Dagur - 14.03.1929, Síða 3

Dagur - 14.03.1929, Síða 3
11. tbl. DAGUR 45 % Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar hjartkæra litla dóttir Erla, andaðist að heim- ili okkar, Aðalstræti 42, sunnudag- inn 10. þ. m. Jaróariörin er ákveðin að fari fram laugardaginn 16. þ. m., að Munka- Pverá og hefst kl. 11 f. h. þar á staðnumi Akureyri, 13. marz 1929. Jóhanna Þorvaldsdóttir. Snœbjörn Þorleifsson. Hér með tilkynnist, að Páll Por- lákur, sonur okkar, andaðist í Skriðu 8. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin aó Möðruvöllum fimtudaginn 21. þ. m. og hefst með húskveðju í Skriðu kl. 11 f. m. Þríhyrningi, 12. marz 1929. Pálina Pálsdóttir. Gaðmundur Jónsson. Rvík 13. irutrz. Erlent: í hinni umfangsmiklu uppreist í Mexico veitir nú stjórn- arhernum betur; fullnaðar sigur hersins talinn líklegur. Alþingi. Frumvarp um dýrtíð- áruppbót á launum embættis- manna og starfsmanna ríkisins vísað til fjárhagsnefndar. Dýrtíð- arvísitala, sem nú gildir, er 51%, og er farið fram á, að embættis- menn og starfsmenn ríkisins njóti hennar óskorað í stað 2/3 hluta hennar nú. útgjöld ríkisins við Umsjónarmannstarfið við samkomuhúsið „ Sk/ald- borg“ er laust til umsóknar frd 14. Maí n. k.. Umsóknar- fresiur til 1. Apríl. Upplýsinga, starfinu viðvíkjandi, ber að leita til Guðb. Björnssonar eða Jakobs Frímannssonar. hækkun þessa mundu nema um 300 þús. kr. — Rannsókn togara- útgerðar er enn á dagskrá, en önnur mál hafa setið fyrir; fram- haldsumræður frá fyrri viku hafa því enn ekki 'farið fram. — Frv. til laga um vigt á síld er til fyrstu umræðu í E. d. Eftir því er öllum bræðsluverksmáðjum gert að skyldu að vigta þá síld, er þær kaupa. — Ingvar og Erlingur bera fram frumv. um loftskeyta- tæki á botnvörpuskipum, samskon- ar og það, er dagaði uppi í fyrra. — Þingmenn Reykjavíkur bera fram frumv. um stækkun lögsagn- arumdæmis Reykjavíkur. — Mikl- ar umræður urðu um frv. um breytingu á gengisviðaukalögun- um. Samkvæmt breytingunni á að miða viðaukann eingöngu við skattskyldar tekjur manna. Við umræður þessa máls bar einnig annað á góma. Nokkrir þingmenn spurðu forsætisráðh., hvað hæft væriíþví, að eftirgjöf tekjuskatts- viðaukans í ár stæðiísambandi við lausn kaupdeilunnar á botnvörpu- -ssa Verzlun Péturs í skóbúðina nýkomið mikið úrval af SOKKUM. Afsláttur af eldri birgðum. Gólfd ú kar. skipunum. Forsætisráðherra kvað tekjuafgang ríkissjóðs reynast iy2 miljón og því ekki ástæða til að ganga eftir þessum viðauka. Hvað farið hefði milli hans og fulltrúa deiluaðila, yrði hann að skoða sem trúnaðarmál. Sumum þingmönnum þótti svarið ófull- nægjandi. Fr éttir. Slys. Fyrir nokkru voru tveir Mý- vetningar á refaveiðum. Vildi þá svo ó- heppilega til að annar skaut úr byssu á hinn og hugði, að hann hefði ref að H. Lárussonar. í B-deild, nýkomnir óvenjulega góðir ÁVEXTIR, varð, heitir Freysteinn Jónsson og á heima á Gi-ænavatni, en sá, er slysið henti, heitir Kristján Benediktsson frá Arnarvatni. Fyrstu fregnir hermdu, að Freysteini væri naumast ætlað líf, en eftir síðari fréttum að dæma hefir þetta verið mjög orðum aukið, því nú er hann sagður úr allri hættu og á góðum bata- vegi sem betur fer. Eins og auglýst hefir verið, verður aðalfundur Mjólkursamlags K. E. A. haldinn í samkomuhúsinu Skjaldborg n. k. laugardag og hefst kl. 1 e. h. Allir félagar Mjólkursamlagsins velkomnir á epli og appelsínur. Framsóknarfélag Akureyrar heldur fund / mdnudaginn 18. þ. m. og hefst hann kl.8 e.m. ” SkíaldborS Efni: 1. Pingfréttir. 2. Atvinnubœtur. 3. Stefnur og flokkar. Jörðin Syðra-Krossanes í Glœsibœjarhreppi er laus til ábúðar frd nœstu fardögum. Allar upplýsingar jörðinni viðvíkjandi gefur L. Kristiansen, Krossanesi. skotmarki. Maðurinn, sem fyrir slysinu » Ferðapistlar. fyr og nú. Pessi drenglundaði hers- höfðingi harmaði mjög hrun keis- aradæmisins, og hélt hann því fram, að stjórnarfyrirkomulagið gamla ætti einmitt bezt við með þýzkum þjóð- um. En þó að hann hefði miklar mætur á keisarastjórnarfyrirkomulag- inu, játaði hann, að Ijóður mikill hefði verið á pólitísku ráði Vilhjálms II. Raunalegustu mistök hans í stjórnarsessi taldi hann hafa verið andstöðuna við Bismarck. Eg hafði mikla ánægju af að tala við hann um viðskifti Bismarcks við Rússa 1878, og varð hann að viðurkenna, þótt hann tignaði Bismarck, að honum hefði verið meira um að kenna en nokkrum öðrum Pjóð- verja, að sundur dró með Rússum og Pjóðverjum. — Bauer er einn af áhrifamestu foringjum bindindis- manna í þýzka ríkinu. Eg spurði hann, hvort embættisbræður hans I hernum, bæði fyrrogsíðar, veittu ekki lítið lið okkar málum. Hann hristi höfuðið og sagði: Ef til vill 1% af þýzkum herforingjum og liðsforingjum eru bindindismenn. — Og álika margir lýðveldismenn af þeim flokki bætti eg við, dálítið gletnislega. Hann kvað mig rétt til geta. Notaði hann þá tækifærið að benda á, að ýmsir núverandi lýð- veldissinnar af herforingja og liðs- foringjaflokki hefðu áður dýpst beygt sig fyrir keisaranum og þegið af honum engu síður en aðrir mikil fríðindi. Pað er altaf nóg_af þeim í heimi þessum, sem hafa ekki þrek til þess að vera í minnihluta. Eg var einmitt 2. Septbr. (Sedan- daginn) staddur hjá Bauer. — »Eg fæ eigi skilið, hvernig Hindenburg getur setið upp í ríkisþingi 11. Agúst við hliðina á mönnum eins og Severing og öðrum hans nót- um og hlustað á lofræóur um lýð- veldið*, man eg að Bauer sagði, er tilrætt varð um afmæli lýðveldis- stjórnarskipulagsins, sem haldið er hátiðlegt á ári hverju í seipni tíð, og einkum í Berlín. — Hindenburg hlýtur að vera mjög víösýnn maður og sveigjanlegur, og kunnur er hann að órjúfandi hollustu, bæði á keisaratímanum og nú eftir byltinguna. Hann er inte- ger vitae, eins og latínumenn orða það. Keisarasinnar skilja ekki, að Hindenburg skuli geta unað því, að vera forseti í þingstjórnarríki og sitja við hliðina á jafnaðarmönnum, römmum lýðveldíssinnum og öðr- um harðsnúnum andstæðingum keisaradæmisins, eins og t. d. á ríkisþingshátíðinni 11. ágúst. Pá víkur sögunni aftur til Kassel. Bauer hershöfðingi leiðbeindi mér fyrirtaksvel þar í borginni, og kom eg til hans kveldið eftir, eins og hann hafði óskað. Hann benti mér á, að eg mætti ekki láta farast fyrir að skreppa til Eisenach og sjá Wartburg, úr því að eg væri kom- inn til Kassel. Eg tók þeirri bend- ingu, og iðrar mig þess ekki. Seint um kvöldið kvaddi eg þennan vin minn og fólk hans, og snemma morguninn eftir fór eg með lest- inni til Eisenach. Var eg kominn þangað að aflíðandi dagmálum. Bær- inn er fremur lítill, liggur í Sach- sen-Weimar, er áður var stórher- togadæmi, nálægt hinum mikla Pýringaskógi (Thúringer Wald), í tallegum dal, umkringdum búsæld- arsveitum og skóglendum miklum. Ferðamannastraumur mikiil er til bæjarins, og orkar Wartburg mestu um það. Hún er gamall kastali og var aðsetursstaður landgreifa í Thúring- en. Liggur kastalinn fyrir ofan bæ- inn, og er þangað hér um bil klukkustundar gangur. Var unaðs- legt að reika gegnum skóginn, en bratt var upp að ganga. Pegar eg var kominn upp að síðustu brekk- unni, sá eg rétt vió veginn nokkra söólaða hesta, mjög litla, og marga asna, og ætlaði eg ekki að komast undan karlinum, sem átti þá, og stóð þar á verði og sat um ferða- langana, eins og skrattinn um sál. Hann vildi leigja mér hest eða asna upp að kastalanum, en eg kaus heldur að iabba i hægðum mínum. Dýrleg útsýn blasti við, þegar upp var komið í kastalann. Emstigi var þar upp að ganga, og þverhníptur klettur á alla vegu. Kastalinn er reistur á síðari hluta 11. aldar, stíllinn rómanskur og einkarfagur. Var Wartburg fyrrum óvinnandi vígi. Hér eru óteljandi minjar. Wartburg er sögunnar óðal og ævintýrahöll í þjóðsögnum þýzk- um. Fornfræg málverk prýða vegg- ina og ótal minninga er bundið við hvern sal. Fjöldí mynda og haglega gerðra húsmuna blasir við hvarvetna. Leiðsögumaður okkar geymdi okkur hið bezta, þangað til síðast. Pað var Lúthersstofan. í þessari litlu stofu bjó Lúther í 10 mánuði, frá 4. Mat 1521 til 3. Marts 1522, og gekk undir nafninu Georg junkari. Útlægur var hann ger úr ríkjum öllum og þjóðlöndum Karls keisara fimta í Worms. A leiðinni þaðan lét verndari Lúters og vinur, Friðrik vitri, kjörfursti Saxa, taka hann og flytja til Wart- burg. Hér hóf Lúther að snara heilagri ritningu á þýzka tungu og lauk hér við nýjatestamentið. — Parna var rúmstæðið hans, skrif- borðið, myndir af foreldrum hans og vini hans Melanchton, lítill bóka- skápur, tveir stólar, stór ofn og kista. Tveir litlir gluggar eru á stofunni. Peir eru hættir við að sýna blekklessuna á þilinul Wartburg varð háborg lúthersku stefnunnar í heiminum og vígi þýzkrar tungu. — Mikill var sigur Lúthers í Worms, en i Wartburg hagnýtti hann tímann, til þess að neyta sigursins sem bezt. Verður Wartburg því jafnan 4órjúfanlega tengd Lúther og stefnu þeirri, er hann beittist fyrir, andlegu frelsi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.