Dagur - 24.04.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 24.04.1929, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjálddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- sea í Kaupfélagi Eyfirð- inga. XII. ár. T Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- gi-eiðslumanns fyrir 1. des. • • • • • • • ••••••• • • • •-• • • • Akureyri, 24. Apríl 1929. f-t f-f-. í 17. tbl. Kaupfélag Eyfirðinga. Aðalfundur félagsins var hald- inn hér á Akureyri 18.—20. þ. m. og stóð þannig yfir í 3 daga. Fundarstjóri var kosinn Eiður Guðmundsson bóndi á Þúfnavöll- um og varafundarstjóri Valdimai' Pálsson bóndi á Möðruvöllum. Skrifarar fundarins voru Björn Jóhannsson bóndi á Syðra-Lauga- landi og Tryggvi Konráðsson bóndi í Bragholti. Á fundinum voru mættir um 80 fulltrúar frá deildum félagsins. Auk þess voru mættir 3 menn úr stjórn félags- ins, framkvæmdastjóri þess og endurskoðendur og enn sátu fund- inn margir aðrir kaupfélagsmenn. Framkvæmdastjóri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins fyrir síðasta ár og gerði ítarlega grein fyrir hag þess og ástæðum. Innstæður í sjóðum félagsins voru sem hér segir: í árslok 1927. í árslok 1928. Vöxtur á árinu. Varasjóður ............ 107 þús. kr. 139 þús. kr. 32 þús. kr. Tryggingarsjóður ....... 45 þús. kr. 45 þús. kr. Skuldtryggingarsjóður 2 þús. kr. 3 þús. kr. 1 þús. kr. Fyimingarsjóður ........ 75 þús. kr. 87 þús. kr. 12 þús. kr. Sambandsstofnsjóður ... 72 þús. kr. 85 þús. kr. 13 þús. kr. Byggingasjóður ......... 21 þús. kr. 64 þús. kr. 43 þús. kr. Stofnsjóður ........... 430 þús. kr. 495 þús. kr. 65 þús. kr. Samtals ... 752 þús. kr. 918 þús. kr. 166 þús. kr. Eru þá samanlágðar innstæður þessara sjóða farnar að nálgast 1 milj. króna. Innstæða Innlánsdeildar var í árslok 1927 323 þús. kr. Á síðasta ári hefir upphæð þessi vaxið um 79 þús. kr. Er þá innstæða Inn- lánsdeildar í árslok 1928 402 þús. kr. Innieignir félagsmanna á við- skiftareikningum voru við reikn- ingslok síðasta árs 193 þús. kr. Þegar dregið er saman í eitt innstæða Innlánsdeildar og inni- eignir , félagsmanna í viðskifta- reikningum, nemur sú upphæð 595 þús. kr. Er það dálaglegur skildingur og bendir á batnandi efnahag félagsmanna. Við áramótin síðustu átti Kaup- félag Eyf. inni hjá S. í. S. í við- skiftareikningum 343 þús. kr. og innieign félagsins í bönkum og sparisjóðum var á sama tíma 10 þús. kr. Peningar í sjóði félagsins um áramót voru 219 þús. kr. Gamlar skuldir (frá 1921) fé- lagsmanna voru í árslok 1927 60 þús. kr., en hafa lækkað á árinu um þriðjung, eða niður í 40 þús. kr. Er nú úr þessu ekki nema herzlumunurinn eftir, svo að þær hverfi með öllu. Vöruvelta félagsins var á árinu sem hér segir: Innlendar vörur voru seldar fyr- ir 1,750 þús. kr., en erlendar vör- harð alþm. Stefánsson og var end- urkosinn með miklum meirihluta. Ennfremur var, samkvæmt breyt- ingu, er fundurinn gerði á sam- þyktum félagsins, kosinn 2. vara- maður í stjórn, og hlaut kosningu Eiður Guðmundsson. 2. endur- skoðandi, í stað Bjarna sál. Bene- diktssonar, var kosinn Hólmgeir Þorsteinsson bóndi á Grund og;l. varaendurskoðandi í stað Hólm- geirs var kosinn Valdimar Páls- son bóndi á Möðruvöllum. Til þess að mæta sem fulltrúar félagsins á aðalfundi S. i. S. voru kosnir Vilhjálmur Þór fram- kvæmdastjóri, Ingimundur Árna- son verzlunarmaður og bændurnir Vaidimar Pálsson og Ágúst Jónas- son. Kaupfélag Eyfirðinga hefir aldrei staðið jafn-f.östum fótum og nú, og skjóta hin þróttmiklu og föstu samtök félagsins víða rót- um. Þær rætur eru sterkari en svo, að þrifnaðarlaus dusilmenni fái á þeim unnið með nagdýrseðli sínu. ur fyrir 1,900 þús. kr. Var því samanlögð vöruvelta félagsins 3 miljónir og 650 þús. kr. Til samanburðar má geta þess, að samanlögð vöruvelta félagsins árið 1927 var 2,660 þús. kr. Hefir hún því vaxið á síðastliðnu ári um 990 þús. kr., eða í'ast að 1 miljón kr. úthlutaður arður til félags- manna af ágóðaskyldri vöru var 12%. Er það nokkru hærra en á undanförnum árum. í félagið gengu á árinu 133 menn. Félagið hefir verið athafnamik- ið síðastl. ár. Það hefir reist ný- tízku slátrunarhús á lóð sinni á. Oddeyrartanga, keypt stórhýsið nr. 93, með tilheyrandi lóð, við Hafnarstræti, sett á stofn Mjólk- ursamlagið 0. fl. í sumar ætlar fé- lagið að reisa stórt og vandað verzlunarhús á lóð sinni á Torfu- nefi og ennfremur nýtt sláturhús á Dalvík. Auk hinna margvíslegu félags- mála, er rædd voru á fundinum, voru þar fluttir tveir fyrirlestrar: Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri um nýrækt og Páll Zophóníasson ráðunautur um naMtgriparækt og ncuutgriparækt- arfélög. Var gerður að báðum þeim erindum ágætur rómur, enda báðir flytjendur þeirra þaul- æfðir ræðumenn. Úr félagsstjórninni gekk Bern- Um uppeldismál. Eftir Jón Sigurðsson kennara. (Framh.). Ef foreldrar missa vald á börnum sínum, eða ef börnin fara á bak for- eldrunum, þá stafar það venjulega af því, að börnin eru hætt að treysta foreldrunum. í fyrstu stafar þetta venju- lega af því, að þegar börnin bera ein- hver áhugamál sín upp fyrir foreldrun- um eða hefir orðið eitthvað á, þá mæta foreldrarnir börnunum ekki með nógu mikilli nærgætni eða skilningi. Þau fá siðaprédikanir og hótanir í stað samúðar og hluttekningar. En hætti börnin að taka tillit til foreldra sinna eða finna hjá þeim traust og vernd, þegar freistingar og hættur steðja að þeim, þá eru þau komin út á hinn hála ís mannlegs siðferðis, og enginn getur vitað hvenær atvikin kunna að varpa þeim niður um vakir ósiðsemi og ómensku. Viðreisn þjóð- anna og fram- för. Eins og bent er á hér að fram- an, grundvaliast uppeldið og mót- un skapgerðar æsk- unnar á heimilunum og skólunnm. En viðreisn og framför hverrar þjóðar verður að byrja og eflast á heimilun- úm sjálfum. Skólarnir virðast nauðsyn- legir til að hjálpa heimilunum, en — — — — — w w w w—W 'W w ■ w . Gleðilegt sumar! Lítið Ijóð um vind og vor. Þú mildi vorsins vindur sem vekur hjartans mál, og sveig úr blómum bindur og bræöir svellin hál. Þú yljar eyöilendur, þú ert af Gndöi sendur, viÖ bjartrar sólar bál. Þig tignar grund og tbidur, hver tötrum hjúpuð sál. Nú Ijettist hmd og sporiö, nú Ijómar dagwr nýr. N Alt er sem endurbonð er aftur. myrkriö snýr. Því sólarkyngi kraftur ' er kominn hingaö aftur meö allskyns æfintýr. — Því syng eg söng um vonð, er svarta nóttin flýr. R. skólinn getur aldrei orðið fyrstur í uppeldi barnsins, það verður heimilið. Og kennarinn getur aldrei, hversu ást- sæll sem hann er hjá bömunum, orð- ið nema annar í röðinni inn að hjarta barnsins. Gott heimili hlýtur altaf að verða fyrirmynd barnaskólans, og eins getur kennarinn jafnan tekið sér stjórn- sama, vitra og kærleiksríka móður til fyrirmyndar. Það er eftir- tektavert, sem einn allra viðurkendasti uppeldisfræðingur 18—19 aldar, Pestalozzi, sagði um þetta atriði: »Sú þjóð, sem á bezta skólana, er fremsta þjóðin. Sé hún það ekki í dag, verður hún það á morgun.« Eg veit að allir skilja, að ekki er svo mjög komið undir hverjir eða hvar þessir skólar eru, eða hvaða nafni kennarinn heitir. Aðalatriðið er að þama séu góð skilyrði fyrir hendi um það, að hið bezta og farsælasta hjá barninu geti notið sín og þroskast að eðlilegum hætti. Eg tel að mikil skil- yrði séu veitt með velútbúnu skóla húsi, góðum kenslutækjum og álitleg- um kennurum. En þó að stjórnskip- aður kennari kenni í góðri skólastofu og með fullkomnum kenslutækjum, þá er engin vissa fyrir því að bamið auðgist néitt að mentun eða þroska í kenslustundinni, og það þó að kenn- arinn hafi borið einhvern vissan fróð- feiksforða fyrir börnin. Eg nefni hér af ásettu ráði mentun og þroska og fræðslu sem mögulegar andstæður, því Ummœli Pesta- lozzi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.