Dagur - 30.05.1929, Page 3

Dagur - 30.05.1929, Page 3
23. tbl. DAGUR 01 yfirleitt. F*eir eiga einhver beztu sjúkrahús, sem sögur. fara af, og þeirra sjúkrasamlög og sjúkratrygg- ing o. m. fl. er mesta fyrirmynd. Danir eyða líka langtum meira alt í alt til heilbrigðismála heldur en við, en þeir eiga fleiri sjóði heldur en ríkissjóðinn og eins er um Svía, Norðmenn, Englendinga o. s. frv. Okkur vantar aðra sjóði — þess vegna verðum við að nota ríkis- sjóðinn. Það er auðvitað gott og blessað að mynda nýja sjóði og láta þá hjálpa til — en meðan þá vantar, verðum við að nota ríkis- sjóðinn, og eg get ekki skilið, að honum sé til annars yfirleitt betra varið en til heilbrigðismála. Framlög vor ísl. til þeirra nauð- synjamála hafa, eins og eg hafði eftir fjármálaráðherra hér að framan, vaxið hröðum fetum síðan 1880 eða því nær fimtugfaldast. En að- gætandi er, að því nær alt, sem til framfara horfir, hefir margfaldast hjá okkur á þeim sama tíma — og ráðherrann tók það líka fram seinna í ræðu sinni, að í hlutfalli við önnur ársútgjöld ríkisins hefðu heilbrigðis- málaútgjöldin á timabilinu 1880 — 1926 aðeins aukist úr 9,9°/o upp í 14,5% af öllum ársútgjöidum. Akureyri er og verður höfuð- staður Norðurlands. Hér verður að vera sjúkrahús, sem sé, hið bezta og vandaðasta sem völ er á a. m. k. í þessum landsfjórðungi. Akureyrarhérað getur ekki unað við að standa að baki öðrum minni og mannfærri héruðum eins og Siglufirði, ísafirði, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum hvað sjúkrahús snertir. Loks má nefna eina ástæðu enn. Sjúkrahúsið gamla hefir borið sig vel fjárhagslega á síðustu árum. Skyldi maður þá ekki halda, að nýtt og gott sjúkrahús muni einnig bera sig vel og borga sig sjálft í framtiðinni ? ------O" --- Sims keyti. (Prá Fréttastofu íslands). Rvík 29. maí. Óðinn tók tvo þýzka togara í landhelgi. Var annar dærtidur í 12.500 kr. sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Dómnum áfrýjað. Hinn fékk 5000 kr. hlerasekt og áfrýjaði ekki. — Útsvör á Norðfirði eru 78.500 kr. — Síra Jakob Jónsson kosinn prestur í Norðfirði. — Björgunar- báturinn var vígður á sunnudaginn _ með mikilli viðhöfn og gefið nafnið Porsteinn. ■ — Einstöku botnvörp- ungar eru hættir þorskveiðum og búast til síldveiða í næsta mánuði. Jón ólafsson kosinn prestur að Holti í Önundarfirði, — Útsvara- skráin kom út í dag. Hæstur gjald- andi er Kveldúlfur með 78 þús. kr., Alliance 57 þús., Tómas Tóinasson 52.500 kr., h. f. Copland 44 þús., skóverzlun L. O. Lúðvígsson 22 þús. kr. Berlín: Hagstofa ríkisins hefir reiknað út, að þýzki þjóðarauðurinn sé nú 108 miljarðar marka, en var fyrir stríðið 308 miljarðar. Nú eru færri miljónaeigendur í öllu ríkinu en voru í Prússlandi einu fyrir ófriðinn. — Pjóðverjinn Neunhofer hefir sett 12.500 metra met í hæð- arflugi. 54 stiga frost var á þeirri hæð. — Tveir Frakkar hafa sett heimsmet i hraðtlugi; flugu þeir5000 km., og var meðalhraðinn 185 km. á klukkustund. -----o----- Saltfiskur. Eins og mörgum er kunnugt, er verkaður stórfiskur frá Norðurlandi aðallega seldur til Barcelona nema nr. 3 fiskur til Bilbao og fullverkaður millifiskur til Ítalíu. Fiskikaupmenn í Barcelona hafa ný- lega sent Stjórnarráði íslands kvörtun yfir ónákvæmri fiskverkun og meðferð á íslenzkum stórfiski, sem, þangað er fluttur. En Jsar sem við megum ekki við því að missa af þessum markaði, og höfum þar við öfluga keppinanta að etja, þar sem eru Norðmenn o. fl., þá hefir verið ákveðið að verða við óskum Barcelona kaupmannanna, í þessu efni, að svo miklu leyti, sem fært þykir. Kröfur Barcelona kaupmannanna, sem teknar hafa verið til greina, eru í stuttu máli þessar: Stórfiskur verður hér eftir talinn fiskur, sem er 20 þuml. og yfir, og verður flokkaður saman frá 20 til 28 þuml., en sá fiskur, sem er 28 þuml. og yfir, verður flokkaður sér- stakur. Enginn norskflattur eða örf- hentflattur fiskur verður framvegis sendur til Bercelona, því er og áríðandi fyrir útgerðarmenn, að hafa ekki örf- henta menn við flatningu. Ekki má nota lakari striga, en góðan 8,02 oz striga utan um verkaðan stórfisk. Vanda verður saumaskap, merkingu og allan frágang, sem frekast er kostur á. Ekki má binda stórfiskspakka með öðrum böndum en gildari tegundinni af manilla-bindigarni því, sem notað hefir verið fyrirfarandi ár. Hefir það fengist hjá hr. Páli Skúlasyni og fl. hér i bænum. Aríðandi er að hafa nægar birgðir af þessu bindigarni fyrirliggjandi. Oamlar línur og trollgarn verður ekki notað framvegis. Stórfiskspakkar verða hér eftir bundnir með 3 böndum, þannig: Tvö bönd yfir þveran pakkann eins og tíðkast hefir og 1 band eftir lengd hans og brugðið utan um þverböndin á báðum hliðum. Þurkstigið, 7ib þurkun, sem hér hefir verið alment undanfarandi ár, líkar Vatnssalerni, Vaska, Skolpleiðslur, Vatnsleiðslur, er bezt að kaupa hjá TÓMASI BJÖRNSSYNL Kolafarm hin ágætu »Best South Yorkshire Hard«, sem eru viðurkend beztu miðstöðvarkolin, er hingað hafa flutst, fáum við fyrri-hluta næstu viku. Verða flutt heim til kaupanda frá skipshlið. Pantið í síma 228. Kaupfélag Eyfirðinga. ágætlega, og væri því æskilegt að það gæti haldist framvegis. Samkvæmt kröfum fiskikaupmanna í Portugal og Bilbao þarf að fullþurka og harðþurka stórfisk nr. 3. Verði millifiskur — fiskur frá 18— 20 þuml. — fullþurkaður, þarf hann að vera harðþur, því annars er hann tæplega seljanlegur. En eins og útlitið er nú, sýnist heppilegast að labrafletja og labraverka allan fisk undir 20 þuml. Má slíkur fiskur vera alt 22—23 þuml. Labradorverkaður fiskur má ekki vera iakar þur en hann var hér síðastl. ár. Þar sem það er ósk allra erlendra fiskikaupmanna bæði á Spáni og Ítalíu, þá er ákveðið að aðgreina jafnan labradorflattan- frá alflöttum labradorfiski og flokka sér þann fisk, sem er 18 þuml. og yfir. Sama gildir um press- aðan labradorfisk. Pressufiski verður því aðeins gefið matsvottorð til Suður-Evrópulandanna, að hann sé harð- þurpressaður, eða mikið betur pressaður, en alment hefir átt sér stað undanfarandi ár. Pækilsataður fiskur verður ekki met- inn til útflutnings. Vikublöðin íslendingur og Verka- maðurinn eru góðfúslega beðin að taka þessar línur upp. Akureyri 27. Maí 1928. Ásgrimur Pétursson. -------o-------- Fréttir. ■. ■ Gagnfrœðaskólanum verður sagt upp kl. 2 e. h. á morgun (föstudaginn 31. maí). Alþingisliátiðin og Bandarikin. Tillaga hefir fram komið á þingi Bandaríkjanna, um að senda fimm fulltrúa til fslands 1930 og jafnframt að gefa íslendingum stand- mynd af Leifi Eiríkssyni. Nýít félag, »Söltunarfélag verkalýðsins á Akureyri<, var stofnað á sunnudaginn var. Ætlar félagið að koma sér upp stöð eða stöðvum til síldarsöltunar hér á Akur- eyri. Eiga þær að rekast með samvinnu- sniði. Freymóður Jóhannsson, málari, er kom- inn heim með fjölskyldu sína, eftir að hafa dvalið erlendis hátt á annað ár. Var hann mestan tímann í Kaupmannahöfn og lagði þar stund á leiktjaldamálningu. Hjónaband. Ungfrú Fanney Jónsdóttir og Finnbogi Jónsson, póstþjónn. Dánardœgur. Fyrra miðvikudagskvöld andaðist á Kristneshæli Ebenharð Þórðar- son, skósmiður, héðan úr bæ, maður á bezta aldri. JarðarJör Jóns sál. Quðmundssonar á Krossastöðum fór fram i fyrradag að við- stöddu fjölmenni, Grammofónplötur nýkomnar í afarmiklu úrvali. Jón Guðmann. Mjólkursigti með tvöföldum botni og \ bómullar-þynnum, eru þau sigtin, sem hreinsa mjólkina bezt. Nýkomin. Kaupfélag Eyfirðinga. MUNDLO S-saumavélar eru BEZTAR. fást í Verzluninni NORÐURLAND. Mjaltafötur með tin-húð eru sterkar og hentugar, fást í Kaupfélagi Eyfirðinga. Kalt lím er trélím sem ekki þarf að hita. Það er selt sem hvítt duft og hrærist út í köldu vatni. Hefir verið reynt hér og reynst bet- ur en nokkurt venjulegt trélím. Sýnishorn send þeim er óska. Fyrirliggjandi í heildsölu og smásölu hjá Xaupfélagi Eyfirðinga Reykið Capstan Navy Cut Medium Reyktóbak (pressað).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.