Dagur


Dagur - 02.05.1929, Qupperneq 4

Dagur - 02.05.1929, Qupperneq 4
76 DAGUR 19. tbl. t • • • • 4 Qardínur, nyjar gerðir. Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. Islenzka ullin Frá Landssímanum. Frd 1. Maí n. k. verður bæjarsíminn hér opinn allan sólar- hringinn. Frd sama tíma verður hœgt að afgreiða simtöl við Reykjavík d nóttunni. Símastjórinn á Akureyri 30. April 1929. GUNNAR SCHRAM. ■ . - ■ _______•___ Chevrolef, Ponfiack, Q. M. C. iBuick. Höfum fyrirliggjandi og útvegum varahluti í of- annefndar bifreiðar. Höfum einnig bifreiðadekk og slöngur 30x4,5, 30x5, 32x6. Cylinderolíu, koppafeiti og gearfeiti. Kaupfélag Eyfirðinga. er fjórum sinnum verðminni d erlendum markaði, en góð er- lend ull. Mundi ekki vera hægt' að gera hana verðmœtari? Jú, aðeins á einn hátt. Ef þér, íslenzkir ullareigendur, látið vinna úr ull yðar f Klœðaverksmiðjunni Gefjun, þá fáið þér alt að helmingi meira verð fyrir hana. Petta er auðreiknað dæmi, og ávinningurinn auðsær, með því líka að þér fáið þá hald- góða, hlýja og fallega dúka úr ullinni. — Sendið, nú í vorkauptíðinni, ull yðar til Gejjunar í jatnaði handa öllu heimilisfólki yðar, og mun það verða afgreitf- um hæl eða m/ög jljótt. Þetta er hægt, hvar sem er á lanaíhu, því að umboðsmenn vorir eru i hverju kauptúni. — Gleymið ekki, að það hefnir sín að selja ullina út úr landinu fyrir háljt verð og kaupa svo lélegan tilbúinn jatnað, sem er að mestu búinn til úr viðarull, tuskum og þaðan af verra efni. Klœdaverksmiðjan öejjun, Akureyri. Gletni lífsins. Mér kom það fremur kynlega fyrir sjónir, að 5. apríl sl. birtist í vikubl. »ísl.« grein, sem hét: »Svar til Matthíasar Jónassonar frá Reykjarfirðicc. Undrun mín óx, því meira sem eg las af þessu fágæta svari. Ekki sökum þess, að svarið var eintóm illa sögð ó- sannindi, þótt mér þætti það all- undarlegt, heldur vegna þess anda, sem allstaðar mátti lesa milli línanna. Auk þess mundi eg ekki, að eg hefði nokkurntíma kynst slíkum manni eða yrt á hann og gat því ekki séð, hvérju hann væri að svara. Tuttugustu aldar rnanni finst það fáránlegt, að nokkur maður sé talinn svo heilagur, að ekki megi ræða við hann mál, sem alla varðar. Þessi guðsdýrkun kemur svo glögt fram í svarinu, þar sem höf. segir, að það sé »fullkominn götu- drengjaháttur«, að deila við »hann«, rétt eins og Steingrímur læknir væri guðleg vera, og vér ættum að fleygja oss að fótum hans. Fyrst hélt eg líka, að maður þessi væri einkar forn og hjátrú- arfullur Austurlandabúi. Læknir- inn hefði fundið hann á ferðum sínum erlendis og haft heim með sér, til þess að hann yrði smurð- ur og geymdur til ævarandi minja um andlegan undirlægjuhátt og lítilmensku. »Doðrantur« þessi hefði svo risið úr kör sinni, til þess að »spila« út »trompum« þeim, sem honum fanst guði sín-' um, lækninum, hafa sést yfir. Loks fékk eg að vita nafn þessa manns. Félagar mínir sögðu mér þá dálitla sögu af honum, er sýnir svo vel »sann!eiksást« hans í þessu máli, að eg leyfi mér að birta hana hér og bið hr, Vatnsdal afsökunar, ef hún skyldi koma honum óþægi- lega. Vatnsdal deilir mjög á mig fyrir að hafa ráðist á læknirinn, vegna þess eins, að hann segi sannleik- ann. Þetta er ómakleg ádeila. Eg virði það einmitt við læknir'inn, hve hreinskilnislega hann játar, að hann hafi skipað að draga fánann upp og af hvaða ástæðu, þótt mér þyki hún all-kynleg. En hitt er þó miklu kyn- legra, að Vatnsdal, sem læzt veita lækninum, hefir leikið hann svo herfilega, að eg myndi hafa orðið útlægur fyrir þvílíkt óhæfuverk. Páll Vatnsdal hefir lýst lækninn ósann- indamann að því, að hann hafi lát- ið draga fánann upp. Til sönnunar þessum orðum birti eg hér yfiriýs- ing, sem nokkrir skólabræður mínir hafa fengið mér, og eg gat um áð- an. Hún hljóðar svo: »Vér undirritaðir nemendurGagn- fræðaskólans á Akureyri vottum hér með: »11. marz, þegar vér fórum þess á leít, að danski fáninn væri dreg- inn niður á sjúkrahúsi bæjarins, kom hr. Páll G. Vatnsdal út að opnum glugga norðanvert við aðaldyrnar. Laut hann út um gluggann og sagði svo hátt, að vel mátti heyra yfir hóp vorn: »»Takið ykkur þetta ekki svona nærri, piltar, fáninn var dreginn upp í ógáti «« Einn úr hópnum spurði hann þessa nánar, og hr. Vatnsdal endurtók, að fáninn hefði verið dreg- inn upp í ógáti. Erum vér albúnir, að standa við þessi orð, hver og hvenær, sem þess verður krafist. Oagnfræðaskólanum á Akureyri, 'eA 1929. ArmannHalldórsson.TryggviPétursson. ÁsgeirBl. Magnússon. Eðvarð Arnason. Gunnar Hallgrlmss. Hörður Bjarnason. Hvað kemur manninum til að segja þetta? Ekki getur fáninn bæði hafa verið dreginn upp í »ó- gáti« og samkvæmt skipun lækn- Herfi Diskaherfi, Hankmoherfi, Fjaðraherfi, Rúlluherfi, Rúðólfsherfi og Ávinnslu herfi. Samband íslenzkra samvinnufélaga. isins, nema Vatnsdal kalli skipan- ir læknisins ógát. Ef fáninn hefir verið dreginn upp í ógáti, lýsir það einstöku hirðuleysi og lítilsvirðingu á tákn- um heilagra hugsjóna. Með fullri virðingu fyrir sannleiksást Stein- gríms læknis og Vatnsdals, verð eg þó að ætla, að annarhvor segi ósatt. Eg held því, að Vatnsdal hefði átt að láta liðveizluna bíða, þang- að til hann sæi, að hann gerði ekki lækninum óleik með lausmælgi sinni og framhleypni. Eg leyfi mér að benda honum á spakmæli það, sem læknirinn mælti til mín að óþörfu: »ósannindi eru ætíð óheillavænleg sem vopn. Þau snú- ast venjulega gegn vegandanum sjálfum«. Það hefir sannast furðu fljótt og fremur napurlega. . Að lokum fæ eg ekki varist að fara fám orðum um hina. dásam- legu virðingu hans fyrir móður- málinu. Honum finst það blátt á- fram hneyksli, að eg mælti á ís- lehzku við hjúkrunarkonuna, þótt hann viti, að hún skilur hana. Eg hefi aldrei heyrt þess getið, að nokkur sjálfstæð þjóð virði mál sitt svo vettugi,' að hún tali er- lenda tungu að óþörfu heima í ættlandi sínu. Það er heilbrigð krafa, sem gerð er til sérhvers út- lendings, að hann nemi mál þeirr- ar þjóðar, sem hann dvelur með. Ef Vatnsdal blygðast sín fyrir móðurmál sitt, þá má hann harma það, að vér vorum ekki fluttir til jótsku heiðanna hérna á árunum. Þá hefði hann eflaust kunnað dönsku ennþá betur, en hann kann hana nú, að því er ráða má af grunsamlegri þýðingu hans á orðum dönsku hjúkrunarkonunn- ar. Eg minni hann vinsamlega á, að hér í skólanum eru margir piltar, sem muna orð hennar. Hygg eg að vottorðum þeirra verði fremur trúað, en þýðingum Vatnsdals, ef hann neyðir oss til að birta þau. Eg ræð honum nú til að gæta tungu sinnar og penna, svo að hann vinni hjúkrunarkon- unni ekki meira ógagn, en hann hefði getað unnið Steingrími lækni, ef nokkur tryði orðum hans. Matth. Jónassón frá Reykjarfirði. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Ak. ’29.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.