Dagur - 23.12.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 23.12.1929, Blaðsíða 3
53. tbl. DAGUR ' [219 Shanghai: Nanking-stjórninni hefir veitt betur í baráttunni við upp- reistarmenn, og er álitið að henni muni takast að bæla uppreistina niður. Rvik: Ríkisstjórnin sendi nýlega Schrezenmeyer verkfræðing til Aust- fjarða, til þess að athuga stað fyrir sildarbræðslustöð. Leist honum bezt á Vestdalseyri (við Seyðisfjörð) og þar næst á Svínaskála við Reyð- arfjörð. Telur hann að Vestdals- eyri hafi öll hin ákjósanlegustu skilyrði. Svissneskur maður var handtek- inn hér og sendur utan með »Drotningunnic samkvæmt beiðni erlendra yfirvalda. Heyrst hefir að peningar svo tugum þúsunda kr. skifti hafi fundist á honum. Innflutningur í nóvember nam kr. 5.113.267, þar af kr. 2.822.347 til Rvikur. Síðustu aflasölur togaranna í Englandi hafa verið 648—1404 sterlingspund fyrir 600 — 1300 kiti. Rvik 22. des. Þór strandi í gærkveldi á Sölva- bakkafjöru við Húnafióa. Bátar og skip komu á vettvang í dag; var 8 mönnum bjargað úr skipinu um kl. 4, en 12 eru enn um borð. Góð von talin um björgun þeirra. Jón prestur Guðnason var farþegi. (Fiézt hefir, að búið sé að bjarga öllum, en skipið sé ónýtt.) Pýzkur togari strandaði við Hafn- arbjarg í nótt. Mönnum varð bjargað. o - .i.i Gríma. þjóðsögusafn Odds Björnssonar. i meira en fjórðung aldar hefir Oddur Björnsson prentsmiðjueig- andi safnað þjóðsögum, og eins og nærri má geta er það orðið all á- litlegt safn. Árið 1908 gaf hann út all stórt bindi af safni sínu, var það um 860 bls. að stærð og fjölbreytt að efni. Hinn góðkunni rithöfundur og fræðimaður síra Jónas Jónas- son bjó þetta bindi undir prentun. — Síðan hefir útgáfa þessa mikla safns legið niðri þangað til nú í haust, að Þorsteinn M. Jónsson bóksali hóf hana á ný. . Þetta nýja safn, sem nú er byrjað að ltoma út, nefnist »Gríma« — er það eins og fyrra safnið mjög fjölbreytt og birtast hér margar góðar þjóðsögur og sögusagnir í fyrsta sinn, og er bjargað frá glötun. — Sonur síra Jónasar, Jónas Rafnar læknir, heldur starfi föður síns áfram og býr þetta nýja safn undir prent- un. Er J. R. smekkmaður á ís- lenzka tungu og safninu því vel borgið í höndum hans. Nú eru komin tvö hefti af safn- inu, um 80 bls. hvort, — alls eiga að vera 5 slík hefti í hverju bindi. — Verður ekki annað sagt en að þau séu góð. Af hinum einstöku sögum skal helzt vakin eftirtekt á tilberasög- unni í fyrsta hefti. Er hún ein- hver greinilegasta tilberasaga, sem til er, og verðmæt að því leyti, að hún lýsir tilberatrúnni á sérstakan hátt. Þá má og í þessu hefti nefna »Hamfararsaga Ás- rúnar finsku«, »Töfrapilsið«, »Hjónagrasið« o. fl., sem allar lýsa hver sínum þætti af þjóð- trúnni. — í síðara heftinu er sér- stök ástæða til að dvelja við 4 fyrstu sögurnar — og einkum þó »sögu Þorgeirs Þormóðssonar«, — er kjarni hennar sennilega frá þeim öldum, er sjóræningjar sveimuðu á höfunum, eins og ís- lenzka þjóðin stundum fékk að kenna á. Sem eðlilegt var, var ótt- inn mikill við slíka vágesti, en um leið settu þeir ímyndunaraflið á hreyfingu. — Allar sögurnar í báðum heftun- um hafa gildi sem þjóðsögur, jafnvel þótt sumar að líkindum séu »færðar í stílinn« af Baldvin Jónatanssyni, af sögum þeim, sem hann hefir fært í letur. ------o------ F r éttir. Norðanhríð með ofsaveðri gerði hér á laugardagsnóttina og stóð yfir langt fram á laugardaginn. 1 óveðrinu komst svo mikið ólag á rafþræðina, að ljós- laust var með öllu í bænum iengst af þennan dag. Símasambandslausir eru um 60 síma- notendur hér í bæ um þessar mundir. Ástæðan til þess er sú, að jarðsíminn í Hafnarstræti, rétt norðan við Torfu- nefslækinn, var höggvinn í sundur af starfsmönnum vatnsveitunnar, og hljóp vatn í símann og eyðilagði á 15 metra lengd. Alveg óvíst talið, hvenær tekst að bæta úr þessú. Geysir söng í Nýja Bíó á sunnudag- inn. Aðsókn var nokkurnveginn sæmi- leg og hefði mátt betur vera, því þar var um ágæta skemtun að ræða. Mörg login varð að endurtaka og ætlaði lófa- taki áheyrenda seint að linna. — Geysir ætlar að syngja aftur í Nýja Bíó á annan í jólúm. Hxtt komnir. af benzíneitrun voru tveir menn hér í bæ á laugardaginn, lá annar þeirra meðvitundarlaus er að var komið, og hinn mjög máttfarinn. Báðir voru þó orðnir sæmilega hressir og vinnufærir næsta morgun. Jarðarför Sigurlínu Einarsdóttur á Öldu á að fara fram á þriðja í jólum (27. þ. m.) að Saurbæ og hefst kl. 12 á hádegi. Búið var að auglýsa að jarðar- förin færi fram á laugardagihn var, en sökum hríðarinnar varð að fresta henni. Ólafur Friðriksson og Jack London. Fyrir nokkru bauð Martins bókaforlag í K höfn til samkeppni um lýsing á afstöðu rithöfundarins Jack London til Norðurlanda og máttu allir Norðurlandabúar taka þátt í samkeppninni. Þessum spurningum átti áð svara: Hvað er það hjá jack London, sem laðar svo mjög að honum hugi norrænna leienda, og hvað er það í ritum hans, sem gert hefir nafn hans svo frægt á Norðurlöndum ? Fyrir bezta svarið var heitið ókeypis för vestur til Kaliforniu, fram og aftur. Á þriðja hundrað svör komu, og voru danska rithöfundinum Peter Tutein dæmd fyrstu verðlaun. En auk þessarar ritgerða taldi dómnefndin ástæðu til að verðlauna aðra ritgerð, þótt aðeins einum verðlaun- FIIIDUR í Framsóknarfélagi Akureyrar kl 8v2 á laugardaginn, milli Jóla og Nýárs, í »Skjaldborg« — Mætið. Stjórnin. Sleðileg jól og farsæli ár! Með pökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Stefán Jónsson, klæðskeri. ----------------------------\ 3*rá JOandssímanum. Peir, sem þurfa að brjóta upp götur þar sem jarðsími liggur, eru vimsamlega beðnir um að tilkynna mér það áður, svo hægt sé að fyr- irbyggja að jarðsíminn skemmist af þeim á- stæðum. Akureyri 19. des. 1929. , Sfmastjórinn. um hefði verið lofað, og reyndist sú ritgerð að vera eftir Olaf Friðriksson. Farast dómnefndinni svo orð um ritgerð Ó. Fr. »Skilningur hans á list Jack London, sem er vel og gáfulega fram settur, e( ekki aðeins einkennilegur og sjálfstæður, heldur einnig eftirtektaverður., — Verðlaun Ó. F. eru í því falin, að hann fær að velja sér bækur frá forlaginu. Bandarikin og fllpingishátíðin. Lögberg frá 7. nóv. segir, að stjórn Bandaríkjanna hafi skipað þessa fimm menn til þess að fara með umboð fyrir hönd þjóðar sinnar á Alþingishátíðinni 1930: Senator Peter Norbeck frá Suður-Dakota, Hon. O. B. Burtness þingmann frá Norður-Dakota, Mr, O. P. B. Jackobson, forseta járnbrautar- ráðsins í Minnesota, Hon. Sveinbjörn Johnson prófessor við háskólann í Chicago, Mr. Friðrik Fljózdal forseta alþjóðasam- bands járnbrautarþjóna í Detroit, Mich.— Tveir hinir síðasttöldu eru fslendingar. (Eftir nöfnunum að dæma eru hinir þrír einnig Noröurlandabúar), Messur um Hýárið. á oamaiárskvöid verður messað kl. 6 á Akureyri. Á Nýárs- dag kl. 12 i Lögmannshlíð og kl. 4 á Akureyri. »Dagur« kemur ekki út á milli Jóla og Nýárs. Arðberandi sauðfjárrækt til loðskinnaframleiðslu. Karakul-saudfé. Eftir Dr. Hellmut Lotz, Ktfsá. (Framh.). Með því, sem eg nú hefi ritað hefi eg lauslega reynt að sýna, að Karakul-fjárrækt getur haft þýðingu fyrir landbúnaðinn. En hvað íslandi sérstaklega viðvíkur, er ekki hægt að gera neina ákveðna reikningslega áætlun að svo stöddu; yrði auð- vitað að líta á allar sérstakar að- stæður hér, eins og fóður- og hirðingarkostnað, kjötverðið, mark- aðsmöguleikana og að endingu kostnað við að útvega undaneldis- dýr. En samt sem áður verður sérhver, sem alvarlega vil! hugsa málið og meta ástæðurnar, að vera mér sammála um, að allar líkur séu til að fjárrækt til loðskinnaframleiðslu, gæti orðið landbúnaðinum til mik- illar styrktar og eflingar hér á landi. Eg vil benda á, að í Pýzkalandi, Suðvestur-Afríku og flestum öðr- um löndum, þar sem þessi fjárrækt er stunduð, er tilkostnaður við fóðr- un og hirðingu talsvert meiri en hér gerist, og ekkert af þessum Iðndum hefir svo stór og góð beiti- Iðnd fyrir fé mestan hluta árs sem einmitt ísland. Ennfremur má benda á það, að þar sem íslenzkir bænd- ur í þúsund ár hafa vanist fjár- menzku, þá eru þeír fæddir fjár- menn í þessa orðs bezta skilningi, þeir mundu því eiga hægt með að gera sér hina sérlegu eiginlegleika kara- kul-fjárins arðberandi og blanda það með sínu eigin fé á þann hátt, að það yrði atvinnuvegi þeirra, og um leið fððurlandinu sem heild, til gagns. Sem stendur kostar karakul- hrútur af hreinum stofni frá 1000 til 1500 kr. íPýzkalandi, og karakul- kynblendingshrútar milli 500 og 800 kr., eftir því hversu mikið karakul- blóð þeir hafa i sér. Karakulær af hreinum stofni fást alls ekki til kaups; eftirspurnin eftir undaneldis- dýrum er svo mikil í öllum löndum, að enginn í Pýskalandi selur kara- kulær af hreinum stofni. — Kyn- blendingsær kosta 150 — 500 kr. eftir þvi, hversu mikið karakulblóð þær hafa. En þótt engar karakulær séu not- aðar til undaneldis, er hægt að koma sér upp góðri hjörð með tveim hrútum, eins og áður hefir verið sýnt fram á. Pað sem þá verður að athuga er hvaða arðsmöguleikar eru fyrir hendi, þegar um kynblendingsrækt með

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.