Dagur - 30.05.1929, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
sen í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
-•••••• •••••<
XII.
XII. ár. j
# • • # # #-# H
»••###• ••## •#
-# # # # # # -# • # #
Akureyri, 30. Maí 1929.
-# • • #-#-#-#-#■-#-#-
##•••####•####
23. tbl.
Leppm’ennskat)
í Sheli.
í 311 gr. laga um hlutafélög er
mælt svo íyrir:
*Afl atkvæða ræður á hluthafa-
fundurn, nema öðruvísi sé ákveðið
í samþyktum. Enginn hluthafi get-
ur þó farið með meira en ’/s sam-
anlagðra atkvæða í félaginu.*
Innborgað hlutafé »Hlutafélags-
ins Shell á íslandi* er talið vera
500 þús. kr. í samþyktum félags-
ins er svo ákveðið, að atkvæði séu
jafnmörg og þúsundir króna hluta-
fjárins. Verða þá atkvæði alls 500.
En samkvæmt ofangreindri laga-
grein má enginn einn fara með
meira en lls samanlagðra atkvæða
í félaginu og þá í þessu falli ‘/s af
500 atkv., eða 100 atkvæði.
Samkvæmt tilkynningu til hluta-
félagsskrár, er hlutafjáreignin í fé-
laginu sem hér segir:
Magnús Ouðmundsson 2 þús. kr.
Hallgrímur A. Tulinius 2 — —
Hallgrímur Benediktsson 2 — —
Gísli Johnsen 2 — —
Björgúlfur Ólafsson 244 — —
A. S. Debenham 98 — —
Anglo Saxon Co. Ltd. 150 — —
Samtals 500 þús. kr.
Er þá upphæð sú, er íslendingarn-
ir eru taldir að hafa lagt fram 252
þús. kr., en upphæð útlendinganna
248 þús. kr. Nú er svo ákveðið í
íslenzkum lögum, að jafnan skuli
minst helmingur hlutafjár slíkra fé-
laga vera íslenzk eign og má þá
segja, að því ákvæði sé fullnægt,
þó að teflt sá á tæpt vað, þar sem
aðeins munar um 2000 kr.
Samkvæmt framansögðu verður
þá atkvæðamagn hluthafanna sem
hér segir:
Magnús Ouðmundsson 2atkv.
Hallgrímur Tulinius 2 —
Hallgrímur Benediktsson 2 —
Oísli Johnsen 2 —
Björgúlfur Ólafsson 100 —
íslendingar samtals 108 atkv.
Debenham 98 atkv.
Anglo Saxon 100 -
Útlendingar samtals 198 atkv.
Kemur þannig í ljós, að útlend*
ingarþir hafa 90 atkv. fram yfir ís-
lendinga í félaginu og hafa því full
yfirráð á hluthafafundum, þó að
hlutafjárframlög þeirra séu minni.
Þrátt fyrir þetta hefir Magnús
Ouðmundsson sagt opinberlega:
»Einmitt þetta atriði, að engir geta
ráðið yfir eignum félagsins nema
Jslendingar, er meginatriði í þessu
máli. Það er þetta, sem hlutafélags-
lögin gera ráð fyrir og heimta, til
þess að fyrirtækið sé íslenzkt*. —
þessa gleiðletruðu staðhæfingu sína
byggir M. O. á því, að »meiri hluti
hlutafjánns er eign íslendinga«. Nú
er það sannað með samþyktum
félagsins sjálfs, að grundvöllurinn
undir fullyrðingu Magn. Guðm. er
haldlaus og falskur og því fullyrð-
ingin sjálf tóm blekking. Svo sann-
arlega sem 198 er hærri tala en
108, svo sannarlega eru það útlend-
ingar, en ekki íslendingar, sem geta
ráðið yfir eignum »Hlutafélagsins
Shell á íslandi«.
Eftirtektaverð í þessu sambandi
eru ummæli Magnúsar Guðmunds-
sonar, að hlutafélagslögin geri ráð
fyrir og heimti, að engir geti ráðið
yfir eignum félagsins nema íslend-
ingar, til þess að fyrirtækið sé
íslenzkt. Par sem það er nú upp-
lýst, að útlendir auðmenn geta ráðið
yfir eignum félagsins með 198 atkv.
gegn 108, þá er þarna fengin yfir-
lýsing M. G. sjálfs fyrir þvi, að
brotið hafi verið gegn því, er hluta-
félagslögm gera ráð fyrir og heimta,
með öðrum orðum að brotin hafa
verið islenzk lög, og að »Hlutafélagið
Shell á íslandi« sé ekki islenzkt félag.
Kænlega er hlutafjáreigninni fyrir
komið; það má nú segja. Nálega
öll fjárframlög at íslendinga hálfu á
einni hendi, en með því fyrirkomu-
lagi hafa þeir yfir mikið færri at-
kvæðum að ráða en útlendingarnir,
eins og að framan er sýnt. Setjum
svo, að hlutur Björgúlfs Óiafssonar
hefði verið 152 þús. kr. og þær
100 þús. kr., sem þá voru eftir,
hefðu skiftst jafnt á milll hinna
fjögra íslenzku hluthafanna, þá
hefðu íslendingar haft yfir að ráða
200 atkvæðum, eða tveimur fleiri
en útlendingarnir. Pá hefðu hlut-
föllin milli fjárframlaga og atkvæða-
magns á báðar hliðar verið því sem
næst hnífjöfn. En auðvitað dugaði
það ekki, því þá hefðu yfirráð út-
lendinganna verið úr sögunni og
leppmenskan útilokuð!
Skemtiför. Snemma í næsta mánuði fara
nemendur úr efstu bekkjum Oagnfræða-
skólan* skemtiför til Hornafjarðar með varð-
skipinu Óðni. Pangað koma og um sömu
mundir nemendur frá Mentaskólanum i
Rvík. För námsmannanna verður kostuð
af ríkisfé og stjórnað af náttúrufræðikenn-
urum beggja skólanna.
Þingmennirnir Bernharð Stefámson, Ing-
ólfur Bjarnarson og Erlingur Friðjónsson
komu með Nova á fimtudagskvöldið var.
Á vídavangi.
lhald i öðru veldi.
Ef ekki er hlegið óvenjulega
mikið hér á landi þessa dagana, þá
mun óhætt að fullyrða að íslenzka
þjóðin geri sér lífið þungbærara, en
góðu hófi gegnir, því þá kann hún
ekki að notfæra sér góða skemtun,
-þegar hún er í boði — og það
jafnvel þó hún kosti ekki neitt!
Á stjórnmálasviðinu erum vér nú
reyndar ýmsu vanir, en sjaldan mun
þó hafa verið völ á skringilegri
skollaleik en þeim, sem íhaldsfiokk-
urinn hefir stofnað til. — Og hann
hefir það góða við sig, að hann er
skemtilegur og öllum meinfangalaus
— og ódýr — að minsta kosti
fyrir áhorfendurna. Kostnaðinn, ef
einhver er eða verður, borgar
íhaldsflokkurinn — eða maður á
nú líklega heldur að segja »dánar-
búið« — því að það skringilegasta
af öllu saman er það, að flokkurinn
segist vera horfinn — kominn yfirum
— já, í »sjálfstæðisparadís« til —
Sigurðar Eggerz!
Svo sem kunnugt er voru hinir
svonefndu »Sjálfstæðismenn« nú
síðustu ár flokkur sá er dagaði
uppi, þegar alt pólitískt viðhorf
breyttist hér í landi eftir að deilan
við Dani var til lykta leidd og ísland
viðurkent sem sjálfstætt konungsríki.
— Eftir því sem tímar liðu og
menn áttuðu sig betur, varð þó
þessi hópur fámennari og fámennari,
hinir víðsýnari menn hans tóku sér
nýja afstöðu í landsmálum, og eftir
siðustu kosningar var »Sjálfstæðis-
flokkurinn* í raun og veru ekkert
annað en liðið lík, sem gleymst
hafði að jarða. — Eins og fjallið
Ararat í flóðinu mikla stóð nú
Sigurður Eggerz einn uppi í þing-
salnum og lét ekki bugast af öldu-
slætti nýrra tíma. Eins og annar
Don Quixote var hann altaf reiðu-
búinn að söðla hest sinn og halda
í burtreiðir við vindmyllur. — Á
þessu »sjálfstæðisbjargi« er nú
íhalds-örkin strönduð . . .
Og Nói gekk úr örkinni og færði
þakkarfórn!
Blöð íhaldsflokksins sæla hafa
gumað mikið af að honum væri
sífelt að aukast fylgi. En svo kom
landsfundur fhaldsmanna í Reykjavík
í vetur, til hvers var hann haldinn?
Til þess að gefa flokknum nýtt
nafn (sumir sögðu einnig til þess
að leita ráða, hvernig koma ætti
Jónasi ráðherra Jónssyni á kné).
Sjálfstraustið var þó ekki meira,
fylgisfullvissan ekki öruggari en það,
að vissast þótti að afmá fhalds nafnið
— það var vorkun, ef nafnið eitt
hefði staðið flokknum fyrir þrifum.
En fylgið óx — sögðu blöðin —
til hvers var þá nafnbreytingin?
íhaldsmenn voru þó svo innilega
ánægðir! Hverjum gat þá !íka komið
til hugar að þessi uppgangsflokkur,
»framfaraflokkur«, »umbótaflokkur«,
endurskírður af ellefu-manna-nefnd,
mundi verða aflífaður svona í fullu
fjöri strax eftir þinglausnirnar! —
Og það lítur undarlega út, ef fylgið
hefir verið vaxandi, að endurskírn-
arinnar skyldi þurfa, og ennþá
merkilegra er það, að flokkurinn
svo skyldi sálast í hvítavoðum og
sálir hans þurfa að leita sér hælis
undir »sjá!fstæðisvængjum« Sigurðar
Eggerz. Pað verður hver að skilja,
sem getur.
Auðvitað munu fyrverandi íhalds-
menn halda því fram, að það sé
þeirra gamli flokkur, sem hafi
gleypt Sigutð Eggerz & Co., og
haldi nú áfram tilveru sinni í hærra
veldi undir nýju nafni. Um það skal
ekki deilt við þá, einkum þar sem
ganga má að því vísu að innræti
flokks.ins breytist ekki með nafninu,
og verkin munu sýna merkin,
hvernig skilja eigi »sjálfstæðis«-nafn-
ið í framtíðinni. — Peir segjast vera
umbóta- og framfaramenn. Nú, já,
betur að satt væri, því batnandi er
hverjum bezt að lifa; eins og
stendur eru þeir nú að fylgja
»sjálfstæðislíkinu« — það er endir
skollaleiksins — »umbæturnar« Og
»framfarirnar« koma svo líklega,
þegar búið er að drekka graföliði
— Sýnilegar »umbætur« eru ekki
aðrar en þær, að einstæðingsskapn-
um léttir af Sigurði Eggerz —
reyndar hefir honum nú komið
prýðilega saman við íhaldið undan-
farið, svo þar breytist ekkert —
nú, og að öðru leyti — Status
quo. —
Vörn „IslendingsK.
»íslendingur«, er út kom 24. þ.
m., tekur upp vörn fyrir Magnús
Shell-formann, ef vörn skyldi kalla.
Er hún í því fjólgin, að afskifti
Framsóknarblaðanna af M. O. í
sambandi við Shellmálið séu gerð
»til hefnda fyrir hina hraklegu út-
reið, sem dómsmálaráðherra fékk
fyrir dómstólunum í Shellmálinu«.
— í þessu sambandi er vert að
benda ísl. á grein eina i blaði Sig.
Eggerz, útkomnu 17. þ. m. Undir-
fyrirsögn þeirrar greinar er „Lepp-
menska“. Skulu nú reknar framan í
fsl. nokkrar glefsur úr grein þessari:
. . . »Sporgöngumenn Pórarins
Nefjúlfssonar eru fleiri en skyldi.—*