Dagur - 24.04.1929, Blaðsíða 4

Dagur - 24.04.1929, Blaðsíða 4
70 DAGUR 17. tbl. sem væru um 3—4000 ára gamlar. Á Frakkiandi hafa einnig verið bygð heil þorp úr inoldsteypu, hús- in þar eru nú 3—400 ára gömul, og er búið í þeim ennþá. Fjölskyldur, sem í þeim hafa búið, hafa ekki vit- að annað, en að það væru gömui steinhús. Englendingar og Spán- verjar hafa einnig reist moldsteypu- hús, sem nú eru um 200 ára gömul. Síðan 1920 hafa moldsteypuhús verið reist með góðum árangri bæði í Noregi og Svíþjóð. Ræðumaður benti á, að í Svíþjóð væri frosthark- an á vetrum eins mikil eða meiri en hér, og að í Noregi væru úrfelli engu minni, ef ekki meiri en hér, en hvorugt hefði skaðað húsin þar og virtist það benda á að þau gætu átt vel við íslenzkt veðráttufar, einkum þar sem þau hefðu reynst mjög hlý og alveg rakalaus. Þá lýsti hann ail ítarlega byggingaraðferðinni, sem gr rnjög einföld og krefur iítinn útbúnað og mjög einföld verkfæri, og bar saman kostnað við hana miðað við steinsteypuveggi. Eftir reynslu þeirri, er Svíar hafa fengið, var kostnaðurinn við sjálfa veggina, sem 1 : 10 miðað við steinsteypu. Hér er því um sparnað að ræða, sem ekki er lítilsverður. Að endingu lét hann þá skoðun j ljósi, að sjálf- sagt væri fyrir fslendinga að gefa gaum að reynslu frændþjóðanna í þessum efnum og sjálfir reyna þessa byggingaraðferð. Kvað hann forna reynslu með torfbyggingar hér á landi einnig benda í þá átt, að hér væri fundin rétt leið til þess að leysa úr byggingamálunum, þar að auki kvaðst hann vilja nefna sem mikilvæga ástæðu, að Aðalsteinn Halldórsson í Reykhúsum í Eyja- firði, þegar hefði gert tilraun með að byggja úr moldsteypu og heíði sú tilraun hepnast vel. Hann gat þess og, að íslenzkir menn nú þeg- ar hefðu komist í samband við Svía um þetta mál og reynt að rannsaka það, og að á síðasta búnaðarþingi hefðu legið fyrir tvö erindi frá slík- um mönnum, seni hefðu skorað á það að taka málið til meðferðar. Búnaðarþingið hefði tekið málinu vel og ákveðið að veitt yrði nokkurt fé tii þess að fá sænskan eða norsk- an mann hingað til lands, til rann- sókna og tilrauna, og ef það bæri góðan árangur væri í ráði að senda einhvern góðan mann út, til þess að læra aðferðina til fullnustu og kenna hana öðrum. 3. fyrirlesturinn hélt Jónas Krist- jánsson, mjólkursamlagsstjóri, og var hann um meðferö mjólkur. Ræðumaður gat þess í upphafi, að eftir því sem ræktun landsins yk- ist, mundi sauðfjárræktin minka og kúabú koma í staðinn; og eftir því sem kaupstaðirnir stækkuðu, færi eftirspurn eftir mjólk og mjólkur- vörum vaxandi. Gat hann þes's að erlendis hefði mjólkin fyrst orðið verzlunarvara eftir miðja síðustu öld, en nú væri hún einnig orðin verzlunarvara hér. Hann gaf nú glögt yfirlit yfir sögu mjólkurbú- anna á Norðurlöndum, vöxt þeirra og viðgang, mjólkurverð o. s. frv. Þá talaði hann um meðferð mjólk- ur hér á landi alt frá fomöld og fram á síðwstn tima, og að lokum Jurfapoffar nýkomnir. Kaupfél. Eyfirðinga. sýndi hann fram á, að í mjólkuriðn- aðinum, sem færi sívaxandi allstað- ar, værum vér að minsta kosti 40 árum á eftir nágrannaþjóðunum, en nú gætum vér líka notfært oss alla þá kunnáttu og reynslu, sem til væri í þessum inálum. . 4. fyrirlesturinn hélt Pálmi Hann- esson kennari, var hann um mold- ina qg lífsorku hennar. Ræðumaður mintist fyrst á það, hversu mögu- leikar moldarinnar til að framfleyta lifi gerðu hana dýrmæta. Því næst skýrði hann nijög vel frá myndun moldarinnar, lýsti efnasainböndum hennar og öllu ástandi. — íslenzku jörðina kvað hann ennþá gefa lítið af sér fyrir mikið erfiði, en henni þy^rfti að konia í það horf,að hún gæti gefið það mest mögulega af sér fyrir minst mögulegt erfiði. Kl. 8 um kvöldið hófst umræðu- fundur, voru þar lagðar fyrir ýmsar spurningar viðvíkjandi þeim málum, sem hreyft hafði verið í fyrirlestr- unum. Svöruðu þeir Sigurður Sig- urðsson og Ólafur Jónsson öllum siíkum fyfirspurnum. Að lokum urðu talsverðar umræður um mold- sleypuna milli þeirra Bergsteins bónda á Leifsstöðum og Ólafs Jóns- sonar. Frímann B. Arngrímsson hafði einnig orðið og sýndi ræki- lega frani á, hver nauðsyn væri á að steintegundir og önnur verðmæt efni, sem findust í íslenzkri náttúru, væru rannsökuð, svo að þau gætu komið landsbúum að notum. Sigurður búnaðarmálastjóri fór að lokum nokkrum orðum um þetta námsskeið og þakkaði mönnum fyr- ir komuna; og var svo námsskeið- inu slitið af varafundarstjóra, Ingi- mar Eydal. í fundarlokin kom Frímann B. Arngrímsson með eftirfarandi yfir- lýsingu, sem hann bað um áð yrði bókuð í fundargerðinni: »Háttvirtu herrar á búnaðarnáms- skeiði höldnu á Akureyri! Af því að reynsla hefir sýnt, að tilraunir mínar til að safna stein- tegundum og rannsaka þær, hafa ckki mætt þeim stuðningi á Alþingi, sem mér hefði verið nauðsynlegur, gef eg yður hér með til kynna, að nema því aðeins að þetta Alþingi veiti nauðsynlegan fjárstyrk, get eg ekki haldið nefndum tilraunum á- fram. Akureyri 10, apríl 1929. Frímann B. Arngrímsson«. Var svo þessu bændanámsskeiði lokið. Því miður var það ekki svo fjölsótt sem skyldi. En ekki verður annað sagt, en að það væri bæði fjölbreytt, fróðlegt og skemtilegt. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Friðrik Ásmundason Brekkan. AAalstrasti 16, l 1 nrlirrifpir^ir taka aö sér að sera teiknin^ar I l\J I í í I LuU! I aQ húsum, úireikning d járnbendri steinsteypu og veita leiöbeiningar um önnur verkfrœðisstörf. Bolli og Sigurður Thoroddsen, verkfrœðingar. P. O. Box 74, Reykjavík. Símar: 1935, 2221. Eldiviður handa Sjúkrahúsinu .Guðmanns Minni*. Peir sem vilja selja sjúkrahúsinu eldivið (koks, kol og mó), geta gert tilboð fyrir komandi dr frd 1. júli að telja. Einnig óskast tilboð i heimjlutning eldiviðarins. Tilboðin sendist héraðslækni í lokuðu umslagi jyrir 14. júni nœstkomandi. Sjúkrahússtjórnin. Tilbúinn fatnaður. Karlmarinafatnaður. Rykfrákkar kvenna og karla. Peysufatakápur. — Mikið úrval. — Kaupfélag Eyfirðniga. Sænsk handverkæfri Skóflur allskonar, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl rS§§§ Sænskt stál ©r bezt. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA. ENSKU REYKTÓBAKS- TEOUNDIRN A^R Richmond. Wáverley. Glasgow. Capstan. Qarrick eru góðkunnar meðal reykénd- anna um land alt. ( heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands. Pilsner Sezí. — Ódýrast. > Innlent. ] •V PrentemiÖja Odda Bjönunonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.