Dagur - 14.11.1929, Page 2
190
D'AGGB
47. tbl.
Kven-regnkápur
— gúmmí —
í öllum litum, verð aðeins^kr. 18.50,
• nýkomnar.
Kaupfélag Eyfírðinga. •«
mmmmmmmmmm
Myndastofan
Qránuféiagsgðtu 21 er opin alla daga
frá kh 10-6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
einnig verið reynd og er þá not-
aður 2 cm3 skamtur af kreosót og
olivenolíu í blöndu sem 1:9.
Venjulega veikjast refir, hund-
ar og kettir af lungnaormum á
aldrinum 11 vikna til 18 mánaða,
veikin er sjaldgæf í þeim yngri,
og þegar dýrin eru orðin eldri er
mótstöðuafl þeirra auðsjáanlega
orðið svo þroskað, að það getur
gefið þeim einskonar ómóttæki-
leika. — Það bezta, sem hægt er
að gera, til þess að bjarga hinum
ungu dýrum yfir hættulegasta
skeiðið, er því að fóðra þau vel og
láta fara vel um þau, svo þau nái
sem beztum þroska.
Til þess að varast smitunar-
hættu á refabúum og annarstað-
ar, þar sem refir eru aldir, er
bezta ráðið að viðhafa sem mest
hreinlæti og með því verja lirvum
að komast inn í dýrin. Það verður
að sótthreinsa gólfin með kol- ■
tjoru og kreosót, sjóðandi vatni
eða 3—5% rochloramin-blöndu;
þegar heitt er í veðri að sumrinu
til verður að endurtaka þetta einu
sinni eða tvisvar með 4—6 daga
millibili. Bezt er að hafa sérstakt
hús handa sjúkum dýrum, til þess
að vama því, að þau breiði veik-
ina út meðal þeirra frísku, og
ennfremur þarf að hafa nánar
gsétur á, að hundar eða kettir
haldi sig ekki í nánd við refahús-
in, því með þeim geta ormarnir
flutst úr einum stað í annan.
Þrátt fyrir að vér vitum ekki
enn, hvort lungnaormaveiki í
sauðfé og lungnaormaveiki í kjöt-
etandi dýmm standa í sambandi
hvor við aðra, verður þó að mæla
með, að menn hafi vakandi auga
fyrir, að alls ekki er óhugsandi að
svo sé og að sjúkdómurinn hjá
annari dýrategundinni geti staf-
að af smitun frá hinni. Menn
verða því eins vel og hægt er að
gyrða fyrir alla möguleika í þá
átt og aldrei fóðra hina verðmætu
refi með lungum úr sýktu sauðfé,
en umfram alt verður að sjá uin,
að hundar nái ekki í slík lungu,
því það er engin vissa fyrir, nema
þeir geti flutt veikina yfir í sauð-
fé aftur. Bezt er að brenna öll
lungu úr sjúkum dýrum — þá
getur ómögulega stafað hætta af
þeim — eða að öðrum kosti að
grafa þau minst 2 metra í jörð,
til þess að vera viss um að hundar
eða kettir geti ekki grafið þau
upp aftur. — Það fyrsta og viss-
asta meðal til þess að losna við
þessa veiki, sem gerir svo mikið
tjón á húsdýrum vorum, er að
gera alt sem hægt er til að verj-
ast útbreiðslu hennar.
.... o
Ritfregnir.
Sigurjón Friðjónsson:
Skriftamál einsetu-
mannsins. Akureyri
Prentsmiðja Odds
Björnssonar 1929.
Bók þessi er lítil að ummáli en efni
hennar yfirgripsmikið.
Efnið eru einræður höf. um ýmsar
þær gátur, sem Iffið leggur fyrir alla
menn, og þeir, sem annars gera sér
nokkurt far um að rýna í þessar gát-
ur, munu fyrst og fremst gjöra það
til þess að finna hugsun sinni fótfestu,
ef svo mætti segja. Þeir draga þær
ályktanir af tilraunum sínum, sera eru
í samræmi við þeirra eigin skapgerð
og hugsanaþroska. — Á þann hátt
reyna þeir að sætta sig við lífið og
alla tilveruna, og er þá vel þegar ein-
hverjum tekst það. En vitanlega ræð-
ur enginn rúnir tilverunnar svo að ó-
skeikult þyki, og öllum falli í geð.
Eitt er öllum þeim mönnum sam-
eiginlegt, sem þessa leit befja. Allir
hrópa þeir út í myrkur efans og ó-
vissunnar, hlusta og vona eftir svari,
frá »Hinum Mikla og dularfulla« —
eins og sá höf. er hér ræðir um, nefn-
ir þann, er hann hrópar á.
Sumum finst þeir fái aldrei neitt
svar, eða þeir heyra ekki eða skilja
ekki svarið, svo þrýtur þá þolinmæði,-
og hætta að hrópa og knýja á; álíta
leit*sína gagnslausa, eða verri en það,
finst alt lokað og læst, og tilveran öll
tilgangslaus, heimsk og harðsvíruð.
Sigurjón Friðjónsson hefur lagt sinn
skerf til, að ráða í þessar torveldu
rúnir, sem efagjarnir íhyglismenn allra
alda hafa verið að glíma við, og hvert
sem þeir verða margir eða fáir, sem
aðhyllast hans niðurstöður, þá hygg
eg að flestum muni fara þann veg,
að í riti hans þykist þeir finna tnargt
Veturinn kominn enn á ný
og ekki veitir af að klæða sig hlýtt í kuldanum. Afar fjölbreytt
úrval af allskonar herra, ungl. og drg. vetrarfrökkum! Kven og
telpukápur, skinnvesti, prjónatreyjur fyrir dömur og börn, peysur
og pullovers; herra, drengja dömu og barna nærföt í stóru úr-
vali, karlm. ungl. og drengjaföt. Afar hlýjar og góðar herra- og
drengjahúfur, loðskinnshúfur, brúnir og svartir skinnkragar, og
fyrirtaks gott prjónagarn í ótal litum, kvenvetrarsjöl frá kr. 35.00,
ullartreflar og afar fallegir silkitreflar, prjónahúfur, herra, dömu
og barnasokkar í gríðarstóru úrvali, mjög fallegt og ódýrt kápu-
tau og fatatau, og ótal margt fleira.
ATH. Nokkrar tylftir herra-prjónavesti og drg. peysur seljast
á meðan byrgðir endast á kr. 4.00 stk. Um 30 dömu
ogbarna vetrarkápur seljast með gjafverði frá kr. 10.00 stk.
BALDVm RYKL.
ágæfa vel sagt, og það sem gefi þeim
næg efni til íhugunar, þvf tæpast
mun allur þorri manna hafa beitt hug-
anum á þessi mál.
S. F. kemur víða við í riti sínu.
Málið er mjúkt en iátlaust, og hvort
heldur hann lýsir gný holskeflanna,
sem rísa við strönd mannlífsins »eins
og villidýr, sem ráðast á lifandi skepnu«
og sem honum finst hann finna »tanna-
förin og sársaukann ettir í sálu sinni«;
eða bann segir frá niði heilagra vatna,
fegurð stjörnubjartrar nætur, eða vængja-
þyt hvítra svana,« þá er altaf nautn
að lestrinum. En það sem skiftir
mestu máli er, að S. F. finnur sínum
andlegu fótum forráð, og virðist kom-
ast heill á húfi af refilstigum efa og
örvæntingar. Hann fylgir hnoðanu
sem leiðir á gæfuveginn og út úr eyði-
mörkinni. Og gróðurmagn sálar hans
er svo mikið, að foksandur efans
getur ekki kæft það. —
1 XII. kafla bókar sinnar kemst S. F.
þannig að orði:
»Hið eilífa snertir manninn eins og
háfjalia-kyrð. Eins og dásamlegur frið-
ur. Eins og hamingja, sem ekki verð-
ur með orðum lýst. — — — Eins
og hlýr geisla stafur, sem brýst í gegn-
um Ský; brýst í gegnum myrkur og
kulda — syo er Kærleikur hins dular-
fulla. —
Þú vitjaðir mín í myrkri. Eg heyrði
fótatak þitt í næturkyrð. Og í sálu
minni er mikill fögnuður. Og mikil
sorg. Því Iangan Veg á eg ógengin til
heimkynna þinna*.
Og ennfremur: »Söngur er í sálu
minni. Strengir hennar titra undir
fingurgómum þfnum. Láttu hönd
mína vera verkfæri þitt. Hugsun
mína þína hugsun. Kærleika minn
þinn eiginn kærleika. — Þú hinn
dularfulli. Þú hinn mikli og dásara-
legi. Þú hinn heilagi. Þú, sem elsk-
ar af öllu hjarta.«
Tæpast held eg nokkur lesi »Skrifta-
mál einsetumannsins« án þess að lokn-
um lestri, að minnast orðanna:
»Knýið á, og fyrir yður mun upp
lokið verða*.
F. H. Berp.
Sigurjón Ouðjónsson frá
Vatnsdal: Ský.
Þar er á ferðinni ný ljóðabók og
nýr höfundur. Hann lauk gagnfræði-
prófi síðastl. vor, og ljóðagerð bans
hefir verið hjáverk ýmist frá prfinu á
sumrum eða náminu á vetrum. Úti
um land hefir hann lftt verið þektur,
en meðal námsfélaga hans hefir skáld-
skapur hans verið nokkuð kunnur og
það að góðu.
Kvæði Sigurjóns eru öll tilfinninga-
Ijóð, og flest ort fyrir stundaráhrif.
Þau eru létt og Ijóðræn, en yfir flest-
um þeirra hvílir sorgþrunginn blær,
en jafnframt samúð roeð öllu og öll-
um. Sigurjóni fer ekki eins og mörg-
um öðrum, sem við andbyr eiga að
stríða, að hafa alt á hornum sér.
»Guð er f öllu, eg elska heiminn*
segir hann í kvæðinu »Morgun!jóð«,
og víðar kemur samhygð hans fram.
Sigurjón er Fljólshlíðingur og frændi
Þorsteins Erlingssonar. Átthagaást
hans er mikil og heit. í kvæðinu
Fljótshlíð segir svo:
Og hvert setn leið mín liggur braut
eg lifi fyrir þig,
en aftur flý eg í þitt skaut
ef angur þjáir mig.
Hvert feigðarstig, hvert framaspor
er feta eg hér í geim
skóp löngun mín í ljós og vor
að Iifa og komast heim.
Fleiri kvæði eru þar einnig til átt-
haganna.
En þótt oft hvíli sorgarblær yfir
ljóðum Sigurjóns, á harpa hans einnig
gleðihljóraa. Það sýna kvæði þau,
er hann yrkir á gleðimótum stúdenta.
Eins og fyr er getið eru kvæði
Sigurjóns Iétt rímuð, og víða er rím-
ið hið fegursta. K/æðin: Á hamrin-
um og Söngvaseiður sýna hve hann
fer á kostum í rími sínu,
Sigurjón er ungur enn. Má vænta
þess að honum vaxi þróttur með
aldri, þvf að enn er hann víða full
veikgeðja. En sú er trúa mín að ljóð
hans verði mörgum kær, ef honutn
endist aldur. Hann lætur lítið yfir
sér, en er innilegur og sannsögull í
skáldskap sínum. Þar er engin tilgerð,
enginn leikaraskapur, engar kvartanir
eða kvalaóp yfir syndum drýgðum eða
ódrýgðum, ekkert »mér finst eg finna
til«. Þar sem Sigurjón yrkir er hann
allur.
Sl. Steindórsson
frá Hlöðum.
------o-------
/