Dagur - 29.08.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 29.08.1929, Blaðsíða 2
142 DAGUR 36. tbl. gffffffffffffffffffffffff w margeftirspurðu eru komnar aftur í stærðum %, 1, l1^ og 2 kg. Byrgið yður upp fyrir sláturtíðina. Kaupfélag Eyfirðinga. liiiiiiiiiiiililiiiiiiiis Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen, burði með samúð og hlýju. »En þeir voru háværari og fjölorðari, hinir, sem um þenna mentaskóla- vísi ræddu opinberlega af algerðu skiiningsleysi, reykvískum rig og fjandskap í garð nústýrandi stjórnar. Var fátt sparað til ófrægingar ráð- herranum, er réttindin veitti til að brautskrá stúdenta, og gerði slíkt bæði djarfmannlega og skjótt*. Hin ræðan er flutt við skólaslit á síðasta vori og nefnist »Misskiln- ingurinn mikli«. Er það erindi merki- legt og fjallar um þá lífsskoðun, að eigingirnin og sjálfselskan komi mestu góðu til leiðar, »að menn geri alt bezt fyrir sjálfa sig.« Sýnt er fram á í löngu máli, að þessi lífsskoðun er röng, að hið gagn- stæða sé einmitt sannleikur. „Alt hið bezta, sem mennirnir hafa skapað, hafa þeir aldrei fyrir peninga gert“. — »KærIeiksverk er, samkvæmt eðli þess og hugtaki, aldrei unnið fyrir fé né lof, heldur af ósjálfráðri sam- úð og brjóstgæðum, af þörf á að lina þrautir og Ieysa annara manna vandræði. Kristur væri ekki Kristur, ef hann hefði flutt kenningar sínar og unnið verk sín sökum þeirra launa, sem mölur og ryð fá grandað.* Pá er og f skýrslu þessari kafli einn, er hefir að yfirskrift »Land- vinningur*; er þar greint frá því, er bæjarstjórn Akureyrar gaf ríkinu, til handa Qagnfræðaskólanum, lóð- ir og lendur, um 3*/2 hektara að stærð, og lýst undirbúningi þess máls. Er það Akureyrabæ til sóma, hversu vel var brugðist við mála- leitun þessari, sem kenslumálaráð- herrann átti frumkvæði að. Til sam- anburðar má geta þess, að síðast- liðinn vetur fór landsstjórnin þess á leit, að Reykjavíkurbær gæfi Menta- skólanum lóð fyrir leikvöll og báta- hús suður við Fossvog. íhalds- meirihlutinn í bæjarstjórn Rvíkur þverrifeitaði öllum landgjöfum til Mentaskólans. Ennfremur er skýrt frá skemti- og náttúrufræðiför 5. og 6. bekkjar Oagnfræðaskólans til Hornafjarðar í júlímánuði síðastliðnum. Er slíkt ferðalag einsdæmi í íslenzkri skóla- sögu. Var Pálmi Hannesson nátt- úrufræðikennari leiðtogi í för þess- ari, og hefir hann ritað ferðasög- una. Að gefnu tilefni skal þess get- ið, að skólameistari bætir við ferða- söguna er hér greinir: »Við þessa ferðasögu Pálma Hannessonar má bæta þökk til höfðingja þeirra Austur-Skaftfell- inga, hr. alþm, Porleifs Jónssonar í Hólum, fyrir ágæta liðveizlu hans i útvegun fylgdarmanns og hesta. Pakka ber og honum mikla gest- risni, bæði við nemendur og kenn- ara héðan að norðan, enda er heim- ili hans hið mesta gestrisnisheimili, sem kunnugt er víða um land. Verður seinþökkuð öll sú alúð, er Lónsmenn og Hornfirðingar létu oss ferðalöngum að norðan í té.« Loks skal þess getið, að í byrj- un skólaársins eignaðist skólinn á- gæt radió-tæki, sem komið var fyrir í salnum. Hafði Pálmi Hannesson forgöngu fyrir útvegun þeirra og hafði yfirumsjón með þeim í skól- anum. Nokkrar umbætur, auk venju- legs viðhalds, voru gerðar á skól- anum bæði innan húss og utan. Að öllu er skólaskýrsla þessi prýðilega úr garði gerð og ber það með sér, að stofnunin er í góðra manna höndum. — ■ o------ Sauðnautin Á öðrum stað hér í blaðinu er símskeyti, sem skýrir frá að sauð- nautaleiðangursmennirnirséu komnir heim aftur frá Orænlandi. Eftir því sem hægt er að ráða af skeytinu, mun för þeirra þykja hin frækileg- asta og fögnuður vera mikill yfir því hversu vel hún hafi tekist. En þegar litið er á árangurinn, virðist þó ekki vera af miklu að láta — 7 kálfa höfu þeir heim með sér, og t raun og veru var ekki við meiru að búast. En til þess að ná þessum 7 kálfum urðu þeir að drepa 34 fullorðin dýr, eftir því sem skeytið og blöðin segja. Er það alvegóheyrilegt og manni verður ósjálfrátt að spyrja, hvað þessi 34 dýr hafi unnið til saka. — Pað er ilt til þess að vita að dýr skuli enn vera svo réttlaus, að hverjum sem er geti iiðist að flana af stað og strádrepa niður sjaldgæfar tegundir meinlausra dýra, án þess að verða að sæta ábyrgð Myrir. — Hingað til hafa íslendingar látið sér nægja að eyðileggja dýrin heima fyrir og hafa ekki gert út Með síðustu skipum kom gríðarmikið úrval af golftreyjum, barna- peysum, herrapeysum, sokkum fyrir börn [og fullorðna. Herraföt blá og misl., sportföt og matrósaföt í öllum siœrðum, drengjafrakkar, herra-vetrarfrakkar mjög fallegt úrval, rykfrakk- ar, regnkápur, dömu, herra og barna, kasmír- sjöl, kampgarnssjöl, alklœði tvœr teg., flauel allsk., silkisvuntuefni og slifsaefni. Metravara í mjög fjölbreyttu úrvali. BALD. R V E L. drápsleiðangra í önnur lönd — en framfarirnar vaxa. Friðrik Ásmundsson Brekkan. -----o-.... Ásmundur Sveinsson. Haustið 1919, kom eg frá íslandi til Hafnar og kyntist þá meira og minna heilum hóp íslenzkra listamanna- efna. Nöfn sumra þeirra eru nú þekt af mörgum hér á landi og nokkur verk þeirra hafa orðið til þess að auka hróður vorn meðal framandi þjóða. Einn meðal þessara ungu byrjenda á listabrautinni var Ásmundur Sveins- son. Eg skal láta það ósagt, hvort Ásmundur þá vissi sjálfur, hvað í hon- um bjó, til þess kyntist eg honum of lítið. Og erfitt var að spá nokkru um framtíð hans þá; en það man eg, að hann hafði einhverja merkilega trú á því, að framtíð sín kæmi undir því, hvort hann kæmist til Stokkhólms eða ekki, þar þóttist hann vita, að sá rétti skóli biði sín. Pað var ekki laust við að sumir okkar brostu að þessari trölla- trú hans. — Hann var jafn ókunnugur í Stokkhólmi og i nokkrum öðrum bæ og þekti ekki meira háttu og lyndisfar Svía en nokkurar annarar þjóðar. En hann hefir fundið sálrænan skyldleika milli listadrauma sinna og þeirrar svensku listar, sem hann hafði séð, og það dró hann. Það ber vott um mjög næma til- finningu og glöggan skilning á hæfi- leikum sjálfs sín þegar frá fyrstu byrj- un, að hann skyldi hafa eins rétt fyrir sér hér eins og raun varð á síðar. Honum var vel tekið i Stokkhólmi, og sjálfur vildi hann láta draum sinn ræt- ast. Hann komst að á listaskólanum og eftir að hafa stundað nám þar í nokkur ár, var hann sæmdur verðlauna- peningi (Áresmedalje) fyrir verk sín, jafnframt, (hefir mér verið skýrt frá) hafði hann atvinnu við að búa til myndir í ýmsar byggingar og vann þannig fyrir?sér á meðan hann dvaldi í Stokkhólmi. 1926 hóf hann »suður- göngu« fór til Ítalíu og settist þá að í París, og þar hefir hann dvalið síðan. Á haustsýningunni í Paris í fyrra (»Salon d’Automme«) vann Ásmundur einhvern hinn frægasta sigur og þá beztu viðurkenningu listdómara, sem fallið getur ungum listamanni í skaut. — Mynd er hann sýndi þar »Sæmund- ur fróði á Selnum« vakti eftirtekt ekki einungis á honum, en einnig á hinum merkilega söguheimi íslands. Lista- mannablaðið »Les artistes d’aujourd ’hui«, gefur fyrst yfirlit yfir söguna um heimferð Sæmundar úr Svartaskóla og lýsir einkum því augnabliki sem myndin sýnir, þegar þessi »íslenzki Faust«, sem blaðið kallar hann, sendir Kölska niður til heimkynna hans með höggi af Saltaranum. »Verk Ásmund- ar Sveinssonar sýnir Sæmund fróða, sem reiðir Saltarann báðum höndum yfir höfuð selnum. — Maðurinn legg- ur alla krafta sína í höggið og hin varnarlauaa ófreskja sér höggið ríða að og veit að hún fær ekki staðist. Pað er virkileg mynd af baráttunni milli góðs og ills — það er eins og steinn- inn hristist af átökunum. Pað er egypzk og forngrísk list, sem auðsjáanlega hefir fengið mest áhrif á listasmekk Á. S. En með þessari byrj- un hefír hann getið sér orðstír og gert nafn sitt þekt hér í voru Iandi.« (Niðurl.). -----o----- Á viðavangi. Afturhvarf ihaldsmanna. Flestir munu minnast þess, að svo ógiftulega tókst til með smíði á varð- skipinu Óðni undir handleiðslu íhalds- stjórnarinnar sælu, að skipið reyndist í fyrstu hættulegur manndrápsbolli, og var mildi að varð ekki slys að. Ur þessu var að vísu bætt síðar, svo að Óðinn varð sæmilegt sjóskip. — Nú hefir njýja varðskipinu, Ægi, sem MID TIDUTfKI er nú sem áður hagkvœmast að kaupa hjá Có/nasi Qjömssifni, AKUREYRI.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.