Dagur - 24.10.1929, Blaðsíða 4

Dagur - 24.10.1929, Blaðsíða 4
178 DAGI7B 44. tbl. stórhýsi Var okkur fylgt um húsið og sýnt alt hið merkasta, er þar var að sjá. Tveir fundir voru haldnir dag hvern. Voru þar erindi flutt og urðu oft all-hvassar umræður áeftir. F*ví miður er þess enginn kostur að rekja efni fyrirlestra þessara í stuttri blaðagrein. Verð eg að láta roér nægja að drepa stuttlega á það helzta er fram fór. Einna minnisstæðast er mér erindi það, sem Svíinn, Gösta Ekelöf rektor, hélt um leiðbeiningar um val á lífs- stöðu. Ameríkumenn hafa komið á fót stofnunum, er eiga að kanna og mæla hæfilegleika manna, a. m. k. til Iíkam- legra starfa. Fleiri þjóðir hafa nú farið að dæmi þeirra og hafist handa með leiðbeiningar þessar. Vísindi þessi kallast psykoteknik á útlendu máli, og þykja þau veita mikilsverða hjálp unglingum, er þeir velja sér lífsstarf. Á Norðurlöndum eru nú þegar tvær slíkar stofnanir, önnur í Oslo, hin í Kaupmannahöfn. Erindi Ekelöfs varð þess valdandi, að eg skoðaði þær báðar og þótti mér mikils um vert Eru þar hin furðulegustu verkfæri og aðferðir til þess að kanna og mæla hæfilegleika manna. Forstjóri rannsókn- arstofunnar í Kaupraannahöfn sagði mér frá mörgu fáránlegu, er stundum kæmi í ljós við þessar mælingar. Pað væri t. d. ekki einsdæmi um þá, er , gjarnan vildu nema málaraiðn, að þeir væru litblindir, og margt þessu líkt væri þar daglegir viðburðir. Dagana, sem þingið sat að störfum, átti þingheimur frjálsan aðgang að Tivoli — og var það óspart notað, einkum að kveldinu, eftir að dagstörf- unum var lokið, enda er þar skemtilegt að koma. * Laugardaginn 13. júlí var þinginu lokið. Fórum við þá snemma morguns með jarnbraut norður til Helsingjaeyrar til þess að skoða þar Kronborgarkast- ala, sem — eins og kunnugt er — er æfagamall og merkilegur í sögu Norðurlanda á miðöldum. Um kveldið settumst við að veizlu á skemtistaðnum Sommariva, og þar var þinginu slitið með ræðuhöldum, söng og margs konar gleðskap. Flestir þingmenn hurfu aftur um nóttina til Hafnar, en við Emil báðumst þar gistingar um nóttina. Morguninn eftir tókum við okkur far með járnbrautarferju yfir Eyrarsund til Helsingjaborgar og þaðan samdægurs norður um Svíþjóð til Gautaborgar og Oslo. Varð Emil þar eftir, en eg hélt áleiðis til Bergen yfir þveran Noreg með hinni frægu Björgvinarbraut. Er hér ekki rúm til að lýsa þessu dásam- lega ferðalagi svo sem vert væri. Lagt var af stað í steikjandi sumarhita og lá leiðin um skrúðgræna skóga og blómlegar ekrur, en eftir nokkrar klukkustundir ók lestin yfir öræfin í hríðarveðri og frosti um hásumar, milli jökla og fjallstinda, altaf öðru hvoru í níðamyrkri undir fellum og ásum. Eru sum jarðgöngin á Ieiðinni margir km. á lengd, svo sem göngin undir Gravehalsen á háfjallinu. En strax þegar niður kemur af fjallinu er aftur sól og sumar og hvar-vetna skógur og grónir akrar. Minnist eg ekki að hafa séð stórbrotnara landslag né fegurra. í Bergen tók eg mér far út til Islands. ■ ' —o-..■'■■■■ irritaoir taka að sér að gera uppdrætti aðhúsum, reikna út járnbenta steinSteypu og veita leiðbeiningar um alt, er að verkfræði iýtur. BOLLI * SIGURÐUR IHORODDSEN, verkfræðingar, Reykjavlk, Pósthólf 74. Símar 2221, 1935. 3lfur gs.esphoun.revhjavuv] Kaffibætirinn er iafnaðarletja rannsakaóur af herra Trausta Ólafssyni efnafræftingi rikisins. 'ABYR6Ð FYLGIR HVERJUM PAKKA Ath. Hverjumpakka FALKA- kaffibæti fylgir loftblaðra (ballón). Radio en gros. Mit ny Katalog er udkommet og indeholder bl. a. 125 forskellige Radioapparater. Sendes paa Forlangende til enhver Forhandler af Radio. Chr. Fode, Kobenhavn. K. UPPBOÐ. Miðvikudaginn 6. Nóv. n, k. verður haldið uppboð hjá Kaup- félagi Verkamanna hér í bæ og þar seldur allskonar búðarvarn- ingur, svo sem skófatnaður karla, kvenna og unglinga, kvenkáp- ur, karlmannakápur, drengjafatnaður, kvenvetrarsjöl, kápuklæði, stormtau, kjólatau margar tegundir, tvisttau, blúndur, borðteppi, nærfatnaður, kassar til eldsneytis og smíða og margt fleira. Ákureyri, 19- október 1929. Elephaní CIGARETTUR (Fíllinn) eru ljúffengar og kaldar. Mest reyktu cigarettur hér á landi. Kaupfélag Verkamanna. J0RÐIN Hjalli í Reykjadal ti Suður-Þingeyjarsýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. — Á jörðinni eru: íbúðarhús úr steini, einlyft með kjallara og porti 14X12 áln. Fjós yfir 5 gripi, hesthús yfir 7 hross og fjárhús yfir 160 fjár. Tún er í góðri rækt, víðslægar engjar. — Mótak og torfrista, laxveiði og ágæt aðstaða til rafvirkju. — Lysthafendur snúi sér til undirritaðs fyrir lok febrúarmánaðar 1930. Hjalla, 10. október 1929. HELGrl JÓNSSON. M U N D L O S-saumavélar eru B E Z T A R. fást í Verzlunlnní NORÐURLAND. ENSKU REYKTÓBAKS- TEGUNDIRNAR Richmond. Waverley. Glasgow. Capstan. Garrick eru góðkunnar meðal reykend- anna um land alt. í heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands. INNK0LLUN. Hér með er skorað á alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi Jóns Sigurðssonar á Hjalla í Reykjadal, að lýsa kröfunum og sanna þær fyrir undirrituðum innan 4 mánaða frá birtingu þess- arar auglýsingar. Hjalla, 10. október 1929. HEL.GM JÓNSSON. Sænsk handverkfæri Norski vararæðismaðurinn hér á Akur- eyri hefir tílkynt að samkv. norskum lögum frá. 14 júní 1929, eigi borgin Þrándheimur (Trondhjem) í Noregi að heita Niðarós (Nidaros) frá 1. jan. 1930 að telja. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Skóflur allskonar, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Aðalstræti 15. Ak. Prentsmiðja Odds Björnssonar. '29. sm Sænskt stál er bezt. SAMBAND ISL. SAMINNWFÉLAQA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.