Dagur - 29.08.1929, Blaðsíða 4

Dagur - 29.08.1929, Blaðsíða 4
144 DAGUR 36. tbl. Héraðslœknirinn. Eg vil minna menn á að mig er dag- lega að hitta í Brekkugötu 7 kl. 1 — 2 (nema á sunnudögum); auk þess er eg venjulega heima kl. 5 — 6 e. h. Á sjúkrahúsinu er eg á morgnana kl. 9 - 12. Ferðir út umChéraðið skiftumst við Bjarni læknir Bjarnason á að fara og kemur bezt að fara eftir kl. 2 á daginn, þegar ekki liggur því meira á. Akureyri 27. ág. 1929. Steingrímur Matthíasson. Simskeyti. (Frá Fréttastofu fslands). Rvík 26, ágúst. Gotta kom frá Grænlandi í morgun með 7 sauðnaut. Rvík 27. ágúst. Hnattflug Zeppelins greifa gengur ágætlega; var 79 stundir á leiðinni frá Tokio til Los Angeles; er nú á leiðinni til Lakehurst. Jerúsalem: Stöðugar óeirðir eru milli Araba og Gyðinga í Palestínu. í þeim óeirðum hafa 150 Gyðingar fallið, en ókunnugt um mannfall Araba. Bretar senda lið til Palestínu. Orsök deilunnar er sú, að Arabar óttast, að áhrif þeirra minki, vegna innflutnings Gyðinga, síðan heims- styrjöldinni lauk. Haag: Bandamenn Breta hafa gert þeim nýtt tilboð um skiftingu skaðabótanna, en Snowden hefir hafnað því. Búist er við fundarslit- um þá og þegar. Botnvörpungar hér búast nú á saltfisksveiðar, allmargir. Reyðarfirði: Prestafundur prófasts- dæma í Múlasýslum, ásamt héraðs- fundi, stendur yfir. Almenn gleði er hér yfir heim- komu sauðnautaleiðangursmann- anna. Ráðgert er að hafa dýrin í girðingu norðan- eða norðaustan- lands fyrst um sinn, en nánari ákvarðanir viðvíkjandi kálfunum eru enn ekki teknar. Leiðangursmenn urðu að drepa yfir 30 fullorðin dýr, til þess að ná þessum 7 kálfum. Gotta lenti í stormi á heimleiðinni og lá til drifs í 52 stundir. Engar ístafir. .....O Hreindýrarœkt í Canada. »Heimskringla« (3. júlí s.l.) skýrir frá því að sambandsstjórn Canada- fylkjanna hafi í hyggju að koma á fót mjög mikilli hreindýrarækt hér og þar á svæðinu frá MacKenziefljótinu og austur að Hudsonsflóa. Petta á fyrst og fremst að tryggja Indíánum og Eskimóum, sem á svæðinu búa, lífs- viðurværi, en þeim gengur nú oft erfiðlega að afla sér fæðu. Tveir danskir vísindamenn, bræðurnir A. E. og R. T. Porzild, sem bæði eru grasa- fræðingar og líffræðingar, hafa varið tveim árum til rannsókna þar norður frá, og hafa þeir staðfest kenningu Vilhjálms Stefánssonar, að á þessu svæði megi ala stórkostlega hreindýra- hjðrð, um 250,000. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 6. Friðrik Ásmundsson Brekkan. AAalatzwti 15. F r éttir. „Drotnmgin" kom hingað að sunnan á laugardaginn var og fór aftur sömu leið til baka næsta dag. Á leiðinni hingað sigldi hún gegnum mikinn ís á Húnaflóa, en þegar skipið fór vestur aftur, var ísinn horf- inn af flóanum. Luðvíg Kaaber bankastjóri og frú hans komu hingað með >Drotningunni< síðast og hafa dvalið hér í bæ undanfarna daga. Eldur kom upp í húsinu nr. 3 við Eyr- arlandsveg seint á sunnudagskvöldið. Hafði kviknað út frá rafbolta. Tókst fljótt að slökkva og skemdir ekki miklar. Hvassfiðri i norðan með stórrigningu var hér síðastl. föstudag og laugardag og snjóaði í fjöll í þeirri illviðrishrynu. Siðan á helgi hefir verið allgóður þurkur, en fremur kalt. Erindi flutti frú Guðrún Lárusdóttir hér i kirkjunni á sunnudaginn var og sagði þar frá æfistarfi finskrar konu, er helgaði föngunum líf sitt og var því nefnd »vinur fanganna*. Nova kom í fyrradag að austan og frá útlöndum laust á eftir áætlun. Eldingu laust niður snemma í. þessum mánuði suður í Meðallandi og eyðilagði gaddavírsgirðingu á 30 faðma svæði. Tveim- ur dögum seinna laust niður annari eld- ingu svo nálægt bæ, að hann hristist mjög mikið. Bœkur Sögufélagsins eru komnar út. Eru það.10 arkir af þjóðsögum Jóns Árna- sonar, Blanda og auk þess landsyfirréttar- og hæstaréttardómar og eitt hefti af Al- þingisbókum tslands. Á hljómleik Kurt Haesers á fimtudag- inn var komu altof fáir bæjarbúar, en það er skjótast af honum að segja, 'að Haeser lék af óvenjulegri snild og á óvenjulega gott hljóðfæri. Óþarfi er að fara að telja upp hin einstöku lög, sem hann lék, enda erfitt að gera upp á milli þeirra, er snild- arbragur var á öllu — mest hrífandi var þó líklega »Tannháusermarsch<, sem var lokanúmer. — Aðdáanlegast af öllu sam- an er þó máske trygð hr. Haesers við Akureyri, — að hann skuli vilja koma hingað og spila fyrir tómum bekkjum. Fyrirlestur Norðmannsins, hr. Liengs, var svo vel sóttur að allir sem vildu gátu ekki komist inn í bæjarstjórnarsalinn. Sýnir það að menn hafa áhuga fyrir nýmæli því á byggingasviðinu, sem hann hafði að flytja. Er það og eitt hið eítirtektarverðasta og getur orðið þjóðinni til mjög mikils gagns, ef vel reynist. Lieng og frú hans fóru héðan með »Drottningunni< og vér þökk- um honum fyrir komuna og gerðir sínar hér. Fyrirlesturinn verður ekki rakinn í þessu sambandi, en blaðið mun síðar flytja hugleiðingar um byggingamál sveitanna og verður þar lítillega skýrt frá reynslu, sem fengin er með jarðsteypu-aðferðina. Ddnardœgur. Hinn 22. þ. m. andaðist á Húsavík frú Ásta ^Pórarinsdóttir, ekkja síra Benedikts Kristjánssonar prófasts á Grenjaðarstað. Hún var 70 ára að aldri, merk kona og mikilhæf. Saga, missirisritið ameríska, fyrra hefti þ. á., hefir Degi verið sent. Ritið er fjöl- breytt að vanda og læsilegt. -------o------- Eldsneyti Iíé sjúkrahiísinii Gudm. Minni. Sjúkrahúsið vantar 50 smálestir af koksi og 30 smálestir kola í lok september. Hver vill seljavörur þessar beztar og með sanngjörnustu verði? Og hvað kostar aksturinn heim? Akureyri 27. ág. 1929. Sjúkrahússtjórnin. Frá Landssimanum. Pessar landssímastöðvar hafa verið stofnsettar: * Silfrastaðir, Miklibœr, Réttarholt og Ytrikot í Akrahreppi og Veilir í Seiluhreppi. Reykjavík 25. ágúst 1929. LANDSSÍMASTJÓRINN. Reynið hinn' endurbœtta íslenzka FÁLKA-kaffibœti með þessu MERKI (í bláum umbúðum) og þér munið aldrei nota annan kaffibæti; því gæðin eru óviðjafnanleg. — Ábyrgð tekin á gæðum hvers pakka. Ath. Hverjum pakka af F ÁLK A-kaffibæti fylgir loftblaðra (ballón). H.f. Eimskipafélag Islands. Aukaskip félagsins, e s. Baltic, fer frá Hamborg 8. Sept., um Hull til Reykjavíkur, þaðan til Vestur-, Norður- og Austurlandsins og til útlanda. Akureyri, 20. Ágúst 1929. Afgreiðsla Hf. Eimskipafél. íslands. Duglegur maður getur fengið atvinnu við Krist- neshæli frá 15. sept. n. k. til 14. maí 1930. — Umsóknir, ásamt kaupkröfu, sendist undirrituðum fyrir 10. sept. n. k. Eiríkur Brynjólfsson. taka að sér að gera uppdrætti aðhúsum, reikna út járnbenta steinsteypu og veita leiðbeiningar um alt, er að verkfræði lýtur. BOLLI & SIGURÐUR THORODDSEH verkfræðingar, Reykjavik, Pósthólf 74. Simar 2221, 1935. Prentsmiöja Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.