Dagur


Dagur - 06.06.1929, Qupperneq 2

Dagur - 06.06.1929, Qupperneq 2
94 D&GUR 24. tbl., # #- • #-# #- # < -#-#--#-# #■# # # - gWtWIWIHWiHHWWBg i Kolafarm I JN höfum við fengið. H| SS Kosta 44 kr. tonnið tm við skipshlið. S« Kaupfélag .Eyfirðinga, SS SiiMMiUHHlHUlMiS Bíla- og hjólhestadekk og slöngur, hafa heims- viðurkenningu. i öllum slærðum. Einnig viðgerðar- vörur, svo sem: lím- ábornir kappar og smádósir (með lími og bótum). og Myndastofan Oránufélagsgðtu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. hvort sem hann er ríkisstofnun eða einkaskóli, og vanti starf og þjálfun heimilisins og samvinnu þess við skól- ann, er hæpið um árangur. Og margir smábarnakennarar gera sig seka um að byrja of snemma með fjölda náms- greina við börnin, í stað þess að leggja sig aðeins eftir að kenna þeim frum- greinar, meðan þroski barnsins er lítill. Allir menn vita, að börnin eru lengi að iæra að lesa, jafnvel fleiri ár. Lest- ur er íþrótt, sem þarf mikla æfingu, og sá stutti tími, sem barnið á að njóta fræðslu skólans er vanbrúkaður, ef hann er notaður til að nema það, sem barnið getur eins lært heima. Það er einnig ábyrgðarhluti, að bregðast þeirri skyldu, að kenna barni nokkurn- veginn að lesa áður en það nær skóla- aldri. Barnið verður afturúr í skólan- um og getur mist traust á sjálft sig. Hér á Akureyrarskóla hefur orðið að grípa til þess ráðs, að gjöra fyrsta og jafnvel annan bekk að lestrarkenslu- bekkjum. Börnin tefjast 1—2 ár frá venjulegu námsefni skólans. Það er þó ekki hættulegast. Hitt er óbætan- legt, að séu börnin ekki nokkurnvegin læs orðin, þegar þau koma í skólann 9—10 ár agömul, þá er mjög hæpið að þau geti nokkurntíma orðið læs. En vesalings barnið má ekki gjalda þessarar óhirðu, skeytingarleysis eða vanmáttar foreldranna. Hvað á þá að gjöra? Það verður að efla frumnám barna, og láta þar aðeins nema undir- stöðugreinar. Það verður að samræma lestrarkensluna og ganga strangt eftir að þroska barna sé ekki misboðið, en að alt sé gert sem hægt er, til þess að þau verði læs. Það á að hafa frum- skóla fyrir óskólaskyld börn, þar sem aðeins er kendur lestur og skrift. Nú á að byggja nýtt barnaskólahús fyrir Akureyri. Þá ætti að noti gamla skóla- húsið fyrir frumskóla, lestrarskóla, sem stjórnað sé af bænum, og aðrar frum- skóladeildir einstakra manna. Þar á Montessoriskólinn að fá heimili o.s.frv. Erlendis byrja frumskólar þessir víða með 3ja til 4ra ára böm, og væri slíkt æskilegt, en ekki þarf þá Ianga skóla- setu daglega. Frumskólinn á að vera fyrri hluta dags, og getur því ekki átt heima í aðalbamaskólahúsi bæjarins, nema það verði sérstaklega fyrir hann bygt. Á þá ekki barnaskólinn að kenna börnum lestur? mun spurt verða. Jú, það á hann að gjöra og það af alúð, en lestrarkensla skóians á að vera fyrst og fremst íslenzkukensla. Kennarinn þarf að lesa með börnunum og fyrir þau sem mest af góðu íslenzku skemti- legu máli, og vekja löngun þeirra í góðar bækur. En til þess þarf að vera kostur góðra bóka fyrir börnin. Það þarf að efla bókasöfn slíkra bóka fyrir skólann, og skemtilegast væri að börn- in öfluðu því sjálf tekna. Þau ættu einusinni á hverjum vetri að lesa upp opinberlega, syngja og leika. Auðvitað gjörðu það aðeins þau færustu. En það yrði þeim ósegjanleg hvöt til að herða sig, og dugleg börn mundu leggja mikið á sig, til að fá að vera með. Við slikt kapp og vinnu koma oft áð- ur duldir hæfileikar barna skýrt í ljós. Og þá færi börnunum fyrst að þykja vænt um bókasafnið sitt og skólann sinn, ef þau finna að þau hafa gert honum eitthvert gagn. Upp af þessu gæti lesturinn orðið aðalnámsgrein í hugum barnanna, og svo er það í öll- um greinum. Ef góður árangur upp- eldis og fræðslu á að nást, þarf að efla lifandi nám, verklegt nám í skól- um og á heimilum. Af skriflegum greinum ætti aðeins að læra lestur, skrift og reikning fram að 12 ára aldri. Önnur andleg fræðsla, fram til þess tíma, sé veitt í hlutrænni kenslu. Þó sé örfaður Iestraráhugi barnanna fyrir fróðleik og fögrum listum alment. Barnaskólum vorum ríður nú meira á góðum vinnustofum, þar sem börn- in Iæra gagnlega vinnu, en fjölmörg- um bóklegum greinum. Handavinna barna má ekki, eins og nú er alltítt, mestmegnis lenda í að gjöra skraut- muni útskorna eða ísaum. Vinna skól- ans á að fá verkefni úr sjálfu daglega lífinu. Drengirnir eiga d. t, að læra að steypa og móta, binda bækur, sóla skó, búa til net o. s. frv. Þeir þurfa að læra að fara með alla algenga hluti og áhöld hversdagslífsins, og venjast hreinlátri umgengni og hýbýlaprýði. En það þarf að gefa eftirlíkingarhvöt barna göfuga fyrirmynd. Sumarkensla verður að fara fram, sem kennir að þekkja náttúruna. Enginn getur af bók- um fullkomlega tileinkað sér vizku úm líf náttúrunnar, nema hann þekki nátt- úruna sjálfa. I þessu sambandi er rétt að nefna hve hörmu- lega illa er með barns- eðlið farið, að Iáta börn- in rölta hér í göturyk- inu og á fjörumölinni alt sumarið. Verslun Pjeturs Góður barnaleikvöllur bætir dálítið úr skák, en ekki nóg. Það er synd að taka frá börnunum hið íslenzka sveitaloft sumarsins. Hvergi í heiminum er til eins heilnæmt loft fyrir æskuna. Akur- eyri á að eignast vel hýstan bónda- bæ eða bæi á góðum stað í sveit, nógu langt burtu frá kaupstaðnum. Þangað á svö að senda börnin, fram að 9—10 ára aldri, og láta þau dvelja þar í sveitasælunni á sumrin, undir handleiðslu góðs kennara. Hversdags- störf sveitaheimilisins yrðu þeim bezti skóli, sem sníða mætti eftir skilningi nýrra uppeldisfræða. Þar lærðu börnin sund og fleiri íþróttir, þar mundu þau öðlast ást á starfinu, sem svo ætti að flytjast heim í skólann. Því miður virðist ekki eiga að sníða nýju barna- skólabygginguna fyrir mikla skólavinnu, eftir teikningunni að dæma, en upp- eldi barna þarf heldur ekki að vera háð húsakynnum einum. I Eg hef nú minst á viðhorf nýrra skólastefna til fræðslu og uppeldis. Bóknámið telja þær ekki nema einn þátt uppeldisins, og alls ekki þann er mestu varðar. Uppeldið á jafnframt henni að annast líkamlega menningu og siðgæðisþroska. Skólahugmyndir þessar meta hvorugan þennan þátt minna en fræðsluna, og þó siðgæðis- uppeldið mest. En þær kenna engu síður hversu fullorðna fólkið getur frætt börnin áður en þau ár hefjast, sem vant er að nefna námsár, með því að vekja athygli þeirra og eftirtekt á hversdagshlutum og viðburðum, og segja þeim nöfn hluta og óhlutkendra hugmynda. Fá þau til að lýsa, segja frá, telja, þekkja á klukku, læra daga- tal og mánaða og fleira slíkt. Hvers- dagsviðburðir vekja margar spurningar í barnshuganum. Siðir fólksins krefjast skýringa. Barnshugurinn spyr t. d. föt- in: Hvað ertu? Hvaðan ertu? Hvers- vegna ertu svona? o. s. frv. Eldhúsið getur orðið nýtízkuskóli, þar sem móð- irin örvar, leiðbeinir og svarar barninu. Maturinn verður úrlausnarefni. í hug- mynd barnsins talar eldurinn við pott- inn, gufan við glerið og hlemmarnir fræða um hlutföll stærðar og þunga. Spurningar verða óþrjótandi, námfýsin eykst, skilningurinn skerpist og börnin verða betri og glaðari og hæfari til skólagöngunnar. Eg geri ráð fyrir, að ýmsum finnist skólanýungar þessar margar fjarstæða, H. Lárussonar. taka að sér að gera uppdrætti aðhúsum, reikna út járnbenta steinsteypu og veita leiðbeiningar um alt, er að verkfræði lýtur. BOLLI í SIGURÐUR THORODDSEH. verkfræðingar, Reykjavik, Pósthólfólf 74. Símar 2221, 1935. svo er ætíð álit margra á því sem nýtt er. En óhæfa virðist að kasta þeim frá sér sem ónothæfum, þótt eitthvað væri í þeim, sem liti út fyrir að vera óframkvæmanlegt. Hitt er og óráð, að gleypa við þeim að órannsökuðu máli, því að þá er hætt við að þeim verði misbeitt af skilningsleysi og árangur- inn verði lítill eða enginn. En öllum, sem hlut eiga að máli, ætti að vera ljúft að starfa að endurbótum á upp- eldi æskunnar og vinna í samræmi við kröfur tímans. -------o------- Fréftir. Drotning Alexandrine kom hingaö á föstudaginn var. Með henni komu Ein- ar Árnason fjármálaráðherra, Böðvar Bjarkan lögmaður, Þórólfur Sigurðs- son í Baldursheimi, Pétur Ólafsson framkvæmdarstjóri, Jón Geirsson og Jón Steffensen stúdentar, Árni Pálsson verkfræðingur^ Ólafur Benjamínsson stórkaupmaður, Sigurður Jónasson bæj- arfulltrúi, Steindór Steindórsson cand. phil. og margir fleiri. Skipið fór aftur á Laugardagsmorg- un. Lagarfoss fór héöan austur um á laugardagskvöldið. Leiöarþing hélt þingmaður bæjarins á sunnudaginn var. Skýrði hann þar frá allmörgum þingmálum, en varð þó vitanlega mörgu að sleppa. Stóð ræða hans yfir á þriðja klukkutíma. Deildi hann -hart á íhaldsflokkinn á þingi og' skaut nokkrum örvum að einstökum Framsóknarþingmönnum. Umræður urðu engar. Var leiðarþing þetta frem- ur fásótt, líklega um 100 manns í saln- um. Hjónabönd: Ungfrú Jónína Jóns- dóttir símamær og Gunnar Schram stöðvarstjóri. — Ungfrú Guðrún Han- sen> og Steingrímur Kristjánsson bíL stjóri. Sumar- heimili barna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.