Dagur - 24.10.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 24.10.1929, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirö- inga. Afgreiðslan er hjá Jðni Þ. Þir, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 24. október 1929. Jarðarför Pórunnar Sigurðardóttur frá Merkigili sem lézt að heilsuhælinu í Kristnesi laugardaginn 19. þ. m. er ákveðið að fari fram að Grund þriðjudaginn 29. þ. m. og hefst kl. 12 á. h. Akureyri, 22. Sept. 1929. Systkini hinnar látnu. (Rœða fjármálaráðherrans). Vor er indælt, eg það veit, þá ástar kveður raustin; en ekkert fegra á fold eg leit en fagurt kvötd á haustin. Pað er haustdagur. — Fjöllin, sern halda vörð um þetta hérað, falda nú hvítu. Tún og grundir eru klædd haustfölva. Hafið blátt og blikandi iaugar sandinn við rætur dalsins. — En fólkið er fult af vor- hug. — í dag eru ailir glaðir. í dag hafa uppfyllst vonir — lengi þráðar vonir. í dag mætast menn frá báðum bökkum og takast í hendur uppi yfír miðri torfærunni, sem í meira en 1000 ár hefur bannað ferðir manna. í dag er í- búum þessa héraðs það Ijóst að þeir geta óhindraðir farið leiðar sinnar, hversu óimurog magnþrung- inn sem straumurinn geysar. Hér blasir nú við okkur þetta nýja mannvirki,' eintalt að búningi, en fagurt og traust eins og fjöliin íslenzku. Og þessi brú, sem er fyrst og fremst ávöxtur sameinaðra krafta lands og héraðs, er engu síðúr ímynd þess vaxandi framtaks, vaxandi þróttar og vaknandi vor- hugar, sem í íslenzku þjóðinni býr. Pað, sem þjóðin hefur afkastað í endurbótum á samgöngum á sið- ustu 2 áratugum, er rneira en hún hafði áður gert á 1000 árum. Pað má svo segja, að hún hafi bókstaf- lega hafið sig til flugs, þurkað burtu torfærurnar og minkað fjar- lægðirnar. Sem dæmi skal þess getið, að nú er hægt að renna í bifreið alla leið frá Reykjavik til Akureyrar á einum sólarhring, og að á þeirri leið er engin á óbrúuð, og þetta er í okkar þúsund fljóta- og fjallaiandi. Og innan skams mun Pingeyjarsýsla bætast við. — Svarfaðardalsá hefir verið örðug torfæra, og það þekkir enginn, nema þeir sem reynt hafa, hversu baráttan milli lífs og dauða hefir oft verið tvisýn í glímunni ,við straumþungan og vatnsmegnið. En sem, betur fer, er því nú lokið hér. Steinninn og stálið hafa nú tekið höndum saman, til þess að bægja hættum og torfærum af vegi manna og málieysingja, Pessi brú er að lengd 76 metr. Breidd miili handriða 2,6 m. Hún er öll gerð úr járbentri steinsteypu og hvllir á 4 stöplum. Undir hverjum stöpli standa 6 staurar úr járnbentri steypu. Eru þeir reknir í árbotninn með fallhamri 1200 kílóa þungum. Standa þessir staurar 5 — 7 metra djúpt á föstum botni, þeir eru 30 X 30 centimetrar í þvermál. Járnvarðir ísbrjótar eru framan á stöplunum. Staurarnir voru steyptir úr bráð- harðnandi sementi, sem einnig er mjög sterkt, og voru sumir reknir niður aðeins fárra daga gamlir. Brú- in er þrískift. Eru endabrýrnar jafn- stórar 32,5 metr. langar og hvila hver á 2 stöplum, en miðhluti brúarinn- ar erstyztur, 11 metrar og hvílir á endum endabrúnna, sem ná 4,5 metra inn í miðop brúarinnar. Út- reikningar brúarinnar eru miðaðir við það, að hún beri 400 kíló á fermeter, eða samtals yfir 1000 manns. Brúarsmíðin hófst 7. júlí undir verkstjórn Sigurðar Björns- sonar. Hafa jafnaðarlega unnið 23 — 25 menn við bygginguna. Brú- in var fullsteypt 7, september og brúargerðinni að fullu lokið um síðustu manaðamót. Brúin mun kosta um 45 þús. kr. Snemma á öldum kemur það fram, að Svarfdælingar finna til þess, að dalsáin er þeim örðugur farartálmi. Um Tjörn í Svarfaöar- dal í mátdaga Auðunar biskups rauða frá 1318 er lagt svo fyrir að »halda brú á læk og árferju*. í máldaga Péturs biskups Niku- lássonar frá 1394 stendur ennfrem- ur um Tjörn: >Héðan á og af kirkjuhluta að halda brú á læk og árferju.« Sama stendur i máldaga Ólafs biskups Rögnval.dssonar frá 1461. Af þessu má ráða að einhver eða einhverjir hafi ánafnað Tjarnarkirkju fjármuni með þeim skíldaga, er í máldögun- um greinir. Pessi viðleitni um bættar samgöngur hefir altaf lifað hér í dalnum. Eg ætla að það hafi verið kring um aldamótin síð- ustu, að Svartdælingar hófu það umbótastarf, sem að minsta kosti þá mun hafa verið einsdæmi í nokkru héraði landsins. Pað var að fcyggja akfæran veg neöan frá sjó og inn dalinn, án þess að fá til þess neitt fjárframlag annað en það, er þeir lögðu á sig sjálíir. Út í slikt fyrirtæki leggja ekki aðrir en þeir, sem hafa óbilandi trú á skap- andi mætti góðra samgangna, og jafnframt manndóm til að leggja á sig þungar byrðar fyrir hugsjónir sínar. Engan skal því undra, þó vonirnar um þessa samgöngubót, sem nú er hér fengin, væru orðnar margra ára gamlar, og að þegar þær vonir hafa ræzt, þá séu Svarf- dælingar glaðir. Margir þeir menn, sem ekki þekkja til Svarfaðardals annað en nafnið eitt, eru þeirrar skoðuar, að sveitin sé köld og hrjóstug. En líta ættu þeir yfir dalinn um mið- sumarsleytið og virða fyrir sér þessa fögru, brosandi sveit, og stórfeng- legu fjöll. Hvort myndi þeim ekki sýnast sveitin byggileg? En hvað sem um þetta er, þá er það víst, að Svarfaðardalur hefir alið fágætt fólk. Fólk sem er hvort- tveggja í senn: harðir, óvægnir, fiskisælir sjógarpar og jafnframt ágætir jarðræktarmenn, sem stefna ótrauðir að því, að tún nemi við tún um endilanga sveit. Mér kemur í hug orðræða Quð- mundar rika á Möðruvöllum og Halla Sigmundarsonar, þar sem Halli tjáir Quðmundi, að hann hafi í hyggju að ílytja búferlum úr Eyja- firði til Svarfaðardals. Pá segir Quð- mundur: »Fieira muntu mæla sann- ara og snoturlegra. Er þar snæsamt og liggur á vetrarnauð mikil*. Pá segir Halli: »Hinn veg verður þó lengstum í útdölum slíkum, at fleiri fara þangat at kaupa mat en þaðan og hingat, og fleiri nærast þar á penningum en héðan*. í orðum Halla Sigmundarsonar er fóiginn meiri sannleikur, en menn hafa alment gert sér Ijóst, og það er víst, að þegar akvegurinn, sem stendur i sambandi við þessa brú, og nú er nokkuð á veg kominn, er fullgerður til Akureyrar, þá verður það öllum ljósara en áður hversu mikið Svarfaðardalur hefir til síns ágætis um öflun matfanga. í sam- göngunum við Akureyri er þessi brú stór liður, svo að innan skams verða daglegir bílflutningar á land- og sjávarvörum úr Svarfaðardal til Akureyrar. — Háttvirtu Svarfdælingar og Ar- skógsstrandarbúar! Ykkur ávarpa eg sérstaklega, vegna þess að þið hafið lengst og mest þráð þessa brú. Njótið hennar vel og lengi. Látið hana létta ykkur erfiðleikana. Látið hana verða tíl þess að örfa framtakið, glæða vonirnar og styrkja félagslífið og samúðina. Heill sé hverri hönd, sem vinnur að því að minka fjarlægðirnar. Heill sé þvf starfi sem tengir sveit við sveit, bæ við bæ og hönd við hönd. Pegar nú að kliptur verður sund- ur sá þráður, sem skilur austrið frá vestrinu á þessari brú, þá er það merki þess, að hún er opnuð til almennrar umferðar. Og jafnframt lýsi eg yfir því fyrir hönd atvinnu- málaráðherra, að eg afhendi Eyja- fjarðarsýslu Svarfaðardalsárbrú til afnota og umsjónar og bið hana heila njóta. ------o----- Guðmundur Friðjónsson sextugur. Skáidið á Sandi verður sextugúr í dag. — Pað liggur nærri þann dag að gera sér grein fyrir, hvaða þýðingu hann hefir haft fyrir ís- lenzkar bókmentir og andlegt líf í þau þrjátíu ár, sem hanu hefir starfað og verið þektur sem rithöfundur— og þó er það eiginlega of snemt enn. — Guðmundur Friðjónsson er enginn öldungur, hvorki sjón né reynd. — Dómar og skoðanir manna á honum og bókmentastarfsemi hans hafa verið harla breytilegir og marg- víslegir. Fáir ungir höfundar hafa vakið meiri eftirtekt enn hann gerði þegar frá öndverðu, fáir hafa fengið öllu þyngri áfellisdóma, en hann fékk. En hann lifði og lifir samt sem áður sem skáld. Hann hefir jafnan verið nokkuð sérstakur og einstakur í bókmentum vorum. — Frumlegur og seinn til að taka áhrifum frá öðrum, hefir hannunnið í víngarðinum.og honutn hefir (ef svo mætti að orði kveða) tekist að rækta þar dálítinn blett, sem er hans, merktur honum og engum öðrum. Dómarnir um hann eru enn, og munu alt af verða, margvíslegir, menn munu seint verða á eitt sáttir um ýms atriði; en eitt verða menn nú ásáttir um: Vér vildum ekki hafa verið án hans. — Próttur hans og sérkennileiki hefir eggjað til mót« * /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.