Dagur - 20.03.1930, Blaðsíða 2
54
DXGUB
14. tbl.
mmm'nmmmimm
I Fata-tau I
frá Klæðaverksmiðjunni »Gefjun« eru
hlý og endingargóð.
Mikið úrval hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga.
SliiiiiiftttiiiiiiiiiiiiiftlS
Rvík 19. marz.
Myndastofan
Oránufélagsgötu 22 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Gaðr. Funch-Rasmussen.
þús. kr. fjárveiting til að kaupa
fjölsímatæki milli Rvíkur og Akur-
eyrar. Kvað fjölsímatæki gera sama
gagn og þrjár nýjar línur. Til end-
urbóta Hóladómkirkju voru veittar
1000 kr. Sandgræðslustyrkur var
hækkaður úr 30 þús. í 40 þús. kr.,
og framlag til skóggræðslu úr 10
þús. í 16 þús. kr. Styrkur til raf-
orkuveitu í almenningsþarfir var
hækkaður úr 10 þús. í 16 þús. kr.
Af tillögum einstakra þingmanna
voru fáar samþyktar. Til Húnavatns-
vegar voru samþ. 15 þús. kr., til
lofttalsstöðva á Horni og ísafirði
10 þús. kr.; til bryggjugerða og
lendingarbóta alls 97 þús. kr., en
var áður 20 þús. kr. samkv. frum-
varpinu. — Kamban fékk 2000 kr.,
en Laxness féll. — Feld var tillaga
frá þingmönnum Skagfirðinga um
75 þús. kr. styrk til raforkuveitu
um Skagafjörð, og felt að hækka
stórstúkustyrkinn upp í 15 þús.
með 16 atkv. gegn 8.
15. marz.
Morgunblaðið í dag birtir yfirlýs-
ing frá þingmðnnum Sjálfstæðis-
flokksins, þar sem þeir visa á bug
öllum aðdróttunum um það, að and-
stöðuflokkur núverandi stjórnar hafi
átt nokkurn þátt í því, að álit Helga
Tómassonar um geðbilun dóms-
málaráðharrans kom fram, en telja
hinsvegar Helga rétt og skylt að
skýra forsætisráðherra eða forseta
Sameinaðs þings frá því, ef hann
sem sérfræðingur teldi síg hafa rök-
studdan grun um, að maður í svo
ábyrgðarmikilli stöðu, sem dóms-
málaráðherra, væri geðbilaður! —
Sig. Eggerz hefir gefið séryfirlýs-
ingu, þar sem hann telur sér nægja
að lýsa því yfir, að hann telji það
móðgun við þjóðina að gefa í skyn,
að andstððuflokkur stjórnarinnar
eða einstakir þingmenn í flokknum
leitist við að fá sérfræðing, til þess
að gefadómsmálaráðherrasjúkdóms-
vottorð, sem notað sé í pólitískri
baráttu.
Tíminn í dag birtir ávarp, undir-
skrifað af liðlega 3000 manns, að-
allega i Reykjavík. Er ávarp þetta
traustsyfirlýsing og samúðar til
dómsmálaráðherra út af geðveikis-
aðdróttuninni. — Dómsmálaráðherra
hefir birt þakkargrein í sama blaði.
Nýtt frumvarp, um heimild
fyrir ríkisstjórnina til að reisa
byggingu fyrir Háskóla íslands á
árunum 1934—1940, er fram
komið.
Prumvarp Erlings um útflutn-
ingsgjald af síld var rætt í efri
deild og að því loknu var því vís-
að til stjórnarinnar.
Þriðja umræða fjárlaganna
hefst á morgun.
Innflutt í febrúar fyrir kr.
3.333.215.00. — Ágætur afli síð-
ustu viku. — Ægir kom í gær-
kvöld með togarann Belgaum,
tekinn í landhelgi. — Timburhús-
ið Skógar á Skildinganesi brann í
nótt.
Bjarni Símonarson prófasur á
Brjánslæk varð ' nýlega bráð-
kvaddur.
Póllandsstjórn hefir beðist
lausnar. — Sérfræðinganefnd í
Ermarsundsgangamáli hefir skil-
að skýrslu og leggur til að ráðist
verði í verkið. — Kommúnista-
flokkurinn rússneski hefir fyrir-
skipað að hætta trúarbragðaof-
sóknum. — Primo de Rivera, fyr-
verandi einvaldsherra á Spáni, er
látinn af hjartaslagi í París.
------o-----
Fréttir.
Leikfélag Akureyrwr er nú búið að
sýna »Æfintýrið<c 5 sinnum við sæmi-
lega — og vaxandi — aðsókn, húsið
fult síðast er sýnt var. Alþýðusýning
með niðursettu verði (kr. 1.00 og 1.60)
verður haldin á laugardaginn á venju-
legum tíma.
Bjami Bjama8on læknir ætlar að
hafa söngskemtun í Akureyrar-Bíó
annað kvöld (föstud. 21. þ. m.). Er
Bjarni læknir vinsæll söngmaður og
mun óefað marga fýsa að heyra hann
á sjálfstæðri söngskemtun.
Hafís. Tíðarfarið um þessar mundir
hefir þótt benda á, að ís væri nálægur,
enda . hefir reyndin orðið sú. Fyrir
skömmu sást hafís frá Grímsey. 1 gær
var iðulaus stórhríð í eyjunni, en rofaði
þó til um stund, og sást þá ísinn kominn
fast að eyjunni, en ekki verður um sagt
hversu mikil brögð eru að honum.
Borgarstjári í Reykjavík hefir verið
kosinn Knud Ziemsen með 8 atkvæðum,
eða eins atkvæðis meirihluta.
i » « t«
Aflalaust hefir verið með öllu hér á
Eyjafirði um langan tíma. í byrjun
þessarar viku kom »Sjöstjarnan« hlaðin
fiski vestan frá ísafirði og bætti úr
fiskþörfinni í bráðina.
Ljós og skuggi. Einn af varafulltrú-
um íhaldsins, sem sat á síðasta bæjar-
stjórnarfundi, lét í umræðimum þar orð
falla um, að »fsl.« væri ekki orðinn ann-
að en skuggi — líklega þá »Eintalsins«
sem sumir nefna »NorðL« — Að sögn
er þó skin þessa mikla ljóss farið að
verða stopult. — íhaldsmenn verða því
að sætta sig við að vera í »skugganum«.
Sakamálarami8Ókn hefir verið hafin
gegn Olaf Olsen, þeim er sat í gæzlu-
varðhaldi fyiir skömmu vegna hús-
brunans í Hrísey.
-----o-----
* íí
„Oeysir .
Það hefir verið fremur hljótt
um söngflokkinn »Geysir« nú
langa hríð, og það svo, að jafnvel
þó hann hafi látið eitthvað til sín
heyra, hefir þess naumast verið
getið að neinu opinbei'lega, og get-
ur það varla talist réttmætt, þar
sem það þó er viðurkent, að ekki
sé völ á betri eða meira göfgandi
skemtun, hér í bæ, en einmitt
söng hans.
Nú síðast söng »Geysir« á laug-
ardaginn var í Samkomuhúsinu
og á mánudaginn í Nýja-Bíó. —
Þótt leiðinlegt sé, bæjarbúa vegna,
að verða að viðurkenna það, þá
verður maður þó að játa, að að-
sóknin var langt frá því sem
skyldi — á mánudagskvöldið
naumast meira en hálft hús. Gæti
það bent á að háttvirtir bæjarbú-
ar mettu annað meira en fagrar
listir, þótt í boði séu. Er það illa
farið, ef vér gerum það, sem í
voru valdi stendur, til þess að af-
sanna það hrós, sem vér sjálfir —
og reyndar aðrir líka — hafa
stundum borið á oss fyrir tiltölu-
lega hátt menningar- og menta-
stig, sem þjóðin ætti að standa á.
Tilvera söngflokks sem er svo
vel æfður, og framkvæmir hlut-
verk sitt svo vel sem »Geysir«, ber
oss góðan vitnisburð um menn-
ingu. En oss má ekki gleymast
það, að tilvera slíks söngflokks
einnig og aðallega byggist á á-
huga almennings fyrir starfsemi
hans.
Eins og vænta mátti fór söngur
»Geysis« mæta vel í þetta sinn —
já, svo vel, að sem heild má kalla
það ágætt, enda hafði hann á
söngskrá sinni sum meðal áhrifa-
mestu og fegurstu laga, sem á
Norðurlöndum hafa verið samin,
eins og t. d. Griegs »Sjá þann
hinn mikla flokk« (Den store
SJáLFBLERUHfi týndi eg nýlega.
Sigrídur Baldvinsdóttir,
Strandgötu i.
hvide flok), og Stenhammars
»Sverige« — af íslenzkum lögum
voru einnig mörg ágætis-lög og alt
vel með farið. Áhi'ifamest var
vafalaust lagið: »Sjá þann hinn
mikla flokk« — en þó skorti nokk-
uð á þann hátíðlega fjálgleik, sem
í laginu felst og á innri hita (tem-
perament) í meðferðinni; ef til
vill getur það legið nokkuð í sjálf-
um textanum, sem engan veginn
nær frumkvæðinu einmitt í þess-
um afar-áríðandi atriðum frá list-
rænu sjónarmiði séð — en auðvit-
að getur slíkt aftur haft sín áhrif
á meðferð textans í söng —;
annars er það einmitt »tempera-
ment«, sem oftast vantar í ís-
lenzka list. — Um hið hrífandi
fagra og karlmannlega lag Sten-
hammars við þjóðsöng Svía er það
að segja, að meðferðin mistókst
nokkuð sökum framburðarvillu í
fyrstu línu. Það getur nú verið að
einhver brosi að þessu og finnist
það fremur smásmuglegt að fara
að setja út á framburðarvillu í
þessu sambandi, en sannleikurinn
er sá, að þar sem lagið er svo
hnitmiðað einmitt til þess að nota
hvert hljóð í textanum, eins og
hér á sér stað, þá má engu hljóði
sleppa, engu bæta við, til þess að
lagið veiklist ekki í meðferðinni
og áhrifin tapi sér.
Um hin lögin er ekkert nema
gott að segja. — Griegs »Non*öna
folket« er kempulegt lag og ein-
söngurinn vel og rösklega sunginn
af Bjarna Bjarnasyni lækni. Sö-
dermans »1 bröllopsgárden« hefir
flokkurinn sungið áður og jafnau
farið vel með það, þó líklega aldrei
betur en nú. Sama má segja um
ýms önnur lög, en eg vil í þetta
sinn láta mér nægja að benda á
»Móðurmálið« eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, sem var snildar-
lega sungið. _
Að lokum vil eg taka það fram,
að það sem hér hefir verið sagt
ber ekki að skilja sem neinskonar
ádeilu, heldur sem vinsamlegar
athugasemdir og auðmjúkar bend-
ingar, sem réttir hlutaðeigendur
þó kannske gætu haft ofurlítið
gagn af að taka til íhugunar.
Þökk fyrir sönginn »Geysir«.
B.
Æfisaga Snœbiarnar i Hergilsey, fyrri
parturinn er nýlega út kominn hjá Bóka-
verzlun Þorsteins M. Jónssonar. Er hér
um mjög merka bók að ræða fyrir margra
hluta takir, sem vonlegt er, þar eð höf-
undur hennar er maður spakur og einn
tneðal merkustu núlifandi alþýðumanna.
Bókar þessarar verður nánar gétið innan
skams.
Carbolineum,
Koltjara,
Þaklakk
fæst hjá
TÓMASI BJÖRNSSYNI.