Dagur - 23.12.1929, Side 2

Dagur - 23.12.1929, Side 2
218 BXBIGB 55. ttt. • - • -« -• -• ' « - •- t s: s: Allar áburðarpantanir þurfa að vera komnar til okkar fyrir 20. jan. n. k. Peir sem ekki hafa pantað fyrir þann tíma meiga búast við að missa af áburðinum. Kaupfélag Eyfirðinga. Myndastofan Oránufélagsgðtu 21 er opin atla daga frá kli 10-6. Ouðr, Funch-Rasmussen. Clemencreaii. Eins og skýrt hefir verið frá 1 símskeyti hér í blaðinu lézt hinn frægi franski stjórnmálamaður, Clemenceau, þ. 24. f. m. Áhrif þessa manns á sögu Frakklands og um leið á sögu Ev- rópu hafa verið geysi mikil. Hon- um fremur nokkrum öðrum áttu Frakkar það að þakka, að þeir og bandamenn þeirra unnnu stríðið. Var það ættjarðarást hans og viljaþrek, sem í því áttu mestan þátt. Hann réði mestu um úrslit friðarsamninganna í Versölum, bæði góðu og illu. Var hann heift- úðugur mjög í garð Þjóðverja, og virtist þá gæta meira hefndar- hugsana hans en réttlætis og skynsemi. — »Tigiisdýrið«. kölluðu land- ar hans hann, og að mörgu leyti líktist hann þessu stolta, einmana rándýri. Georges Benjamín Clemenceau var fæddur 28. september 1841. Faðir hans var læknir í Vendé- héraði úti við Atlantshafið, og læknar höfðu margir forfeður hans -verið. Sjálfur gekk hann einnig inn á læknabrautina og vann sér doktorsnafnbót 1865. Fór hann þá til Ameríku, giftist þar og dvaldi í nokkur ár. — Það mesta gagn, sem hann hafði af veru sinni í Vesturheimi var að hann þar lærði til fullnustu enska tungu, sögu Englands og Ame- ríku, og fékk mjög víðtæka þekk- ingu á öllum stjórnmálum þessara landa. Hina eiginlegu vígslu til þess sem átti að verða æfistarf hans fékk Clemenceau, þegar stríðið hófst milli Þjóðverja og Frakka 1870. Þá flýtti hann sér heim frá Ameríku, en kom aðeins heim til hins mikla ósigurs fyrir frönsku þjóðina. Kom það til að móta stjórnmájaferil hans ætíð síðan. Hann, sem í innri stjórnmálum var frjálslyndur og róttækur líð- Veldissinni, trúleysingi og ram- aukinn óvinur katólsku kirkjunn- ar, varð öflugasti talsmaður her- varnanna út á við, og aðaláhuga- mál hans var þá að hervæðast gegn hættu þeirri, er harni áleit að föðurlandi sínu stafaði af upp- gangi Þjóðverja. Það hefir verið sagt um hann að fáir af löndum hans hafi þekt sögu Þjóðverja betur, og færri dáðst meira að þýzkri framtakssemi og andlegri menningu en hann gerði. — En föðurlandið var guð hans. Og hann leit svo á að Þýzkaland væri komið inn í sögulega þróun, sem hlyti að valda dauða Frakklands, nema því að eins að frönsku þjóð- inni tækist að vinna algerðan sig- ur og í eitt skifti fyrir öll hnekkja veldi Þjóðverja. Verður þetta höf- uðlína í allri pólitiskri starfsemi Clemenceaus frá því fyrsta til þess síðasta. Að öðru leyti var líf hans viðburðaríkt. Hann var læknir og borgarstjóri í París um skeið, var svo kosin þingmaður, og gerðist þá all umsvifamikill. Var hann aðalorsök í falli margra stjórna, og fékk á þeim árum við- urnefnið »Tigrisdýrið«. — Árið 1893 féll hann við kosningarnar. Var það afleiðing af hinu svo nefnda »Panamahneyksli«, er stórsvik voru framin í' sambandi við Panamaskurðinn. Clemenceau, var ákærður af óvinum sínum, fyrir að hafa verið samsekur. En var með öllu hreinsaður af þeim kæru. Nú gerðist hann blaðamaður og ritstjóri og var það upp frá því, alt þangað til 1917, að hann fékk æðstu völd ríkisins í sínar hendur, sem forsætisráðherra. Dreyfushneykslið, svo nefnda, kom einmitt þegar hann var ný- byrjaður á blaðamannsstarfsemi sinni. Var Clemenceau til að byrja með algerlega sannfærður um sekt hins ákærða herforingja, og leit á dóm herréttarins yfir hon- um, sem óyggjandi. — Olli þar talsverðu um, fyrir honum sem mörgum öðrum, að Dreyfus var Gyðingur. En er Clemenceau, sjálfur fór að yfirvega málið komst hann á gagnstæða skoðun og barðist nú ásamt rithöfundin- um, Zola, fyrir að Dreyfus fengi uppreisn, og áttu þeir tveir mest- J>átt í að svo varð. — JSleðileg jól! Farsœlt ár! Þakka viðskiftin á liðna árinu. Baldvin Ryel. Þegar stríðið mikla hófst, varð Clemenceau í blaði sínu óþreyt- andi herlúður, sem altaf hljómaði til hvatningar þjóðinni, að gera sitt ýtrasta og standast eldraun- ina; og þegar hinn gamli maður tók við stjórn ríkisins 1917 var það vilji mikils hluta þjóðarinnar, sem þar réði. Og nú kom til hans kasta að frelsa föðurlandið. Hon- um tókst það — og við það verður að kannast, að nú sýndi hann sig sem mikilmenni. Hann var sjálf- ur úti á vígvöllunum og í skot- gröfunum, og hinir óbrotnu her- menn tignuðu hann og trúðu á hann. En eftir að stríðið var unnið er eins og hann minki. — Það hefir verið sagt um hann, áð hann end- aði sem smámenni. — Hvað sem kann að vera hæft í því verður ekki dæmt hér. En svo mikið er víst, að þegar til friðarsamning- anna kom, lítur helzt út fyrir að hefndarhugurinn til Þjóðverja hafi gert myrkt í huga þessa skýrt hugsandi manns. — »Frið- urinn er áframhald stríðins með öðrum vopnum«, sagði hann, og hann, sem hafði dáðst að erfðaó- vininum í austri og afdrei mælt öf- ugt orð 1 hans garð, jafnvel þegar barist var upp á líf og dauða, var nú, þegar markinu var náð og sigurinn unninn, fullur hatui’s, og hatri hans tókst líka að skapa friðarsamninga, sem svo voru ó- hagstæðir hinum yfirunnu, að á- standið varð óþolandi, og stafar af því stöðug ný stríðshætta. — Frakkland hafði honum tekist að frelsa, en eftir það varð hann ó- happamaður fyrir friðinn í álf- unni. — Hér endaði lífsstarf Clemenceaus, hann var orðinn gamall bæði að árum og anda. Nú er saga hans öll, en hún er og verður kapituli í sögu Frakklands og Evrópu. * B. o ^ILIUX^ Hand SÁPA Þessi ágæta nýja sápa er þrungin þeim unaðslega ilm, sem dýrustu sápur einar hafa, en er þó seld sama verði og almenn sápa. Um allan hinn mentaða heim, er það einróma álit allra kvenna, að LUX handsápan beri langt af öðrum sápum, bæði að ilmgæðum og mýkt- aráhrifum á hörundið. lever Brothers, Ltd., Port Sunlight, England. F Vj)w.LTS I4-I29A. C/ Jóhannes jónasson, verkstjóri. Vilhjálmur Ouðjónsson, verkamaður. Jónas Pór, verksmiðjustjóri. Júníus Jónsson, bæjarverkstjóri. Hallgrímur Traustason, verzlunarm. Þorsteinn M. Jónsson, bóksali. Sigtryggur Porsteinsson, yfirmatsm. Vissa er fyrir tveimur listum i viðbót. Heyrst hefir að á öðrum þeirra verði þessi nöfn efstá blaði: Sig. Ein. Hlíðar, Hallgrímur Davíðs- son, Ólafur Jónsson, Tómas Björns- son, Oísli R. Magnússon, Páll Einarsson. Ekki hefir enn heyrst svo hafandi sé eftir um niðurröðun á lista Jafn- aðarmanna. Símskeyt L (Frá Fréttastofu Islandw). Framsóknarlistinn við næstu bæj- arstjórnarkosningu hér í bæ er nú fullgerður og mönnum skipaður i þessa leið: Ingimar Eydal, skólastjóri. Brynleifur Tobiasson, kennari. Jón Guðlaugsson, bæjargjaldkeri. Böðvar Bjarkan, lögmaður. Rvík 20. dei. London: Verkamannastjórnin í hættu stödd út af kolanámufrum- varpi sfnu. Hafa íhaldsmenn sam- þykt að greiða atkvæði gegn frum- varpinu og frjálslyndir sömuleiðis, nema stjórnin breyti því. Atkvæða- greiðsla fer fram f þinginu i dag og er ófyrirsjáanlegt hvernig fara muni, en undir úrslitum hennar er komið, hvort stjórnin verður áfram við völd. Smíðatól fjölbreytt úrval^hjá Tómasi Björnssyni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.