Dagur - 30.05.1930, Síða 2
f 112
DSCrUR
32. tbl.
kostamaður og karlmenni, sem
skólastjórar skyldu altaf vera, Án
karlmensku og hugdirfðar verða
þeir hvorki svo hreinskilnir né
né röggsamir sem nauðsyn ber til.
Eg greini hér nokkur dæmi þess,
hvern hug nokkrir nemendur hans
bera til hans, hversu þeir bera honum
söguna. Guðmundur skáld Frið-
jónsson ritar: »Jón Hjaltalín var
stjórnvitringur — í yfirráðum sín-
um við skólann. Fyrir honum ber
eg virðingu og því meiri sem eg
hefi auðgast að árum«. Jón Gauti
Pétursson, bóndi á Gautlöndum,
ritar: »Víst er það trúa mín, að
fáir nemendur, sem nokkurs er um
vert, hafi haft þar skólavist til lang-
frama svo, að þeir eigi mótuðust
nokkuð af persónustyrk Hjaltalíns
og metti hann því meir á síðan,
sem lífið færði þeim fleiri hnetur
að brjóta«. Var Hjaltalín þá tekinn
mjög að bila að kröftum og heilsu,
er Jón Pétursson var nemandi hans.
Hann var í skólanum tvö siðustu
stjórnarár Hjaltalins. Árni Jóhanns-
son, bankaritari í Reykjavík, segir:
»Sérstaklega er mér Ijúft að minn-
ast rektors, J. A. Hjaltalíns, með
virðingu og þakklæti. Ágætari skóla-
stjóra get eg vart hugsað mér. Né
heldur betri kennnara«. Benedikt
Björnsson, skólastjóri á Húsavík,
kemst svo að orði: »Jón A. Hjalta-
lín var mikill að vallarsýn, svipstór
og alvarlegur, en þó flestum mönn-
um skilningsbetri á ótamda fjör-
spretti æskumanns og trúandi á
það, að fella mætti þá orkustrauma
í fasta farvegi til átaka í þarfir nýtra
verka, enda leiddu áhrif Hjaltalins
til persónulegrar ábyrgðar-vitundar
og sjálfsaga. Og áhrif Hjaltalíns
sem stjórnanda eða leiðtoga reynd-
ust mér drýgri til þroska en áhrif
hans sem kennara, nema í íslenzku.«
Björn Hallsson, fyrv. alþm. á Rangá
austur, skrifar: »Enginn vandalaus
maður hefir haft eins mikil áhrif á
mig og Hjaltalín skólastjóri, sem
var bæði ágætur kennari og mikil-
menni sem skólastjóri og leiðtogi
ungra manna. Hann var allra manna
hreinskilnastur, karlmenni í hugsun
og framgöngu og fastur fyrir. Menn
báru virðing fyrir honum og tilýddu
honum sem skólastjóra*. Guðmund-
ur Magnússon, bóndi í Arnarnesi
við Eyjafjörð, ritar: »Pau áhrif
hafði skólinn á mig, að mér óx
þar bæði einurð og kjarkur — — —
Pessi áhrif þakka eg fyrst og fremst
kennurunum, einkum skólastjóra
J. A. Hjaltalín, sem var, að mínu
áliti, ágætur að stjórna og hafði
mikil drengskaparáhrif á pilta, því
hann var þéttur á velli og þéttur í
lund, og hann lagði meiri stund á
að v e r a drengskaparmaður en að
sýnast fyrir mönnum og þannig
vildi hann uppala nemendur sína«.
Guðmundur Guðmundsson, hrepp-
stjóri á Púfnavöllum, ritar: »Hjalta-
lín var alvörumaður og enginn
veifiskati; hafði sem stjórnandi flesta
þá kosti, sem hafa þarf«. Gísli
Helgason, bóndi í Skógargerði aust-
ur, lýsir honum þannig: »Peir
bættu hvor annan upp (o: Hjalta-
lín og Stefán Stefánsson, síðar
skólameistari). Hjaltalín var ramm-
islenzka kjarnmennið, sem gaf eitt-
hvað bjargfast, óbifanlegt að styðj-
ast við«. Halldór Stefánsson, alþm.,
kveður svo að orði um skólavist
sína: »Um skólann og skólavistina
hefir mér verið lang-minnisstæðast
#...# + ##-####### #-#-# #-• # ♦ #
stjórnarhættir skólastjóra, Jóns A.
Hjaltalíns. Hefi eg jafnan dáðst að
hinum næma skilningi hans á sálar-
lífi ungmenna, sem fram kom i því,
hversu frábært lag hann hafði á
að sameina stjórn sína á hinni
frjálshuga og ærslafullu æsku —
án þess hún fyndi sér misboðið í
nokkru — og vekja hénni mann-
dóm og metnað. Neytti hann og
hins sama lags í kenslu sinni,
svo að nemendur höfðu hennar
hin beztu not, þrátt fyrir það þótt
hann hefði ekki aðra kennarahæfi-
leika með afburðum (að mínum
dómi)«. Hermann Valdimar Guð-
mundsson, bóndi í Vallanesi í
Skagafirði, ber honum þenna vitnis-
burð: »J. A, Hjaltalín var orðlagð-
ur reglumaður í stjórn skólans.
Var það oft svo, ef einhver ólæti
voru meðal pilta í skólanum, að
Hjaltalín þurfti ekki annað en koma
fram á meðai þeirra, sem ókyrrir
voru, og líta á þá með þögn. Pá
féll alt niður í dúnalogn. Nemend-
ur báru yfirleitt mikla virðingu
fyrir honum«. Páll Bergsson, kaup-
maður í Hrisey, ségir um skóladvöl
sína: »Mér varð nokkru Ijósara,
þegar á leið æfina, hvað umgengni
við kennara mína, þá Hjaltalín og
Stefán Stefánsson, kom mér að
góðum notum. Tel eg þar fyrst
Hjaltalín, sem sníða vildi úr okk-
ur námsveinum aðalsmenn hrein-
Iegs og göfugs hugsunarháttar
— — — Hann áminti okkur seint
og snemma um að vera, en ekki
»sýnast« og hníflaði óspart alt of-
læti í hugsun og breytni«, Sveinn
Ólafsson, alþm. i Firði í Mjóafirði,
ritar: »Áhrif skólavistarinnar á æfi-
kjör mín virðast mér allmikil ver-
ið hafa, bæði gagnleg og góð
— — — En djúptækust áhrif á
mig hafði skólameistari Jórt A.
Hjaltalín-----------Hann var djarf-
ur og hreinskilinn drengskapar-
maður, spakur að viti, heilráður
og hagorður, en hversdagslega
»glaðr og reifr««. Á kenslu Hjalta-
líns lýkur Sveinn og lofsorði. En
fagurlegast minnist Möðruvallavist-
ar sinnar og húsbóndans þar Valdi-
mar Snævarr, skólastjóri á Norð-
firði. Hann segir þannig frá nytj-
um af námi sínu þar: »a. Skólinn
vakti hjá mér djúpstæða og varan-
lega mentaþrá og löngun til að
læra meira. b. Skólinn skóp mér
trú á sjálfan mig Og mína eigin
máttugleika. En jafnframt hvatti
hann mig til dáða og dreng-
skapar i ölium greinum. c. Skól-
anum á eg að þakka góða fræðslu
í ýmsu. Hann einn allra skóla sá
mér fyrir undirbúningi undir lífs-
starf mitt — kensluna — og brynj-
aði mig þeim kjarki, að mér hefir
auðnast að umbera allar þrenging-
ar hinnar lítilsmetnu barnakennara-
stöðu í 27 ár«. — — — »Er mér
næst skapi að halda, að áhrifin
megi rekja til allra aðiljanna, kenn-
ara, námsgreina, félagsskapar og
skólabrags. Pó stendur skólameist-
ari Jón A. Hjaltalín eins og »klett-
ur úr hafinu«, að mínu áliti, í þessu
sambandi. Hann mótaði mig dýpst
og varanlegast og þá allra helzt í
kenslustundunum, en einnig í við-
ræðum og daglegri umgengni. Per-
sóna hans, hins silfurhára lávarðar,
sem í senn var merkilega íhalds-
samur og djarf-róttækur að hætti
enskra fyrirmanna (?) kendi okkur
býsna mikið, honum óafvitandi þó«.*
Af hverjum eiginleikum stafa
þessir glæsilegu vitnisburðir, er
gamlir gagnfræðingar gefa meistara
sínum? Hér verður drepið á
örfá atriði til svars við slíkri
spurningu. En henni verður ekki
svarað, nema getið verði meginat-
riða úr sögu hans, mentunar hans
og undirbúnings undir æfistarf sitt.
Eigi er undarlegt, þó að sumir
kenni dulrænna tilfinninga, er þeir
virða fyrir sér æfiferil merkra manna.
Stundum virðist svo, í fljótu bragði
að minsta kosti, sem eitthvert ann-
að vit en sjálfra þeirra ráð hafi
valið þeim hlutverk þeirra á leik-
sviði lífsins. Pessi grunur kviknar
af því, að langan tíma bjuggu þeir
sig undir höfuðstarf lífs síns, án
þess að þeirr vissu slíkt eða ætl-
uðu sér slíkt. Mörg æfiár þeirra,
vinna og mentun varð að undir-
búningi undir starf, sem þá gat
ekki órað fyrir, að þeim yrði falið
eða þeir gegna myndi langan aldur
og yrði óðal þeirra, minnisvarði
og skapaþúfa. Þetta sannast á Jóni
A. Hjaltalín. Hann dvelst fjórtán ár
með Bretum og Skotum. Á þeim
tíma veittist honum einhver hinn
ákjósanlegasti undirbúningur undir
enskukenslu, skólastjórn og forustu
ungra íslendinga á fyrstu vaxtar-
og þroskaárum þjóðlífs vors, er
vér loks höfðum öðlazt löggjafar-
vald. En hann gat þó ekki, fyrr en
allra seinast, haft hugboð um, að
fyrir hónum lægi slíkt starf.
Jón Ai Hjaltalín var Vestfirðing-
ur að ætt og uppruna. Hann var,
sem margir merkustu menn þjóðar
vorrar, prestssonur. Hann var af
prestum kominn í marga kynliðu.
Hann fæddist á Stað í Súgandafirði
21. marz 1840. Ungur fór hann í
eina latínuskóla landsins á þeirri
tíð. Námsmaður var hann góður.
Hann varð stúdentmeð 1. einkunn
1861, prestaskólakandídat 1864,
einnig með 1. einkunn. Fram að
þessum tíma fetar hann þjóðbraut
íslenzkra embættismannaefna. Hann
hlýtur það lof, sem ferðamenn
hljóta, er þeim sækist skjótt og vel
ferð um þann Langadal. Hann virð-
ist álitlegt borgaraefni, sem hann
og var. Er slíkt altaf vel, en aldrei
bezt, aldrei hiö æðsta. En nokkru
síðar en hann er kominn á enda
námsbrautar, fer hann út af þjóð-
veginum. Hann hélt ekki áfram,
fór ekki upp í prestsembætti og
prédikunarstól. Tvö ár fæst hann
við kenslu í Reykjavík. Var hann
þá þegar, að sögn, ekki algerlega
kirkjutrúarmaður. Arið 1866 leggur
hann í langferð, sem á þeim árum
var fátið meðal íslenzkra presta-
skólakandidata, þótt ekki væri hún
algerlega dæmalaus. Hann fór með
konu sinni til Englands. Atii hann
þar þó enga atvinnu vísa. Sést af
slíkri víkingaför, að í ýmsu hefir
honum verið ólíkt farið skólabræðr-
um og félðgum.
Jón A. Hjaltalín kvæntist ungur.
Hlaut hann glæsilegt gjaforð, Guð-
rúnu, dóttur Jóns landlæknis Por-
steinssonar. Var það skollans lag-
lega gert af prestling, að ná í iand-
læknisdótturina og í móðurætt
* Kaflar þessir eru úr svörutn við fyrir-
spurnum, er eg gerði til margra gagn-
fræðinga um hag þeirra af námi þeirra
á Möðruvöllum eða i ikólanum hér á
AWureyri,
komna af æðstu höfðingjaætt lands-
ins, Stephensens ættinni. Var henni
á unga aldri við brugðið fyrir feg-
urð, fjör og yndisleik. Svo kvað
Matthías um hana látna:
»Pað sannlega sýndist þjóðum,
sem svanur úr Norðurheim
með Braga blíðustu Ijóðum
sér birtist í svanna þeim«
En ekki varð hjúskapurinn hon-
um að sama skapi til gæfu, sem
hann var álitlegur í öndverðu, og
varð margrætt um. Öllu slíku virð-
ist hann tekið hafa með jafnaðar-
geði. Hann hirti lítt um almanna-
dóma. Var honum að slíku styrkur
í skólastjórn. Hjúskapur hans varð
skaphöfn hans undirbúningur undir
skólastjórn hans.
Ætla má, að konu hans hafi
ekki verið gefið um að gerast
prestskona á útkjálkabrauði né
fram til dala. Ef til vill hefir slíkt
hvatt hann til utanfarar. Eiríkur
Magnússon hafði þá fyrir nokkrum
árum ráðist utan. Siíkt hefir getað
ýtt undir. En mestu hefir, án efa,
ráðið um utanför hans útþrá og
æfintýrahugur, djarfur og frjáls í
sönnustu merkingu þess hins mjög
misskilda orðs. Utanför hans sýnir
bæði kjark og áræði. Hann fékst
á skólaárum sínum við kveðskap.
Sá órói, sem bar hann utan, var
náskyldur Ijóðlund hans og Ijóð-
hneigð. En það er merkilegt að
Ijóðgáfa hans studdi hann með
Bretum. Enn kom það íslendingi
vel erlendis, að kunna að yrkja,
eins og slikt gagnaði Agli, Hall-
freði og Sighvati. Hjaltalín gekk
fyrir Victoríu drottning og flutti
henni kvæði, sem hann kallaði Sig-
rúnarkviðu (Victoríu kallaði hann
Sigrúnu). Hann hafði hið mesta
gagn af drottningarkviðu sinni.
Framan af bjuggu þau hjón við
krappan kost í vesturvíking. Héð-
an frá rýmkaðist hagur hans. Hann
fékk atvinnu við bókasafn í Edína-
borg. Hann gat sér góðan orðstír
fyrirvinnubrögðogframkomu. Hann
kyntist mögru stórmenni hinnar
voldugu stórþjóðar og átti tal við
suma hina mestu andans menn, er
þá voru uppi, t. d. Carlyle. Finna
má dæmi þess, að merkum Bret-
um gazt vel að þessum landa vor-
um, hæfileikum hans, mannkostum
og dugnaði. Veittu þeir honum
meðmæli um bókavarðarðarstöðu,
er hann ásamt 19 Englendingum
sótti um. Voru fyrst teknir fimm
og síðan tveir þessara umsækjenda,
er úr skyldi velja. Svo nærri komst
Hjaltalín stöðu þessari, að hann
varð annar. Bretinn varð hlutskarp-
ari. En það sýnir traust á Hjalta-
lín, útlendingnum norðan frá fs-
landi, að hann varð annar í röð
í þessu tvítuga kapptefli.
Pess er ekki getið, að Jón A.
Hjaltalín hafi sérstaklega kynt sér
enska skóla. Pó hafði hann af
þeim nokkur kynni. Fóstri hans og
frændi, Ásgeir Sigurðsson, aðal-
konsúll í Reykjavík, sótti skóla í
Edínaborg. Hefir mér skilizt á
konsúlnum, sem Hjaltalín hafi ekki
allskostar getizt að kenslu þar. Hann
lét brezka menning ekki blinda sig^
En þótt hann i Skotlandi eða Bret-
landi byggi sig ekki undir skólastjórn
né kenslu, urðu fjórtán dvalarár
hans þar honum hinn frjóasti und-
irbúningur undir menningarstarf
hans norður í Hörgárdal. Hann
öðlaðist það vald á brezkri tungu,