Dagur - 27.06.1929, Page 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Akureyri, 27. Júní 1929.
27. tbl.
XII. ár.
Skólamái á síðasta pingi.
Að tiihlutun kenslumálaráðherra
var á'síðasta þingi flutt frumvarp
til laga um mentaskóla og gagn-
fræðaskóla í Reykjavík og á Akur-
eyri. Mál þetta varð ekki útrætt á
þinginu, en líklegt er að frá því
verði gengið á næsta þingi á sama
eða svipuðum grundvelli og lagður
var í frumvarpi þessu.
Hingað tii hefir ekki tekist að fá
Alþingi til að samþykkja aðra lög-
gjöf um Mentaskólann í Reykjavík
heldur en launalögin og fjárlaga-
ákvæðin um rekstrarstyrk til skólans.
Fyrirkomulag skólans hvílir því að-
eins á tilskipunum, sem stjórnir
landsins hafa gert á ýmsum tímum.
Par sem málunum er nú svo komið
að stofnað hefir verið til menta-
skóladeildar við Oagnfræðaskólann
á Akureyri, er mikil þörf a að koma
skipulagi á form mentaskólanna
beggja og um leið á hina almennu
unglingafræðslu í Reykjavík og Ak-
ureyri sérstaklega.
Síðastliðið sumar fól kenslumála-
stjórnin tveimur skólafróðum mönn-
um, þeim Ásgeir Ásgeirssyni
fræðslumálastjóra og Sigurói Guð-
mundssyni skólameistara, að marka
frumdrætti að nýrri löggjöf um
mentaskólana. Fóru þeir báðir utan
til undirbúnings því máli. Samhliða
þeim undirbúningi hafói kenslumála-
ráðherra undirbúið málið fyrir sitt
leyti, meðal annars heimsótt all-
marga af hinum elztu og þektustu
mentaskólum í Englandi og Skot-
landi.
I frumvarpi því, sem áður er
getið, er farin sú leið að Iosa gagn-
fræðakensluna bæði i Reykjavík og
á Akureyri úr öilu beinu sambandi
við mentaskólafræðsluna á þessum
stöðum. En nemendur úr héraðs-
skóium sveitanna og gagnfræða-
skólum kaupstaðanna eiga allir
þangað jafngreiöa og jafnerfiða
göngu. Með því fyrirkomulagi, sem
þar er lagt til, prófa ungmenni
landsins gáfur sínat og námslöngun
í héraðsskólunum og gagnfræða-
skóiunum. Fiestir láta sér nægja þá
skólagöngu, en nokkrir finna til
löngunar til að halda áfram. Peir
geta með ofurlitlu viðbótarnámi
kept um inngöngu í fyrsta bekk af
fjórum í öðrumhvorum mentaskól-
anum.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri átti
samkvæmt frumvarpinu að skiftast
í tvær aðaldeildir, gagnfræðadeild og
mentadeild. I gagnfræðadeild áttu
#••••••••• ♦ ♦♦
að vera þrír bekkir, og próf þaðan
eftir tveggja vetra nám að nefnast
gagnfræðapróf, en eftir þrjá vetur
gagnfræðapróf hið meira. í menta-
deildinni, sem býr nemendur undir
háskólanám, áttu að vera fjórir
bekkir, og próf eftir tveggja vetra
nám í þeirri deild að vera stúdents-
próf hið fyrra, en eftir fjóra vetur
lokapróf stúdenta.
^ður en stjórnarskiftin urðu 1927,
hafði Mentaskólinn í Reykjavík að
ýmsu leyti verið í megnri vanhirðu,
þó að kennarar skólans ynnu þar
með mikilli elju og ástundun. Síðan
hefir ósleitilega verið unnið að
endurbótum og bættri aðbúð og
aðstöðu nemenda. Hafa þær lífs-
nauðsynlegu umbætur, sem kenslu-
málaráðherrann hefir gera látið á
Mentaskólanum mælst hið versta
fyrir hjá afturhaldsmönnum í Reykja.
vík og verið þeim til mikillar skap.
raunar. í hinni löngu og ítarlegu
greinargerð kenslumálaráðherrans
fyrir frumvarpinu er nokkuð að
þessu vikið og skal hér á eftir birtur
kafli úr greinargerðinni, er að þessu
lýtur:
Eftir 1910 tók skólinn að gerast
afar fjölsóttur. En hvorki Alþingi né
iandsstjórnin virðist hafa veitt því eftir-
tekt, að skóli, sem í liðuga hálfa öld
hafði haft 50—100 nemendur, var nú
að lokum á góðum vegi með að fá
300 nemendur, án þess að nokkuð
væri gert, nema að fjölga bekkjum og
bæta við kennurum, án þess eiginlega
að málið væri nokkurntíma tekið til
meðferðar á Alþingi. Að nokkuð
þyrfti að gera sérstaklega til þess að
bjarga við félagslífi nemenda í þessum
geysistóra, yfirfylta skóla, virðist engum
hafa komið til hugar. Hið eina já-
kvæða úrræði var það, er stjórnin beitti
sér fyrir á þingi 1927, að koma upp
heimavist fyrir nokkuð af nemendurri.
En sú framkvæmd var meir borin uppi
af löngun til að bæla niður kröfuna
um framhaldsnám á Akureyri heldur
en af skilningi á þörf Mentaskólans,
eins og glögt sést á meðferð málsins,
enda hafa þeir, sem stóðu að þessu
heimavistarmáli á Alþingi í það sinn,
síðan gleymt bæði þeirri og öðrum
umbótaþörfum skólans. Málið hafði
verið svo lítið undirbúið, að það kom
flatt upp á forgöngumennina á Al-
þingi, er þeim var bent á, að slíkt
hús yrði ekki bygt á lóð skólans sjálfs;
til þess væri hún of lítil. Eins og þá
stóð, hefði orðið að hola heimavistinni
niður einhversstaðar í útjöðrum bæjar-
ins.
Þegar stjórnarskiftin urðu seint um
sumarið 1927, var að því er virðist í
fyrsta sinn í æfi skólans farið að at-
♦- • ♦ ♦ ♦-<
huga ástand skólans af kenslumálastjórn-
inni. Páverandi rektor, Geir T. Zoéga,
lýsti yfir, að það væri í fyrsta sinn
sem kenslumálaráðherra heimsækti skól-
ann Við fyrstu athugun var auðsæ
vanræksla þjóðfélagsins gagnvart þessari
stofnun. Bærinn hafði látið byggja
hús svo að segja fast að bakhlið skólans
og þar hafði jafnvel árum saman verið
höfð steinolíúgeymsla Nemendur hö*ðu
nálega engan blett til útileika, nema ef
telja skyldi örmjóa rönd bak við hús-
ið. Húsið var vanhirt að utan. Pak-
ið ekki verið málað í 7 — 8 ár. Hver
krá í skólahúsinu var full af skólaborð-
um. Kennararnir höfðu mist kennara-
herbergið gamla og höfðu nú til sinna
afnota lítið og vanhirt herbergi, þar
sem vantaði nálega öll þægindi og þar
sem hinn fjölmenni kennarahópur gat
naumast staðið undir þaki milli tíma.
Fyrir áhöid skólans, svo sem landa-
bréf, var engin geymsla til, og varð að
geyma nokkuð af þeim hlutum í sjálfri
kennarastofunni. Á efsta lofti hússins
hafði fyrrum verið spítali og geymsla,
meðan heimavist var. jSJú var alt þetta
gert að bekkjum, en með sem minstrj
fyrirhöfn og svo illa um búið sem
mest mátti vera. í fjósi rektors bak
við húsið hafði verið gerð kenslustofa
fyrir eðlis- og efnafræði, og var það
hið óvistlegasta hús Ekki einu sinni
haft fyrir að setja þar loftrás út, fyr
en í sumar sem leið. Fyrir heilsu
nemenda var ekki mikið gert. Alt hús-
rúm í skólanum, sem mögulegt var að
taka, var orðið að bekkjarúmi. Prengslin
voru svo mikil, að hvergi var rúm til
að hengja vosklæði nemenda, nema
inni í bekkjunum sjálfum, á veggina
eða inn í skápa, sem voru aðeins í
loftsambandi inn í kenslustofurnar. Sal-
erni fyrir meginþorra nemenda voru
ekki nema þrjú og lítt útbúin, veggir
á flestum skólaherbergjum skjöldóttir,
gólfin mjög óslétt og hnútótt, og ekki
dúklögð fyr en á neðstu hæð síðast-
liðið sumar. Leíkvellir voru engir.
Leikfimi í miður vel viðhöfðu húsi að-
eins tvis\(ar í viku eins og fyrir tveim-
ur mannsöldrum síðan. Allir bekkir
voru fyltir á haustin, svo sem framast
mátti verða, og farið að hafa útibú
niðri í bæ, alveg laust við aðalskólann.
Tessi vanræksla hafði svo gegnsýrt
marga menn, sem heldzt höfðu kynni
af skólanum, að það þótti nálega ó-
hæfa, er sett var Ioftdæla í skólann
snemma vetrar 1927—28 *>g hreinu
lofti dælt inn f hinar yfirfullu skóla-
stofur. Svo sem vænta mátti, var
heilsufar ekki sem bezt í skólanum, og
bar einkanlega mikið á berklaveiki.
Var sumum kennurum skólans þetta
mikið áhygguefni, þó að þeir gætu
ekki að gert. Óttuðust þeir, að of
fylling skólaherbergjanna og hin gömlu,
lftt viðgerðu herbergi, sem nemendur
áttu nú langdvalir í, væru að ekki litlu
leyti orsök vaxandi krankleika.
Eftir að kenslumálastjórnin hafði kynt
sér alla afstöðu skólans, var byrjað á
umbótum til að vinna á móti mestu
ágöllunum. Loftrás var sett í skólann.
Vorið 1928 voru ekki teknir fleiri nýir
nemendur í skólann en unt var að
þrengja í herbergi hans sjálfs, og lagð-
ist þá niður útibúið niðri í bæ. Sum-
arið 1928 var gerð höfuðviðgerð á
neðstu hæð. Gólfin sléttuð og dúk-
lögð, veggir fóðraðir og málaðir, sal-
ernum fjölgað, svo að fullnægt væri
venjulegum heilbrigðis- og þrifnaðar-
kröfum. Ein kenslustofa var tekin til
vosklæðageymslu fyrir allan skólann.
A þriðju hæð var náttúrugripasafnið,
sem áður var ónothæft nema til geym-
slu, gert að góðum bekk fyrir náttúru-
fræðiskenslu, jafnframt því að þar fer
betur en áður um náttúrugripi skólans.
í framhaldi af þessum aðgerðum hefir
stjórnin búið undir, að lokið yrði við-
gerð hússins utan og innan nú í sum-
ar. Ennfremur að salur skólabókasafns-
ins verði gerður nothæfur til daglegr-
ar vinnu fyrir nemendur skólans.
-----------------o-----
Breyttir búnadarhœttir.
(Niðurl).
Um síðustu aldamót var farið
að koma tilraunastöðvunum á fót,
og menn fóru nú að gera tilraun-
ir með fljótlegri ræktunaraðferð-
ir en þaksléttuna. Sáðsléttu-að-
ferðin var nú tekin upp, án þess
þó að vinna mikið á, og fyrsta
áratuginn varð hún mjög lítið
þekt meðal bænda yfirleitt. Það
var helzt hér norðanlands í grend
við Akureyri, að hún var reynd.
En eins og við var að búast, kom
það þó fyrst til verulegra fram-
kvæmda með þessa aðferð eftir að
farið var að nota vélavinnu við
hana. Árið 1918 komu hingað
tvær dráttarvélar, og fyrsti
þúfnabaninn kom árið 1921.
Þúfnabanihn er að öllu saman-
lögðu sú fullkomnasta jarðabóta-
vél, sem vér hingað til höfum
eignast. Með honum er hægt að
tæta í sundur holt og jafnvel
mýrar með svo góðum árangri að
hægt er að sá í þær sama ár. —
Þannig sjáum vér, þegar litið
er aftur í tímann, hvernig fram-
farirnar hafa haldið áfram og
fullkomnast stig af stigi með.
betri verkfærum og fullkomnari
aðferðum. Þegar á alt er litið,