Dagur - 24.04.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 24.04.1929, Blaðsíða 3
17. tbl. DAGUR 69 Ár 1929, mánudaginn 6. maí kl. 12 ághádegi, verður upin- bert uppboð sett og haldið að Leifsstöðum í Kaupangssveit og þar selt ýmiskonar lausafé tilheyrandi dánarbúi Bjarna sál. Benediktssonar, svo sem: 3 kýr, 1—2 hross, 40—50 kindur, innanstokksmunir og búsáhöld. — Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsslaðnum. Skrifstofu Eyjafj. & Akureyrar, 23. Aprtl 1929. Sýslumaðurinn. UPPBOÐ. i Ar 1929, miðvikudaginn 8. Maí kl. 12 á hádegi, ^verður opinbert uppboð sett og haldið að Tjörnum i Saurbœjarhreppi og þar selt ýmiskonar lausafé, svo sem: 1—3 keyrzluhestar, 2 nautgripir, kerra, vagngrind, aktygji, skilvinda, prjónavél, byssa, innanstokksmunir og búsáhöld. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðssiaðnum. Skrifstoju Eyjafj.s. & Ak. 23. April 1929. Sýslumaðurinn. Helsingfors: Þingið feldi stjórn- artillögu um að hækka laun emb- ættismanna. Finnlandsforseti rauf þingið og nýjar kosningar fara fram 1. julí. London: Revelstroke lávarður, formaður undirnefndar skaða- bótanefndar, varð bráðkvaddur á laugardaginn. Þetta hefir orsakað frestun á úrslitafundi skaðabótá- nefndarinnar, sem mun hafa byrj- að seinni partinn í gær. Fr éttir. Guðmundur Kamban, 1 síöasta blaði var þess getið, að Guðmundur Kamban rithöfundur væri væntanlegur hing'að. — Hann kom með íslandi og dvelur hér í bænum þangað til um mánaðamót. í kvöld heldur Kamban framsagnar- kvöld hér í Samkomuhúsinu. Framsögn skáldskapar (deklamation) mtin vera hér lítt eða ekki þekt, það má því bú- ast við að margir vilji nota tækifærið til að hlusta á Kamban, enda mun eng- an- iðra þess, því að óhætt mun að full- yrða það, að hann sé sannur listamaður — og sem leikhúsmaður hefir hann jafnan verið talinn meðal hinna fremstu. Það er þvi góður gestur, sem vill gleðja áheyrendur sína í þetta sinn. Að líkindum heldur hann fyrir- lestur hér síðar. — Vér bjóðum Kamb- an velkominn hingað! Geysir söng í gærkvöldi fyrir tröð- fullu húsi. Söngskráin var breytt frá því er flokkurinn söng síðast. — Enn sem fyr var það »Landkjending«, sem hreyf áheyrendurna mest. Bæði nýju lögin, »Serenad« (þar söng Bjarni lækn- ir Bjarnason solo) og »1 Bröllopsgár- den« þurfti flokkurinn að endurtaka. — Að líkindum syngur Geysir í síðasta sinn á sunnudaginn kemur kl. 4 í Sam- komuhúsi bæjarins. Knattspymufélay Akureyrar heldur sumarfagnað á morgun. Verður þar fyrst víðavangshlaup og í því taka þátt fyrir utan K. A., íþróttadeild Gagn- fræðaskólans og ungmfél. »Ársól. — Á eftir verður kvöldskemtun — dans á eftir! Aðalfundur í útgáfufélagi »Hags« var haldinn í Skjaldborg sl. laugardag. Voru þar ýms mál rædd og kosin stjórn. í stjórn félagsins eru nú: Þorsteinn M. Jónsson, Árni Jóhannsson og Bergsteinn Kolbeinsson; voru þeir Þorsteinn og Árni endurkosnir, en Bergsteinn kom í stað Einars Árnasonar. Þjóðvinafélagið ráðgerir að gefa út mikið ritverk um Jón Sigurðsson og samtíð hans. Á útgáfan að hefjast í vor og búist við, að hún standi yfir í 5 ár og komi út um 30 arkir á ári. Á meðan á útgáfunni stendur, er ætlast til að árstillag meðlima félagsins verði 10 kr. Er það gjafverð og ætti að styðja að því að meðlimum fjölgaði í stórum stfl. Skw. Island kom hingað á föstudag- inn. Með skipinu var margt farþega; meðal þeirra var Jónas Þór verksmiðju- stjóri, sem dvalið hefir í útlöndum að undanförnu. — Skipið fór aftur á laug- ardagskveld. Með því tók sér far til Reykjavíkur Steingrímur Jónsson bæj- arfógeti, Nova kom hingað á laugardaginn, en Lagarfoss á sunnudaginn. Fiðluleikannn Florizel v. Reuter hélt hér hljómleika á föstudags- og laugar- dagskvöldið. Fyrra kvöldið var húsfyll- ir, en lítil aðsókn síðara kvöldið. Dánardægur. Á laugardaginn var andaðist að heimili sínu hér í bæ Jóna- tan Jónatansson fyrrum verkstjóri bæj- arins, Kendi hann sjúkdóms síns á síð- asta sumri, var skorinn upp eftir nýjár í vetur og lá rúmfastur þaðan af. Jóna- tan sál. var hálfsextugur að aldri. Hann var maður dagfarsprúður, trúr og óáleitinn. Hann var kvæntur Rósu Gísladóttur frá Haga á Barðaströnd, og lifir hún mann sinn. Veðráttan breyttist um miðja síðustu viku. Gerði þá norðanhret með fjúki og frosti. Birti þó fljótt aftur, en norðan- kæla öðruhvoru síðan. Aukablað af »Degi« kemur út á laug- ardaginn. ------o---- Dánarminning. Þann 6. febr. sl. andaðist að heimili sínu, Hverfisgötu 104 í Reykjavík Þórir Þorvarðsson frá Skriðu í Breiðdal. Hann var fæddur 31. Des. 1905 og ólst upp hjá foreldrum sínum, til þess er hann fluttist til Reykja- víkur árið 1924. Gekk hann á Samvinnuskólann haustið 1926 og var þar þangað til hann fór hingað til Akureyrar í aprílmánuði sl. Var hann hér um missirisskeið og vann við verzlun Þorsteins M. Jónssonar bóksala. Héðan fór hann heim til for- eldra sinna í Reykjavík. í haust vann hann á bifreiða- stöð og tók próf í akstri og með- ferð bifreiða með ágætis einkunn. Nokkrum dögum síðar veiktist hann af heilabólgu, sem dró hann til dauða. Við andlát Þóris er mikill harm- ur kveðinn bæði að foreldrum, vinum hans og skyldmennum. Hann var djarfhuga maður, vina- fastur og góður félagi. Hinum arnfleygu hugsjónum sínum fylgdi hann með þeim brennandi áhuga, sem honum var svo eiginlegur. Hina kæru minningu. hans geymum við vinir hans og skóla- systkini til hinstu stundar. S. ------o---- Þingvisur. Oft á þingi okkar var átt í miklu þófi. En íhalds-garnagaulið þar gekk nú langt úr hófi. Sagði margt og mikið þar Magnús fyrrum dósent; en af viti í því var ekki nokkurt %. Z. ' o-------- Sökum rúmleysis verður margt að bíða næstu blaða, þ. á m. framhald af grein Jóns Sig. »Um uppeldismák. 2œndanámsskeiðið á Akureyri. (Úidr. úr fundarg. námsskeiösins). * : (Niðurl.). 3. fyrirlestur: Ríkið og ræktunar- málin, flutningsmaður Sig. Sigurðs- son, búnaðarmálastjóri. Ræðumað- ur byrjaði á áð benda á, að rsektað land á íslandi gæti stækkað hundr- að sinnum eða því sem næst. Þá fór hann nokkrum orðum um hnignun landsins á umliðnum öldum, t. d. eyðingu skóganna o. fl. En á síð- ustu áruin hefir verið reynt að bæta úr þessu með bættum saingöngum, vegagerð og símalagningu. Hann gat þess að ríkið ætti að styðja alla umbótastarfsemi í ræktunarmálum, án þess að það væri skoðað sem ölmusa, í því sambandi benti hann a, að Norðntenn greiði af opinberu fé y4 af öllum kostnaði til nýyrkju. Þar næst gaf hann stutt sögulegt yfirlit yfir búnaðarframfarir lands- ins á tveimur seinustu öldum, og gat um helztu mannvirki, sem ríkið hefði styrkt eða kostað að ein- hverju leyti, eins og t. d. áveiturnar á Suðurlandsundirlendinu, stíflur til að fyrirbyggja skemdir af vatns- flóðum, varnir gegn sandfoki o. s. frv. Að lokum sýndi hann fram á að með jarðræktarlögunum 1923, sé ný stefna hafin í ræktunarmálum landsins aðallega í því innifalin að styrkja einstaklinga og' félög til verkfærakaupa og annara stærri framkvæmda. Vélasjóður er til orð- inn til kaupa á dráttarvélum, og nú á þessu ári eru pantaðar 25 nýjar dráttarvélar, sem eiga að starfa á næsta sumri. Eftir þennan fyrirlestur hóíst um- ræðufundur. Og voru þar lagðar fyrir ýmsar spurningar og svaraði búnaðarmálastjóri þeim. Um kvöldið sýndi búnaðarmála- stjóri skuggamyndir frá ýmsum merkum stöðum hér á landi og ný- tízku verkfærum. Fleira var svo ekki tekið fyrir og íundi frestað til næsta dags kl. 1 eftir hádegi. 4. dagur. Kl. 1 á miðvikudaginn setti Sigurður Hlíðar fjórða fund bændanámsskeiðsins. Las hann fundargerð frá deginum áður, og er hún var samþykt og ritarar fengnir, var gengið til dagskrár. Talaði Sig- urður búnaðannálastjóri fyrstur og hélt fyrirlestur utn breytta búnaðar- hætti. (Útdráttur úr þessurn fyrir- lestri birtist í næsta blaði). Annar fyrirlesari dagsins var Ól- afur Jónsson frainkvæmdarstjóri, talaði hann um Moldsteypu (Pise). Ræðumaður byrjaði með skýringu á sjálfu nafninu, sem þýðir ekkert annað en bygging úr satnanþjapp- aðri inold. Þá sýndi hann fram á hversu áriðandi það væri hér á landi að koma upp góðum, hlýjum og endingargóðum húsum með sem minstum kostnaði. Kvað hann alt of litið hafa verið gert að því að rann- saka okkar gömlu, innlendu bygg- ingarefni. Eins og nú stendur, eru fiest byggingarefni aðkeypt og dýr. í moldsteypu þarf ekki annað en mold og hana má taka hvar sem er, því að enda þótt öll mold sé ekki jafn vel fallin til bygginga, þáþarf ekKi neina sérstaka tegund moldar; það sem aðallega þarf að varast, er að jurtaleifar og rætur séu í byggingarmoldinni, tóman leir og sand er heldur ekki hægt að nota. Til dærnis um endingu mold- steypuhúsa gat ræðumaður þess, að hinir fornu Inkar í Aineríku hefðu bygt hús sín með þessari aðferð, og þar findust, ennþá stæðilegar rústirt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.