Dagur - 30.05.1930, Síða 3

Dagur - 30.05.1930, Síða 3
32. tbl. DAGUR 113 sem átti þátt í, að hann var um skeið mesti og bezti enskukennari lands vors. Hann hefir manna mest um sína daga aukið ensku-kunnáttu í landinu. Porvaldur Thoroddsen segir um Hjaltalín, að langdvöl utanlands hafi ekki fágað hann »að neinum mun« og »ekki tekið af honum hið íslenzka sveitasnið«. Hjá þvi fer samt ekki, að hann hafi að nokkru sniðið sig eftir þeim félagsskap, sem hann lengi hafðist við í. Hann var og óvenju-fyrirmann- legur, bæði á svip og í framgöngu. Hann var í senn alþýðlegur og fyrirmannlegur. Hvorttveggja, fyrir- menskan og alþýðleikinn, studdi hann í stjórn. Fyrirmenskan skóp honum virðing nemenda, bljúg- leik þeirra og eftirlæti við hann. Alþýðlegt orðbragð og alþýðlegt snið nálægðu honum nemendur, létti þeim viðræður og viðkynning við hann. Enn hefir Jóni Hjaltalín vaxið skapstyrkur og persónu-máttur á svo langri utanlandsdvöl. En án nokkurs þróttar og geðstyrks fær enginn stjórnað né leiðtogi verið. Árásum á skólann, bæði frá nem- öndum og öðrum öfundarmönnum, svaraðí hann með þeim drengskap og höfðingskap, að þegja við þeim og sitja fastur við sinn keip, breyta í engu stefnu né rás. Hann virðist losað hafa sig úr viðjum, er mörg- um reynist örðugt úr að leysast: Hann skeytti litlu um almennings- álit og stundar-óánægju nemenda. Hann gat og eigi verið svo með enskum mentamönnum, að hann græddi eigi á slíku. Pótt hann væri á marga lund ram-íslenzkur, hefir hann, að nokkru, samlagazt enskum hugsunarhætti. Á lestri enskra blaða, bóka og tímarita kyntist hann sæg af hugsunum, er þá voru mjög á baugi. Af þeim auði miðlaði hann, sér óafvitandi, — eins og Valdemar Snævarr segir — nemöndum sínum ungum. Hefir þeim þar borizt sitt- hvað nýstárlegt að eyrum, er orkaði fast á þá og þeir lengi mundu. Hann hefir numið það á langvistum í erlendri stórborg, sem heimalning- um lærist illa, hve margt var smátt með oss. Honum hefir lærzt að greina smátt frá stóru. Er slíkt næsta mikilsvert í allri stjórn. Hefir mörgum orðið hált á, að hann brast þar bagalega dómgreind, kunni eigi greina léttvægt frá mikilvægu. Hér hefi eg nú talið nokkur atriði til skýringar á stjórngengi Jóns A. Hjaltalíns. En enn er ótalin sterkasta undirrót farsældar hans þar. Sú rót er góðvild í nemenda garð. Oft hefi eg velt því fyrir mér, hvað valdi virðing nemenda á fyrsta fórstöðu- manni skóla vors og þeim hinum hlýja hug, er þeir bera til hans. Öidungurinn Björn Sigfússon, fyrv. alþm., hefir manna bezt leyst úr þessari spurningu, án þess að eg spyrði hann slíks, enda var hann aldrei iærisveinn hans. En hann var ungur sendur til lækninga í Skot- landi og falinn forsjá Jóns A, Hjaltalíns, er þá átti heima í Edína- borg. »Hann var mér eins og bezti faðir, hann Iét sér ant um mig, eins og hann ætti í mér hvert bein« sagði Björn um umönnun Hjaltalíns um sig í stórborginni. Með sama þeli hefir hann stýrt nemöndum og séð um þá. Pað finna þeir æ betur, er á æfi þeirra líður. Árni Jóhannsson ritar: »Piltum var Ijúft að véra skólastjóra að skapi, af þvi að þeir fundu, að hann vildi þeim alt hið bezta«. Og góðmenska Hjaltalins var karlmannleg. Heilbrigð skynsemi, hreinlyndi og einlægni sátu f stafni. Jón Gauti Pétursson segir: »Veit eg hann verið hafa einna djarfmælt- astan mann í þeirri stöðu um per- sónulega eiginleika nemenda sinna, til lofs eigi síður en til lasts«. Hrein- skilni eykur viröing hverjum þeim, er beitir henni með drenglyndi, þó að undan henni svíði í bili. »Pér megið ekkert skrifa nema gott um Hjaltalín«, sagði við mig á dögunum reykvísk höfðingjaekkja, sem ung dvaldist nokkra vetur á heimili hans í Edínaborg. Og hún mælti þessi orð með hlýju í rödd. Par fyigdi auðheyrilega hugur máli. Pann yl hafði lagt til hennar frá Hjaltalín, að hann var enn eigi kulnaður, eftir tugi ára. Með svip- uðu þeli hugsa margir gagnfræð- ingar, miðaldra eður aldraðir, til síns gamla meistara og æskufræð- ara. Sýnilegt tákn þess hugar ér blómsveigur sá, sem þeir nú leggja á leiði hans. En hverjum blómsveig æðri er þáttur hans í viðreisn þjóðar vorrar og vexti, áhrif hans holi á nemendur sína, stefnu þeirra og æfistarf. Pótt hann með slíku hafi ekki getið sér ódauðlegan orð- stír né »ódauðlegt nafn«, hefir hann unnið verk, sem ber þjóð vorri ávöxtu eins lengi og hún lifir í landinu. Sigurður Guðmundsson. -----o----- Stefán Stefánsson, skólameistari, R. af dbr. »— Jeg blómgaðist í gleði, því jeg gat ekki annað..« Sá sem þráir að kynna sér dá- semdir lífsins og baráttu þess, ætti að reyna að fylgja þroska- ferli frækornanna smáu, sem bíða í moldinni undir vetrarklakanum — bíða vorsins með sterkri þrá eftir að fá að njóta lífsins, heyja baráttu og sigra. Þau heimta að fá að lifa, og hin innri lífsorka brýtur allar hömlur. Lítið á frækornið undursmáa; það hefir alist upp við brjóst erf- íðleikanna og fallið í hrjóstruga og ófrjóa jörð; en það á innri þrótt og heita lífsþrá. Það teygar dögg vorsins og yl og kastar sér út í lífsbaráttuna. Ungjurtina vantar skjól og næga næringu; hún vex á auðninni, þar sem fár- viðri'n geisa og vatnsskortur er. En hún lætur ekki bugast; hún þroskast hægt og hægt og nær æ meira mótstöðuafli við hverja raun. Hún á sér takmark, sem hún missir aldrei sjónar af. Þetta takmark er að eignast afkvæmi, hugdjörf og hraust afkvæmi, er gætu gróðurklætt auðnina um- hverfis hana og veitt öðrum skjól í hreggviðrum lífsins. En mörgum, sem fylgdust með vaxtarferli plöntunnar, verður á að spyrja: Hvaðan kemur þessari ungu og óásjálegu jurt þróttur, að hún fær staðist ömurleik og aðþrengingar lífsins. Mjer finst svarið auðvelt. Það líf, sem leggur alt í sölurnar fyrir takmark háleitra hugsjóna, stend- ur í beinu sambandi við orkulind allífs, sem aldrei þverr. Fyrir 50 árum var undursmáu frækorni sáð í menningarakur ís- lenzkrar þjóðar. Þetta fræ var mentastofnun á Möðruvöllum í Hörgárdal. Og fræið varð ung- jurt, er óx upp í grýttum og grunnum jarðvegi. Hún háði harða baráttu fyrir tilverunni. Kuldi og fárviður höfðu nær lagt hana að velli; en að lokum vann hún frægan sigur, bar blóm og aldini. Hugsjónatakmarkinu var náð í fulllcomnum mentaslcóla á Noróurlandi. Nú er von menn spyrji: Hvað- an kom þessari skólastofnun þróttur og vaxtarskilyrði þau, er gert hafa hana að fyrirmyndar mentaskóla, þrátt fyrir ofsóknir, andúð og margskonar aðra erfið- leika, er hún hefir orðið við að stríða. Það eru vafalaust hinir ágæt- ustu úr kennaraliði skólans, er orðið hafa mentastofnun þessari ómetanlegir orkugjafar, vegna hugvitssamrar og ósíngjarnrar starfsemi sinnar og frábærra kennarahæfileika. Slíkra manna verður aldrei minst að verðleik- um, því í einu handtaki ósér- plæginsstarfa, í einu orði óeigin- gjarnar hugsunar er fólgið ótæm- andi gróðrarmagn. þó langar mig til, í tilefni af »hálfrar aldar jól- um«, að minnast Htillega eins þeirra manna, sem unnið hafa nefndum skóla ómetanlegt gagn. Maðurinn er Stefán Stefánsson skólameistari. Stefán grasafræðingur og skóla- meistari er fæddur 1. ágúst 1863 að Heiði í Gönguskörðum. For- eldrar hans voru hjónin Stefán Stefánsson, dugandi búhöldur, og Guðrún Sigurðardóttir, gæða kona og prýðilega gáfuð. úr lærða skólanum útskrifaðist Stefán árið 1884 með 2. einkunn og sigldi sama ár til Kaupmanna- hafnar og hóf þegar náttúru- fræðinám við háskólann. Árið eft- ir tók hann heimspekipróf við skólann með ágætis einkunn. 31. ágúst 1887 var hann settur 3. kennari við Möðruvallaskóla og veitingu fékk hann fyrir því em- bætti 25. júlí 1888. Eftir 20 ára kennarastarf við skólann tók hann við skólastjórn og gegndi þeim starfa til æfiloka. Frá 1900—1908 var Stefán þingmaður Skagfirðinga og kon- ungkjörinn þingmaður var hann frá 1908—1915. Ennfremur sat hann í Sambandslaganefndinni frá 1907—1908. Stefán var kvæntur Steinunni Frímannsdóttur frá Helgavatni og lifir hún enn. Börn þeirra eru þau Valtýr cand. agr., ritstjóri, kvæntur Kristínu Jónsdóttur, listmálara, og Hulda Árdís, gift Jóni Pálma- syni, bónda að Þingeyrum. Stefán lézt að heimili sínu, Gagnfræðaskólanum, 20. janúar 1921. Strax á æskuárum kom það í ljós, að Stefán var hneigður fyr- ir náttúrufræði og þó einkum grasafræði. Sem smali hafði hann gott tækifæri til að kynnast gróðri í heimalandi sínu og hafa þær at- huganir orðið honum síðar góður leiðarvísir. Að þetta sé á rökum bygt, sanna orð hans sjálfs: »í æsku var eg nákunnugur gróðri í Tindastól, spor mín þar ótalin«. (Flóruaukar, bls. 9). Á meðan hann var við nám í lærða skólanum, vann hann heima við heyvinnu á sumrum og hafði þá aðstöðu til frekari gróðurat- hugana. En fyrir alvöru byrjar ekki starfsemi hans í þágu grasa- fræðinnar hér á landi fyr en árið 1885; en frá þeim tíma má segja að samfleytt í 35 ár hafi hann meira eða minna unnið að því að auka þekkingu manna á háplöntu- gróðri íslands. Stefán var annálaður atorku- maður, að hverju sem hann gekk. Á Hafnarárum stofnaði hann á- samt Birni Bjarnasyni, síðar sýslumanni Dalamanna, félag, sem vinna átti að því, að koma upp náttúrugripasafni, er síðar yrði eign landsins; en fjelag þetta veslaðist upp, þegar Stefán hvarf hingað heim, alfarinn. En Stefán tók merkið upp að nýju, og fyrir ötula framgöngu hans var hið nú- verandi Náttúrufræðifélag stofn- að í Beykjavík árið 1889. Á25ára afmæli félagsins var hann gerður að heiðursfjelaga. Mun félagið æ- tíö minnast hans með þakklæti og djúpri virðingu. Það kom brátt í ljós, er Stefán vai'ð kennari á Möðruvöllum, að hann hafði haldgóða þekkingu á búskap og búnaðarmálum öllum. Auk kenslunnar rak hann sjálfur búskap, fyrst í Stóru-Brekku í 2 ár og síðar á Möðruvöllum. Hann varð brátt uppáhald sveitarbúa og sjálfsagður forgöngumaður mik- ilsverðra búnaðarframfara í hreppnum. Kom hann þar mörgu í betra horf en áður var. Og margvíslegum trúnaðarstörfum var hann hlaðinn, frá því er hann fyrst kom að Möðruvöllum og til hins síðasta. Þá var Stefán einn af aðalstofn- endum Itæktunarfélags Norður- lands, og var það félag ástmögur hans alla tíð; gerði hann sér miM- ar vonir um framtíð þess og setti sig aldrei úr færi að benda mönn- um í því sambandi á, hve mikla þýðingu ræktunin hefði fyrir land og lýð. Formaður félagsstjórnar- innar var hann frá 1904. Það sem þegar hefir talið verið Stefáni til ágæti's, væri nægilegt til að heiðra nafn hans, en þó eru það aðeins aukaatriði, í saman- burði við aðallífsstarf hans, sem kennara og vísindamanns. Þetta tvent: uppeldi nemer.da og vísindastarfsemi Stefáns, er að sumu leyti svo samtvinnað, að það verður trauðla aðskilið af þeim á- stæðum, að hann leitaðist við að gera nemendur sína þátttakandi í þeim vísindum, er hann iðkaði, með þeirri hugkvæmni og hag- sýni, er hann var gæddur í svo ríkum mæli. Skal eg þá fyrst í stuttu máli gera grein fyrir gróðurathugun- um hans og árangri þeirra. Áður en Stefán byrjaði á rann- sóknum sínum, var þekking manna á grððri landsins mjög í molum; þó höfðu nokkrir vísinda- menn safnað hér allmiklu af jait-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.