Dagur - 25.04.1930, Side 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir *1. júll.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
«ii ••e
XIII. ár;
Afgreiðsian
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
*• ••••••«•••••
•••••••••••••
Akureyri, 25. Apríl 1930.
-• • -•-•-«h#-#-#--#
í 20. tbl
-•-•-•-• •
77/ kaupenda og lesenda „DAGS“.
Kaupemlum ug lesendum D A G S er hér meÖ bent d þaö, aÖ sú
breyting verÖur á útkomu blaösms, aö fyrst um sinn, unz önnur
ráöstöfun veröur gerö, kemur aö öllu forfallalmisu út af því auka-
blaö á hverjum mánudegi. — BlaÖiö kemur þannig fyrst um sinn
út tvisvar í viku, á mánwdögum og fimtudögum.
Þeir, sem koma vilja auglýsingum í mánudagsblaöiö, eru vinsam-
legast beönir að skila þeim helzt á laugardagskwöld og ekki síöa/r en
kl 10 f. h, á mánudögum. — Auplýsingar í fimtudagsblaöiö þurfa
eins og hingaö til dö koma helzt á miðvikudag og aldrei síöcvr en kl.
10 f. h. á fimtivdag. — Eins og áöur hefir verið tilkynt, hefir gjald-
keri blaðsins, Ámi Jóhannsson í Kaupfél. EyfirÖinga, alt stcvrf, er
aö auglýsingum lýtur, meö hönd/um fyrir blaöið. — Auk hans má
þó skila auglýsingum til annarshvors ritstjórans og í Prentsmiöju
Odds Bjömssonar eins og aÖ undanfömu.
Næsta blaö kemur út á mánudag.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Aðalfundur félagsins var haldinn
í Nýja-Bíó hér á Akureyri dagana
14, —16. þ. m. og stóð þannig yfir
í 3 daga. Fundarstjóri var kosinn
Davið Jónsson hreppstjóri á Kroppi
og varafundarstjóri Pórhallur Ás-
grímsson bóndi á Þrastarhóli. Skrif-
arar fundarins voru Halldór Guð-
laugsson bóndi í Hvammi og
Tryggvi Konráðsson bóndi í Brag-
holti. Á fundinum voru mættir 85
fulltrúar af 87, er kjörnir höfðu
verið heima i deildunum. Auk þess
í árslok 1928.
voru mættir 5 stjórnarneíndarmenn,
framkvæmdarstjóri félagsins og end-
urskoðendur, og þar að auki sátu
fundinn margir aðrir kaupfélags-
menn.
Framkvæmdarstjóri lagði fram
endurskoðaða reikninga félagsins
fyrir síðasta ár, skýrði þá og gerði
glögga grein fyrir hag félagsins og
ástæðum við síðustu áramót.
Innstæður í eftirtöldum sjóðum
félagsins voru sem hér segir:
í árslok 1929. Vöxtur á árinu.
Stofnsjóður 495 þús.
Innlánsdeild 402 —
Varasjóður 139 —
Tryggingarsjóður 45 —
Fyrningarsjóður 87 —
Byggingasjóður 64 —
Sambandsstofnsjóður 85 —
Skuldatryggingarsjóður 3 —
kr.
597 þús. kr.
412 - -
181 - -
48 - -
101 - -
111 - -
101 - -
5 - -
102 þús.
10 -
42 -
3 -
14 -
47 -
16 -
2 -
kr.
Samtals 1320 þús. kr. 1556 þús. kr. 236 þús. kr.
Nemur þá vöxtur ofangreindra
sjóða á síðasta ári hátt upp i fjórð-
ung milj. kr.
Allir sjóðirnir að undanskildum
tveimur hinum fyrst töldu, eru
óskiftilegir. Nam upphæð þeirra um
síðustu áramót 547 þús. kr., eða
nokkuð yfir helming miljónar. Skifti-
legu sjóðirnir, Stofnsjóður og Inn-
lánsdeild, eru eign einstakra félags-
manna, og voru þeir samtals
rúmlega ein miljón á sama tíma.
Innieignir félagsmanna í viðskifta-
reikningum við aðalverzlunina og
útibúið á Dalvik voru við reiknings-
lok 295 þús. kr. og er það 35 þús.
kr. hærra en i fyrra. Á árinu hafa
því innstæður félagsmanna i Stofn-
sjóði, lnnlánsdeild og viðskiftareikn-
ingum aukist um 147 þús. kr.
Við áramót voru peningar í sjóði
266 þús.; er það 47 þús. kr. hærra
en í íyrra.
Gömlu skuldirnar frá 1921, sem
upphaflega voru um hálfa miijón
og á sínum tíma ollu nokkrum
áhyggjum, eru nú komnar niður i
29 þús. kr., hafa lækkað um 11
þús. kr. á árinu. Eru þær nú ekki
lengur áhyggjuefni, þar sem sjóður
sá, er stofnaður var tii þess að
mæta skakkafðllum af völdum þeirra,
er nú 19 þús. kn hærri en skulda-
upphæðin sjálf.
Vörusala félagsins vár á árinu
sem hér segir:
Alls hefir félagið selt vörur innan-
lands fyrir 3.147.000 kr.; en árið
1928 var samskonar sala 1.917.000
kr. Hefir því innanlandssala á vörum
hækkað um 1.230.000 kr.
f sölu þessari er ekki meðtalin
innanlandssala sláturfjárafurða frá
sláturhúsi félagsins, né sala frysti-
síldar frá frystihúsinu.
Innlendar afurðir að frádregnum
vörum, sem Kjötbúðin hefir keypt,
hafa verið teknar til sölumeðferðar
fyrir alls 1.561.000 kr.; en árið
1928 fyrir 1.282.000 kr.; mismunur
279 þús.
Vörubirgðir i árslok af frádregnum
afföllum voru rúmlega 1 milj. kr.
Úthlutaður arður til félagsmanna
af ágóðaskyldri vöruúttekt þeirra
var 11%.
Eftirstöðvar sláturhússreiknings
nægðu til þess að kjötframleiðend-
um væri bætt upp kjöt sitt 1929
með 15 au. á kg. og gærur með
10 au. á kg. Var það samþykt.
Afgangurinn yfirfærist til næstaárs.
Ennfremur var samþykt að eftir-
stöðvum ullarreiknings yrði varið
til uppbótar á ull með 20 au. á kg;
llppbætur af innlendunj vörum
og óúthlutaður arður af erlendum
vörum var 66,500 kr. hærri en
næsta ár á undan.
Helstu nýjar framkvæmdir félags-
ins á sfðasta ári eru þessar:
1. Lokið byggingu Mjólkursam-
lagsins og vélauppsetningu.
2. Endurbót gerð á frystihúsi og
bryggju á Oddeyrartanga.
3. Reist að nokkru nýtt verzlunar-
hús á Torfunefi.
4. Gerður fiskreitur og reist
geymsluhús á Gleráreyrum.
5. Reist að nokkru smjörlíkisverk-
smiðja í Grófargili.
6. Reist nýtt sláturhús á Dalvík.
Má af þessu sjá, að félagið hefir
ekki haldið að sér höndum um
verklegar framkvæmdir á árinu.
Auk þess, er að framan greinir,
skal enn getið nokkurra samþykta,
er fundurinn gerði.
Samþykt var að veita ungmenna-
félögum í Öngulstaðahreppi 2000
kr: styrk til sundskálabyggingar í
hreppnum.
Samþykt, að nýir félagsmenn
leggi allan ágóða af vöruúttekt
sinni í Stofnsjóð, þangað til inn-
stæða þeirra í sjóðnum er orðin
300 kr. Er þetta gert til öruggari
tryggingar viðskiftum þeirra við
félagið.
Rá var og samþykt s^ð stofna
»félagsráð«, skipað einum manni
úr hverri deild félagsins. Skulu þeir
kosnir á aðalfundum deildanna til
eins árs í senn og sömuleiðis vara-
menni Ráðið skal mæta á fundum
stjórnarinnar, minst einu sinni á
hverjum ársfjórðungi. Skal stjórnin
að jafnaði, og þegar því verður við
komið, leggja öll nýmæli um rekst-
ur og framkvæmdir félagsins fyrir
félagsráðið til álita. Félagsráðið ber
fram áhugamál deildanna og ræðir
þau ásamt stjórn og framkvæmda-
stjóra og kynnir starfsemi félagsins
heima i deildunum.
Tillögur komu fram á fundinum
um itakmörkun tölu fulltrúa á aðal-
fundum félagsins en mjög voru
skoðanir skiftar um það mál og
lauk því svo að þvi var slegið á
frest með rökstuddri dagskrá, til
þess að deildunum gæfist færi á
að taka það til nýrrar athugunar.
Þá lagði sljórnin fyrir fundinn
uppkast að reglugerð um eftirlauna-
eða lífeyrissjóð fastra starfsmanna
félagsins. En þar sem deildum fé-
lagsins hafði ekki gefist kostur á
að hafa það mál til athugunar, sam-
þykti fundurinn að fresta úrslitum
þess til næsta aðalfundar.
Á fundinum flutti Ólafur Jónsson
framkvæmdastjóri mjög fróðlegan
fyrirlestur um rækfun iands. Var er-
iridi því vel tekið af fundarmönn-
um og spunnust nokkrar umræður
út af því.
Eitt fundardagskvöldið var fund-
armönnum sýnd kvikmynd af sam-
vinnuhreyfingunni í Svfþjóð. Eins
og kunnugt er, er samvinnuþrosk-
inn kominn á hátt stig þar í landi.
Úr stjórninni gengu formaður fé-
lagsins Einar Árnason fjármálaráð-
herra og varaformaður félagsins
Ingimar Eydal, en voru báðir end-
kosnir.
Ennfremur var 1. endurskoðandi,
Stefán Stefánsson, endurkosinn.
Til þess’ að mæta sem fulltrúar
félagsins á aðalfundi S. f. S. voru
kosnir þessir aðalfulltrúar: Bene-
dikt Guðjónsson á Moldhaugum,
Þórarinn Eldjárn á Tjörn, Vilhjálm-
ur Pór kaupfélagsstjóri og Július
Ólafsson í Hólshúsum. Ennfremur
voru kosnir tveir aukafulltrúar, þeir
Stefán Stefánsson á Varðgjá og
Valdemar Pálsson á Möðruvöllum.
Fyrir nokkrum árum lét gáfaður
kaupmannssonur í Eyjafirði þau
orð falla, að Kaupfélag Eyfirðinga
hefði verið drýgri lyftistöng fram-
fara og félagsþroska á félagssvæð-
inu en nokkuð annað. Síðan þau
orð voru töluð, hefir félagið magn-
ast að vexti og þrótti, og vantar
nú ekki nema herzlumuninn tií
þess, að það með eigin veltufé geti
rekið starfsemi sína, óháð öllum
öðrum en sjálfu sér. Pegar því.
marki er náð, er einum þættinum í
hugsjónastarfi .Hallgrims Kristins-
sonar fullnægt.