Dagur - 24.10.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 24.10.1929, Blaðsíða 2
176 DAGUB 44. tbl. SKÓFATJV AÐTJR kven- og karla, mikið úrval nýkomið. — SKÓHLÍFAR, kven-skóhlífar háar og lágar, karlmanna-skóhlífar. Kaupfélag Eyfírðinga. Áskorun. Hér með er skorað á alla — jafnt félög sem einstaklinga — sem hafa í hyggju að fara á Pingvöll næstkomandi sumar; að panta tjöld hjá undirrituðum fyrir 29. þ. m. Hin leigðu tjöld verða fyrir 5, 10 15 menn og kosta — fyrir alt að viku — 45, 60, og 85 krónur. Ve/ði pantanir ekki gerðar innan þessa tíma, fást tjöldin ekki, en hægt er að afsala sér þeim, sé það gert innan 1. maí n. k. Aðrar nánari upplýsingar lætur nefndin í té. Þingvallanefnd Akureyrar, 23. október 1929. Jón Sveinsson. Sig. E. Hlíðar. Hallgr. Davíðsson. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kli 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. sagna, en hann hefir líka kallað á margt það bezta í oss — verið eins og hrópandi rödd frá sjálfri þjóðar- sálinni. Margt sení frá honum hefir komið eru dýrgripir, sem ekki gleymast. Pess vegna er oss skylt að gjalda honum þakkir og færa honum heillaóskir á sextugsafmæli hans. ....o - .. Velkominn tieim! Jónas Jónsson dómsmálaráðherra íslands hefir verið á ferðalagi í út- löndum um nokkurra vikna skeið, til þess að reka ýms erindi „fyrir þjóð sína, í ýmsum löndum. Hann fór utan um miðjan ágúst og kom heim í byrjun þ. m. Pess hefir víða orðið vart, meðan hann var fjarverandi, að menn fundu tíl þess og söknuðu þess, að hann var ekki heima. Víða þar sem menn komu saman spurði hver annan um það, hvenær hans væri von heim aftur. Sérstaklega voru það æskumennirnir, sem tóku eftir því, að nú gerðist lítið í landinu, sem lyfti huganum upp frá því hversdagslega. Pað voru hin sköru- legu tilþrif þjóðmálahöfðingjans í ýmsar áttir og á ótal sviðum sem æskulýður landsins saknaði. Um það leyti sem Jónas Jónsson sté fótum á land, eftir utanför sína, voru skólar landsins að taka til starfa, hver í sinni sveit. Æsku lýðurinn sendi honum hugskeyti frá þessum vigstöðvum íslenzkrar menningar og bauð hann velkom- inn heim. Og hvern átti skólalýð- urinn að hylla fremur en hann ? Hver hefir unnið annað eins fyrir skólana á Laugum, Eiðum, Hólum, Staðarfelli, Hvítárbakka og Laugar- vatni eins og Jónas Jónsson ? Hver gaf Akureyrarskóla hin fornu rétt- indi aðalskóla Norðlendinga ? Hver berst eins látlaust fyrir umbótum í Mentaskólanum í Reykjavík eins og kenslumálaráðhenann? Æskulýður landsins veit vel um, fmnur vel, hvort vel er gert í garð hans eða illa. Hann laetur ekki villa sér sýn með lognum sakargiftum um önnur mál. Og meðan Jónas Jónsson á fylgi sitt, eins örugt, falslaust og lifandi og hann á nú meðal æsku- lýðs þjóðarinnar, er það víst að þjóðmálastjarna hans er ekki enn komin í hádegisstað. Pvi, , . . . »ef æskan vill rétta þér örfandi hönd þá ertu á framtiðarvegic. Og frá öllum skólum landsins kallar nú æskulýðurinn einum rómi, hárri röddu: Velkominn heim kenslumálaráðherra Jónas Jónsson! Æskumaður. —O—------- Samsæti. Sveitungar Einars Árnasonar fjár- málaráðherra héldu honum samsæti að Leifstöðum 19. þ. m. Sátu það milli 40 Log _50j manns, en húsrúm varð að takmarka þátttökuna. Samsætj þetta hóist með kvöldverði. Á meðan setið var að borðum, voru margar ræður fluttar. Fyrir minni ráðherra töluðu Bergsteinn Kolbeins- son, Stefán Stefánsson, Jón Rögnvalds- son o. fl. Árnuðu ræðumenn honum alls góðs i störfum hans fyrir iand og þjóð og tjáðu honum fult traust til dáðrakkra og drengilegra fram- kvæmda. Og þess báðu þeir hann minnast, ef hann tæki að þreytast í hinni ábyrgðar- og umsvifamiklu ráð- herrastöðu, þá byðu sveitungarnir hann hjartanlega veikominn heim til sín aftur. Ráðherrann þakkaði auðsýnt traust fyr og síðar, en þó sérstaklega þann vinahug, er sér væri sýndur, því það væri sér meira virði en völd og metorð. Að loknum snæðingi skemtu menn sér við söng og samræður fram undir morgun og að öllu fór samsæti þetta hið bezta fram og var hið ánægju- legasta. Viðstaddur. -» um ísland og íslendinga. Jón Helgason. Máliö á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. VIII-416 bls. 8. Bók þessi er ekki alþýðubók, en þó er svo fyrir þakkandi, að ísland á svo skýra og fróða alþýðumenn, að þeir hafa ánægju af því að kynnast sögu tungu vorrar og að afla sér sem mestrar þekkingar á íslenzkri mál- fræði. í vísindalegu tilliti er rit þetta eflaust ein af hinum merkustu bókum, sem komið ha’a út íslenzku á 20. öldinni. Hún er hin rækilegasta rann- sókn, sem gerð hefur verið um tungu vora á miðöldunum og það á þeim tíma, sem lítið hefur verið ritað um eða rannsakað áður. Rit þetta gerir nákvæma grein fyrir stafsetningu, orðmyndum og setninga- skipun í Nýja Testamenti Odds Gott skálkssonar 1540, elztu bók sem til er prentuð á íslenzku, og greiðir þannig fyrir rannsóknurn á sögu íslenzkrar tungu. Höfundurinn, hinn ungi pró- fessor Jón Helgason, rannsakar enn- fremur hver þau frumrit voru, sem Oddur hafði við þýðinguna, og hvernig hann notar það kirkjumál, sem hafði myndast í katólskum sið. Loks er rækilegt orðasafn, þar sem tekin eru upp þau orð, sem Oddur notar að einhverju leyti öðruvísi en nú er gert, eða ekki koma fyrir í fornu máli. Markmið höfundar hefur verið bæði það, að sýna hvernig islenzk tunga var um miðja 16. öld, og ennfremur að leggja undirstöðu að rannsóknum á stíl Odds sjálfs. Má vera að þar fáist leiðbeining um það, hverja hlut- deild Oddur á í öðrum ritum 16. aldar, einkum Guðbrandsbiblíu. Af bók þessari eru aðeins prentuð 300 eintök, og um 240 verða til sölu. Prentunin hefur verið dýr, því hér um bil helmingurinn af bókinni er orðasafn, prentað með smáletri. Ef verð hennar hefði verið sniðið eftir útgáfukosnaðinum, þá hefði það hlot- ið að verða 50 kr. en hún kostar 18 kr. Pað er nógu mikið fyrir þá, sem kaupa. Af því upplagið er svo lítið, verður bókin sjaldgjæf með tímanum, og rannsókn höfundarins á efninu er svo nákvæm og merkileg, að bók þessi mun ekki ganga úr gildi. Mér þykir mjög vænt um, að Fræða- félagið hefur getað komið slíkri bók á prent. Bókin fæst hjá umboðsmanni vorum á Akureyri, bankastjóra Bjarna Jóns- syni. Bogi Th. Melsted. -----o.—... Á viðavangi. Pólitískar mútur. íhaldsmenna hafa margsinnis núið Jafnaðarmannaflokknum því um nas- ir, að hann hafi þegið fé af sam- herjum sínum í Danmörku til póli- tískrar starfsemi hér á landi. Petta er nú raunar ekki annað en greiðsla upp í gamla skuld, því Jafnaðar- menn hafa lengi borið íhaldsmenn brigslum út af hinu sama (samanb'. >danski Moggi«). Pannig liggja tveir stjórnmálaflokkarnir undir ámæli hvors annars um pólitískar mútu- þágur af dönsku fé. LÝSIR BETUR Glerið skygt áð innan. Hentugri Ijósdreifing.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.