Dagur - 31.10.1929, Side 3
45. tW.
%
DAGBK
181
óbeint, að Jóh. Jóh: hefði ekki átt
að sitja á löggjafarþingi þjóðarinn-
ar að óútkljáðu máli, sýnir það bezt
hversu veill málstaður sá er, sem
það ætlar að verja, samvizkan segir
ósjálfrátt til sín, og er það lofsvert.
— En blaðið hefði átt að gera sér
Ijóst, að ekki er hægt að bæta úr
einu óhappi með þvi að bæta öðru
við.
— Eins og bent hefir verið á hér
í blaðinu hefir Jóhannesi Jóhannes-
syni verið sýnd talsvert mikil hlífð
í öllu máli hans frá upphafi, og það
hefir einnig verið tekið fram að fáum
muni í raun og veru hafa mislíkað
það. En öllu má ofbjóða — og það
má endurtaka það, að betra hefði
verið, að einhverjar skorður hefðu
verið reistar gegn því, að flokks-
menn hans notuðu hann með ofsa
sínum sem verkfæri landinu til vansa
— Og enn einusinni skal það tekið
fram, að ábyrgðin hvílir öll á flokki
hans frekar en á honum sjálfum.
Krafan um »sjálfstæðis«-heitið.
írtaldsblöðin gera kröfu til þess, að
flokkur sá, sem þau styðja, sé nefndur
Sjálfstæðisflokkur. Hafa blöð þessí
látist vera í illu skapi, vegna þess að
andstæðingablöðin hafi ekki hiklaust
viðurkent »sjálfstæðis«-heitið sem rétt-
nefni, en í þess stað haidið áfram að
nefna flokkinn sfnu garala íhaldsnafni.
L þessu sambandi er vert að geta
þess, að fyrir nokkru birti Alþýðu-
blaðið plagg nokkurt, er vel sýnir heil-
indi flokksins í »sjálístæðis« nafngift-
unni. Var það útfylt skýrsluform frá
höfuðstöðvum flokksins og átti að vera
til leiðbeiningar fulltrúunum við skýrslu-
gerð um pólitíkst sálarástand kjósenda
í Reykjavík. í skýrsluformi þessu er
tekið fram um nafn, stöðu, heimiii og
aldur kjósandans, ennfremur hvaða
flokki hann tilheyri o. fl. Nú skyldu
roenn ætla, að flokkur sá, sem kennir
sig við sjálfstæði, nefni sig því nafni
í skýrsluformi þessu; en það skringi-
lega kemur nú samt í ljós, að þar
eru taldir upp fjórir flokkar, sem gert
er ráð fyrir að kjósendur hljóti að til-
heyra, og þessir fjórir flokkar eru
nefndir: íhaldsflokkur, Frjálslyndur
flokkur, Jafnaðarmannaflokkur og Fram-
sóknarflokkur, en Sjálfstæðisf lokkur er
þar ekki nefndur á nafn.
Fyrir eigin tilverknað er það þá
bert orðið, að forvígismenn‘flokksins
hafa á honum tvö heiti: Út á við
kalla þeir hann Sjálfstæðisflokk, en
inn á við sínu fyrra og rétta heiti, í-
haldsflokk, og um leið viðurkenna
þeir ekki flokkasamsteypuna sfn á
milli, þó þeir flaggi með henni í blöð-
um sínum og á almennum fundum.
Alt þetta skýrir sig fulikomlega sjálft
og þarf því engrar útlistunar við.
Hér eftir fer það óneitanlega að
verða nokkuð óaðgengilegt fyrir blöð
íhaldsflokksins og forvígismenn hans
að halda á lofti kröfunni um að vera
kallaður sjálfstæðisflokkur.
-----o------
S íms keyti.
(Frá Fréttastofu fslands).
Rvik 29. okt.
París: Daldier, formaður radi-
kala flokksins reynir nú að mynda
stjórn með þátttöku socialista.
New York: Afskaplegt verðfall
á hlutabréfum — verðfallið er talið
afleiðing gróðabralls, er olli óeðli-
legri verðhækkun, sem ekki gat
staðist.
Khöfn: Pjóðbankanum (Folke-
banken) fyrir Khöfn og Frederiks-
berg hefir verið lokað. Stærsti
skuldunautur bankans réði sér bana
rétt áður. Hrun bankans kom fjár-
málamönnum mjög á óvart.
Vestm.eyjum: Maóur, Guðjón
Ólafsson að nafni, féll útbyrðis af
m.b. »Harpa« milli Eyjafjailasveitar
og Eyja og druknaði.
ísafirði: M.b. »Gissur hvíti* með
12 mönnum er talinn af, hefir senni-
lega farist í áhlaupaveðri fyrra laug-
ardag.
■ o
Fr éttir.
Kvikmyndavéf til Kristneshælis. sjúkiing-
ar á Kristneshæli hafa ákvarðað að leita
samskota, til þess að útvega hælinu litla
kvikmyndavél. — Eins og flestir muna var
hælinu útvegað píanó á sama hátt í fyrra.
Þetta sýnir mjög lofsverða viðleitni í þá
átt að gera hælisvistina skemtilegri og
léttbærari fyrir þá, er þangaö þurfa að
leita, væri því óskandi að sem flestir utan
hælisins vikjust vel undir þetta og létu af
mörkum nokkurn skerf, hver eftir getu
sinni, til þess að hælið geti fengið kvik-
myndavél sína hið bráðasta.
Jóhannes Velden heldur hljómleik í kvöld
i samkomuhúsi bæjarins með aðstoð Ounn-
ars Sigurgeirssonar. Verður þetta í síðasta
sinn sem mönnum gefst kostur á að heyra
þennan fiðiusnilling hér að þessu sinni,
áður en hann hverfur aftur til útlanda, ættu
því sem flestir að grípa tækifærið.
Próf. Velden biður þess getið, að
ungmennafélagar hér í bxnum geti
fengið aðgöngumiða að hljómleik hans
í kvöld fyrir hálfvirði; geta þeir fengið
miðana lijá Þormóði Sveinssyni við
innganginn.
Hjónabönd: Ungfrú María Magnús-
dóttir og Sigurður Elíasson smiður. —
Ungfrú Svafa Konráðsdóttir og Frið-
rik Hjaltalín verkstjóri. — Ungfrú
Svafa Þórarinsdóttir og Ottó Schiöth
verzlunarmaður.
Sr. Sigwrðwr Einarsson, áður prestur
í Flatey, hefir í vetur verið til þess
settur að vera eftirlitsmaður við hina
æðri ríkisskóla og mun jafnframt eitt-
livað vinna á skrifstofu fræðslumála-
stjórans. — Sr. Sigurður hefir að und-
anförnu verið erlendis að kynna sér
skólamál. Sagður er hann af kunnug-
um frábær hæfileikamaður.
Leikfélag Akureyrar æfir nú af full-
um krafti leikritið »Tveir heimar« eftir
Jón Björnsson. Er búist við að hægt
verði að byrja að leika um aðra helgi
— 8.—10. nóvember. Er það óvenju-
snemma byrjað og ekki ólíklegt að end-
urbætur þær, sem gerðar hafa verið á
leiksviðinu, hafi átt þátt í að örfa for-
ystumenn leikfélagsins til starfa í þetta
sinn.
Leikritið, sem byrjað er á í þetta
sinn, hefir ekki verið gefið út, og því
ekki tök á því fyrir fólk að kynnast
því annarstaðar en á leiksviðinu að
svo stöddu. Það er líka skrifað fyrir
einum fjórum árum og var á leikskrá
Leikfélags Reykjavíkur það árið, þeg-
ar Guðm. Kamban kom heim með leik-
sýningar sínar. Sýning þess fórst þó
fyrir í það skifti. Síðan misti höfund-
urinn handritið í brunanum í fyrra.
Samdi hann síðan leikritið upp að nýju
og þannig birtist það nú í meðferð
leikfélagsins hér.
Hinn vinsæli leikari Ágúst Kvaran
leikur aðalhlutverkið: Örn héraðslækni
— heimsmann í þeim skilningi, að hann
bindur alla sína hugsun við þessa heims
gæði — þetta líf. Hann vill ekki viður-
kenna, að nokkurt framhald sé til eftir
líkamsdauðann, fyr en hann — eftir
andlát dóttur sinnar — fær sönnunina
á þann hátt, að hún birtist honum.
Freymóður Jóhannsson býr út leik-
sviðið, og mega menn eiga von á, að
hann sýni þar ýmislegt merkilegt og
áður óþekt héi'.
Leikurinn gerist í sveit á Norður-
landi.
Þorsteinn Stefánsson, cand. phil. frá
Stekkjarflötum, er seztur að hér í bæn-
um og tekur að sér tungumálakenslu
og undirbýr menn til prófs í Gagn-
fræðaskólanum hér. Þorsteinn er mjög
efnilegur kennari.
Sauðnautakálfarnir syðra týna töl-
unni. Eru nú 5 þeirra sagðir dauðir;
aðeins tveir kvígukálfar lifandi.
GÓÐ BIRTA
— eykur vinngleðina.
Glerið skygt að innan
— síðasta framförin.
öpyrjið Osram salana.
Kensla.
Kenni dönsku, ensku og þýzku. Tek
einnig að mér að búa unglinga undir
próf við Gagnfræðaskólann hér.
þorsteinn Stefánsson cand. phil.
Brekkugötu 27.
Stulka
vön afgreiðslu í búð,
sem talar og skrifar
íslenzku, dönsku og
nokkuð þýzku, óskar eftir atvinnu við
verzlunarstörf strax eða sfðar.
Tilboð, merkt: Atvinna, sendist
Ingimar Eydal ritstjóra.
Frímerki
íslenzk, notuð, kaupir
Gunnar S. Hafdal
Aðalstræti 10.
taka að sér að gera
uppdrætti aðhúsum,
reikna út járnbenta steinsteypu og
veita leiðbeiningar um alt, er að
verkfræði lýtur.
BOLLI l SICURÐUR THORODDSEN,
verkfræðingar, Reykjavik,
Pósthólf 74. Símar 2221, 1935.
Sunlight sápan er sérstaklega
ætloð til slórpvotla.
Þvoið lök, nærfatnað og
gluggatjöld úr Sunlight síp-
unni, þá verða þau snjóhvít.
Þvottadaginn getið þér alls
ekki verið án Sunlight
Loftskeytastöðvamiar í Grímsey,
Flatey og Húsavík eru reistar og tekn-
ar til starfa.
Verklýðsfélögin hér í bæ hafa breytt
kauptöxtum sínum nú frá mánaðamót-
unum á þá leið, að tímakaup í almennri
vinnu karla verður kr. 1.10, en kvenna
65 au.
Bókasafn Guðspekifélagsins við
Brekkugötu 7 verður opnað til almenn-
ingsnota 1. nóvember og verða bækur
lánaðar framvegis á þriðjudögum og
föstudögum kl. 6—8 síðd.
Dánardægwr. Látin er fyrir nokkrum
dögum á sjúkrahúsinu á Siglufirði frú
Soffía óladóttir, kona Guðna Jónsson-
ar hér í bæ. Hún andaðist að afstöðn-
um holskurði.
\
■O