Dagur - 02.01.1930, Blaðsíða 4

Dagur - 02.01.1930, Blaðsíða 4
4 DAGUR I. tbL Jörðin Reykir á Reykjaströnd í Skagafirði er til kaups og ábúðar í næstu fardögum. A henni eru hús yfir 200 fjár, 18 hross, 7 nautgripi, auk bæjarhúsa. Par að auki 2 sjóbúðir og grindahjallur. Hlöður og votheysgryfjur fyrir 600 hesta heys. Heyfengur um 600 hesta. Mikið af túninu véltækt. Ágætt beitiland og viðarreki. Semja ber við undirritaðann eða Guðmund Ólafsson, Asi, Hegranesi. Keykjum 25. desember 1929. Ásgrímur Einarsson. ALFA-LAVAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd- uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa aitaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband ísl. samvinnufélaga. Læknafélag íslands hefir nú í haust vakið miður heppilega at- hygli á sér, með því að koma í veg fyrir að eitt læknahérað landsins fengi lækni. Mál þetta er svo alvarlegt, að þjóðin gétur ekki látið það afskiftalaust og verður í framtíðinni að reisa skorður við því, að slíkt geti komið fynr aft- ur. — Það væri ærið vafhugavert og hættulegt fyrir framtíð þjóð- arinnar, ef einhver stétf, þjóðfé- lagsins gæti með því að mynda félagsskap sett sig upp á móti stjórninni og lagt hömlur í veginn fyrir framkvæmdum hennar, og efast eg ekki um að allir hugsandi menn séu á einni skoðun um það, að' slíkt megi ekki viðgangast, hvað svo sem pólitík líður. Líti maður á embættaveitingai- lækna hjá fyrverandi stjórnum, þá efast víst fáir um, að þar hafa hagsmunir læknastéttarinnar ein- ir ráðið úrslitum, en alls ekki tek- ið tillit til þeirra, -sem að læknun- um áttu að búa; í það minsta hef- ir það verið svo hér 1 Reyðar- fjarðarlæknishéraði. Eg ætla ekki að fara að rifja upp þá rauna- sögu hér, þó hún væri þess verð, að landsmenn fengju að kynnast henni. Ástæðan til þessa frumhlaups læknafélagsins mun vera sú, að núverandi stjórn hefir gert það, sem sjálfsagt var að gera, sem sé að verða við ósk tveggja eða þriggja læknishéraða, að veita þeim læknum embætti, sem íbúar þessara héraða óskuðu eftir að fá. Það þykir nú orðið sjálfsagt, að sðknirnar fái að kjósa sér prest. Er það þá ekki ennþá sjálfsagð- ara að íbúar læknahéraðsins fái að kjósa sér lækni? Það vita þó allir, sem komnir eru til vits og ára, hvaða styrkur það er fyrir sjúklinginn, að geta borið fult traust til þess manns, sem á að stunda hann, sé það ekki, þá mun í mörgum tilfellum vera lítil bata- von. Þegar þjóðin er búin að kosta stórfé til að menta þessa menn og sjá þeim fyrir góðri lífs- stöðu mikinn part æfinnar, virð- ist það vera það minsta sem hún getur krafist, að fá að ráða hvort hún vill nota þá, eða hvað lengi. Hversvegna eiga líka, hvað þetta snertir, læknar að vera rétthærri en t. d. prestar? Hjá fyrverandi stjórnum hefir þeirri reglu verið fylgt, að láta elztu læknana sitja fyrir beztu embættunum, án tillits til þess, að hvaða gagni þeir kæmu sem læknar, sem þó að sjálfsögðu ætti að vera aðalatriðið; stundum meira að segja gegn megnri and- stöðu þeirra, sem lækninn áttu að nota. Hvað svona framferði er fordæmanlegt, þarf ekki að lýsa nánar, þar getur hver þreifað í sinn eiginn barm. Það væri líka meðal Molbúa-háttur, ef þjóðinni væri varnað að þafa full not af góðum lækni, bara vegna þess, að annar eldri, sem kannske ekkert hefir til síns ágætis annað en að vera nógu gamall, þarf að ganga fyrir. Eg vona að þessar aðgerðir læknaféiagsins verði til þess að opna augu þings og þjóðar fyrir því, hvað þetta veitingafyrir- komulag er orðið úrelt í lýðfrjálsu landi, og að Sjálfsagt sé á næsta þingi að undirbúa breytingu á þessari veitingalöggjöf þannig, að eftirleiðis verði læknaveitingar háðar sömu skilyrðum og nú gilda um veitingu presta. Með því móti er nokkur trygging fengin fyrir því, að beztu læknarnir gangi fyrir hinum. Það má búast við, að þessari uppástungu minni verði illa tekið af læknafélaginu, en það dugir ekki að horfa í það, því eg er viss um, að allur fjöldi landsmanna er á sömu skoðun og eg í þessu máli. Að endingu skal það tekið fram, að grein þessi er ekki ákrifuð af neinum kala til læknanna, sem margir eru stöðu sinni til mikils sóma; heldur einvörðungu af þeirri ástæðu, að hér, eins og ann- arstaðar, verða einstaklingshags- munirnir að víkja fyrir hagsmun- um fjöldans. Eskifirði í nóvember 1929. Einn af mörgum. ■ o---- F r éttir. Slcip ferat. Norska fiskitökuskipið Áslaug, sem var hér við land að taka fiskfarm í sig snemma í vetur, fórst nýlega við Spánarstrendur með farmi og allri skipshöfninni. Fjórir íslend- ingar eru sagðir að hafa verið a skip- inu. Þársstrandið. Frá því var skýrt 1 símfregnum í síðasta blaði, að 8 menn hefðu bjargast í land. Síðari fregnir herma, að þeir hafi aðeins verið d: 2. stýrimaður, 1. meistari, loftsiceytamað- ur og 3 aðrir. Komust menn þessir 5 björgunarbátnum í bát frá Skaga- strönd, er var á strandstaðnum, héidu síðan til Skagastrandar, til þess að sækja björgunartæki og gerðu tvær til- raunir næstu nótt, til þess að bjarga þeim 12, sem enn voru cftir í Þór. Höfðu þeir taug milli Skagastrandar- bátsins, sem f voru stýrimaður meistari og loftskeytamaður; björgunartilraun- irnar miáhepnuðust, og hvolfdi bátnum tvisvar, án þess þó að 'mannskaði yrði; gátu þeir ekki varist ólögum í myrkr- inu um nóttina og neyddust því til að fresta björgunartilraunum til morguns. Næsta morgun kom togarinn Hannes ráðherra og varðskipið Ægir á strand- staðinn. Var þá komið gott veður og brim farið að lægja; tókst þá Hannesi ráðherra að bjarga öllum mönnunum úr skipinu og leið þeim vel eftir ástæðum. Þór er talinn ónýtur. Hann var vá- trygður fyrir 120 þúsund kr. í ráði er, að vitaskipið Hei-móður taki upp starf Þórs við Vestmannaeyjar. Lækkun vaxta- Nationalbankinn danski hefir lækkað forvexti niður f 5%, sænski ríkisbankínn niður í 4%% ng Noregsbanki niður i 5%, Hjónaefni. Ungfrú Pálína Indriða- dóttir frá Fáskrúðsfirði og Hörður ó. Eydal, staz-fsmaður í Mjólkursamlagi K. E. A., opinberuðu trúlofun sína á aðfangadagskvöld jóla. Á Jóladaginn voru gefin saman í hjónaband Fanney Árnadóttir og Boye Holm verslunarstjóri. Slysfarir. Valdimar Kjartansson frá Völlum í Ölfusi varð úti fyrir jólin. Hann var nemandi í Laugavatnsskóla og var á leið heim til sín. í Húsavík 1 Steingrímsfirði brann nýlega fjós, ásamt hlöðu og heyi og 5 kúm, alt óvátrygt. Jón Þorbjarnarson' frá Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu fórst f snjó- flóði skömmu fyrir jólin. Hjónaefni. Ungfrú Ingibjörg Hall- dórsdóttir (söðlasmiðs) og Magnús Bjarnason (Einarssonar) hafa opinber- að trúlofun sína. Dánardægur. Nýlega eru látnar hér í bænum tvær gamlar konur, Soffía Amþórsdóttir og Lilja Bjömsdóttir. Soffía var orðin hálftíræð að aldri. Síóustu fregnir herma, að Rússar og Kínverjar hafi undirskrifað frið. Einar Jónsson, prófastur á Hofi í Vopnafirði, hefir sagt af sér prests- skap frá áramótum. Hann er elstur þjónandi prestur landsins. Vesturálma Hvíta hússins (forseta- bústaðarins) í Washington brann á að- fangadag jóla. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Fríðrik Ásmundsson Brekkan. Aðalstrati 16. Elephanf CiGARETTUR (Fíllinn) eru Ijúffengar og kaldar. Mest reyktu cigarettur hér á landi. ENSKU REYKTÓBAK- TEGUNDIRNAR Richmond. Wáverley. Glasgow. Capstan. Garrick eru góðkunnar meðal reykend- anna um land alt. í heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands. Prentsmiöja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.