Dagur - 23.12.1929, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1929, Blaðsíða 4
220 BxanB 55. ibi. karakulfé er að ræða. — Verð á karakulskinnum er nú í vetur á loðskinnamarkaðinum í Leipzig og í London sem hér segir: Fyrir þýzk skinn upp og ofan af kyn- blendingum 20 — 25 mörk fyrir skinnið, og 75 — Q0 mörk, fyrir fín- lokkuð — eða fyrsta flokks skinn, sem þó vel geta verið af kynblend- ingum. Á þessu er hægt að sjá, að mun- urinn á gæðunum er mikill. En þótt vér nú tækjum lægra verðið, 20 — 25 mörk fyrir skinnið af 3 daga gömlu lambi, þá hygg eg samt, að þesskonar skinnaframleiðsla ætti að geta orðið arðsöm hér á fslandi, sérstaklega, ef ærnar væru látnar bera að minsta kosti þrisvar á hverjum tveim árum — og auk þess er þvi svo varið, að oft koma tvílembingar undan karakulhrútum. — Pegar um arðsemina er að ræða, má maður ekki gleyma, að ennþá fyrstu árin verður mikil eftirspurn eftir undaneldisdýrum, þar eð kara- kulhjarðir eru ekki nægilegar til, það verður því einnig markaður fyrir lifandi dýr. í Pýzkalandi vantar auk þess og aðallega nægileg beitilönd. Pað er því líklegt að hægt væri að selja kynblendingsgimbrar, og seinna, þegar kynblöndunin hefði farið fram í fleiri liði, einnig lambhrúta til undaneldis — og það meira að segja til útlanda! — Til arðsemis- möguleikanna má einnig telja aukna vigt kynblendingslambanna, og langt meiri ull af fullorðnu fé, þetta mundi fljótt sýna sig, þar sem væri að ræða um margt fé — 100 fjár eða meira — að tekjurnar ykjust og útflutningurinn yxi. Eg veit mjög vel, að eins og stendur er í lögum bann gegn inn- flutningi á lifandi dýrum til íslands, þar eð menn fyrir það fyrsta eru hræddir við, að ýmsir húsdýrasjúk- dómar, sem hér eru áður óþektir, geti borist til landsins með lifandi dýrum, og fyrir það annað hafa menn talið vafasamt hvort það sökum ýmsra staðhátta hér væri heppilegt, að blanda fjárkynið með öðrum framandi kynjum. Samt sem áður virðist það, bæði frá vísinda- legu og fjárhagslegu sjónarmiði séð, vera alveg nauðsynlegt að stofnað yrði til regiubundinna tilrauna í þá átt, svo hægt væri að ganga úr skugga um, hvort þesskonar fjár- rækt gæti ekki verið arðsöm fyrir landið sem heild. Eg lít svo á, að með þessari fjárrækt, væri ekki eingungis opnuð leið til frekari arðsemi' með loð- skinnaframleiðslunni, heldur yrði kjötframleiðslan einnig bæði meiri og betri með tímanúm, og íslenzk fjárrækt gæti þar af leiðandi komist á hærra stig. Ef slíkar tilraunir hér á íslandi væru lagðar í réttar hendur, og dýralækni falið að hafa eftirlit með tiíraunastarfsaminni, til þess að tryggja heilbrigðishlið málsins, virð- ist ekki vera nein ástæða til að óttast, að áður óþektir óhúsdýra- sjúkdómar bærust til landsins, en aftur á móti mætti búast við að slík starfsemi kæmi íslenzkri fjárrækt að miklu gagni. — í þessu sam- bandi vil eg einnig benda á, að Y*ru t, d. flpttir inn nndand^is- ENSKU REYKTÓBAKS- TEOUNDIRNAR Richmond. Waverley. Olasgow. Capstan. Oarrick eru góðkunnar meðal reykend- anna um land alt. í heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands. hrútar frá kynbótastöð háskólans i Halle væri heldur engin ástæða til að óttast sjúkdóma, þar sem fénu þar er haldið alveg fráskildu öðru fé og undir stöðugu dýralækniseftir- liti, þvl auðvitað yrði það stofnun- inni sjálfri verst, ef þaðan flyttust út dýr, sem ekki reyndust fullkom- iega heilbrigð. Til þess að vera öldungis tryggur gegn allri sjúkdómshættu, mætti t. d. veita leyfi til að flytja inn tvo, þrjá fyrstu undaneldis hrútana með þvískilyrði, að þeir ,er þeir kæmu til landsins, yrðu einangraðir á ein- hverri ey I 2—3 mánuði undir stöð- ugu eftirliti dýralæknis, ætti það að vera fullnægjandi trygging fyrir heilbrigðisástandi þeirra. Til enn frekari tryggingar væri hægt að hafa sérstakt hús fyrir þá á tilraunabúinu og halda þeim heimavið á sérstöku beitilandi að sumrinu, en láta þá ekki ganga I afrétt með öðru fé. Pað mundi verða mér til mikillar ánægju, ef eg með þessum línum gæti stuðlað að því, að alvarlegar tilraunir yrðu gerðar í þessa átt, og að þær, er tímar líða, yrðu til þess að efla og auðga íslenzkan land- búnað og um leið íslenzka þjóðar- búskapinn sem heild. Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Friðrik Ásmundseon Brekkan. Aðalstræti 16. verður opnuð í Mjólkursamlagshúsinu Priðjudaginn þann 24. þ. m. Þar verður selt daglega mjóik, rjómi, skyr, undanrenning, átir, smjör og ostar. Frá þeim degi og framvegis hættir mjólkur-, rjóma- og skyr- sala Kjötbúðarinnar. Athygli skal vakin á því, að selt verður aðeins gegn greiðslu um leið. Mjólkurbúðin verður opin eftir sömu reglu og sölubúðir í bænum, en auk þess frá kl. 9—12 á helgum dögum. Kaupfélag Eyfirðinga. vörukönnunar, og reikningsskila verður skrifstofa Olíuverzlunar íslands H.f. lokuð frá 23. des. þ! á. til 10. janúar 1930, að báðum dögum meðtöldum, og olía ekki afhent þennan tíma. Innborgunum þó veitt móttaka á þessu tímabili kl. 1—3 hvern virkan dag. Akureyri 19. Des. 1929. Jakob Karlsson. verður sölubúð Kaupfélags Eyfirðinga lokuð frá 1. til 17. jan., að báðum dögum með- töldum.— Þann tíma fara engar peninga-útborganir fram úr nýjum reikningi eða innlánsdeild. — Skrifstofurnar verða opnar eins og venjulega.; Kaupfélag Eyfirðinga. þar eð reikningum Olíuverslunar Islands H.f. fyrir yfirstandandi ár, verður að fullu lokað um áramót, er fastlega skorað á þá sem skulda, að gera full reikningsskil fyrir 31. Des. n. k. Akureyri 19. Des. 1929. Jakob Karlsson. Ath. Hverjumpakka FALKA- kaffibæti fylgir loftblaðra (ballón). Eiephanf CIGARETTUR (Fílfinn) eru Ijúffengar og kaldar. Mest reyktu cigarettur hér á landi. Pr*mtsmiðj» Odds BjörnsBonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.