Dagur - 05.12.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 05.12.1929, Blaðsíða 1
D AGUR kemur ut á hverjum íimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldd&gi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Ámi Jóhaons- sen í Kaupfélagi Eyfiró- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Mr, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. áee. XII. ar. Akureyri, 5. desember 1929. 50. tbl. Atvinnu- og samgöngumálaráð- herra, Tryggvi Pórhallsson, hefír hinn 21. f. mán. skrifað stjórn Eimskipafélags íslands á þessa Ieið: »Ráðuneytið hafði með bréfi dags. 27. sept. þ. á. sagt upp samningi við Eimskipafélag íslands um út- gerðarstjórn Esju frá næstkomandi áramótum. Hefir hin háttvirta stjórn Eimskipafélags íslands nú með bréfi dags. 5. þ. m. boðist til þess að taka að sér útgerðarstjórnina áfram og að lækka mánaðargjaldið fyrir útgerðarstjórnina úr 2800 kr. í 1800 kr. á mánuði. Vill ráðuneytið út af þessu taka fram eftirfarandi: Emii Nielsen framkvæmdarstjóri Eimskipafélags íslands hefir hingað til annast útgerðarstjórn Esja af hálfu Eimskipafélags ísiands og hann hefir að öllu leyti komið fram við ráðuneytið um það mál af fé- lagsins hálfu. Hefir og ráðuneytið borið fylsta traust til framkvæmdar- stjórans bæði um þetta atriði og leitað aðstoðar hans um mörg önnur þýðingarmikil störf. En nú er það fullráðið, að herra Emil Nielsen hefir ekki á hendi framkvæmdarstjóra- starf fyrir Eimskipafélag Isiands lengur en til næstu áramóta. Hefir ráðuneytið og sannar fregnir um það, að það er enn með öllu óráðið hver taki þá við því starfi. Svo fáum vikum fyrir áramótin getur ráðuneytið þvi enga hugmynd um það haft, hverjum Eimskipafélag Islands ætlaði yfirstjórn um útgerð Esju, væri hún enn falin því á hendur. Aftur á móti getur ráðu- neytið átt kost á manni til forstöðu um útgerð Esju, sem það telur til þess sérstaklega færan, að Emil Nielsen frágengnum. Undanfarið hefir reksturshallinn af útgerð Esju venjulega orðið yfir hálft annað hundrað þúsund krón- ur á ári. Pó að yfirleitt megi vart gera ráð fyrir að strandferðir verði reknar fyrst um sinn án reksturs- halla, og þó að reksturshallinn væntanlega myndi lækka vegna þess að stjórn Eimskipafélags íslands hefir séð sér fært að bjóðast til að iækka nú mánaðargjaidið fyrir út- gerðina, þá telur ráðuneytið að um svo háa upphæð sé að ræða fyrir ríkissjóð, að full ástæða sé að gera tilraun til, með nýju skipulagi, að lækka hinn geysiháa árlega rekst- urshalla á útgerð Esju. Auk hins mikla árlega reksturs- halla, sem verið hefir á rekstri Esju eru árlega veittar úr ríkissjóði tölu- vert á annað hundrað þúsund krónur til flóabáta (á fjárlögum næsta árs t. d. 115.500 kr.). Af hálfu hins opinbera hefir sem ekkert eftirlit verið með því haft hvernig þessu fé hefir verið varið, enda hefir rikið engan mann haft í sinni þjónustu, sem hefði sérstaklega þekkingu til þess. Án sérstakrar athugunar hefir í þessu efni haldist gamalt en mjög kostnaðarsamt skipulag. Telur ráðu- neytið fulla nauðsyn á að í þessu efni sé komið á eftirliti og athugun á hinu gamla skipulagi framkvæmt af manni, sem hafi um það sér- þekkingu. Auk Esju gerir ríkið nú út þrjú strandvarnarskip og vitaskipið Her- móð. Auk þess er það mjög í ráði að keypt verði nýtt strandferðaskip, ef um það fengjust góð kaup, og ennfremur hefir það komið til at- hugunar, að einn eða fleiri af flóa- bátunum, kæmi þar með í hóp til útgerðar. Liggur það því fyrir að kostnaður við slíka sameiginlega útgerðarstjórn skiftist í marga staði, enda væri um nægilegt verkefni að ræða. Neð skírskotun til þess, sem nú hefir verið sagt, hefir ráðuneytið ákveðið að fela núverandi skipstjóra á Esju, Pálma Loftssyni, sem um fjölmörg ár hefir verið í strandferð- um, fyrst sem stýrimaður á skipum Eimskipafélags fslands og nú síðast sem skipstjóri á Esju, útgerðarstjórn Esju frá næstu áramótum. Jafnframt verður honum falin útgerðarstjórn varðskipanna og Hermóðs og ef til vill fleiri skipa. Loks verður honum falið eftirlit af hálfu hins opinbera með flóabátunum og að endurskoða hið gamla og dýra skipulag um þann rekstur. Ber að afhenda í hendur honum um áramótin öll gögn snertandi útgerð Esju, og kemur hann að öllu leyti fram af ráðuneytisins hálfu, er þessi breyting fer fram. Jafnframt því að tilkynna háttvirtri stjórn Eimskipafélags íslands þetta, vill ráðuneytið hérmeð nota þetta tækifæri til þess að tjá framkvæmd- arstjóra Eimskipafélags íslands, hr. Emil Nielsen, ágætar þakkir fyrir stjórn hans á útgerð Esju á undan- förnum árum, og aðra starfsemi hans í þjónustu íslands, sem þvi miður verður nú, að miklu leyti a. m. k., lokið á næstu áramótum, er hann lætur af útgerðarstjórn Esju og Eimskipafélags íslands. Ráðuneytið vill ennfremur láta þá von í Ijós, að góð samvinna megi verða milli hins væntanlega útgerð- arstjóra Esju og Eimskipafélags ís- lands um framhaldsflutninga með Esju frá skipum Eimskipafélags ís- lands og yfiileitt um alt það, sem verða má til þess að gera strand- ferðirnar sem beztar«. -----o—-- Á viðavangi. Fyrirlestur um ísland. Lögberg frá 24. f. m. skýrir svo frá: »Síra Kristinn K. Ólafsson, for- seti kirkjufélagsins, flutti á Fimtu- dagskvöldið í vikunni sem leið langan og fróðlegan fyrirlestur um ferðir sínar á íslandi í sumar. Var fyrirlesturinn fluttur i Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, og var þar margt fólk saman komið og leyndi sér ekki, að »enn eins og forðum* fýsir Vestur-íslendinga mjög að heyra sagt frá ættlandinu og frá frændum og vinum þar »heima«. Er þetta í fyrsta sinn, sem síra K. K. Ó. hefir séð ísland, því hann er fæddur og uppalinn hér í landi, og er hið sama að segja um frú hans, en hún var með honum í þessari för. Bæði eru þáu ættuð af Norðurlandi, Pingeyjarsýslu og Eyja- firði, og eiga þar frændfólk margt, enda ferðuðust þau mest um þau héruð, en komu þó fyrst að landi á Austfjörðum og komu inn á flesta firðina. Alla leið norðan úr Pingeyjarsýslu og suður í Reykjavík ferðuðust þau í bíl, netna á bát yfir Hvalfjörð. Einnig fóru þau til Pingvalla og alla leið austur í Fljótshlíð. Hér skal ekki út i það farið að segja frá efni fyrirlestursins, en vér skildum fyrirlesarann þannig, að honum hefði þótt iandið »fagurt og frítt«, en þó jafnvel litist enn betur á fólkið en landið. Sérstaklega fannst honum mikið til um föður- landsást íslendinga, trú þeirra á landið og framtíð þjóðarinnar og fórnfýsi þeirra, að Ieggja mikið í sölurnar fyrir land og þjóð. Eins og auglýst hafði verið, var fyrirlesturinn fluttur til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Skólastjór- inn síra Run. Marteinsson, skipaði forsæti, en áður en fyrirlesturinn hófst, sungu þau Mr. Paul Bardal og Mrs. J. Stefánsson nokkra söngva, öllum viðstöddum til mikillar ánægju, Næsta kveld var fyrirlesturinn endurtekinn í Selkirk, og mun síra K. K. Ólafsson ætla sér að flytja hann enn á nokkrum stöðum í íslenzku bygðunum hér vestra, og þarf ekki að efa að' því verði vel tekið úti í sveitunum, engu síður en í Winnipeg og Selkirk. Siö. Egtjerz smánar flokk sinn. í blaði Sigurðar Eggerz, er út kom 22. f. m. stendur þessi máls- grein: »Ingimar Eydal hefir jafnan staðið í sveit þeirra manna, er skemmst hafa gengið í kröfum sínum fyrir íslendinga hönd í sjálfstæðismál- unum«. Sigurður og Ingimar tilheyrðu báðir Sjálfstæðisflokknum gamla. Samkvæmt kenningu blaðs S. E. hefir sá flokkur verið sú sveit manna, er skemmst gengu i kröfum í sjálf- stæðismálunum. Á þenna hátt smánar S. E. sinn eiginn flokk, Sjálfstæðisflokkinn gamla, varpar skugga á minningu Björns Jónssonar, Skúla Thórodd- sen og margra annara ágætra for- ystumanna flokksins og hrækir á sjálfan sig. Ástæðan til alls þessa er auðskilin. Blað S. E. er á þenna hátt að reyna að draga Sjálfstæðisflokkinn gamla niður, svo að það regindjúp, sem er á milli hans og flokksviðrinis þess, er nú nefnir sig Sjálfstæðis- flokk, minnki í augum landsmanna. Smánaryrðin, sem rétt eru að gamla flokknum, eiga að brúa djúpið. Munnsöfnuður flrna frá Múla. í »Verði« 16. f. m. er ritstjórnar- grein um Pálma Hannesson rektor. Af því P. H. er þektur af fjölda manns hér fyrir norðan, þykir rétt að birta kjarnann úr lýsingu Varðar á honum. Bregður sú lýsing upp dágóðri mynd af Antí-Kolumbusi íhaldsflokksins og rithættinum í fhaldsblöðunum. Á ítúdentafundi sat Pálmi >múlbundinn og bældur eins og barinn rakki< . . . . • auðvirðilegt smámenni* .... >tusku- mennic . . 1 . >drengskaparsnauður vesal- ingur< .... >hnýttur aftan í mesta stór- lygarann< .... »lætur hafa sig til verstu ódrengskaparbragða, vegna dæmalauss roluskapar og skorts á manndómU . . . , »einhver ógeðfeldasti farisei, sem hér er til« .... »til háðungar þeirri stofnun, sem hann er settur til að stjórna« , . . . »hæfileikalítill kennari« .... »undirförult smámenni« .... »góðir drengir hafa skömm i honum< — »Framhleypniri og lymskan haldast í hendur«. Petta sýnishorn ætti að nægja. Hvað sýnist mönnum um innræti þess manns, sem lætur slika and- stygð frá sér fara? Og hvað haida

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.