Dagur


Dagur - 03.10.1929, Qupperneq 2

Dagur - 03.10.1929, Qupperneq 2
164 DXGUR 41. (bl. WfiffSfifffffffftfffff! Miklar birgðir af byggingarefni: Saenskt timbur, allar venjulegar teg. Cement. — Kalk. Steypujárn. Húsapappi allskonar. Gler, skorið og í heilum kistum. Kaupfélag Eyfírðinga. •m mmmmmímmmm Hugheilar þakkir til ^llra þeirra, er sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför sonar og bróður okkar, Halldórs G. Pórar- inssonar frá Kollavík. Vogi 22. sept. 1929. Móðir og systur. Sænsku, ensku, þýzku og frönsku, kenni eg í vetur. Estrid Falberg Brekkan, Aðasltræti 15. meira lesin um endilangt ísland en Vöisunga. Engin hefir fengið dýpra hljóð né alvarlegri áheyrendur en taún. Öldum saman hefir hún verið lesin vetrarlangt. Öldum saman hefir ís- lenzka þjóðin hlustað. Þar eiga fiestir íslendingar vini eða féndur, er Vöis- ungar eru. Má og sjá þess glögg merki í bókmentum vorum og þótt vfðar væri leitað. Ofurmennið Ibsen sækir þangað efniföng. Verður það sízt sagt, að létt verk sé í fang færst af ungum höfundi, að velja slíkt efni f frumsmíð sína. Er það þrekraun, engum heyglum hent. Verður þó ekki annað sagt, en höf. hafi vel tekist. Minnist eg ekki á sfðustu árum margra frumverka í bundnu máli, er betri vonir gefi. Rímið er létt og lipurt, mest kunnir hættir, hagiega kveðnir. Vil eg t. d. benda á kvæðið Sigurður ann Bryn- hildi, sem er frábærlega létt kveðið. Það dimmir niðrí dölunum, er druknar sól. Við höldum inn í heiðra fjalia höfuðból; Vlð göngum undir glæstra stjarna geislaþak, og hjarta mínu hlýnar við þitt handartak. Málið er víðast gott og iítið um skáldaleyfi. f kvæðinu Reginn smiðar Sigurði sverð segir höf., er hann iýsir iðju þessa ógæfusama þjóðhaga, er smíðaði sverð, hið bitrasta vopn, tii bróðurvígs. Og öndótt brenna augun hvöss, en einurð skortir þó, sem kitlur erti iljar haús og aftri hvíld og ró, sem hoppi björn á heitri rist, í harðri pynting dansi af list, svo skapast glott i geði hans af grettum sársaukans. Við.vitum ekki æfi karls, en aðeins lausleg drög, Fól var Hreiðmar faðir hans og fjölkunnugur mjög- Hvergi skarðan kaus hann hlut, með krók í stafni, bragð í skut; hann reyrði fasta hverja kló, en krappan sigldi þó, Vorblót Völsunga er þróttmikil lýs- ing á tryltri guðdýrkun vígþyrstra vík- inga: Þyrpast að hofum og hörgum hópar af bióðþyrstum mönnum, glotta með geispandi tönnum gráðugir hópar af vörgum. Blóðið streymir. Vínið freyðir. Tryltar ástríður loga. Slept er tjóðri og taumi af tungu, hugsun og æði. Lengst dvelur höf. við ástir Sigurð- ar Fáfnisbana, Brynhildar Buðladóttur og Ouðrúnar Gjúkadóttur. Er Bryn- hildur hefir eggjað til vfgs Sigurðar og minnist liðinna stunda, segir hún: Þá hófust léttir leikar. Eg man mig dreymdi um daga, og dýrleg var sú ganga; sem ort, en ósögð saga, eg undi hjá hans vanga. í hlýju hlíðarfangi á hljóðum sumarkvöldum til óttu alein dvöidum. En — sagan segir eigi, hvað saman þar við földum, unz leið að ljósum degi. Og eg hef margs að minnast. Er saman sálir blandast, er söngvaefnið þrotið, Hvi fá menn ei að andast, er aiis þeir hafa notið? Er sköpin blandast skuggum skáldin kjósa’ að þegja —það má ei sagan segja.— Á óskastundum ættu allir menn að deyja, sem goðin ella græltu. Eg hygg, að þeir muni fáir, er eigi lesa meginhluta »Mansöngva til mið- alda« með ánægju og í trausti þess, að þar sé skáldvísir sprottinn úr ís- lenzkri mold, er nokkurs þroska megi af vænta. Hitt kynni sumum að virð- ast, að höf. væri ekki eins vandvirkur og æskilegt væri. Hefir hann auðsjá- anlega ekki setið yfir, að hefla kvæði, er þau voru gerð. Er og vafamál um einstök kvæði, hvort, þeim væri ekki betur slept, en slíkt má segja um all- margt af ljóóum hinna beztu skáida vorra. Mun og höf. eigi hirða um, að koma öðruvísi tii dyranna en hann er klæddur. — Pappír og frá- gangur allur er í bezta lagi, og bókin mjög ódýr, Brynj. Sveinsson. ....—O" - Á viðavangi. Mótmælafundur. Fyrir nokkru hélt deild sú úr »Sambandi embættismanna og fastra starfsmanna ríkisins«, sem kennarar við ríkisskóiana og starfsmenn safn- anna mynda, fund í Reykjavík, til þess að mótmæia setningu Páima Hannessonar í rektorsembættið í Mentaskólanum. í þessari deild eru sagðir um 50 meðlimir, en aðeins 20 mættu á fundinum. Mælt er, að fundurinn hafi verið daufur og kraftlaus, og að enginn hafi feng- ist til að gerast máishefjandi, þar til Árni Pálsson tók það að sér. Engir aðrir tóku til máls. Tillaga var borin upp og samþykt með 16 atkvæðum. Var hún svohljóðandi: »Fundurinn mótmælir eindregið þeirri ráðstöfun, að sá hefir nú verið settur rekt- or Mentaskólans, sem óreyndastur og ó- þektastur er allra umsækjenda, og skorar á ríkisstjórnina, að veita honum ekki em- bættið, og firra þannig skólann vandræð- um. Eins og fundaráiyktun þessi ber með sér, er H. P. fundið það eitt til saka, að hann sé ekki nógu reyndur og þektur, til þess að fært þyki, að hann setjist í rektorssæti. Að öðru leyti eru engar brigður á það bornar, að P. H. geti leyst rektorsstarfið vel af hendi, og ekk- ert sýnist því til fyrir&töðu, að lítt reyndur og þektur maður geti skip- að sess sinn með prýði. Og hvaða vandræðum á að firra skólann, með- an ekkert er komið í Ijós um það, að P. H. sé ekki starfinu vaxinn? Vitanlega er hægt að gera honum starfið ókleift með ramefldum sam- tökum aðstandenda skólans. En er það ætiunin? Gleði Ihaldsblaðanna. Fyrir skömmu var Magnús Jóns- son, settur prófessor í guðfræðis- deild háskólans,' skipaður í þá stöðu af kenslumálastjórninni. í sambandi við þessa skipun hefir hlaupið mik- il hundakæti í blöð Íhaldsins. En sú gleði á sér dálitið einkennilegar og óvenjulegar rætur. Hún er sem sé ekki sprottin af sannfæringu um það, að M. J. sé þarna réttur mað- ur á réttum stað, eða af umhyggju fyrir guðfræðideild háskólans og uppfræðslu prestaefna landsins, heldur byggist þessi kampakæti blaðanna á því, að Jónasi Porbergs- syni muni vera stríð í því, að Magnús Jónsson sé skipaður í þessa stöðu. Er þetta dágott sýnishorn af öllu andlegu ástandi blaðamanna íhaldsins og sálarsmæð þeirra. Jónas Jónsaon dcmsmálaráðherra kom heim úr utanlandsför sinni í fyrra- kvöld, Réttur XIV., l.og 2. hefti, hefirDegi verið sendur; eins og áður hefir ver- ið bent á hér í blaðinu, birtast marg- ar læsilegar ritgerðir í Rétti. Stefna ritsins er mönnum kunn, og geta þeir því varast það, eða aðhylst eftir eigin tilhneigingu. Alt sem ritið fjallar um af landsmálum og þjóðfé- lagsmálum, er yfirleitt mjög svo ein- hliða og flokksbundið, og auðvitað rýrir það gildi þess, að ekki er hægt að líta á það sem óhlutdrægan aðila, er setur sér fræðslu um málin sem höfuðmarkmið, í staðinn fyrir að vera >própaganda«-rit kommúnista, einsog það nú er. Pað væri því óskandi að þeir sem lesa það og leita upplýsinga í því, gerðu það ekki alveg dóm- greindarlaust. í 1. heiti þessa árg. eru m. a. Saga eftir Anatole France, »Jafnaðarstefnan fyrir daga K. Marx«, ettir Brynjólf Bjarna- son, »Endurbætur og barátta verkalýðs- ins«, eítir Einar Olgeirsson; höf. kallar grein þessasvar til dómsmálaráðherra, en ekki tekst honum að hrekja neitt hjá dómsmálaráðherra með henni — og síóast Ritsjá. — í öðru hefti eru tvær greinar eftir Sverrir Kristjánsson, »A1- þjóðasambönd verkalýðsins* og »Bar- áttan um heimsyfirráðin*, »Litli skóar- inn«, smásaga eftir Davíð Porvaldsson. »MoIiére«, eftir Harald Björnsson. Pá ritar Ólafur Friðriksson um Alþýðufl, gagnvart Framsóknarfl., og heftið end- ar raeð svonefndri »Víðsjá« og »Ritsjá«. ------o----- Prestafélagsriíið 1929. Tímarit fyrir kristindóms- og kirkjumál. 11. árg. 172 bls. 5. kr. Ritstj. Sig. Sí- vertsen. Þá er 11. árgangur Prestafé- lagsritsins kominn út, þó seinna sé að þessu sinni en venjulega. Er ritið sem áður fjölbreytt og fróð- legt, enda hafa vinsældir þess farið óðum vaxandi á síðustu ár- um. í ritið skrifa að þessu sinni ritstjórinn síra Sig. próf. Sívert- sen, síra Sig. Einarsson, síra K^nútur Arngrímsson, síra Bjami Jónsson dómkirkjuprestur, bisk- upinn, síra Jakob Jónsson o. fl. Skrifar síra Bjarni um 400 ára minningu Fræða Lúthers, próf. Sívertsen um kröfur kristindóms- ins um iðrun og afturhvarf, bisk- upinn um kirkju Englands á 19du öld og síra Jakob Jónsson um »Faðir vor«, sem merki kirkjunn- ar. Er það grein sem vafalaust mun vekja athygli margra. Margt er annað merkra ritgerða. Þá eru í ritinu 4 sálmalög eftir vestur-íslenska tónskáldið Björg- vin Guðmundsson, sem áður er orðinn þektur hér af laginu við versið »Nú legg eg augun aftur«.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.