Dagur


Dagur - 14.11.1929, Qupperneq 1

Dagur - 14.11.1929, Qupperneq 1
D A G U R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Árni J óhanns- sen í Kaupfélagi Eyfird- inga. • • XII. ár. Akureyri, 14. nóvember 1929. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ4r, Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við árm- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. • ••••••• •-• ••-• f 47. tbl. - • • ♦ • •-• -• ••♦•• - - Hér með tilkynnist, að konan mín, Pálína Pálsdóttir, andaðist miðvikudaginn 6. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 19. þ. in. og hefst kh 11 f. h. með húskveðju hér á heimilinu. Kransar afbeðnir. Pn'hyrningi 12. nóveraber 1929. Guðmundur Jónsson. Lungnaormar í refum, hundum og köttum. Eftir Dr. Helmut Lotz, Kifsá. Par eð lungnaormaveikin gerir með ári hverju stöðugt meira tjón á sauðfjáreign ísiendinga, er það skiljanlegt að áhuginn meðal bænda og annara, er um búnaðarmál hugsa, beinist að þvi að sjúkdómurinn verði rannsakaður og ráð fundin gegn hon- um. — Af þessum ástæðum vil eg í eftirfarandi Ifnum skýra frá skyld- um sjúkdómi í refum, hundum og köttum, sem gert hefir vart við sig i dýrum mínum s. 1. sumar. Eins og stendur vitum vér ekkert um, hvort lungnabrmaveiki i sauð- fé stendur í nokkru sambandi við þessa sömu veiki í refum, sem lifa i viltu ástandi eða haldið er föngn- um, og sömuleiðis húshundum vorum og köttum. En eins og gef- ur að skilja getur það haft hina mestu þýðingu, að það atriði yrði rannsakað. Eg væri því mjög þakk- látur öllum bændum, sem vildu gefa mér upplýsingar eða senda mér dýr, eða lungu úr dýrum, ef þeir i hundum eða köttum skyldu verða varir við sýki, er líktist lungna- ormaveiki í sauðfé. —Pað er aðeins við nána samvinnu milli vísindanna og vinnandi manna, að hægt er að vona, að smám saman verði komist fyrir rætur þessa sjúkdóms, sem vér ennþá naumast þekkjum, svo hægt sé að verjast honum eða lækna hann. Frá ýmsum löndum þekkjum vér fjórar tegundir lungnaorma í sauð- fé, og á latínu nefnast þær allar >StrongyIidae<, en hinar einstöku tegundir kallast: Strongylus filaria, Str. commutatus, Str. paradoxus og og Str. capillaris. — Um útbreiðslu þeirra, skaða þann, er þeir valda, og lækningatilraunir á lungnaorma- veiku fé hér á landi hefir Jón Páls- son dýralæknir ritað í >Búnaðarrit- ið< 1928, svo í þessu sambandi þarf eg ekki annað en vísa til þeirr- ar ágætu ritgerðar hans. — Um lungnaorma í öðrum dýrum en sauðfé — og þá sér í lagi i refum, hundum og köttum—er þar á móti ekkert ritað á íslenzku og lítið sem ekkert á öðrum málum, enda er það lítt rannsakað og reynsla bygð á athugunum manna er enn sára lítil. En nú á síðari árum, síðan menn fóru að halda refi sem hús- dýr vegna hinna verðmætu skinna það svo miklu fremur sem meira er í húfi að missa þau en sauð- kindur, þar eð skinnframleiðandi dýr, einkum refir, jafnan standa i geypiverði. Hér á landi hlýtur það einnig að vera mjög þýðingarmikið atriði að gefa gaum að þessu nú, er refabú hafa komist hér á fót, og auk þess eru margir bændur, sem ala refi, þótt færri séu, til þess að hagnast á skinnaframleiðslunni. Auk þess þykist eg geta farið nærri um, að þeim bændum, sem biða tjón af lungnaormaveikinni í sauðfé, sé það áhugamál, ef hægt væri með rannsóknum að leiða í Ijós, hvort sýkin hjá öllum hinum nefndu dýrategundum, sé sú sama eða ekki, svo hægara yrði að þekkja hana og leita varna gegn henni. í sumar sem leið veitti eg því eftirtekt, að nokkrir af þeim hvit- og blarefa-ungum, sem eg hafði að mestu leyti sem tilraunadýr, veiktust snögglega; sum af dýrunum dráp- ust mjög skjótt, en önnur voru að veslast upp i fleiri vikur, nokkur drápust fyr önnur seinna, og ein- stöku dýr lifðu af, án þess þó að þau fengju aftur réttan vaxtar- þroska eins og heilbrigð dýr. Breyting á fóðri og betra fóður breytti engu í sjúkdómsástandinu. En nákvæm rannsókn á inn- yflum hinna dauðu dýra gaf að lokum vissu fyrir, að dauðaorsök- in hjá þeim sem fyrst drápust var skjótvirk (akut) lungnabólga, hjá hinum var veikin langvinn (chro- nische) en orsök veikinnar var lungnaormar. Ormarnir aftur á móti heyrðu til flokki þeim, er »Metastrongylidae« nefnist, og heita crenosoma vulpis, sú tegund hefir og fundist í evrópeiskum rauð-refum. Auk þessara orma er til önnur tegund, capillaria aero- phila, sem sýkir barkann og lungnapípumar. Capillaria er lungnahára-ormur í kjötetandi dýrum og orsakar sjúkdóm meðal hunda, katta, úlfa og marða í Ev- rópu. Þessir ormar geta einnig verið í nasaholum dýranna og má þá finna þá í nasaslíminu. Annars hósta dýrin eggjum og lirvum ormanna upp gegnum barkakýlið, og flytjast þá hvorutveggja úr munninum niður í þamiana. f smásjá er oft hægt að finna lirvur og egg í saumum. Egg og lirvur þessara lungna- orma eru svo smá, að ekki er lengd og 0,087—0,040 mm. þykk. Crenosoma hann-dýrið er 8, hún- dýrið 15 mm. á lengd. Capillaria hanndýr er 24 og húndýrin 24—■ 32 mm. á lengd. Mesta þykt er frá 0,1 til 0,18 mm. — Creno- soma fæðir lifandi lirvur, en cap- illaria leggur 300—400 egg í einu eða nokkur þúsund egg á æfi sinni. Lirvurnar og hin sítrónu- löguðu egg berast annaðhvort í nasaslíminu eða með saurnum undir bert loft, og ungast eggin þar út og lirvurnar þroskast, þar til sá tími kemur, að þær verða að komast inn í líkama lifandi dýrs á nýjan leik, þá berast þær það annaðhvort í fæðunni eða drykkj- arvatninu. — Annars eru lifnað- arhættir lirvanna mjög lítið þekt- ir á því skeiði, er þær verða að lifa undir beru lofti; en svo mik- ið er víst, að þær geta vel lifað af veturinn í jörðunni þótt kuldi sé mikill og frost. Það væri sérstak- lega þýðingarmikið atriði, ef hægt væri að komast fyrir, hvern- ig lirvurnar lifa og þroskast und- ir beru lofti og um fram alt, hvernig þær komast úr þörmun- um í lungu dýranna. Það senni- legasta er, að þær bori sér inn í þarmveggina og berist svo með blóðinu til lungnanna, þar sem þær valda sýkinni. Sýki þá, sem önnur ormateg- undin veldur í hundum, köttum og refum, er ekki hægt að þekkja frá sýki, sem hin veldur. Hin sýni- legu einkenni eru bólga og eymsli í slímhimnum barkans og áfram- haldi hans í lungnavefnum, hin- um stærri og minni lungnapípum. Að nokkru kemur þetta fram beinlínis af áverknaði ormanna, en að nokkru kemur það af eitrr- un, sem framleiðist við ófullnægj- andi efnaskiftingu, og slímaf- renslið verður sýnilega mikið. Lungnabólga verður afleiðingin hjá kjötetandi dýrum alveg eins og hjá sauðfé, og kemur hún af seinni gerlasmitun, er skjótvirk og gengur af dýrinu dauðu á skömmum tíma. — Þegar um t BogiTh.J.Melsteð sagnfræðingur í Kaupmannahöfn andaðist af slagi í gærmorgun. Bogi var fæddur 4. maí 1860, útskrifaðist úr lærðaskólanum í Reykjavík 1882. — Hann var merkismaður og kunnur að val- mensku, verður hans getið nánar síðar hér í blaðinu. langvinna veiki er að ræða (lungnakvef, Chronische Bron- chites), eru helztu einkennin þau, að dýrið þjáist af blóðleysi, hára- lagið missir gljáa sinn, dýrið megrast smám saman og veslast að lokum upp og deyr. Lungna- oimunum fylgja ávalt gerlar, sem leggjast á slímhimnur barkans og fi-amkalla ígerð í vefunum. Næst- um ávalt eru það tvær tegundir gerla, sem slá sér saman með lungnaormunum og virðast lifa í einhverskonar tengdum við þá. Annar þessara gerla er Strepto- kokkv.s, hann framkallar ávalt sjúkdóm og léttir undir með til- veru lungnaormanna. Af hinni geriltegundinni er þó oftast nær miklu fleira, og hann veldur dýri því, er hann lifir í, skaða með miljóna-mergð sinni. Eins og stendur er þó ekki hægt að lýsa þessu með fullri vissu. Séu dýrin bólusett með vissu þar til gerðu bóluefni, er hægt að drepa gerlana, og með því tekur maður hin góðu lífsskilyrði orm- anna frá þeim; afleiðingin er í flestum tilfellum nokkur bati, og sé sjúkdómurinn ekki kominn á of hátt stig, getur dýrið orðið al- heilt. Til þess að drepa lungnaormana er oft notað: kreosót, te'rpentína, fíukalyptusolía. eða olivenolía, og einnig eukiama — Við gufuinn- öndun er blandað saman vatns- gufu, tjöru, kreosót og terpen- tínu, Innspýting í barkann hefir þeirra, hefir í Ameríku, Pýzkalandi t\ægt að greina þau með berum og Frakklandi athyglin beinst að augum og aðeins í smásjá. Eggin sjúkdómum meðal þessara dýra, og eru frá 0,072 til 0,080 mm. á

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.