Dagur - 07.11.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 07.11.1929, Blaðsíða 2
187 DAGUB 46. tbh mmmrmmmmmm I Kolaíarm | 9! fáum við um 12. þ. m. ££1 gj Pantið nú þegar í £ SÍMA 22 8. m y Kaupfélag Eyfirðinga. hb fiiUHUUiUi»iUiHU& Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. Á viðavangi. Innlend leirbrensla. Guðmundur Einarsson frá Miðdal nefnist einn af listamönnum vorum. Um hann og starf hans á einu sviði segir meðal annars svo í »Tímariti Iðnaðar- manna* fyrir skömmu : »Stofnun merkilegrar iðnar er nú í aðsígi hér á landi. — Sem mörgum mun nú kunnugt, hefir Guðmundur Einarsson listamaður í hyggju að koma hér upp leirbrenslu og nota til þess innlent efni. Fyrir nokkrum árum vann hann tvo vetur á leirbrensluverkstæði í Múnchen. Þegar heim kom, tók hann til að rann- saka nothæfi íslenzkra jarðtegunda til brenzlu. Prátt fyrir ófullkomin tæki, báru tilraunir hans góðan árangur. Hann þóttist sjá, að hér væri gnægð af góðu efni og fjölbreytilegu. Þar eð hann skorti fé til frekari athafna, fór hann þess á leit við Alþingi fyrir tveim- ur árum, að það veitti honum 3600 kr. styrk, til þess að hann gæti látið ítar- legri rannsóknir fara fram og komið upp litlum brensluofni. Pessu var hafn- að af miklurn meiri hluta þingmanna, þótt hann ætti þar góða formælendur. Guðmundur lét ekki hugfallast, held- ur hélt áfram tilraunum sfnum; og nú í vetur fór hann til Þýzkalands og lét gera þar vísindalegar rannsóknir og brenzlutilraunir á 8 leirtegundum, er hann hafði með sér. Pær reyndust flest- allar vel og nokkrar með afburðum. Efnisforða segir hann næstura ótæmandi og víða á svo hagkvæmnm stöðum, að fluttningskostnaður hingað til Reykja- víkur yrði tiltölulega hverfandi lítill. Til þess nú að fá ofninn hingað heim og koma verkinu allvel af stað mun sjálfsagt þurfa alt að 10 þús. kr. Eg þykist þekkja dug og hæfileika Guð- mundar Einarssonar það vel og er svo bjartsýnn á sigur góðra mála, að þrátt fyrir þær torfærur, sem enn eru á leið hans, finnst mér sennilegast, að á næsta sumri gefist á að líta mörg forkunnar fögur iistaverk úr brendum leir — alíslenzk. Vafalaust er það, að fyrirtæki þetta muni bera sig fijótt fjárhagslega. Skraut- munir þeir, er hingað flytjast af þessu tagi, eru aliflestir hrein handavinna. Erlendis mun eldsneyti, sem er annars aðalkostnaðarliðurinn, vera með svip- uðu verði og hér, en þó sumstaðar dýrara; t. d. í Þýzkalandi eru nú kol þriðjungi dýrari en hér, Framleiðslu- kostnaður yrði því svipaður hér sem í öðrum löndum. Á erlendu vöruna legst svo tollur og ef til vill marg- föld sölulaun. Að listrænu gildi og gæðum myndi slíkur iðnaður frá hendi Guðm. Einarssonar bera af flestu eða öllu því, er hirigað flyzt sömu teg- undar........... Hér gæti orðið með tímanum ótak- markað verksvið fyrir íslenzka lista- menn. Þar munu þeir dvelja mörgum stundum. Þeir munu bíða með óþreyju við ofninn eftir þvi að sjá, hversu lit- blærinn hefir heppnast við brenzluna. Þessi verk verða síðar skraut í opin- berum byggingum og dýrgripir heim- ilanna. Engin iðngrein myndi betur til þess fallin að glæða fegurðarsmekk íslendinga og efla ræktarsemi þeirra gagnvart innlendum iðnaði.* Bankahneyksliö á Seyöisfiröi. Fyrir nokkru var þess getið hér í blaðinu, að ástandið í útibúi íslands- banka á Seyðisfirði væri heldur bág- borið, þar sem meira en helmingur þess fjár, er bankinn hefði yfir að ráða, væri lánaður einum manni, og mikill meiri hluti þess mundi algerlega tapaður, eftir því sem sögur hermdu. Blað eitt hér í bæ, sem sýnist hafa það hlutverk að verja flestan ósóma og breiða vængi sfna yfir hann, taldi sögur þessar á litlum rökum bygðar og að engu væri trúandi af því, sem andstæðingablöð íhaldsins segðu um ástand útibúsins á Seyðisfirði. Nokkuð styrkti það grun manna um, að eitthvað væri bogið við stjórn útibúsins, að bankastjórinn, Eyjólfur Jónsson baðst lausnar frá næsta nýj- ári. — Nú er þessu máli svo komið, að bankaráð fslandsbanka hefir fengið tvær skýrslur um ástand útibúsins, aðra frá Svafari Guðmundssyni, sem fenginn var til að rannsaka ástandið austur þar; hina frá Eyjólfi Jónssyni sjálfum. Að fengnum þeim skýrslum samþykti bankaráðið með samhljóða atkvæðum að víkja Eyjólfi Jónssyni nú þegar frá sem útibússtjóra. Getur nú fyrnefnt blað snúið vopn- um sínum að bankaráðinu, ef það treystir sér til. Læknarnir og veitingavaldið. Dómsmálaráðherra hefir veitt þrjú læknaembætti samkvæmt nær einróma óskum og vilja hlutaðeigandi héraðs- búa. Er það mjög viðfeldin aðferð að láta vilja þeirra, sem að læknunum eiga að búa, koma á þenna hátt til greina, leyfa þeim að fá þann lækni, sem þeir bera mest traust til. Lækna- félaginu, með Guðmund prófessor Hannesson í broddi fylkingar, hefir samt sem áður getist svo illa að þess- ari reglu, að það hefir ákveðið, að læknar í félaginu sendi umsóknir sínar, ekki til rétts hlutaðeiganda, stjórnar- ráðsins, heldur eigi þær að sendast til embættaveitinganefndar innan Lækna- félagsins, sem svo velji úr þann, er henni sýnist. í reyndinni yrði þetta svo, að veitingavaldið hyrfi úr hönd- um þeirra, sem eiga að hafa það að lögum, og yfir í hendur embættaveit- inganeíndar. Tækist þetta, kæmu að sjálfsögðu aðrar stéttir á eftir og færu sömu slóð, lögfræðingar, prestar o. s. frv. Hér er því gerð tilraun til upp- lausnar ríkisvaidsins, en Iáta ýms stétta- ráð koma í staðinn. Stefnir brölt þetta út i hina mestu ófæru og er stórskaðlegt, ef það er ekki kyrkt í fæðingunni. Blöð íhaldsflokksins hafa sí og æ barmað sér yfir stéttabaráttunni og talið hana skaðlega, en nú blessa þau yfir þetta tiltæki Læknafélagsins. Dá- laglegt samræmi! Ætlast var til, að þessi skipulags- byiting kæmi til framkvæmda við veit- ingu Keflavíkurhéraðs. Var Jónas Krist- jánsson Skagfirðingalæknir þar hinn útvaldi. Tilraunin misheppnaðist, og hefir Sigvaldi Kaldalóns tengið veit- ingu fyrir embættinu. íhaldsblöðin hafa verið með dylgjur um, að hann mundi verða kúgaður til að segja em- bættinu lausu, og er hrifning þeirra mikil, ef sá kúgunarandi gæti orðið ofan á. Vandræöi ihaldsins. Blöð íhaldsflokksins hafa ekki ver- ið hýr á svipinn síðan það vitnaðist, að inn á við væri flokkurinn ekki nefndur Sjálfstæðisflokkur. Nú telja þau sig þó hafa fundið leið út úr ó- göngunum, og er bjargráðið í því innifalið að skýra lesendum sínum frá, eað skýrsluformið, sem birt hefir verið, sé úrelt íhaldsdót, eldgamall askoti, sem ekkert mark sé á takandi lengur! En nú vill svo óheppilega til fyrir málgögn þessi, að önnur íhaldsskjöl, sem standa í sambandi við skýrslu- formið, hafa komið fyrir almennings- sjónir, og eru þau dagsett löngu eftir að flokksforingjunum datt í hug að fara aö flagga með sjálfstæðisnafninu. Þetta bjargráð blaðanna reynist því haldlaust, nema þau vilji halda því frara, að dagsetningar í Varðarhúsinu séu falsaðar. Hjer við bætist og, að blaðið »Vörður« bar sig mannalega ekki alls fyrir löngu og rausnaðist til að birta skýrsluformið sjálfur með þeim rökstuðningi, að það væri góð fyrirmynd fyrir smala flokksins í öðr- um kaupstöðum og kauptúnum. Hafa því fengist skjallegar sannanir fyrir því, að »Vörður« telur það fyrirmynd að nefna flokkinn aldrei annað en í haldsflokk. Er því sjálfsagt að nota sér þessa fyrirmynd. Ritstjórar Ihaldsblaöanna eru um þessar mundir sjúkir af hryllingi yfir því, að gáfaður og á- hugasamur íslendingur hefir tekið sér fyrir hendur að afla sér staðgóðrar þekkingar á skóla- og mentamálum nágrannaþjóðanna af eigin sjón og reynd, og að ætlast er til að skólar landsins fái að einhverju leyti að njóta hans nú, þegar hann er kominn heim. Út yfir alt tekur þó í augum þessara aumingja, að maður sá, er hér um ræðir og svona hagar sér, skuli vera prestvfgður! Skólasetningarræöa rektors. Margt taia íhaldsblöðin um ræðu þá, er hinn nýi rektor flutti við setn- ingu Mentaskólans. »Vörður« segir hana hafa verið svo snjalla, að hann dregur í efa, að hún geti verið eftir Pálma Hannesson, höfundurinn hljóti að vera dómsmálaráðherrann sjálfur! — í ræðunni brýndi rektor mjög fyrir nemendum að leita sannleikans. Ekki gast íhaldsblöðunum betur að því en svo, að þau sýnast hafa orðið stór- hneyksluð. Sannleiksleitin sé útjaskað hugtak, sem ekki sé vert að halda lengur á Iofti. Kvennablaðið »Braut- in« er hér ekki á sama máli. Segist blaðið ekki geta komið auga á, að neitt Ijótt eða rangt sé að brýna fyrir æskumönnum að leita sannleikans. Gengur auðsjáanlega alveg fram af konunum hrakyrði þau, er íhaldsblöð- in hafa ausið yfir rektorinn í þessu sambandi. »Litlu munaöi«. »Hænir«, blað íhaldsins á Seyðisfirði, hefir það eftir Birni Kristjássyni, að á fáum árum hafi bankarnir hér á landi strikað út lán, sem nema upp undir 20 miljónir króna. Blaðið bætir því við að enginn hafi treyst sér til að mót- mæla upphæðinni. Þennan vísdóm þurfti ekki að sækja til Björns Kristjánssonar. Það var flest- um vitanlegt áður, að bankarnir höfðu tapað þessari upphæð eða raeiru, aðal- lega fyrir fjársukk samkeppnismanna, flokksbræðra B. Kr. og »Hænis«. En i sambandi við þetta 20 milj. tap, rennir »Hænir« augum til útibús íslandsbanka á Seyðisfirði og þykir ó- þarfi að vera að gera veður út af því, þó að einnar til tveggja milj. kr. tap bætist við þessa háu upphæð, sem fyrir var. «Litlu munaði«, sagði músin. Litlu munar, segir íhaidsmúsin á Seyðisfirði. Ein til tvær miljónir í viðbót við 20 miljónir. Það eru ekki aðrir en «kjafta- kindur* og »slúðurskrifarar«, eins og »Hænir« orðar það, sem ætla að «rifna« út af öðru eins lítilræði. «Eintal sálarinnar». Valtýr Stefánsson ætlaöi að teija sig lítið eitt frá áveitustarfinu og ganga af Jónasi Jónssyni pólíkst dauðum. Þetta starf átti aðeins að varða skammæar morguntafir, en allir vita nú, hvernig honum hefir farist þetta úr hendi og að tafírnar eru að verða nokkuð lang- dregnar, án þess þó að nokkru miði áfrm með starfið. Maður er nefndur Jón Björnsson og er ættaöur úr Svarfaðardal. Er það honum fremur til sóma, en sveitinni miður. Maður þessi settist að hér á Akureyri fyrir nálega hálfu öðru ári og tók að gefa út blað, sem átti að hafa sama hlutverk með höndum, og morguntafir Valtýs stefndu að. Hafði J. B. dvalið allianga hríð í Reykjavík, áður en hingað kom, og reikað þar tindilfættur um fjólugarða Morgun- blaðsins. En um afrek hans f þá átt að koma Jónasi Jónssyni á kné, er það

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.