Dagur - 01.05.1930, Side 1

Dagur - 01.05.1930, Side 1
DAOUR kamur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlf. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Ejrfirð- inga. ••••••••••< XIII Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. - •••••••• •-••••• • • • •- Akureyri, 1. maí 1930. 22. tbl. III. Til sannindamerkis um að hér er ekki farið með mál gripið úr lausu lofti, eða ástæðulausar á- deilur og getsakir í garð þess minnihlutans á þingi, sem íhalds- menn skipa, skal bent á það, að öll þau þing, sem Framsóknar- flokkurinn var í stjórnarandstöðu á þingi, að einu ári undanskildu. tóku eldhúsdagsumræðurnar aldrei yfir meira en einn dag (1925 tvo daga) og stjórnarandstæðingar, sem þá voru, stiltu umræðunum svo í hóf, að þeir jafnvel stund- um fólu einum einasta ræðumanni að hafa orð fyrir flokknum, til þess að tefja þingstörfin sem allra minst — þannig var það ár- in 1926 og 1927, er núv. forsætis- ráðherra Tryggvi Þórhallsson einn deildi á stjórnina af hálfu Framsóknar. Síðan íhaldsmenn komust í minni hluta hefir lítið borið á slíkri nærgætni. Þvert á móti, — í fyrra komst tala eld- húsdaganna upp í fimm, og æti- uðu þá bjartsýnir menn að há- markinu væri náð, en hvernig fór? Á þessu merkisári 1930 tóku eld- húsverkin 9 daga — og nú er ekki vert að spá neinu um framtíðina, að nminsta kosti ekki á meðan ræðuskörungar íhaldsins, sem nú eru, eiga sæti á þingi. Allan þennan óratíma hefir þingið verið tafið í vetur að á- stæðulitlu, aðeins til þess að nokkrir íhaldsmenn hefðu þá skemtun að heyra sjálfa sig tala; — en dýrt er það fyrir þjóðina þetta íhaldsspaug, og það þótt að- eins sé litið á bein útgjöld, sem af því leiða: Fjöldi manns — um 70 — starfar við þingið með fullu dagkaupi — og þar við bætist prentunarkostnaður á öllum þess- um ræðum, því auðvitað eykst prentunarkostnaður á Alþingis- tíðindunum alveg gífurlega sök- um þeirra. Til samanburðar á afstöðu flokkanna í þessu atriði er eftir- farandi skýrsla (hún birtist í »Tímanum« fyrir skömmu), at- hyglisverð fjrrir almenning. Eldhúsræður Framsóknaríl. 1925-27 Ræðu- Ræðu- Dálkar menn fjöldi alls 1925 6 9 62 1926 1 4 14 1927 1 1 ‘/4 Alls 8 14 76»/4 Meðaltal %Vi 4 */a 251/4 Eldhúsræöur íhaldsmanna 1928-29 Ræðu- Ræðu- Dálkar menn fjöldi alls 1928 9 17 186'/2 1929 10 21 261 Álls 19 *38 447 >/2 Meðaltal 91/2 19 2233/4 Skýrslan sýnir að meðaltal dálkafjölda og þar af leiðandi líka kostnaður af eldhúsræðum Fram- sóknarfl. á 3 árum, þegar hann er í stjórnarandstöðu, er aðeins rúm 11% af því, sem íhladsmenn hafa eytt fyrir þjóðinni í 2 ár, sem þeir hafa verið í sömu afstöðu. — ó- reiknaður er dálkafjöldi og kostn- aður við ræðurnar í ár; en auð- sjáanlega verður það miklum mun meira en áður eru dæmi til. Þótt þetta ef til vill þyki ekki mikið, þá er það samt gott dæmi þess, hversu sárt þessum þing- mönnum tekur til ríkissjóðsins og þeirra mörgu fátæklinga í land- inu, sem greiða kostnaðinn fyrir vaðal þeirra í sköttum og tollum. IV. Væru nú þessar ræðúr nokkur menningarauki fyrir þingið og þjóðina, væru þær almenningi til fróðleiks og skilningsauka á opin- beru lífi og þingmálum í heild sinni, þá væri sök sér þótt miklu sé til þeirra kostað af almanna fé- En ekki er því að heilsa; eftir því sem bezt verður séð af þeim, sem birzt hafa, er uppistaðan í þeim rakalausar dylgjur og getsakir í garð ráðherranna og ívafið rang- færslur,. rökvillur og blekkingar. — Það einasta sem þær hafa til síns ágætis er, að þær á einn hátt sanna hina eðlisfræðilegu kenn- ingu um hringferð efnanna: Þær hafa staðið í dálkum íhaldsblað- anna, hverfa þaðan í heilabú f- haldsþingmanna, endurfæðast gegnum munn þeirra og hverfa aftur í dálka íhaldsblaðanna — og afrit birtist í Alþingistíðindunum — »atter og fram det er lige langt«, sagði Peer Gynt. — Um þetta atriði fórust forsæt- isráðherra þannig orð í svarxæðu sinni til Magnúsar Jónssonar (mánud. 24. marz): »Þá ætla eg að víkja nokkrum orðum að því, sem hv. 1. þm. Reykv. sagði um eldhúsdaginn og þýðingu hans. Hv. þm. gat þess réttilega að . við hefðum ólíka skoðun á þýðingu þess dags. Hv. þm- áleit hann þýðingarmikinn og alvarlegan dag. Hann áleit eldhús- daginn sérstaklega góða sögulega heimild. Verð eg að segja, að mér virðist það ekki fara vfel á því, að prófessor í sögu við háskólann skuli leggja slíkt mat á það, hvað séu góðar sögulegar heimildir. Eg er ósammála hv‘. þm. því að mér virðist þessi eldhúsdagur vera eins og Fnnir fyrri. Þeir hafa aðallega verið þannig, að hv. stjórnarandstæðingar háfa tekið heila dálka upp úr Morgunbl. og látið prenta þá í Alþingistíðind- unum. Hv. þm. kom líka með heilan árgang af Morgunbl. eðá ísafold og lagði hann á borðið hjá sér, þegar hann fqi- að tala. Nú er það lýðum ljóst hversu góð söguleg heímild greinarnar í Morgunbl. eru- Og ekki verða þær betri fyrir þnð, þó að þær séu endurprentaðar í Alþing'.stíðind- unum. Eg lít á eidhúsdaginn, eins og hv. stjórnarandstæðingar stunda eldamenskuna nú, sem ómerkilega tilraun til að lengja þingið. f fyrra var hann ekkert annað en það, að prenta upp það, sem blöð íhaldsmanna höfðu flutt árið á undan. Þessvegna álít eg, að það hefði verið miklu einfaldara fyrir þessa hv. þm. að merkja þá dálka með rauðu, sem þeir vilja láta prenta upp, og koma með þá þannig í prentsmiðjuna, heldur en að vera að slíta sér út á því að vera að tala þetta hér á Alþingi og þreyta okkur á því að hlusta á þá«. Þegar farið er að athuga þessai' »söguheimildir« — eldhúsræður í- haldsmanna á þingi, og þá eink- um höfuð gagnið, ræðu Magnúsar Guðmundssonar fyrv. ráðherra, þá kemur í ljós, að hún er í ríkum mæli það sem fjármálaráðherra Einar Árnason sagði um hana í lok fyrstu svarræðu sinnar: »full af hógværum blekkingum og rök- villum í nær hverju atriði«. Hér er ekki rúm eða tækifæri til að fara út í alla þessa löngu ræðu; skal aðeins bent á nokkur höfuð- atriði þessu til sönnunar: V. M. G. gerði mikið úr að forsæt- isráðhei'ra hefði lánað kaupmanní. einum í Reykjavík 300.000 kr- úr »Brunabótafélagi íslands«. Fór hann um þetta mörgum miður góðgjömum orðum og sem naum- ast urðu skilin öðru vísi en sem dylgjur um óheiðarlegleika í garð ráðherrans. Svar ráðherrans við þessarj árás er á þessa leið: »Eg verð að segja að þetta var það illgjarnasta, sem kom fram i ræðu hv. þm., og hv. þm. veit vel hvernig á þessu stendur. Það var einn af hans kunnustu fylgis- mönnum, sem lagði til að stjórn' Brunabótafélagsins fengi heimild til að gera þetta til þess að reyna að bjarga allmiklum fjármunum fyrir B runab ó> tafé lug Isljinds.* Forstjóra Brunabótafélagsins fyrverandi mun ekki hafa gengið annað til en þetta. Ef hv. þm. því óskar að ræða þetta frekar, þá getur hann fengið allar upplýsing- ar um þetta mál hjá þessum sam- herja sínum«. Þetta svar er svo ótvírætt, að það þarf engrar skýringar við. Það virðist liggja í augum uppi, að M. G. hafi reynt til að blekkja með því að skýra rangt frá for- sendum — sem honum þó voru kunnar. -----o---- I Imimi saminn. 45,000 heimili i höf- uðstað Svíaveldis standa að kaupfél. „Stockholmu. Sá sem bjh í Stockholm eða er þar á ferð, hlýtur að taka eftir, að á bak við merkið, K. F. S., sem táknar »Konsumtionsföreningen Stockholm* geymist lifandi og starf- andi veruleiki. Á götum úti, þar sem umferðin er mest, rekur mað- ur hvað eftir annað augun í bíia merkta þessum stöfum innan um alla vagnaþvöguna. Og komi mað- ur inn í sporvagn, þá mæta stafirn- K. F. S. þar augum og minna á tilveru félagsins, því þar standa þeir á glugganum öðrumegin — og undir stendur upplýsing um að félagið eigi 176 búðir, sem verzli með lífsnauðsynjar í bænum. Yfir töluna 176 er þó alstaðar strikað, og hún Ieiðrétt i 232. — Af þessu er hægt að skilja, hvílíkur vöxtur er í félaginu — og ennþá betur þegar þeirri upplýsingu er bætt við, að talan 232 er þegar úrelt — búðirnar eru 239 — eða kannske enn fleiri nú, er þessar línur eru skrifaðar. —'Aðeins þetta sýnir, að hér er að ræða um hreyfingu, sem hefir þróun tímans með sér í rík- um mæli. * L<?turbreyting blaðsins.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.