Dagur


Dagur - 21.11.1929, Qupperneq 2

Dagur - 21.11.1929, Qupperneq 2
V 194 0ÁGQB 48. tbl. • •••••••••••••• • • • •• • ••••• ••• • • • •• • • • • ♦ • ♦-• •- H| :Wffffffffff|f|fffffffff: E y’ostulínsoörur. IK Fjölbreytt úrval af: !f|@ Bollapörum, mjólkurkönnum, brauð- fötum, kaffi-stellum, sykurkerum og könnum, ávaxtaskálum o. fl. B® — Nýkomið. — Jg Kaupfélag Eyfírðinga. Jjj BIIIMIIHmilHHlIIUa Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rastnussen, Á víðavangi. Skeljaherferð »Sjál(stæöisins«.' Pegar Sig. Eggerz bar fram fyrir- spurnina á Alþingi um afstöðu flokkanna til sambandslaganna, fékk hann þau svör, sem honum líkuðu bezt, og var hróðugur af að hafa leitt það í Ijós, að sambandsmál íslands og Danmerkur væri ekki flokksmál, þar sem allir stjórnmála- flokkarnir væru sammála um það. Nú hefði mátt ætla að Sig. Eggerz yrði ánægður áfram, en sú varð þó ekki raunin á. Hann hafði þótzt hafa sérstöðu í máli þessu og talið sig hinn eiginlega varðengil þjóðar- innar út á við, en svo áttaði hann sig brátt á því, að.þessi sérstaða var niður fallin, og þar með horf- inn grundvöllurinn undir hans pólitíska lífi. Á hinu leitinu var fhaldsflokkurinn með svo flekkaða fortíð, að hann taldi sér ekki líft. Petta tvent, að Sig. Eggerz sveif í lausu iofti, og að íhaldsflokkurinn sá sig neyddan til að flýja sem óðast frá fortíð sinni, varð orsök þess, að þessir tveir skipbrotsflokkar á þingi negldu sig saman og hnupluðu sjálfstæðisnafninu sem kunnugt er. Pessar aðfarir eru bein svikráð við sjálfstæðismál íslendinga, tilraun í þááttað vekja sundrung um það mál, sem allir voru áður sammála um. Pað er verið að reyna að blekkja þjóðina með því að láta líta svo út, að sjálfstæðismál lands- ins út á við sé orðið að flokksmáli, sé sérmál íhaldsflokksins. F*essi blekkingavefur, sem þjóðinni er ætlað að flækja sig í, verður nokkuð broslegur, þegar athugað er, að danskir menn og dansklundaðir, búsettir hér á landi, fylla einmitt þenna flokk, hení telur sig hafa þá sérstöku köllun að verja íslendinga fyrir ásælni og ágengni Dana. Jafnaðarmenn létu hér koma krók á móti bragði. Peir tóku það ráð að yfirbjóða íhaldsflokkinn. Við viljum ekki einungis losa íslendinga undan sambapdslögunum, sögðu þeir, við viljum einnig losa landið undan konunginum. Petta bragð vörðust íhaldsmenn ekki. Peim varð ráðafátt og sáu enga leið að yfir- bjóða. Út úr vandræðum létu þeir blöð sín fara að þvagla um það, að afnámi konungdómsins • mætti al- deilis ekki grauta saman við afnám sambandslaganna. Losum oss fyrst undan oki sambandslaganna, sögðu þau, svo getum við tekið konung- inn til athugunar á eftir! Öllum skynbærum og rétt hugs- andi mönnum er ætlandi að sjá, hversu þetta uppboð í sjálfstæðis- máli landsins er óviðeigandi. En nú er nýtt atriði fram komið, sem enn deyfir hinar stoltu »sjálf- stæðis«eggjar í vopnum íhalds manna. Knud Berlín, sem talinn hefir verið hinn skæðasti óvinur íslenzks sjálfstæðis, hefir nýlega skrifað í dönsk blöð um samband íslands og Danmerkur. Hann segist hafa barist á móti því af öllum kröftum, að fsland losnaði úr tengsl- um við Danmörku, en alt sitt strit sé unnið fyrir gfg; sú taug, sem nú tengi ríkin saman, sé einskis virði og sé bezt að höggva hana sundur og láta íslendinga með öllu sigla sinn eiginn sjó. Pessi yfirlýsing K. B. hefir komið heldur flatt upp á »sjálfstæðis«hetj- urnar. Pær þóttust í óðaönn vera að brýna vopn sfn í þeim tilgangi að berjast við Dani. En við hvað er að berjast, þegar jafnvel Knud Berlín er búinn að leggja frá sér vopnin? Öil baráttan verður þá einungis út í loftið, eða eitthvað ámóta þvf, þegar Caligúla keisari bauð út liði miklu og þóttist ætla að herja á Bretland, en úr herferð þeirri varð ekki annað en það, að hann lét herinn safna skeljum norður við Bretlandssund. Caligúla var að vísu vitskertur maður, en það er ekki hægt að afsaka skelja- herferð »sjálfstæðis«kappanna með þvf, að þeir séu það. Pað er nú öllum vitanlegt, að »sjálfstæðis«nafnið átti aldrei að vera til annars en að fylla upp í eyður íhaldsverðleikanna. En sú fyiling reynist ekki annað en reykur og vindaský. Orna sinna gekk ritstjóri Norðlings í blað sitt síðastl. Fimtudag. Á laugardag- inn leitaðist hann svo við að gleypa sinn eíginn þrekk. Ritstjóra Kl. þykir kjötið of dýrt hjá Kaupfélagi Eyf. Væri ekki reynandi fyrir hann að afla sér ódýrara kjöts utan af Dalvík. Dýpra og dýpra. Ólafur Friðriksson skýrir frá því í Alþbl. 1. þ. m., að skuld Stefáns Th. Jónssonar við útibúið á Seyðis- firði hafi í árslok 1924 verið orðin um 3/4 milj. kr. Á árinu 1925 óx skuldin um 100 þús. kr. og 1926 um 300 þús. kr. og var þá orðin 1.163.000 kr. Á árinu 1927 vex skuldin enn um meira en hálft fjórða hundrað þúsutjd kr. og er þar með komin yfir hálfa aðra miljón kr. Á árinu 1928 hleypur skuldin enn fram um 300 þús. kr. og var um siðasta nýjár orðin 1.850 000 kr. En auk þess segir Ó. F. að Stefán hafi skuldað öðrum en fs- landsbanka um 150 þús. kr. Óskiljanlegast er, að talið er að eignir- Stefáns hafi ekkert aukist á þessum árum, en muni frekar hafa gengið saman. 1. september í hausthafði skuldin enn aukist um meira en 400.000 kr. og var þá orðin yfir 2‘A milj. kr., og þó ótaldar rentur til næsta nýjárs. »Pað virðist svo«, segir Ó. F., »sem skuldum, er Stefán var í við heildsala, hafi á þessu ári verið komið yfir á bankann. Pað er gott fyrir mann, sem fer á höfuðið, upp á framtíðarviðskifti, að geta komið skuldum sínum þannig fyrir, að það sé bankinn einn, sem tapar. Og það er sérstaklega heppilegt fyrir heildsala — góða íhaldsmenn — að þeir geti fengið því ráðið, að íslandsbanki borgi þeim það, sem þeir eiga útistandandi, áður en skuldunautar þeirra fara á höfuðið. Pegar þetta er athugað fer að verða skiljanlegt, hvers vegna íhaldið vildi fyrir hyern mun, að engin breyting yrði í útibúinu á Seyðisfirði fyr en um nýjár«! Endurheimt íslenzkra handrlta. í Tímanum 2. þ. m. birtist grein eftir dr. Pál Eggert Ólason prófessor um ofangreint efni. Hefir hún nú birzt í sérstökum bæklingi, sem Degi hefir verið sendur. Grein þessi er drengilega og djarfmannlega rituð. Kemst höf. að þeirri niðurstöðu, »að hingað beri að skila aftur öllum embætt- isskjölum íslenzkum, sem til erui í Árnasafni og öðrum söfnum, og eins þeim handritum, er léð hafa verið Áx-na sjálfum, hvort heldur eru embættisgögn eða annað«. Um þetta efni farast P. E. O. rneðal annars svo orð: »En hvað er þá að segja urn það, sem brunnið hefir? Eiga íslend- ingar um aldur og ævi að líða það bótalaust, að handrit og skjöl eru tekin' úr öruggum vörzlum í land- inu sjálfu, flutt á stað, sem reyn- ist ótraustur, svo að alt fuðrar upp? Fáir munu svo ósanngjarnir, að þeir geti ætlast til þess. Og ef spurt er, hver bæta skuli, verður ekki annað svarið, en að það standi þeirri stofnun næst; þar er tjónið hlauzt, þ. e. Árnasafni sjálfu. Og hvað mundi þá helzt vera um að tala að leggja í bæt- ur? Að vísu er tjónið óbætanlegt oss íslendingum, en þó mundi þykja sern viðleitni væri höfð til sanngirni, ef stofnuninni allri væri skilað hingað til lands, þ. e. öUu, sem íslenzkt er í Árnasafni, nema eftirxitum af frumritxun, sem til eru þar eða í söfnum hér. Sanngjarnlegra og hóflegra sjón- ai'mið mun vart auðið að finna, og svo mun koma, er menn íhuga íjón landsins, að slíkri tillögu munu allir kjósa að fylgja, mér er nær að halda eigi síður ráðamenn Dana en aðrir...« Dr. P. E. ó. færir síðan til þrjár ástæður fyrir því, að málið verði leyst eins og að ofan greinir. Enx þær ástæður á þessa leið: »Fyrst er nú það, að þess eins ei' í bætur beiðst, sem runnið er frá íslendingum sjálfum, og því ætti að réttu lagi að vera til í landinu sjálfu. í öðru lagi er mundang allrar íslenzkrar fræðistarfsemi komið inn í landið sjálft, og glæðist sú starfsemi þar með ári hverju. í þriðja lagi þverr að sama skapi ástundun þeiri'a fræða í Kaup- mannahöfn og mun innanskamms eiiginn verða, beinlínis af því, að eftir fáa áratugi verður þar ekki völ íslenzkra manna, er sinni þeim efnum«. Hér við má bæta þeim sögulegu viðburðum þessa handritamáls, að Alþingi 1907 fór þess á leit, fyrir forgöngu Hannesar Þorsteinsson- ar, að hingað yrði skilað íslenzk- um handritum, er væru í dönskum stofnunum. Dr. Jón Þorkelsson studdi sxðan þessa viðleitni með því að semja skýrslu um mörg ís- lenzk handrit, er kornizt höfðu í dönsk söfn. Að hvötum Ti'yggva Þórhallssonar og Bened. Sveins- sonar tók síðan Alþingi 1924 mál- ið upp að nýju. Af þessu hefir orðið allmikill árangur. Þess er að vænta, að allir ís- lendingar fylki sér um tillögu P. MORS0 miðstöðvareldavélar eru BEZTAR að dómi allra sem reynt hafa. — Ávalt fyrirliggjandi hjá TÓMASIBJÖRNSSYNI AKURBYRL

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.