Dagur - 01.05.1930, Blaðsíða 4
84
D AGUR
22. tbl. .
maðurinn< í haust, var höfundur
hennar þess ásjáandi við slátrun
hesta niðri á Oddeyri, að hestur
var þar leiddur fram eða ýtt áfram
af 5 mönnum fram á sláturvöllinn,
þar sem lágu skrokkar af öðrum
hestum, flegnum eða háliflegnum. ]
Aumingja skepnan stympaðist við
af öllum mætti, svo af því er óhætt
að ætla, að hún hefir vitað hvað
var að gerast og að hún mundi
eiga að hljóta sömu afdrif.
Svona lagað hefir verið látið líð-
ast óátalið fram að þessu; ef til
vill af því að almenningur kallar
þetta >skynlausar< skepnur og ger-
ir sér ef til vill ekki nægilega ljóst,
að þær hafi eins mikið vit og eins
næmar tilfinningar eins og er, en
nærri mér er að álykta, að menn-
irnir, sem t. d. voru þarna að verki
hafi vitað að hesturinn var fullur
hræðslu og örvæntingar.
Slíka menn ætti að draga fyrir lög
og dóm og hegna að verðleikum.
Ef engin lög eru til, sem ná yfir
slikt, þarf að semja þau nú þegar.
Eg vona að öllum skiljist það
$mátt og smátt, að eftir þvi sem
menn fara betur með öll þau dýr,
sem eru undir þeirra umsjá, að því
meiri ánægju veita þau eigendunum
og þess meiri arð hafa þeir af þeim.
Svo er það athyglisvert, að menn
bera ekki síður ábyrgð á illræðis-
verkum þeim, sem koma fram á
hinum ýmsu dýrum, en þeim sem
þeir beita hver gagnvart öðrum.
Pað eru ótal dæmi, sem mætti
tilfæra um tilfinningar hinna ýmsu
dýra, t. d. um móðurást þeirra, sem
virðist vera mjög sterk, og einnig
um hugvit þeirra og fleira. Pau
ganga jafnvel móti hættum og dauða
til að verja afkvæmi sín. Hugvit
sýna þau ýms bæði í byggingarlist
o. fl., og fyrirhyggju sýna ýms dýr
f því að safna sér vetrarforða og í
fleiru, svo að öllu athuguðu finst
mér ekki rétt að nota orðið skyn-
laus um dýrin, en aftur á móti ó-
hætt að slá því föstu, að þau hafi
Sál þó á lægra stigi sé en hjá mönn-
um.
Eitthvert skáldið hefir sagt: »Milli
manns og hests og hunds hangir
leyniþráður<. — En eg vil taka það víð-
tækara óg segja, að það hangi leyni-
þráður milli allra skapaðra * skepna,
alt frá manninum og jafnvel niður
að hinum lægstu dýrum; alt sé ein
keðja og í hinu dásamlegasta sam-
ræmi frá Skaparans hendi.
Að endingu vildi eg geta þess
að mér finst hlutverk mannsins hér
á jörð eigi að vera það að lina
þjáningar, þar sem hann með nokkru
móti getur komið því við, en nota
sem min$t hann getur vit sitt og
yfirburði dýrunum eða hinum minni
máttar til ofsóknar, og alls ekki til
grimdaræðis eða kvalar eða mis-
þyrmingar, og allra síst á þeim mál-
lausu og varnarlausu dýrum, þ. e. s.
ef hann vill að nokkru leyti lifa í
samræmi við hinn kærleiksfulla Skap-
ara alls. — Umfram alt, sýnið dýr-
unum miskun og mannúð, og ef
þér þurfið nauðsynlega að taka líf
þeirra, þá gerið það á drengilegan
hátt og kvalalausan.
Jón Jakobsson.
-----o——
ENSKU
REYKTÓBAKS-
TEGUNDIRNAR
Richmond.
M/averley.
Glasgow.
Capstan.
Garrick
eru góðkunnar rneðal reykend-
anna um land alt.
í heildsölu hjá
Tóbaksverslun Islands.
P i 1 s n e r
2ezi— Ódýrast.
Innlent
Perlur.
Annað hefti af mánaðarriti þessu
er komið út. í siðara heftinu er
skýrt frá því. að ritið muni koma
út annanhvern mánuð, en ekki
mánaðarlega, eins og ætlunin var í
fyrstu.
f síðara heftinu er fyrst kvæði
eftir Jakob Thorarensen, og nefnist
það »Skuldheimtumaðurinn<. Pá
kemur saga eftir sama höfund:
»Örðug straumhvörf*. Pá er smá-
sagan »Dansleikurinn< eftir Alexand-
er Kielland, grein um Ásmund
Sveinsson myndhöggvara eftir Davíð
Porvaldsson og fylgja myndir af
nokkrum listaverkum Ásmundar.
Pá er »Vermihúsið«, smásaga eftir
Ouy de Maupassant, »Bátur minn
er. brotinn«, kvæði eftir Loft Guð-
mundsson, »Presturinn og kölski«,
saga eftir rússneska skáldið Dosto-
jevski, »í afturelding«, kvæði eftir
Ouðna Jónsson, »Koma skipstjór-
ans«, saga, »Frá hæstu tindum«, 6
myndir, og að lokum »Kímni« og
verðlaunagetraun.
Allur frágangur á ritinu er hinn
prýðilegasti eins og áður, og í alla
staði er það aðlaðandi bæði að
útliti og efni.
------O". —
UPPBOÐ.
Laugardaginn þann 17. maí n. k. verður haldið opinbert upp-
boð að Öldu í Saurbæjarhreppi og hefst það kl. 12 á hádegi.
Par verða seldir allskonar búshlutir og ef til vill eitthvað af
skepnum. — Uppboðsskilmálar verða birtir á staðnum.
Öldu 28. apríl 1930.
Tómas Saldvinsson.
Tilkynning
Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar krefst þess hér
með, að allir .bátar, sem vátrygðireru hjá félag-
inu, hafi, er þeir liggja við festar í höfn, legu-
færí, ekki léttari né grennri en hér segir:
Bátar undir 6 tonna, atk. minst 75 kg. 45 faðm. keðju 16 mm. að gildl.
Do. fráó—9 — do — 100 - 45 — do 18 — - —r
Do frá 9—12 — do — 125 - 45 — do 20 — - —
Petta tilkynnist hér með hlutaðeigendum til
eftirbreytni.
Akureyri, 28. Apríl 1930.
Stjórn Vélbátasamtryggingar Eyjafjarðar.
1 Kristjánsson, Helgi Pálsson, Oddur Siourðsson.
Herkúles.
Bændur, athugið vel hvort þér getið komist af
án vélavinnu við heyskapinn.
Kaupið HERKULES heyvinnuvélar\
þær svíkja engan. Fjöldi meðmæla frá ánægðum
notendum víðsvegar um land alt, er til sýnis
á skrifstofu vorri.
Samband islenzkra samvinnufélaga.
Ritstjórar:
Fi-iðrik Ásmundsson Brekkan.
Aðalstræti 16.
Ingimar Eydal.
munntóbak
Obels
er best.
Prwatsmiðja Odda Bjðnwaotuu*.