Dagur - 30.05.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 30.05.1929, Blaðsíða 2
90 DAGUR 23. tbl. W* | Síldarmjöl 1 SN #g| g® seljum við nú á kr. 25.00 tunnuna. Hgj 8N Ef um stór kaup er að ræða, getur ®i| H® verið að tala um enn lægra verð. ®fl w 5 *m || Kaupfélag Eyfirðinga. »|| Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. Peir blygðast sín ekki fyrir að ganga erinda erlendra auðmanna eða auðfélaga. Og þeir gerast Ieppar þeirra ef ekki vill betur til«.... ...» Pegar lög hindra útlend- inga frá því að ná fjárhagslegum tökum hér á landi, má ávalt búast við því, að þeir reyni að ná hér fótfestu með aðstoð íslenzkra manna. Og það er opinbert leyndarmál, að þeim hefir oft tekist að fá íslend- inga til þess að vinna það sóðaverk að gerast leppar þessara útlend- inga«. . . . . . . »Mest er hættan á því, að eriend félög nái fótfestu hér á landi fyrir aðstoð leppanna. Hlutafélaga- lögin eru þannig úr garði gerð, að slíkt er auðvelt*. . . . . . . »Hættan liggur í því, að alt hlutafé félaganna sé á höndum út- lendinga, enda þótt svo líti út, að íslenzkir menn eigi það. Enn fremur, að þessir íslenzku menn fái peningana að láni hjá erlenda félaginu og veðsetji þvi svo hlutabréfin fyrir láninu. — Og vafalaust er hægt að finna upp fleiri ráð til þess að komast í kring- um lögin«. . . . Til þess að sýna hvert þessum leppmensku-ummælum er stefnt, skal hér einnig tilfært niðurlag greinarinnar. F*að er á þessa leið: »Shell-málið svokallaða hefir sýnt, að þó að meiri hluti hlutafjárins sé í hðndum fslendinga, þá getur samt sem áður íarið svo vegna 31. gr. laga nr. 77, 1921, að útlend- ingar hafi meiri hluta atkvæða á hluthafafundi. Nauðsynlegt er að breyta þessu ákvæði á þá leið, að trygging sé fyrir því, að meiri hluti atkvæða verði alt af í höndum- ís- lendingac. Nú skal þessari spurningu beint til íslendings: Eru hin tilfærðu ummæli í blaði »dýrlings« íhaldsins fram sett »til hefnda fyrir hina hraklegu útreið, sem dómsmálaráð- herra fékk fyrir dómstólunum f Shel!má!inu« ? Spádómur Morgunblaðsins. íhaldsþingmenn hindruðu, meðan þeir gátu, að ríkið tæki að sér verzlun með tilbúinn áburð. Ástæð- an fyrír því var sú, að einn af eig- endum Morgunbl. hafði þessa vöru í umboðssölu, og það mat Mbl. og íhaldsflokkurinn meira en bætta aðstöðu við ræktun landsins. Mbl. spáði því, að ríkisverzlun á þessari vöru yrði til skaða fyrir ræktuniná. Sá spádómur hefir orðið sér til mikillar minkunar. Síðan ríkisverzlun á tilbúnum áburði komst á, hefir verðið fallið um fjórða partoginn- flutningurinn Jirefaldast. Pessar mik- ilvægu framfarir eru engum einum manni eins mikið að þakka og núverandi atvinnumálaráðh.,Tryggva þórhallssyni. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga er fyrir nokkru afstaðinn. Rekstur þess hefir gengið mjög vel á síðasta ári. Hafa skuldir þess út á við lækkað um 300 þús. kr., en innieignir hækkað um 218 þús. kr. Hefir því hagur þess batnað á árinu um 518 þús. kr. Samanlögð vöruvelta nam á árinu nálega 14 milj. kr. Tekjuaf- gangur tæp 143 þús'. kr. Sjóðeignir sambandsins eru samtals 1 milj. og 15 þús. kr. Hafa sjóðirnir þrefaldast á síðustu 5 árum. Einn sjóðurinn nefnist Tryggingarsjóður, og er inn- stæða hans 237 þús. kr. Er hann ætlaður til að mæta áföllum af skuldatöpum. Til hans hefir þó aldrei verið gripið, heldur hafa töp, sem orðið hafa af skuldum ein- stakra Sambandsdeilda verið greidd af reksturshagnaði Sambandsins frá ári til árs. Er það álit forstjórans að svo muni enn verða í framtíð- inni. Er þetta verulega talandi tákn til ómerkingar heimskulegu hjali óvina samvinnufélaganna um »sam- ábyrgðarflækjuna«, sem verið er að reyna að hræða með. ------o----- Nýtt sjúkrahús, til viðbótar við »Gudm. minnk. Eftir Stgr. Matthiasson héraðslækni. (Niðurl.). Pegar eg kom hingað til Akur- eyrar fyrir rúmum 40 árum, þá var venjulega fátt um sjúklinga á gamla spítalanum. Stundum liðu svo vikur og jafnvel mánuðir að þar vai eng- inn, sjaldan meira en 4 í senn. Menn fóru ekki á sjúkrahús í þá daga nema ef laka skyldi af þeim limi eða fyrir sérstakar knýjandi ástæður. Þá var aðeins lítið sjúkra- hús í Reykjavík fyrir utan þetta, en hvergi annarstaðar á landinu. Segj- um að þá hafi að meðaltali legið 4—5 sjúklingar daglega á þessum einu sjúkrahúsum landsins. Tímarnir hafa breyzt síðan hvað sjúkrahúsin snertir eins og annað. Nú eru komin 32 sjúkrahús í landinu og eftir nýjustu skýrslum liggja nú á þeim um 800 sjúklingar (þar af um 500 berklaveikir). Það má m. ö. o. segja, að nú liggi venjulega 200 sinnum fleiri sjúklingar á sjúkrahúsum en fyrir 40 árum. Pá fældust menn sjúkrahús, rétt eins og ef þeir ættu þangað aðeins erindi til að kveljast og deyja. Nú er flestum sjúklingum, sem ekki hafa því betri heimilisástæður, mesta áhugamál að komast á spítaia; bæði af því að þar ejga þeir vísari bata en ella og af því áð þeim er það kostnaðarminna. Pá voru heimilin mannfleiri en nú eóa a. m. k. voru þá fleiri fríar hendur til að liðsirma sjúklingum heima en nú. Nú er heimilislífið orðið mjög breytt, allar hendur bundnar við heimilisstörf og ýmsa arðbæra at- vinnu svó að fáir 'mega vera að því að sinna sjúklingum, en mesti hörgull á hjúkrunarkonum. En þar að auki hafa kröfurnar vaxið til ailrar sjúkrameðferðar svo, að um marga sjúkdóma gildir, að þeir verða ekki rækilega læknaðir nema á sjúkrahúsum; því einungis þar eru ýms ómissandi lækningatæki og þar eru vanir læknar og hjúkr- unarkonur til að annast sjúklingana. Löggjafar landsins hafa skilið þetta og með miklu frjálslyndi hafa þeir heimilað öllum efnalitlum greið- an aðgang að ókeypis sjúkrahúsvist, þegar um alvarlega og langvinna sjúkdóma er að ræða, ekki sízt berklaveiki. En nú er landsstjórn- inni hinsvegar farið að óa við þeim afarmikla kostnaði, sem af þessu leiðir fyrir ríkissjóð, því þó hann sé auðugri en áður verður hófs að gæta um meðferð hans með skyn- samlegu viti. Fjármálaráðherra hefir nýlega í ræðu á Alþingi skýrt frá því, að frá 1880 til 1927 hafi fram- lögin úr landsjóði til heilbrigðismála aukist úr kr. 36.880 — upp í kr. 1.870.479 Og síðastliðið ár, segir landlæknir, að til berklavarna einna hafi verið varið rúml. 1 milj. króna úr ríkissjóðnum. Þingi og stjórn vaxa þessi miklu útgjöld í augum, enda sumir van- trúaðir á að þau beri tilætlaðan ávöxt a. m. k. hvað berklavarnirnar snertir. Þess vegna er stjórninni orðið áhugamát að reyna að draga úr kostnaðinum; meðal annars með því, að setja meiri og meiri skorður fyrir aðsókninni að sjúkrahúsum landsins og hefir landlæknir lagt til að banna ætti að hafa nema ákveðna tölu sjúklinga á hverju sjúkrahúsi. Hann heldur því fram, að þau séu mörg langtum fyllri en ætti að vera. Hefir hann t. d. kveðið upp þann dóm yfir Akureyrarsjúkrahúsi að þar ættu aðeins að leyfast 40 sjúklingar í stað 60, sém nú eru »-« «<«»» » « « « • • « • • » « þar, og færir hann þau rök fvrir því, að loftrými á sjúkrastofunum sumum sé alt of lítið samkvæmt kröfum heilbrigðisfræðarinnar. Par að auki hefir hann lengi litið svo á, að sjúkrahúsið sé að mörgu leyti óhentugt og úrelt orðið svo að nauðsynlegt sé að reisa nýtt. Eg er nú þeirrar skoðunar, að þó landstjórnin fari að þessum ráðum landlæknis (sem er eftir að vita hvort hún treystir sér tii), þá hygg eg að ekki verði nema að litlu leyti með því móti hægt að stemma stigu fyrir hinni miklu aðsókn að sjúkrahúsunum, því fólkið hefir nú einusinni lært að meta sjúkrahús og veit ekki yfirleitt hvað á af mörgum sjúkiingum að gera, nema senda þá þangað. Og þó ríkissjóður vilji draga að sér hend- ina með að styrkja sjúklingana, þá hygg eg, að bæjar- og sveitarsjóðir og fólkið sjálft geri sitt ítrasta til að hjálpa sjúklingum inn á sjúkra- húsin og það jafnvel þó sum þeirra séu ekki eftir hörðustu kröf- um hvað loftrými og annan útbúnað snertir, því svo lélegt er þó ekkert sjúkrahús, og ekki jafnvel Akureyr- arspítali, að ekki sé þar í minstu stofnunum langtum betra að vera heldur en í sumum baðstofunum í sveitinni eða súðarherbergjum á Oddeyri. Ef því nú verður komið í kring með valdboði, að fækka rúmum á Akureyrarspítala um 20 — þá er enn meiri knýjandi nauðsyn orðin tii að byggja hér sjúkrahús í við- bót, því svo mikið veit eg fyrir víst, að ekki veitir af 40 plássunum, sem eftir verða, handa berklasjúkl- ingum einum. Hvernig sem eg velti þessu máli fyrir mér, þá sé eg það, að hér verður hið bráðasta að reisa nýtt sjúkrahús, sem a. m. k. rúmi 30 — 40 sjúklinga og megi stækka síðar ef þarf. Eg er sannfærður um, að sú stefn- an verður enn ríkjandi hér, eins og í öðrum löndum, að sjúkrahúsþörfin muni fara sivaxandi. Heimilin draga saman seglin og vilja losna við alt, er hindrar dagleg störf þeirra, sem eru að vinna fyrir sér og sínum. Pað má segja, að eins og sjúkra- hússjúklingum hefir á síóustu 40 árum fjölgað tvöhundraðfalt hér á landi, hafi sjúkrahúsþörfin einnig vaxið tvöhundraðfalt. Pað er að vísu komið svo, að við íslendingar stöndum nú þegar flestum þjóðum framar í því, hvað við getum hýst marga sjúklinga á sjúkrahúsum, og eg hygg að við þurfum ekki að blygðast okkar fyrir það, enda keppa allar þjóðir eftir að komast sem lengst í því. Það er merki um mentun, góð efni og mannúð og miskunsemi gagnvart vesalingum. Og eg lít svo á, að ríkissjóðnum sé vel varið, það sem af honum fer til sjúklinga. Pað er horft í það, að við eyðum tiltölulega meira úr ríkissjóði en nokkur önnur þjóð til heilbrigðismála. Pað má ekki skilja þetta svo að fyrir það sé heilbrigð- ismálum okkar homið í betra horf heldur en t. d. hjá Norðurlanda- þjóðum. Fjarri fer því. T. d. eru Danir líkl. fremstir allra í heimi hvað heilbrigðisráðstafanir snertir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.