Dagur - 23.12.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1929, Blaðsíða 1
D AOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfiró- inga. - • ••••••••• Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ4r, Norðurgötu 3. Talalmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XII. ár. Akureyri, 23. desember 1929 Jarðarför föður míns, Þorsteins Pálssonar, sem and- aðist 18. þ. m., er ákveðin að Grund mánudaginn 30. desem- ber n. k. kl. 11 f. h. Kransar afbeðnir. Hrafnagili, 22. desember 1929- c . Hólmgeir Þorsteinsson. Jól. Skammdegið hefir setið að völd- um nú um sinn. Myrkrið hefir teygt sig æ lengra inn í dagsljósið, skuggamir náð fastari og fastari tökum í riki náttúrunnar hér á norð- urhjara veraldar. Pegar svo er ástatt í ríki náttúr- unnar, hætiir myrkrinu einnig við að setjast að í sálum mannanna. »Myrkrið er manna fjandi, meiðir það líf og sáU, segir skáldið. Mann- legt eðli þráir sólarsýn. Jafnvel hin spiltasta mannvera biður inst inni um meira Ijós. Ljósþráin er mönn- unum ásköpuð. Þrátt fyiir öll mýrk- raverkin erum við öll Ijóssins börn. En við vitum, að sigur myrkprs- ins yfir Ijósinu, er aðeins stundar- sigur. jþví svartar sem skyggir vor skammdegisneyð, þvi skærara bros- ir vor júnísól heið.« Á svartasta tíma ársins er það þessi vissa, sem heldur okkur uppréttum og veitir okkur þrek og þor. Við vitum, að hverjum vetri fylgir vor, að »vor- sólin hækkar, hve hægt sem hún fer«. Og nú er einmitt komið að tíma hækkandi sólar. Við þráum þann náttúruviðburð og fögnum honum. »Af þvi myrkrið undan snýr, ofar færist sól, þv( eru heilög haldin hverri skepnu jól,< Einmitt á þessum tímamótum dvínandi myrkurs og vaxandi ijós- magns rennur upp hátíð hátíðanna, jólin. Við fögnum jólunum sem Ijóss- ins hátið i tvennum skilningi. Um leið og skammdeginu tekur að létta af, tendrast Ijós i hugskotum mann- anna. Ef hin sýnilegu Ijós eru ekki ytra tákn þess að birt hafi í hugum okkar, er jólagleðin uppgerð ein og einkis virði. Pá væri engin ástæða til að fagna jólunum. Pýðing þéss- arar Ijóssins hátiðar er fyrst og fremst í því fólgin, áð við sýnum einhverja viðleitni í þá átt að verða að betri mönnum, brjótum hvass- asta oddinn af vopni haturs og hefnigirni og tökum sáttir hver í annars hönd þrátt fyrir allt, sem á milli hefir borið. Á þenna hátt bólar á kærleiks- og friðarhugsunum manna á meðal á jólunum. Aura- sálin verður örlítið gjafmildari en venjulega, harðlyndi maðurinn dá- Iftið bljúgari í huga, ofstopinn stillist lftið eitt, hinn geðilli getur brosað o. s. frv. Pessi veika við- leitni að losa sig undan skapbrestum og löstum er, þó skammt nái hjá flestum, vottur þess, að neisti Krists- eðlisins í okkur lifir og leitast við að verða að björtum loga. Hlutverk lífs okkar er það að leysa eðli þetta úr læðingi synda og sorga, svo að það fái notið sínífullum mæli. Pað gengur flestum erfiðlega að inna hlutverk þetta af hendi. En agnar ögn erum við nær því takmarki á jólunum en endranær. jólin eru réttnefnd 'ljósanna hátíð. Pað fer vei á því að þá sé bjart umhverfis mennina, enda er ekkert til sparað þeirrar birtu. En hin and- legu Ijósin eru þó mörgum sinnum meira verð. Án þeirra fæst engin sönn jólagleði. Hún er dýrasta eign mannsins og stendur í sambandi við þá »lífsins sól,« er upp rann fyrir 19. öldum. Petta skiljum við líka og segjum því hver við annan: Sleðrieg Jól. .... -O--- Úr heimi samvinnunnar. Framleiösla á samvinnugrundvelli. Eins og kunnugt er gengur sam- vinnufélagshreyfingin stöðugt meira í þá átt, að framleiðslan sjálf komist sem mest í hendur samvinnufélaga, með því móti verður neytandinn sinn eigin framleiðandi, og arðurinn af framleiðslunni eins og af verzluninni rennur til hans sjálfs í staðinn fyrir að lenda í höndura einstakra gróðafyrir- tækja og milliliða. — Hér á landi hefir samvinnufélagshreyfingin «hingað til aðallega verið á verzlunarsviðinu, og hefir hún einmitt á því sviði fyrir löngu fært mönnum heim sanninn um það, að hún er hið bezta bjargráð alþýðunnar Ltil efnalegs sjálfstæðis og með því þá einnig til annara framfara á öllum sviðum. — Hér á landi er það margsönnuð og óhrekjandi stað- reynd, að þær sveitir landsins, sem lengst hafa komist á þessu sviði og mestan samvinnuskilning og samvinnu- þroska hafa fengið, standa öðrum framar að allskonar framförum. — Samvinnufélagshreyfingin hér á landi hefir — eins og reyndar víðast hvar annarstaðar — átti við raman reip að draga, hefir orðið að berjast við margskonar misskilning, ófrægingar og úreltar skoðanir á fjárhagsmálum og félagslegum samtðkum; en það er gleðilegt og gott til þess að vita, að hún sigrast á þessum torfærum, eykst og margfaldast, svo að hún einnig hér á landi fer að sjá sér fært, ekki einungis að taka að sér vöruskiftin, en einnig framleiðslu bæði til útflutnings og ekki síður til notkunar inni f land- inu sjálfu. — Má í því sambandi benda á atvik, sem nú er að gerast einmitt hér, þar sem hið nýja smjör- líkisgerðarhús Kaupfélags Eyfirðinga bráðlega er fullgert, svo félagið getur tekið framleiðslu þessarar vöru í sínar eigin hendur; væri hægt að benda á ýmislegt annað þessu líkt, t. d. Niður- suðuverksmiðju Sláturfélags Suðurlands, mjólkursamlögin, sem munu verða fleiri og fleiri með ári hverju hér eftir, og margt fleira. Pó erum vér hér aðeins á byrjunar- stigi. — Aðrar þjóðir sem oss eru ríkari og fjölmennari eru af eðlilegum ástæðum komnar lengra áleiðis. í Danmörku, sem er það land, þar sem samvinnufélagshreyfingin hefir náð föstustum tökum og fest dýpstar rætur ekki sízt meðal bænda í sveitum, er keppt að því marki, að samvinnufélögin sjálf framleiði sem allra mest af vörum, sem notaðar eru; eiga þau nú einnig verksmiðjur, sem framleiða flestar eða allar helztu vörur, sem notaðar eru í landinu. SÖmu sögu væri hægt að segja frá fleiri löndum. — Ekki alls fyrir löngu var hér í blaðinu skýrt frá hvernig sænskir samvinnumenn losuðu sig undan oki smjörlíkisgerðar- hringsins, sem ætlaði að bjóða þeim afarkosti, með því að koraa sjálfir á fót smjörlíkisgerð, og voru svo fram- sýnir, að þeir létu ekki tælast af, þótt keppinautarnir byðu lægra verð, til þess að koma fyrirtækinu fyrir kattar- nef. — Nú nýlega hefir Samband norskra samvinnufélaga reist myndar- lega verksmiðju til smjörlíkisgerðár við Oslo. — Er það all vegleg bygging, sem liggur þannig, að þaðan er hið fegursta útsýni yfir bæinn ogfjörðinn. Fyrir utan smjörlíki er gert ráð fyrir að þar verði einnig framleiddar ýmsar aðrar vörur, eins og t. d. ávaxtasaft, ávaxtasulta og kryddvörur, Upphaflega var gért ráð fyrir að verksmiðjan mundi kosta um hálfa aðra miljón króna, en er hún var reist, sýndi það sig, að hún kostaði tæpa 1 miljón; og með því vélmagni, sem hún hefir nú, verður ársframleiðslan 4 milj. kg. smjörlikis. En rúm er þó svo mikið afgangs, að það verður hægt að setja inn vélamagn, sem aukið getur framteiðsluna svo hún verðl 10 milj. kg. um árið. Samband norskra samvinnufélaga rekur aðra smjörlíkisverksmiðju í Björg- vin — og ennfremur hefir sambandið á þessu ári komið sér upp skófatnað- arverksmiðju og stórri mjölverksmiðju, svo á því er hægt að sjá, að fram- leiðsian er á góðum vegi hjá norskum samvinnumönnum. Pessi dæmi, sem hér hafa verið nefnd, sýna hvernig hugsjónir sam- vinnumanna rætast í heiminum, og sömuleiðis hver máttur samvinnufélags- hreyfingin er. Andstæðingum hennar ætti smám saman að fara að skiljast það, að baráttan gegn henni er fyrir- fram dæmd til ósigurs, því að hún er barátta gegn félagslegri framþróun, sem byggir á einni af máttugustu hug- sjónum mannlegs anda, hugsjón þeirri, er býður mönnunum að þjóna hverjir öðrum og hjálpast að, í staðinn fyrir að troða hverjir aðra undir fótum í hinni harðvítugu samkeppni einstakl- ingshyggjunnar. — Pað sem skilur samvinnumanninn frá samkeppnismann- inum er fyrst og fremst þetta: Um leið og samvinnumaðurinn gagnar sjálfum sér, gagnar hann einnig öðrum, arður fyrirtækjanna dreifist og velmeg- unin vex hjá hverjum einstökum, sem er með í hreyfingunni — þannig verður það að minsta kosti, þegar til lengdar lætur. Hinn þar á móti þjónar peningun- um, og þvf raeiri peningar sem safnast saman í höndum einstaklinga, því minni verður velmegunin fyrir fjöld- ann. í þeirn átökum, sem sumir álfta að séu óumflýjanleg um þjóðfélagsskipulag- ið ínánustu framtíð, ættu hugsjónir sam- vinnumanna að vera líklegastar sigurs. -------O-------- Messur um Jólin: Aðfangadagskvöld: Akureyri kl. 6. Jóladag: Akureyri kl. 11 f. h. Lögmannshlíð kl. 2 e. h. Akureyri kl. 5 e. h. Annan í Jólum: Sjúkrahúsið og Kristneshæli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.