Dagur - 12.12.1929, Side 1

Dagur - 12.12.1929, Side 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfiró- inga. Afgreiðslan er hjá Jónx Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XII. ár. : Akureyri, 12. desember 1929. 52. tbl. > •-•-• -•-•-•- • • • - • •••• •-• •-••-•-•- >-• •-•-• ••-•-•-• Hlutverkið. I. • Áður hefir verið bent á það hér, að íhaldsflokkurinn hafi verið frem- ur óþjóðlegur flokkur, og eru blöð hans einkum Ijóst dæmi þess. í raun og veru var þetta ekkert und- arlegt, þegar litið er á einstaklinga þá, er flokkinn mynda, og stefnu hans. Flokkurinn hefir jafnan verið hagsmunafl. einstaklingshyggju- manna, þeirra er komist höfðu yfir það mesta af veltufé og öðrum gæðum þjóðfélagsins. Pað hefir oft komið í Ijós, að forkólfar og blaðamenn flokksins hafa ekki staðist reiðari, en ef hon- um hefir verið líkt saman við í- haldsflokka annara landa. Að sumu leyti höfðu þeir líka rétt til þess, þótt vafasamt sé, hvort þeir sjálfir hafi vitað, í hverju mismunurinn var fóiginn. íhaldsflokkar annara þjóða hafa sem aðalstefnu hagsmuni vissra stétta þjóófélagsins, og einstaklings- hyggjan ríkir þar einnig. Cn auk þess hafa þeir sögu sina, viss tilfinningamál, og gamlar þjoðfélags- venjur, sem vissar rætur hafa hjá þjóðinni, þó úreltar séu oft — og ennfremur nota þessir flokkar þjóð- ernistilfinninguna óspart — einkum hina afvegaleiddu þjóðernistilfinn- ingu, sem kemur fram í þjóðernis- hroka og fjandsamlegum hugsunar- hætti gagnvart öðrum þjóðum. — En þrátt fyrir alt eru erlendir íhaldsflokkar þó fiestir eða allir upphaflega runnir af þjódlegum grundvelli — hafa ef til vill upp- haflega verið framfara- eða umbóta- flokkar, sem hefir hent sú ógæfa að stirðna yfir vissum stefnumáium, þegar tímarnir kröfðust annara. íslenzki íhaidsflokkurinn aftur á móti á sér enga sögu; hann er hagsmunaflokkur vissra einstaklínga og vissra stétta þegar frá upphafi. — Stefnumái hans að öðru leyti hafa alla jafna verið mjög á reiki, sem við var að búast, og þjóðleg gátu þau aidrei orðið, þegar á það er iitið, að sjálfur flokkurinn hafði engar rætur í sögu eða iifi þjóðar- innar. Kjarni flokksins var og er háif- erlendur — kaupmenn og fjársýslu- menn, sumir erlendir, aðrir af erlendum ættum og enn aðrir að vísu innlendir, en óþjóðlegir eins og fjárgróðamönnum ailsstaðar í heiminum er títt, þar sem atvinna jþeirra og lifsskoðun jafnan gengur í þá átt, fyrst og fremst að líta á einstaklings-hagsmunina, áður en heill þjóðféiagsins sem heildar getur komið til greina. * V II. Yfirleitt eru stefnur ihaldsflokka ófrjóvar, og stefna íhaldsflokksins íslenzka verður það alveg átakan- lega, þar sem hann vantar þann sögulega kjarna að baki sér, sem ihaldsfiokkar annara þjóða þó hafa. — Pegar. flokkurinn brcytti um nafn og fór að nefna sig »Sjálfstæðis- flokk,« hefir það m. a. átt að vera til þess að hylja nekt sína að þessu leyti, og til þess að geta komið fram á sjónarsviðið, sem þjóðernis- flokkur. Allir vita að flokknum hefir mistekist í þessu efni. Fyrir það fyrsta mun flestum hafa þótt það nokkuð skritið, að einmitt þessi flokkur, sá sem hafði óþjóðlegastan uppruna og hugsjónasnauðasta for- tið, skyldi fá köllun til sérstakrar varðstöðu í þjóðernismálum og sjálfstæðismálum ríkisins — og fyrir það annað höfðu ýfingatilraunir blaða flokksins við sambandsrikið, Danmörku, ekki tilætluð áhrif þar. Leikaraskapurinn er því opinber orðinn og flokkurinn stendur jafn ófrjór, hugsjónasnauður og stefnu- laus í umbóta- og þjóðþrifamálum’ eins og áður. Nú virðast góð ráð dýr. — í grein, sem blað Sig. Eggerz flytur þ. 22. f. m. kemur þessi ömurlega ófrjóvsemi glögglega í ljós. Kemur þar upp úr kafinu að fiokkurinn hafi aðeins eitt hlutverk, sem sé að undirbúa menn til að sækja kjör- fundina og greiða atkvæði gegn sambandslögunum þegar þar að kemur. — Petta er hið einasta, sem bent er á, að flokkur sá, er nefnir sig >Sjálfstæðisflokk,< geti int af hendi eða eigi að inna af hendi í þjóðfélaginu. Nú gilda sambandslögin í 25 ár, eða frá 1918 til 1943. Þarf^þvíekki að gera ráð fyrir, að þjóðaratkvæða- greiðsla um lögin fari fram fyr en eftir hérumbil 13 ár. Hlutverk flokksins er því, að fá menn í land- inu til að sækja kjörfundi, sem haldnir verða eftir 13 ár — og á þessari hugsjón á hann að lifa og nærast þangað til. — Pað er þó að minsta kosti viss nægjusemi. Pegar enn einusinni er á það litið, að kaupmanna- og fjársýslu- lýður af erlendum (dönskum) upp- runa skipar flokkinn að miklu leyti, verður það auðvitað nokkuð ljóst, að langan tíma muni þurfa til að undirbúa flokksmenn sjálfa, áður en þeir af Ijúfu geði greiði atkvæði með algerðum sambandsslitum. — Flokkurinn þarf m. ö. o^ 13 ár til þess að »mjálma í sig móðinn.* -----o----- Guð og lukkan. Nokkrar athugasemdir Stundum kemur það fyrir, að maður verður dálitið hissa á sumu, sem prentað er og á að vera al- menningi til leiðbeiningar í andleg- um málum; og ekki neita eg því, að eg varð nokkuð undrandi yfir ritdómi um bók G. G. Hagalíns, »Guð og lukkan<, sem birtist í 46. tbl. »íslendings« þ. 15. f. m. með undirskriftinni G. F. Venjan er að láta slík skrif af- skiftalaus, hvort sem það nú í sjálfu sér getur álitist siðferðislega rétt gagnvart almenningi eða ekki, en svo getur þó staðið á, að naumast sé hægt að leiða þau alveg hjá sér, og finst mér vera þannig ástatt hér, einkum vegna þess, að fullyrt er, að sá G. F., sem ritað hefir um- getna grein, sé enginn annar en Guðmundur Friðjónsson skáld. — Ef svo er, virðist mér það gegna furðu, að maður, sem sjálfur hefir ritað fjölda af sögum, skuli geta fengið af sér að opinbera svo mik- ið dómgreyndarleysi eða fljótfærni, að helzt lítur út fyrir, að hann skilji ekkert af hinum einföldustu lögum, sem sagnaskáldskapur verður að lútai Fellir hann harða dóma yfir sögunum hverri fyrir sig og öllum sem heild. Hann þykist færa rök fyrir sínu máli, en ferst það svo úr hendi, að þau koma hvergi nærri marki. Skal eg i eftirfarandi línum reyna að benda á helztu atriðin. Fyrstu sögunni, >Guð og iukkan« finnur G. F. það til foráttu, að hún sé einhliða og þessi eina hlið henn- ar sé >harla ólíkindaleg*. Segist hann hafa spurnir af heimilum, þar sem líkt hafi staðið á og lýst sé i sögunni, og hafi niðurstaðan þar orðið alt önnur. Telur hann að höf- undurinn hafi ekki >kafað djúpt«, er hann hafi ekki skýrt frá öðrum hliðum, og komist að annari niður- stöðu en hann gerir. Athuganir G. F. geta í sjálfu sér verið rétfar. Hann getur vel hafa þekt einmitt þetta, sem hann bendir á. En það er eng- in sönnun fyrir þvi, að aðrir hafi ekki getað þekt eitthvað annað og byggt athuganir sínar á því. Lífið — og þar með list sú, er á lífinu byggir — er nú einu sinni svo, að þar á við, það sem Piándur í Götu sagði um »kredduna«, að eigi er það alt á einn veg rétt. Þótt nú athugasemd G. F. geti út af fyrir sig verið alveg rétt, þá verður samt sá Ijóður á henni í þessu sambandi, að hún á alls ekki við. — Þegar saga er sögð, verður hún fyrst og fremst að vera það sem kallað er »logísk« ef hún á að geta gert kröfu til að vera skýring þess innra lífs, sem lýsir sér í hinum ytri viðburðum. — Pessi saga »Guð og lukkan«, hefir það einkum til sins ágætis að vera svo fast byggð, að rökunum skeikar hvergi — auk þess er hún fyndin og skemtileg. — Pað yrði of langt mál að sýna þetta frá orði til orðs, frá atviki til atviks, að kjarni sögunnar er orðin, guð og lukkan; Gunnar er einfeldningur, en í krafti þessara orða er sál hans sterk, og það er í krafti orðanna, sem hann sigrar þá; sem honum eru í raun veru hygnari í ytri skiln- ingi. Auðvitað væri hægt að byggja sögu alveg eins rökrétt um sama efni á þeim grundvelli, sem G. F. bendir á. En hann virðist ekki at- huga það, að þá yrðu öll hin sál- fræðilegu drög alt önnur, atburðirn- ir af öðrum rótum runnir, eða með öðrum orðum, sagan sjálf yrði alt önnur saga, með annari »logik« og að öllu ólík þeirri, er hér ræðir um. Umaðra söguna, >Einstæðingar«, segir G. F. að hún sé »ólíkinda- samsetningur, harla ó!æsilegur« — þar með búið. Petta finst honum kannske »djúpt kafað« hjá sér, en hann verður að afsaka, þótt öðrum geti fundist, að hann smeygi sér framhjá að færa rök fyrir svofeld- um dauðadómi yfir sögunni. Sann- ieikurinn er sá, að þessi saga ein- mitt »kafar djúpt«. Sálarlíf það.^er liggur að baki og ræður rás við- burðanna, er sýnt með slíkri festu, að það gleymist ekki, og þótt höf. stöðugt sjái kýmni þá eða gletni, sem oft felst i viðburðum lífsins, jafnvel í hinum alvarlegustu, þá lýsir hann þessum viðburðum og sálarlífi persónanna af samúð og einiægri tilfinningu. Sem frásögn blátt áfram stendur saga þessi mjög framarlega í röð — enginn getur nú með réttu véfengt frásagnargáfu Hagalíns — og sem sálarlýsing er hún með því bezta, sem hann hef- ir ritað. ( ritdómi G. F. nefnist saga þessi »Einfeidningar«. Sé hér-ekki um prentvillu að ræða, en um rit- villu, gæti það eitt út af fyrir sig bent í þá átt, að G. F. hafi iesið söguna með fremur litilli gaum-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.