Dagur - 06.03.1930, Qupperneq 4
44
DSÖUE
II. tbl.
Nýir ávexfir:
Epli, ágœiis tegund. Appelsinur, tvœr tegundir,
ágœtar, nýkomiði
Kaupfélag Eyfirðinga.
AUGLÝSING.
um legukostnað berklasjúklinga við sjúkrahúsið
»Gudmanns Minnk
Vegna þess að stjórnarráðið hefir með bréfi dags 6. febr, þ. á. úrskurðað,
að greiða einungis 4 — 5 króna meölag á dag með berklasjúklingum á sjúkra-
húsum landsins, og alls ekki neinar Ijóslækningar né ýmsan annan aukakostnað,
tilkynnist hér með sveitastjórnum og öðrum, sem hlut eiga að máli, að sjúkra-
húsið neyðist til að krefjast af þeim fulla ábyrgð á skilvísri greiðslu alls þess
kostnaðar fyrir berklasjúklinga, er fer fram úr nefndu meðlagi ríkissjóðs. Oildir
þessi krafa bæði um þá sjúklinga sem dvelja á sjúkrahúsinu og þá, sem fram-
vegis leggjast þangað inn.
Akureyri 20. febr. 1930.
f stjórnarnefnd sjúkrahússins »Oudmanns minni<.
Stgr. Matthiasson. Hallgr. Daviðsson. Stefdn Stefánsson.
Málninga vörur
— allar höfum vér fyrirliggjandi í miklu úrvali. —
ZINKHVITA venjuleg og »hrein«.
MISLIT MALNING af öllum litum.
Fernis. — ' Terpentína.
Lökk alskonar. — Pólitur.
Bronse og miðstöðfar ofnamálning. —
Pak-málning. — Botn-litur á járn- og tré-skip. —
Verðið þolir alla samkepni.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA.
ALFA-LAVAL 1878—1928.
í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd-
uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum.
ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf
verið á undan öðrum verksmiðjum með ný-
ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval
skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun
og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna.
Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir
3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það
að A L F A-L A V A L verði framvegis öll-
um öðrum skilvindum fremri að gerð og
gæðum.
Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til
mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur,
strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar.
Samband ísl. samvinnufélaga.
Ove Rode
um óskir Dana gagnvart Islandi.
»Politiken* skýrir svo frá, að þann
15. jan. sl. hafi félag róttækra vinstri-
manna í Kaupmannahðfn haldið há-
tíðiskvöld, sem helgað var íslandi.
Vegna þess að oss varðar það
"ialsverðu máli að vita nokkuð um
hug danskra' stjórnmálamanna i
vörn garð, ekki minst að því er
snertir afstöðu þeirra gagnvart ís
lenzkum óskum um breytingar á
núgildandi samningum um samband
landanna, skal hér drepið nokkru
nánar á þetta kvöld eftir frásögn
blaðsins:
Eftir að þjóðsöngvar beggja land-
anna höfðu verið leiknir, formaður
félagsins boðið mepn velkomna og
nokkrir íslenzkir stúdentar sungið
fáein lög, flutti sendiherra íslands,
Sveinn Björnsson, fyrirlestur um
framþróun íslenzku þjóðarinnar síð-
asta mannsaldurinn. Endaði hann
ræðu sína með að benda á hið
pólitíska ástand landsins eins og
nú stæði og að það hefði eldrei
staðið betur að vígi, til þess að
verða algerlega sjálfstætt, en ein-
mitt nú. — Framfarirnar hefðu auk
ið traust manna á því, að þjóðin
hefði nú fult þrek til að taka öll
sín mál í eigin hendur, að fulltrúar
allra flokka hefðu lýst því sama
yfir á þingi og að fyr eða seinna
hlyti það einnig að komast í fram-
kvæmd. Á eftir Sveini Björnssyni
talaði Zahle dómsmálaráðherra.
Dvaldi hann nokkuð við endurminn-
ingar sínar frá 1907, er ríkisþing-
mennirnir dönsku fóru til íslands
með Friðrik konungi áttunda. í
enda ræðu sinnar sagði hann: »Á
sínum tíma gat enginn vafi leikið á
því að vér áttum að láta að óskum
Islendinga, en meira gétum vér
heldur ekki gert á meðan samband-
ið á að standa. Segi þeir því upp, þá
getum vér ekkert gert á móti því
og það ætti ekki að brjóta neitt
skarð í vináttuna, þrátt fyrir að vér
óskum að sambandið sé svo innilegt
sem frekast er mögulegt. Eg bið
yður alla að standa á fætur og
hrópa þrefalt »lifi« fyrir hinu sjálf-
stæða íslandic.
Síðar, er menn sátu yfir borðum,
kvaddi fyrv. ráðherra, Ove Rode rit-
stjóri sér hljóðs og talaði um ósk-
ir Dana gagnvart Islandi, mælti hann
þá m. a.:
»Danska þjóðin sem heild mun
óska íslenzku þjóðinni til hamingju
í tilefni af hinni miklu, merkilegu-
og sögulegu 1000 ára hátið, er hún
nú getur haldið sem sjálfstæð þjóð,
sem hefir framtíð sína í eigin hönd-
um. Petta þýðir fyrir öll Norður-
lönd aukinn þrótt og meiri samúð.
Það myndast oft ný og sterkari
sambönd við að leysa gömul bönd
sem farin eru að valda óánægju.
Pegar samband Noregs og Svíþjóð-
ar uppleystist, litu skammsýnir á-
horfendur svo á að í því lægi veikl-
un á norrænni samheldni. Paðvarð
til þess að styrkja hana.
Pegar hið sameinaða dansk-ís-
lenzka ríki skiftist, álitu margir að
að hér væri um veiklun að ræða,
og að Danmörk ætti að neyta yfir-
burða sinna til að segja nei, — Pvf
— Guð varðveiti okkur — gagnvart
íslandi er Danmðrk hinn stærri og
sterkari aðili — kringumstæður, sem
vér annars naumast eigum á hættu
að komast í. — En sem betur fór
urðu þær skoðanir ekki ráðandi.
Nýtt samband milli tveggja sjálf-
stæðra ríkja og þjóða myndaðist.
Sambúðin á milli þeirra batnaði við
það, Norðurlönd styrktust. Hin fimm
norrænu ríki, sem innbyrðis eru hvert
öðru ólík, standa, þegar á þau er
litið utanað, sem frjálst bandalag,
sprottið af einni og sömu rót, sem
nokkurskonar þjóðafjölskylda. Pegar
krossfánar norðurlandaríkjanna 5 —
ailir með sama lagi og með mörg-
um sameiginlegum litum, blakta
hlið við með fánum annara Evrópu-
þjóða, sem ekki aýna neinn likan
innbyrðis skyldleika, þá eru þeir
því skiidir sem tákn hins norræna.
í Danmörku munu menn óska
að sambandið við fsland megi standa
í þeirri breyttu mynd, sem framþró-
unin gerir eðlilega og sem Sam-
bandslögin opna leið til að skapa.
I Danmörku geta menn litið svo á,
að slíkt samband verði gæfusamt
fyrir bæði ríkin og þjóðirnar, já,
menn geta ef til vill verið þeirrar
skoðunar, að íslandi væri það ekki
hvað sízt fyrir beztu. En vér erum
ekki í vafa um, að i því máli eru
danskar skoðanir ekki afgerandi.
Hiutverk vorl er ekki að vera neinir
ráðamenn yfir íslenzkum skoðunum.
Aðeins íslenzka þjóðin sjáif getur
sagt um það, hvað er framtíð henn-
ar fyrir beztu. Pess skýrara sem
vér gerum grein fyrir þessari af-
stöðu vorri, þess öruggara getur
íslenzka þjóðin tekið ákvörðun sína,
einungis bygða á þeim grundvelli,
hvað er framtíð hennar fyrir beztu,
án nokkurra áhrifa af tilfi nningu
fyrir, að skoðanir eða óskir annara
séu hindranir, sem þurfi að yfírvinna.
Sé engin tálmun þá hlýtur tilfinn-
ingin fyrir frjálsræói á eigin ábyrgð
að gera ákvörðunina sterka og óvil-
halla. Pað kennir öli sagan oss.
Pað sem Danmörk óskar íslandi
á þessu 1000 ára minningarári hlýt-
ur því að verða það, að hvernig,
sem íslenzka þjóðin í framtíðinni
lítur á samband sitt við Danmörku
í því ytra, þá haldi hún þó ávalt
áfram að varðveita stöðu sína sem
hinn norðvestlægasti útvörður Norð-
urlanda, í nánu sambandi við alt
það sem er sameiginlegt í menn-
ingarþroska Norðurlanda, að hún
auki samheldni Norðurlandaþjóð-
anna og styrki framsóknarverk þeirra
allra fyrir frelsi, frið og samvinnu
í heimsálfu vorri. Og að framtíð
hennar i flokki þjóðanna og banda-
lagi þeirra megi verða til þess að
afla henni gæfu og gengis, eins og
hin gamla, þróttmikla og merkilega
saga hennar gefur henni rétt til að
vænta.«
Skólaskylda barna. Næst síðasti bæjarstjórn-
arfundur samþykkti þá tillögu skólanefnd-
ar, að skólaskyldualdur barna í bænum
verði framvegis færður niður i 8 ár, og
komi þessi breyting til framkvæmda i
byrjun næsta skólaárs. Gert er ráð fyrir
því sem sjáifsögðu, að ríkissjóður gteiði
að sínum hluta laun þeirra kennara, sem
þarf að bæta við végna þessarar breytingar.
Obels
munntóbak
ar best.
Ritstjórar:
Ingimar Eydal.
Gilsbakkaveg 5.
Friðrik Ásmundsson Brekka*.
Aðalstræti 15.
Akureyri. Prentsm. Odds Björnssonar.