Dagur - 29.08.1929, Síða 1

Dagur - 29.08.1929, Síða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfiró- inga. J ÍllUU* Afgreiðslan er hjá Jáni Þ. Þór, Norðurgötu S. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XII. ár :7 • • ■•- Akureyri, 29. Ágúst 1929. T 36. tbl. Arnarhvoll. Sú óvenja hefir tiðkast, að ríkis- stjórnin hefir haft hinar mörgu skrif- stofur sínar í leiguhúsum hingað og þangað í Reykjavíkurbæ. Fylgja þessu fyrirkomulagi tveir stórir ó- kostir, annar sá, að þeir, sem er- indi þurfa að reka, verða að þvæl- ast úr einum stað i annan og leita uppi hinar dreifðu skrifstofur; hinn sá, að þeir, sem leigt hafa húsnæði fyrir skrifstofurnar, hafa okrað á leigunni, það sem þeir hafa getað. Á síðasta þingi var stjórninni veitt heimild tii lántöku, til þess að reisa skrifstofubyggingu á einum stað, ef rannsókn leiddi í Ijós, að með því yrði sparnaður á útgjöld- um, svo að um munaði. Nú hefir ríkisstjómin látið framkvæma þessa rannsókn, og hefir hún sannað það, að spara mætti samtals um helming í húsaleigu, ljósi, hita og ræstingu, ef landið bygði sjálft einfalt og hentugt skrifstofuhús í stað þess að leigja á mörgum stöðum að húsa- spekúlöntum, einsog nú er gert. Heimild þá, er þingið veitti, ætlar því landstjórnin að nota og hefir ákveðið að láta reisa skrifstofubygg- inguna á Ainarhólstúni og nefna hana Arnarhvol. Er nú þegar lokið að grafa fyrir grunni hússins og verður þá byrjað að steypa. Á að flýta framkvæmd verksins svo sem hægt er og er ætlast til að því verði sem mest lokið á næsta vori. Áðalhliðin á Arnarhvoli á að snúa að Ingólfsstræti, en gaflinn að Lind- argötu. Arnarhvoll verður þrjár hæðir á kjallara. I kjallara verða eldtraust herbergi og verða þar geymd skjala- og teikningasöfn. Enn verður í kjallaranum ibúð fyrir dyravörð, fatageymsla, handlaugar og salerni. Aðalhæðirnar þrjár verða því ein göngu fyrir skrifstofur. Tilhögun innanhúss verður sniðin eftir fullkomnustu erlendum fyrir- myndum. T. d. er skilrúmum þannig fyrir komið að auðvelt er nálega kostnaðarlaust að færa þau til eftir vild og stækka þannig og minka herbergi, eftir því sem breyttar ástæður og þarfir krefja. Ula hafa húsabraskarar í Reykjavík og blöð íhaldsins tekið þessari þörfu framkvæmd. Er ekki annað sýnna en að þau telji það mikið mein, að landstjórnin hefir með fyrirhyggju og manndáð gert ráð- stafanir til þess að spara útgjöld ríkissjóðs að helmingi á þessu sviði. Er það alveg i anda íhaldsins að óska frekar eftir aðhlynningu til handa einstðkum gróðamönnum í Reykjavík heldur en sparnaði á al- menningsfé. Stingur þessi mót- spyrna íhaldsmanna gegn skrifstofu- byggingu ríkisins mjög í stúf við hegðun fyrv. formanns flokksins, Jóns Porlákssonar, gagnvart sjálfum sér, því hann kvað hafa lagt stund á að afla sér stórra lána, til þess að reisa stórhýsi á beztu stöðum í Reykjavík. Er hér sama mótsögnin á ferðinni og sifeldlega kemur fram í blöðum íhaldsflokksins, að vel fari á þvf að hver óvalinn einstakl- ingur kaupi sér bifreiðar í gróða- skyni, en geta aldrei ógrátandi á það minst að ríkið eigi sömu farar- tæki til eigin nota, til þess að spara nokkuð af því fé, sem annars færi í súginn fyrir rándýra leigubíla. Allir sannir umbótamenn munu fagna því, að landstjórnin losar ríkið undan húsaleiguokrinu með hinni nýju byggingu á Arnarhóls- túni, ekki til þess að gera einstðkum mönnum mein, heldur vegna al- menns velfarnaðar. ------o----- Svar til héraðslœknis, Jóhanns Jeremiasar Kristjánssonar. Héraðslæknir Höfðahverfishéraðs, hr. Jóhann Jeremías Kristjánsson, hefir skrifað grein í maí—Júníblað Lækna- blaðsins þ. á., með yfirskriftinni: »Læknisbústaðar- og sjúkraskýlismálið í Höfðahverfishéraði«. Ressi yfirskrift lætur vel í eyrum og mætti ætla, eftir henni að dæma, að héraðslæknirinn ræddi og skýrði þetta nauðsynjamal samkvæmt mannúðar- kröfum þeim, er/læknaskyldan býður. En þegar fyrnefnd grein er lesin og athuguð, verður annað upp á teningn- um. Fyrst er gefið yfirlit yfir verustaði og dvalartíma þeirra Iækna, sem dvalist hafa hér í héraðinu á undan Jóhanni lækni, er þar sennilega rétt frá hermt. Eftir það snýst greinin um lækni sjálfan. Byrjar hann á að lýsa, með ljótum ltíum, bústöðum þeim, er hann hafði bæði í Höfða og á Kljáströnd, og ósæmilegri framkomu þeirra manna gagnvart sér, er hann hafði mest saman við að sælda. En þessi kafli greinarinnar kemur mér ekki við. Veit eg líka, að þeir hinir sömu eru menn til að bera hönd fyrir höfuð sér og munu gera það. Þá fer læknir að tala um Grenivík. Er eg allmjög við þann þátt riðinn og sennilega valdur að honum. Er hægt að skilja það af þvf, sem nú skal greina; I vetur sem leið afréð eg að hætta búskap á Svínárnesi og sótti um byggingarlóð og ræktunarland hér á Grenivík. Varð það að sækja til Þórðar hreppstjóra Gunnarss., sem lögum samkvæmt er umráðamaður Grenivíkur og annarra ríkisjarða í hreppnum, og Bjarna bónda Arasonar á Grýtubakka, sem er af stjórnarráðinu skipaður með- ráðamaður Pórðar við skiftingu Greni- víkurlands. Til þessara manna sótti eg og fékk greið svör eftir ástæðum. Um byggingarlóð bað eg við víkina aust- anverða. En það var á þeim stað, sem læknir gat taiist til að hafa ráð á þetta ár og næsta. Sakir þess fór eg til læknis og sagði honum að eg hefði ákveðið að flytjast til Grenivíkur, og mæltist eg til við hann, að eg fengi að byggja á fyrgreindum stað. Eg ósk- aði jafnframt, að gottyrði í nágrennimeð okkur, eins og eg hefði allstaðar átt að fagna, þar sem eg hefði verið. Pessari málaleitan svaraði læknir svo: sÞessum bletti sleppi eg aldrei, það var nóg sem eg lét reyta af Greni- víkurlandi í vor sem leið, og eg skal taka það undir jörðina aftur.« Eg svaraði á þá leið, að hann hefði ekki haft meiri rétt til Grenivíkur en hver annar og ekki getað sett nokkrum stólinn fyrir dyrnar, hann hefði verið sem hver annar umsækjandi um jörð- ina, sem enn væri ekki orðin að læknissetri og honum væri ekki byggð jörðin nema til þriggja ára. Ennfremur bætti eg við, að mér virtist að hann skyldi ekki auka á þær erjur, sem eg hefði heyrt, að hann hefði í átt, þegar hann var suður í Höfðanum. Öðru man eg ekki eftir að hafa sagt lækni til miska, og get (eg ekki kallað að þetta séu hótanir, eins og hann getur um, í áður nefndri grein, að eg hafi haft í frammi við sig. Hitt man eg glöggt, að hann nefndi mig »stórlygara«, og önnur meiðandi orð hafði læknir um hönd í samtali sínu við mig. Þessi stóryrði læknis lét eg sem vind um eyrun þjóta, þau voru mælt í reiði, og manntötrið á auðsætt erfitt með að »yfirstíga það andskotans viltidýr.« (Sbr. Vídalíns postillu). Rá segir læknir í grein sinni, að eg hafi fengið aðstoð mágs míns, Björns oddvita Jóhannssonar f Lundi, og að hann (oddvitinn) hafi fengið Bjarna bónda Arason sér til hjálpar, við land- námið. Pessar staðhæfingar eru báðar illkvitnislegur heilaspuni læknis, og verður hann með staðfestum vottorðum lýstur ósannindamaður að þeim hvor- tveggju. Læknir segir í ritsmíð sinni, að eg . hafi »flosnað upp á búskapnum« s.l. vor, Enn má hann bera kinnroða fyrir ósannindi sín. Þó eg hafi breytt um búskaparhætti, eftir andlát konu minnar, hefi eg enn ekki lagt árar í bát, og síðan eg fór úr Svínárnesi, hefi eg bygt steinhús hér á Grenivík, sem er orðið dýrara en því verði nam, er eg seldi Svínárnes fyrir. Er þetta, eins og flest annað í grein læknis, sagt til þess að niðra mér og öðrum sveitarmönnum hér, sem hann minnist á. Jóhann Jeremías Kristjánsson hefir fengið orð fyrir að vera óheimskur maður, og hélt eg að stóryrði hans væru sprottin af geðofsa, sem hann ætti erfitt með að stjórna, en þegar þess er gætt að grein hans er skrifuð að athuguðu máli, þá lýsir hún grunn- hygni, og þegar þess ennfremur er gætt, að greinin er birt á þessum af- vikna stað: Læknablaðinu, þá getur mönnum dottið í hug, að læknir hafi haft það fyrir augunt, að engir þeirra manna, er hún deilir á, yrðu hennar varir. Lýsir slíkt óhreinni lund. Og að lokum: Hafi greinin verið samin með þeim ásetningi, að tryggja lækninum land og hérað, þá held eg honum hafi mishepnast, því mér þykir líkara að hún dragi það hvortveggja úr höndum hans; ósennilegt er, að þolanleg sambúð geti þrifist milli hér- aðsmanna og læknis, sem eins hefir óvirt þá og svert með ósönnum áburði í augum þeirra, sem ekki til þekkja. Ægissíðu við Grenivík, 5. ágúst 1929. Áskell Hannesson. ■o Skýrsla skólans fyrir skólaárið 1928 — 1929 er út komin. Auk hinnar venjulegu, ítarlegu greinagerðar um nemendatölu, bekkjaskipun, kennara, skólastjórn, kensluskipun, próf, heimavistir, sjóði skólans o. *fl., flytur skýrslan tvær ræður eftir skólameistarann; er önn- flutt við brautskráning fyrstu Ak- ureyrarstúdenta 15. júní 1928 og hefir að yfirskrift »Mentaskóli á Norðurlandi*. Er þar .meðal annars að nokkru rakinn hinn sögulegi aðdragandi þess viðburðar, að skól- anum voru veitt réttindi til að braut- skrá stúdenta. »Slíkur viðburður verður sennilega eigi talinn« eins mikilvægur og samgöngur um loft- ið. En alt um það eru þessi tíð- indi í íslenzkri skólasögu hin merki- legustuc, segir í ræðunni. Misjafn- lega var því tekið, er »Hólaskóli hinn forni var vakinn upp til starfa á öðrum stað og í öðru gervi, eftir 125 ára svefn.« Sumir tóku þeim at-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.