Dagur - 02.05.1929, Side 3

Dagur - 02.05.1929, Side 3
Vinnufatnaður,mesf úrval í Br«lí?.SÍ22;iun‘ / r’all oigurgeirsson. Kvikmynda- vélar handa skólum og kvikmynda- húsum útvega eg fyrir ótrúlega lágt verð. — Ennfremur allan útbúnað er að kvikmyndasýning- um lýtur. Jónas Þór. með Daða. — Kamban segir í fyrirlestvi sínum sögu elskendanna eins og hún var —. »ekkei-t meira og ekkert minna« — og' sagan sýnir, að dómur Þorsteins er réttur, í aðalatriðum að minsta kosti. Líkur þær er Kamban færir fyrir því að Ragnheiður hafi ekki svarið rangan eið, eru mjög vel rökstuddar og ekki ó- sennilegar, sama er yfirleitt hægt að segja um sálfræðisröksemdaleiðslur hans viðvíkjandi framferði Ragnheiðar eftir eiðinn. — Sögulega séð var það þó einkum tvent, sem gerði fyrirlesturinn sérstaklega athyglisvérðan, og það var, að fyrirlespi'inn skýrði og rökstuddi á- stæðurnar fyrir því, að Ragnheiður var látin sverja eiðinn, en það er atriði; sem flestum mun hafa verið mjög ó- Ijóst, og þesskonar eiðtaka virðist vera talsvert einstæð og merkileg, jafnvel eftir hugsunarhætti þeirrar aldar. — í öðru lap var sú mynd, sem fyrirles- aranum tókst að sýna af Brynjólfi biskupi í fáum og skýrum dráttum að- dáanleg. Hpnum tókst að láta sál bisk- upsins tala gegnum hin gömlu, þurru skjöl og lýsa honum, svo það verður á- heyrendum ógleymanlegt. Kamban endurtók fyrirlesturinn á mánudagskv. og á þriðjudagskv. hafði hann framsagnarkveld I annað sinn. — í bæði skiftin var aðsóknin allgóð. Frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Aðal- fundur þess var haldinn síðara hluta f. m. Hagur félagsins fer óðum batnandi, undir stjórn sr. Sigfúsar Jónssonar. Úr stjóminni gekk að þessu sinni Jónas Kristjánsson læknir. Var í hans stað kosinn Pétur Sighvatsson úrsmið- ur. Formaður stjórnarinnar er fram- kvæmdarstjórinn, sr. Sigfús Jónsson. Hinir stjórnarnefndarmenn eru Jóhann- es Björnsson, hreppstjóri á Hofstöðum, Jóhann Sigurðsson, óðalsbóndi á Löngu- mýri og Sigurður Þórðarson, hrepp- stjóri á Nautabúi (varamaður Jóns Sigurðssonar alþm. á Reynistað, en hann sagði sig úr stjórn K. S. í fyrra, sem kunnugt er). Fulltrúar á Sam- bandsfund voru kosnir sr. Sigfús og Björn bóndi í Kolgröf, en til vara Sig- urður á Nautabúi og Gísli á Víðivöll- um. Heinvilisiðnaðarsýmng. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu skipaði á síðasta fundi sínum þriggja manna nefnd til undirbúnings þátttöku f landssýningu á heimilisiðnaði árið 1930. í nefndinni eru Geir Þprmar, Guðrún Jóhannsdóttir Ás- láksstöðum og Sigríður Jónsdóttir Ytra- Hóli. Nefnd þessi hefir þegar byrjað starf sitt og hefir hún ákveðið að halda fund & Akureyri 3. í hvítasunnu með nefndum þeim, sem skipaðra hafa verið í sama augnamiði heima í hreppum sýslunnar. Er þess aó vænta að almenn- ingur sýni áhuga fýrir, þessu máli. Fimleika og söngleiki sýnir flokkur ungra kvenna í Samkomuhúsi bæjarins kl. 8% á sunnudaginn undir stjórn Ár- manns Dalmannssonar. Óskandi væri að menn sýndu leikfimisstarfseminni þann áhuga, að þeir sæktu sýningu þessa. Hjónaefni: Ungfrú Sigríður Frið- riksdóttir og Stefán Ág'. Kristjánsson \ frá Glæsibæ hafa nýlega opinberað trú- lofun sína. • Skip. Brúarfoss og Esja komu hing'- að í gær, Esja að vestan, en Brúarfoss aö austan og' frá útlöndum. Bæði skip- in fóru aftur. í morgun. »Geysir<c söng í Samkomuhúsinu á sunnudaginn var við ágæta aðsókn, og' tóku áheyrendur söng' flökksins með miklum fögnuði eins og áður. Dánardægur. Á sunnudaginn var and- aðist á Kristnesi ungfrú Lár^ Jakobs- dóttir héðan úr bænum, ung og' efnileg stúlka. Próf stendur yfir í barnaskólanum um þessar mundir. Skólanum verður sagt upp laugardaginn 11. þ'. m. Veðráttan er heldur köld, fléstar næt- ur snjóar niður að sjó, en tekur er'á daginn líður. Frú Lizzie Þórurinsson frá Halldórs- stöðum kom hingað til bæjarins með Brúarfossi í gær. Frúin dvelur hér í, bænum nokkra daga og gerir ráð fyrir að syngja hé um næstu helgi. Á öðrwm. stað hér í blaðinu birtist svar frá Matth. Jónassyni frá Reykjar- firði til hr. Páls Vatnsdals. — Það er ekki tilgangur vor að fara að hefja nýj- ar deilur um »fánamálið« svo nefnda, hér í blaðinu. En sökum þess að hr. M. J. hefir verið synjað rúms í blaðinu »íslending« — þar sem deilurnar hafa staðið og hann hefir orðið fyrir árás hr. P. V. — hefir oss ekki fundist rétt að neita honum rúms fyrir svar sitt hér. Kvenkjólar frá kr. 12.00. Kvensumarkájmr frá kr. 14.00 Regnfrakkcur karlm. og ungl- inga frá kr. 46.00. Alfatna-ðir karlm., ungl. og drengja, feikna úrval. Twufmxur karlm. frá kr. 8.50. Rúmtefrpi hv. frá kr. 4.50. Bathmdlarteppi frá kr. 2.00. Flauel frá kr. 2.50. Léreft hy. frá kr. 0.70. Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson. Landbúnaður. Fyrirspurnir og svör. Á bændanámsskeiðinu, sem haldið var hér í bænum 7.—-10. apríl, komu fram ýmsar fyrir- spurnir viðvíkjandi ræktunar- og búnaðarmálum. Sökum þess að hér er um mál að ræða, sem bændur yfirleitt geta haft gagn af að fræðast um, er svo 'til ætl- ast að þ'essar spurningar og svör við þeim birtist smám saman hér í blaðinu. Hefir hr. ólafur Jóns- son, framkvæmdastjóri Ræktun- arfélags Norðurlands góðfúslega lofað að svara fyrirspurnum þess- um. Er það rétt, að áburður undan einni kú samsvari einum sekk af kalksaltpétri? Það er ekki hægt að svara þessu ákveðið, þar sem allar innlendar rannsóknir vanta, en það má færa sterkar líkur fyrir því, að eins og geymslu og notkun kúamykjunn- ar yfirleitt er háttað hér hjá oss, þá verði notagildi köfnunarefnis- ins í henni eigi meira en þetta og jafnvel nokkru minna í vissum tilfellum. Því má þó ekki gleyma í þessu sambandi að kúamykjan inniheld- ur auk köfnunarefnisins bæði fos- forsýru og kali, sem eykur verð- mæti hennar og notagildi saman- borið við saltpéturinn. Með bættri geymslu og notkun má vafalaust auka verðmæti kúa- áburðar að miklum mun. Vér verðum að hafa það hug- fast að köfnunarefnið, sem er að- alverðmæti áburðarins, tapast fyrst og aðallega í loftkendu ásig- komulagi, — við uppgufun. Köfn- unarefni þvagsins er í auðleystum og rokkendum samböndum og fer því fyrst forgörðum. Takmarkið á að vera: 1. Að aðskilja fastan og fljót- andi aburð strax í flómúm og geynna þvagið í lagar- og loftþétt- um gryfjwn, en mykjuna í vel uppbomum haug í haugstæðum eða áburðarhúsum. 2. Að bera þvagið á graslendi í gróindum á vorin, en nota mykj- una sem mest í garða og flög, eða á annan hátt þannig að hún kom- ist niður í jarðveginn og blandist moldinni. (Samanber Ársrit Rf. Nl. 1927: Um hirðing og notkun húsdýraáburðar, bls. 109—122). Getur komið til mála að bændur fari aftur að brenna sauðataði og kaupa tilbúinn áburð í stað kola? Sauðatað er verðmætasti hús- dýraáburðurinn er vér framleið- um. í fyrsta lagi innheldur það frá náttúrunnar hendi mest af verðmætum efnum og í öðru lagi er geymsla þess venjulega full- komnari heldur en nokkurs ann- ars húsdýraáburðar, er vér höfum undir höndum. Tómir kassar, seljast afar ódýrt. Verzlun Péturs H. Lárussonar. „Silkiborgar“- strokkur sem bæði strokkar og hnoðar, er til sölu með tækifærisverði. Tekur 60 ltr., vinnur úr 40 ltr. Pétur h. Lárusson. 1000 kg. af sauðataði innihalda sem næst 8 kg. köfnunarefni, 2 kg. fosfórsýru og 6 kg. kali. Ef vér reiknum með að köfnunarefni sauðatáðsins sé hálfu lakara en tilbúins áburðar, þá verður verð- mæti 1000 kg. af sauðataði þann- ig: 8 kg. köfn.efni á 0.65 kr. 5.20 2 kg. fosforsýru á 0.30 kr. 0.60 6 kg. kaíi á 0.40 kr. 2.40 Kr. 8.20 1000 kg. af votu sauðataði gefa sennilega um 300 kg. af þurru eldsneyti og hitamagnið er hálfu minna en hitamagn venjulegra ofnkola, eða samsvarar 150 kg. af kolum, er kostuðu hér á bryggju síðastliðið haust kr. 5.25. Ágóðinn á því að nota sauða- taðið til áburðar, samanborið við að nota það til eldsneytis, verður því kr. 2.95 á hver 1000 kg. af sauðataði. Vinnan við að hagnýta sauða- taðið til áburðar og til eldsneytis er látin mætast. Flutningur tilbú- ins áburðar og kola sömuleiðis, en auðvitað verður flutningur kol- anna nokkru meiri, en sá reikn- ingur verður að 'framkvæmast fyrir hvern einstakan stað. Verð tilbúins áburðar er nú undir sannvirði óg getur verið miklum sveiflum háð. ís og ófrið- ur getur hindrað flutning hans. Það er því ekkert er getur rétt- lætt það, að slá slöku við hirð- ingu og notkun húsdýraáburðar- ins til jarðræktar. Eldsneytisþörf- inni má víða fullnægja að miklu leyti með mótekju. (Framh.). Sænsku, Ensku, Pýzku og Dönsku kennum við framvegis eins og að undanförnu. Estrid & Fr. Ásmundsson Brekkan. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Aðalstrwti 16. *

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.