess að rann- saka hag og rekstur togaraút- gerðar, var á dagskrá í gærdag. Framhaldsumræða verður á mánudag. Tillaga er komin fram um að vísa málinu til sjávarút- vegsnefndar og nefndinni ætlað: 1. Að gera tillögur um á hvern hátt reksturinn verði gerður hag- kvæmari og ódýrari, til þess að tryggja fjárhagsafkomu útgerð- arinnar. 2. Á hvem hátt bezt verði fyrir komið stjórn og eign- arumráðum þessara útgerðar- fyrirtækja með tilliti til hags- muna starfsfólksins og þjóðar- heildarinnar. 3. Hvernig hægt sé að tryggja verkafólki, sem við út- gerðina starfar á sjó og landi, líf- vænleg kjör. Erlingur flytur frumv. til laga um vigt á síld. HNÍFSDALSMÁLIÐ. Dómur í Hnífsdalsmálinu var kveðinn upp á föstudagskvöldið af Hall- dóri Júlíussyni. Hálfdán var dæmdur í 8 mánaða betrunarhúss- vinnu; Eggert í 6 mánaða fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi; Hannes í 8 mánaða fangelsi. Þeir skulu og greiða % málskostnaðar. Hálfdán var viðstaddur dómsupp- sögnina og krafðist að dóminum væri vísað til Hæstaréttar og dómaranum stefnt til ábyrgðar. Verjandi málsins, Lárus Jóhann- esson, var dæmdur í 40 kr. sekt fyrir framkomuna í vörn sinni, %

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.