Dagur - 20.03.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 20.03.1930, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fiintu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Byfirð- inga. XIII. ár rT Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyi-ir 1. des. Akureyri, 20. Marz 1930. 14. tbl. Kúvefidinp^itialdsins. Pjóðkunnugt er það, að íhalds- flokkurinn á þingi barðist eins og grimmt ljón gégn því, að ríkið tæki ábyrgð á öllum skuldbindingum Landsbankans. Taldi flokkurinn það mikinn skort á ábyrgðartilfinningu að vilja hleypa ríkinu út f slíkan voða. Sömu stefnu var haldið fram úr liði Ihaldsins á síðasta þingi, þegar verið var að stofna Búnaðar- bankann með lögum. Ríkið mátti ekki taka ábyrgð á þeirri stofnun. Málskrafsskjóða flokksins, Magnús fyrrum dósent, líkti þeirri aðferð, að ríkið tæki ábyrgð bæði á Lands- bankanum og Búnaðarbankanum, við það, >þegar gálausir menn skrifa upp á hvern víxil«, þá færi að verða lítið gagn að ríkisábyrgð- inni, enda taldi M. J. ábyrgðina á Búnaðarbankanum beina »árás< á Landsbankann, og það þótt banka- ráð Landsb. hefði veitt hugmynd- inni uni stofnun Búnaðarbankans eindiegin meðmæli sín. En þegar fslandsbanka var lokað f byrjun febrúar þ. á. kom nokkuð annað hljóð f strokkinn hjá fhalds- liðinu. Bankinn bað ríkið að ábyrgjast fyrir sig 35 miljónir: Svar íhaldsins var: Já, já, við viljum að ríkið ábyrgist þessar 35 miljónir. — Er nú ekki réttara að láta meta hag bankans, áður en ríkið er látið ganga i þessa miklu ábyrgð? spurðu andstæðmgar íhaldsflokksins.— Sei, sei, nei, þess þarf ekki, svaraði fhaldið. Við viljum láta rikið taka 35 milj. kr. ábyrgð fyrir íslands- banka athugunar- og rannsóknar- laust. Þegar engin von var um að þess- ari frekjufullu ábyrgðarkröfu yrði sinnt, sneri thaldið sér að varatillögu bankastjórnarinnar. Við sláum 25 miljónum af ábyrgðarkröfunni, sögðu íhaldsmenn. Samkvæmt þvi átti ríkið að ábyrgjast 10 miljónir athugunar- og rannsóknarlaust. Þetta niðurboð á ábyrgðinni fékk engan byr utan íhaldsflokksins. Um þessa frekju íhaldsmanna fyrir hönd erlenda hluthafabankans farast kvennablaðinu »Brautin< svo orð: »Pað verður ekki á þetta mál minst, án þess að vita stórlega Sjálfstæðisflokkinn og blöð hans fyrir framkomu þeirra í málinu, sem að voru áliti er lftt verjandi. Peir heimta, að landið taki á sig stórkostlegar ábyrgðir fyrir bankann, sem kunnugt er um að er mjög illa staddur, og það' sem verst er, þeir vilja takaásig þessar gífurlegu ábyrgðir, án þess að fram fati ná- kvæm rannsókn á hag bankans. Með öðrum orðum, þeir vilja í blindni leika sér með lánstraust landsins og ábyrgð ríkissjóðs, án þess að hafa nokkra vissu fyrir þvi að hægt sé að bjarga bankanum eða ekki. Peir vilja leggja að órannsðkuðu máli ef til vill tugi miljóna ábyrgðir á herðar alþýðu, sem er að sligast undir sköttum og skyldum, til þess að bjarga við töpum jafnvel erlendra lánardrottna, sem hölðu öll skilyrði til þess að sjá sjálfum sér borgið í tíma og mega þvi sjálfum sér um kenna hvernig komið er. Slík framkoma Sjálfstæðisflokksins er ekki heilbrigð og sýnist hér ætla að endurtaka sig hið sama, sem skeði hér fyrir nokkrum árum, þegar isl. stjórnin kastaði mestum hluta af miljónaláninu enska i ís- landsbanka, án þess að láta þá fara fram fullnaðarrannsókn á bankanum, og reis^ hann þá svo við að til frfimbúðar yrði. Hér á að fara aftur eins að ráði sínu, það á að fórna öllu, án þess að gera sér nákvæma grein fyrir hvort sú fórn kemur að verulegu gagni. »Sporin hræða«, segir máltækið, það virðist ástæða til þess að al- þýða manna hræddist að fylgja þeirri leið, sem Sjálfstæðismenn hafa stungið upp á í þessu máli, því nóg er þegar tapað vegna vanrækslu hinna leiðandi manna á nákvæmri rannsókn, áður en hjálp hefir verið veitt«. Til skýringar skal það tekið fram, að alstaðar þar sem »Brautin« talar um »Sjálfstæðisflokk« og »Sjálfstæð- ismenn«, á blaðið við Ihaldsflokk- inn. Pað, sem hér að ofan er tilfært eftir »Brautinni«, er gott sýnishorn þess, hvernig jafnvel þeir, sem standa nærri íhaldsflokknum, líta á framkomu íhaldsmanna í banka- málinu. Eins og kunnugt er, urðu enda- lyktir íslandsbankamálsins þær, að afgreidd voru lög um »Útvegs- banka ísiands h. f.«,' Útvegsbank- inn verður stofnaður með 1l/2 milj. kr. hlutafjárframlagi úr ríkissjóði og einni milj. kr. "sem aflað sé með hlutafjársöfnun innanlands. Heimilt er að bankinn taki við starfrækslu og stjórn Fiskiveiðasjóðsins. Hinsvegar leggur rlkissjóður ís- landsbanka til 3 milj. kr. af enska láninu sem forgangshlutafé gegn að minsta kosti 1 ‘/2 milj. kr. forgangs- hlutafé innanlands og a. m. k. 4J/2 milj. kr., er lagt sé fram sem for- gangshlutafé eða áhættufé frá lán- ardrottnum bankans erlendis. Peg- ar þessum skilyrðum er fullnægt, rennur íslandsbanki inn I Útve|»s- bankann og hættir að vera til sem sjálfstæð stofnun. Verði skilyrðun- um hinsvegar ekki fullnægt, fer fram skiftameðferð á búi íslands- banka. Núverandi hlutafé íslands- banka verður afskrifað þegar i stað og hlutabréfin feld úr gildi. Með þessari niðurstöðu málsins greiddu allir íhaldsmenn á Alþingi atkvæði að lokum, að einum und- anskildum (Einari á Geldingalæk). Skömmu eftir Iokun íslandsbanka skrifaði J. J. dómsmálaráðherra grein f Tímann og sagði þá meðal annars: iíslandsbanki hefir átt að vera fiskiveiðabanki íslands, en verið illa rekin, sem raun ber vitni um. Nú er stofnaður búnaðarbanki fyrir for- göngu Framsóknarmanna. Lands- bankinn hefir verið gerður að virki- legum þjóðarbanka fyrir forgöngu hins sama flokks. Priðja verkefnið bíður þeirra, sem hafa nógan kjark og manndóm til þess að sigrast á stórum erfiðleikum. Pað er að láta rfsa úr rústum hins hrunda,- er- lenda, ógiftusamlega spekulantions- banka, trausta, örugga lánsstofnun fyrir sjávarútveginn*. Af niðurstöðu málsins, sem drep- ið hefir verið á hér að framan, má sjá, að stefna dómsmálaráðherrans hefir sigrað. Með stofnun Útvegs- banka íslands er verið að reisa trausta, örugga lánsstofnun fyrir sjávarútveginn á rústum hins hrunda fslandsbanka. En kúvendingar íhaldsmanna á Atþingi í bankamálunum eru hinar hjákátlegustu. Peir byrja með þvi að hefja harðvítuga andstöðu gegn allri rík- isábyrgð á Landsbankanum og Bún- aðarbankanum. Næst vilja þeir með miklu offorsi skella; á 35 milj. kr. rikisábyrgð vegna íslandsbanka að óathuguðu máli. Pað er fyrsta kúvendingin. — Pegar það fæst ekki, ætla þeir að láta sér nægja 10 milj. kr. ábyrgð. Par kemur önnur kúvendingin. Enn sætta þeir sig við, að rfkis- sjóður leggi aðeins 3 milj. kr. af enska láninu i forgangshlutafé til fslandsbanka með ákveðnum skil- yrðum — þriðja kúvending — og þegar þeim skilyrðum sé fullnægt, pá hætti Islandsbanki að vera til. Pað er fjórða kúvendingin. Fimta og síðasta kúvending t- haldsins i bankamálinu er í þvi fal- in, að loks sætta þeir sig við að samþykkja, að Islandsbanki skuli tekinn til skiftameðferðar, ef áðurnefndum skilyrðum verði ekki fullnægt, »Vér brosum* yfir endalokum bankamálsins, segja íhaldsmenn í Morgunblaðinu. Pað er sannarlega ekki að ástæðulausu, að þeir brosa að sjáffum sér, þegar þeir líta yfir farinn veg. »Vér höfum unnið stór- sigur í íslandsbankamálinu« láta fhaldsmenn blöð sín hrópa. í sam- bandi við þann sigur (!) hefðu þeir gott af að hugleiða orð Pyrrusar konungs, er talið var að hann hefði sigrast á Rómverjum. Pau orð voru á þessa leið: »Vinni eg aftur slík- an sigur, þá er úti um mig«. -..—o— - S ims keyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Rvík 13. marz. Réttarrannsókn fer fram út af heimsókn Helga Tómassonar til dómsmálaráðherrans. Rannsóknar- dómari er Pórður Eyjólfsson Iög- fræðingur. Varðskipið Ægir hefir tekið tvo enska botnvörpunga; fékk annar þeirra 1000 kr. hlerasekt, en hinn 15 þús. kr. sekt og allt upptækt; var þar um ítrekað brot að ræða. Búist er við að annari umræðu fjárlaganna verði lokið í nótt, en að þriðja umræða fari fram á mánu- daginn kemur, og að þá hefjist eld- húsumræður. - Jónas ráðherra er farinn að taka þátt í þingstörfum. Vestmannaeyjum: Færeysk skúta sigldi á vélbátinn Nonna nú í vik- unni, skamt frá Eyjum. Nonni sökk þegar. Fjórir skipsmanna björguð- ust upp á skútuna, en sá 5., sem var Færeyingur, drukknaði. Berlin: Rikisþingið hefir lagt fulln- aðarsamþykt á Youngsamþyktina. London: Búist er við, að flota- málaráðstefnunni verði lokið í næstu viku. •. 14. marz. Önnur umræða fjárlaganna stóð til miðnættis; þá hófst atkVæða greiðsla og stóð í tvær stundir. Breytingatillögur voru 100, þar af Iiðlega 60 frá fjárveitinganefnd; voru þær allar samþyktar, nema tvær. Hækkað var framlag til nokkurra vega, svo sem Kjósar- Blönduhlíð- ar- og Biskupstungnavegar, um 5000 kr. til hvers. Framlag til einka- síma í sveitum var hækkað um 10 þús. kr., en liður um nýjar síma- lagningar lækkaður úr 150 þús. nið- ur i 100 þús. kr„ en tekin upp 75

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.