Dagur - 03.10.1929, Side 3

Dagur - 03.10.1929, Side 3
41. tbL DAGUR 165 Sálmar þeir sem þama eru lög við eru: Þitt nafn er Jesús unun öll (Salmab. nr. 88), Að hjarta Guðs eg halla mér (Sálmab. nr. 373), Besti faðir barna þinna gættu (Sálmab. nr. 647) og Hvar lífs um veg þú farinn fer (Sálmab. nr. 344). Lögin em öll falleg og einkennileg. Ritið fæst hjá mér undirrituð- uin og bóksölunum. Friðrik J. Rafnar. ------o ----- 'Fréttir. Eldur. Snemma á föstudagsmorgun- inn var brann bifreið vestan af Blöndu- ósi í bifreiða'skýli Vilhjálms Jónssonar hér í bæ. Kóm slökkviliðið á vettvang og' tókst að slökkva eldinn, áður en hann breiddist út. Skömmu eftir hádegi sama dag kom eldur upp í hárgreiðslustofu frú Guð- ríðar Norðfjörð í Brekkugötu. Tókst slökkviliðinu að ganga af eldinum dauð- um í skjótri svipan, en innanstokks- munir og vörubirgðir skemdust. Gagnfræöaskólinn var settur 1. þ. m. Margir nemendur voru ókomnir. Um breytingar á kennaraliði skólans hefir áður verið getið. Ban'öi Guðniundsson frá Þúfnavöllum hefir fyrir nokkru lokið magisterprófi í sögu við Hafnarháskóla. Á aukafundi bæjarstjórnarinnar 25. f. m. var samþykt að heimila Kaupfé- lagi Eyfirðinga að reisa hús til Smjör- líkisgerðar á þeim stað í Grófargili* er félagið hafði sótt um. Pétur Jónsson, læknir, er fluttur í hús Stefáns Jónssonar klæðskera (sjá augl. hér £ blaðinu). Illviðrishrinu gerði um síðustu helgi og alsnjóaði. Síðan hefir verið dágott veður, en þó heldur kalt. DánarcLægur. Hinn 27. f. m. andað- ist hér í bæ Jóhannes Jónsson, faðir Júlíusar ökumanns og þeirra systkina. Hann var kominn á áttræðisaldur. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra mun ekki koma hingað norður í haust, eins og hann þó hafði ráðgert. € Mentaskólinn í Reykjavík var settur 1. þ. m. eins og til stöð. Hinn nýi rek- tor, Pálmi Hannesson, flutti við það tækifæri ágæta ræðu, sem mjög er róm- uð þar syðra. Guðmundwr Hagalln rithöf. skemtir með upplestri o. fl. á Þverá í önguls- staðahreppi, kl. 8% í kvöld. Bátur frá Siglufirði hleypti til grunns Upp á líf og dauða í illviðrinu á laugar- daginn. Báturinn mölbrotnaði, en menn allir björguðust. Eigandi bátsins er Páll Halldórsson á Svalbarðseyri. Nova kom hingað í fyrrakvöld að austan. Fyrirlestur fyrir alþýðufræðslu Stu- dentafélagsins flutti Guðmundur Gísla- son Hagalín rithöfundur á þriðjudags- kvöldið. Talaði hann um norska alþýðu- inenningu og bar hana nokkuð saman við islenzka, Hagalín hefir ferðast af- ar mikið um sveitir Noregs og skýrði hann í fyrirlestri sínum allítarlega frá siðum og háttum og ástandinu eins og það er þar bæði í andlegum og verkleg- um efnum. Aðalmuninn á íslendingum og Norð- mönnum taldi hann vera þann, að hjá íslendingum væri skynsemi og róleg í- hugun meira þroskuð og taldi hann þá efagjarnari en Norðmenn. Aftur á móti væri tilfinningalífið næmara og ó- bundnara hjá Norðmönnum. Hagalín er ágætlega máli farinn og mjög skemtilegur sem fyrirlesari, enda var það auðheyrt, að hann hafði notað bæði augu og eyru vel til þess að kynn- ast sem bezt öllum högum og hugsun- arhætti frænda vorra í Noregi, meðan hann dvaldi þar. Fyrirlesturinn var því í alla staði hinn fróðlegasti. Hagalín hefir nú dvalið um hríð hér á Norðurlandi — hér í bænum aðal- lega, til þess að líta eftir útgáfu nýrr- ar bókar, sem út er áð koma eftir hann. Heitir hún »Guð og lukkan«, og er nú fullprentuð. — f síðustu viku fór hann landveg norður á Húsavík og flutti þar fyrirlestur s. 1. laugardag. Lætur hann mjög vel yfir ferðinni og viðkynning- unni við fólk í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem hann fór um, enda hefir and- legu - f jöri Þingeyinga lengi verið við biugðið. — Hann hverfur heim aftur til fsafjarð- ar með »Islandi« á laugardaginn. Freymóðwr Jóhannsson hefir haft sýningu á málverkum í barnaskólanum hér í bænum. Á sýningunni var fjöldi landlagsmynda, bæði frá íslandi og Danmörku, og auk þess voru þar mynd- ir af mönnum og dýrum. Bera allar myndirnar vott um, að Freymóður hef- ir fengið geysimikla æfingu í því að fara þannig með liti, að myndir hans verði glæsilegar, léttar í litum og línum og aðlaðandi. Aftur á móti eru þróttur og frumlegur skilningur á við- fangsefnunum ekki hin sterka hlið Freymóðs sem listamanns — enn sem komið er. Bezt af myndunum er »Snæ- felk. Eru í þeirri mynd töfrandi falleg- ir litir. Mjög góðar myndir eru einnig »Boli«, »Síldarsöltun á Siglufirðk, »Skriðjöklar við Hrútafelk, »Við Arre- sö á Sjálandi« og »Trönumýri«. Af mannamyndunum, sem ýmsar eru góð- ar, er ef til vill eftirtektarverðust myndin af Sigurði Guðmundssyni skólameistara. --------0-------- S ims key ti. (Frá Fréttastofu fslands). Rvík 29. sept. Forvaxtahækkun Englands- banka vegna mikils gullútflutn- ings leiddi af sér forvaxtahækkun í Skandinavisku löndunum og 1% hækkun í bönkunum í Reykjavík; en vextir af sparisjóðsfé og inn- lánsfé hækka frá 1. október um Á miðvikudagskvöldið brann á Stokkseyri tvílyft íveruhús Jóns hreppstjóra; brann húsið til kaldra kola á klukkustund. Fólk bjargaðist nauðulega og var engu bjargað nema fatnaði og 1—2 rúmum. Sennilega hefir kviknað ut frá rafleiðslu. r Ufsalan í Klæðaverksmiðjunni Gefjun heldur áfram til 20. október. 20—50 pct. afsláttur. Enn er tæki- færi til að eignast góð og hlý fataefni fyrir veturinn. GEFJUN. Friðfinnur Guðjónsson er kos- inn formaður Leikfélags Reykja- víkur. Vín: Sehober hefir myndað heimwherssinnaða stjórn. Prag: Nýjar kosningar fara fram í Tekkoslovakíu í haust, vegna ósamlyndis innan stjórnar- innar. Oslo: ítölsku leiðangursmenn- irnir, sem hafa verið að leita að Nobileflokknum, ei'u komnir til Ti’omsö; leitin varð áranguslaus. Róm: Cesare Rossi, sem snerist gegn Mussoline eftir Matteotti- morðið, er dæmdur í 30 ára fang- elsi. 26. aept- Eftirleitamenn á Suðurlandi lentu í aftakaveðri á mánudaginn. Er sím- að frá Holti undir Eyjafjðllum, að einn leitarmanna þaðan úr sveitinni, Eyþór, sonur Sveinbjarnar bónda á Yztaskála, 17 ára gamall, hafi veikst snögglega og dáið í hönd- um félaga sinna í Langadal á Pórs- mörk. Mun ekki hafa þolað vos- búðina. — Frá Borgarnesi er símað, að leitarmenn úr Lundarreykjadal og Skorradal hafi hrept versta veð- ur. Einn leitarmanna viltist, en komst aftur heill á húfi til Botns- dals. — Leitarmenn í Dölum viltust og voru hætt komnir. — Borgfirð- ingar segjast ekki muna annaðeins veður í leitum. — Var stórhríð. Rvík 2. okt. Berlín: Sænski eldspítnahringur- inn vili fá einkaleyfi til eldspýtna- gerðar í Pýzkalandi gegn stórláni til ríkisins. Sérleyfið fæst þó senni- lega ekki. Eggert Stefánsson hefir haldið fjórða koncert sinn hér í Rvík við fult hús og almenningslof. Björn Guðmundsson hefir tekið við skólastjórn í Núpsskólanum í Dýrafirði. Ungfrú Hólmfríður Árnadóttir kenslukona hefir tekið við kenslu- starfi Baldurs Andréssonar í Eiða- skóla. Frá Finnlandi. Eftir nýafstaðnar þingkosningar á Finnlandi er flokkur bannmanna í þinginu talinn öllu sterkari en áður var. Að m. k. 75 pct. þingmanna eru fylgjendur bannsins. Hefir for- sætisráðherrann þegar lýst yfir þvi, að stjórnin muni gera sér far um að framkvæma bannlögin. Frá Rússiandi. A bindindisþinginu f Moskva f vor gerði dr. Deitschmann áætlun Peysufata- kápur, dökkbláar og misl. óvenju gott snið og efni. Stærst úrval í Brauns Verzl. Páll Sigurgeirsson. Stúlku vantar í árdegisvist í hús Bryn- leifs Tobiassonar kennara, Eyrarlandsveg 26. Eg hefi flutt lækningastofu mína í hús Stef- áns Jónssonar klæðskera. Við- talstími framvegis kl. ll«/2—12 og 4—6 síðdegis. Sími 192. Pétup Jónsson, læknir. tekur fólk í þýzkutíma í vetur. — Menn gefi sig fram við Ingimar Eydal skólastjóra. KENSLA. Undirritaður veitir tilsögn í vetur í orgelspili, söng og tónfræði. ÁSKELL SNORRASON. um, að tekjur ríkisins af áfengis- framleiðsiu myndu fara minkandi á næstu 5 árum. Taldi hann að fram- leiðslan myndi minka smátt og smátt úr 528 milj. lítra árið 1928— 1929 niður í 370 milj. lítra árið 1932-1933. Áskorun hefir nýlega verið gefin út til amerískra borgara um stuðning bannlaganna og eftirlits með þeim. Er áskorunin undirrituð af aðeins 24 mönnum. En þeir eru allir í fremstu röð meðal stóriðjuhölda og vinnuveitenda, og kunnir, ekki að- eins um öll Bandaríkin, heldur og víða um heim. Pektustu nöfnineru Henry Ford og Thomas Alfa Edison. (Teraplar).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.