Dagur - 05.06.1930, Síða 1

Dagur - 05.06.1930, Síða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jphanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XIII. ár: Akureyri, 5. júní 1930. 34. tbl. Landsmálafundir á Akureyri. Eins og auglýst var í síðasta blaði hélt efsti tnaður B-listans Jónas Jónsson, dóms- og kenslumálaráð- herra, landsmálafund í Samkomu- húsi bæjarins fimtudaginn 29. f. m. Fundurinn var afar fjölsóttur bæði af innan- og utanbæjar Alþingis- kjósendum, var talið að fundarmenn væru ekki færri en 600 til 700. Fundarboðandi stakk upp á Stein- grími Jónssyni bæjarfógeta sem fundarstjóra og hafði enginn neitt við það að athuga, en Steingrímur kvaddi Brynleif Tobiasson kennara sér til aðstoðar við fundarstjórnina. Pá sagði J.J.fyrirum fundarsköp og gerði grein fyrir hvernig á ferð- um sínum stæði; kvað hann þetta vera síðasta fund af 30, sem hann hefði stofnað til á undanförnum vikum, til þess að gefa almenningi tækifæri til að kynnast framjóðend- um allra Iistanna. Einnig gerði hann grein fyrir því, hvers vegna hann hefði boðað til þessa fundar í stað þess að bíða eftir fundi Jóns Por- lákssonar, er hann hafði boðað til næsta kvöld á eftir. Ástæðurnar væru þær, að J. Þ. hefði þá venju á fundum, er hann ætti yfir að ráða, að skamta sjálfum sér og sín- um flokksmönnum allmjög ríflegri tíma til ræðuhalda en andstæðing- unum, en sjálfur hefði hann gert sér far um að gera öllum flokkum jafnt undir höfði með ræðutfma á þeim fundum, sem hann hefði boð- að til og svo yrði enn á þessum fundi. Ennfremur taldi J. J. það næstum ógeriegt að stofna til næt- urfundar, þegar hátíðarhald Gagn- fræðaskólans færi í hönd næsta morgun. Fundarsköp voru á þá leið, að ræðumenn höfðu hálfa klukku- stund hver til að byrja með, en síðar var ræðutíminn smástyttur niður í 5 mfnútur. Aðalatriðin úr frumræðu J. J. voru sem hér segir: Pað, sem sérstaklega þarf að skýra fyrir kjósendum við kosningar til Alþingis er vinnubrögð stjórn- málaflokkanna á Alþingi Og í sam- bandi við það að gera sér grein fyrir fortíðinni og framtíðinni. — Fyrir liðugum 50 árum var verzlun hér í Eyjafirði í höndum útlendra selstöðukaupmanna. Nú er lang- stærsta verzlunin í Akureyrarbæ sameignar- og samvinnufyrirtæki al- mennings i bænum og sveitunum umhverfis. Petta vezlunarskipulag hefir tekið við af selstöðukaupmönn* unum og ryður sér óðfluga til rúms. Hið sama er að gerast í landinu í heild sinrti á öðrum svið- um, hið gamla er( hrunið og fólkið byggir sjálft upp sitt eigið betra og sterkara skipulag. íhaldsflokkurinn stendur líkt að vígi gagnvart Fram- sóknarflokknum eins og gamla verzlunarfyrirkomulagið gagnvart kaupfélögunum. — í fjármálunum hafa andstæðingarnir haldið því fram, að Framsóknarflokkurinn hafi reynst ver en fhaldsflokkurinn. jón Magnússon og leiðtogar Morgunblaðsflokksins fóru með fjár- mál landsins eða báru aðallega ábyrgð á þeim um 10 ára skeið; 1917 voru ríkisskuldirnar 2 miljónir, aðallega vegna símans; 1922 voru þær orðnar 16 miljónir og í árslok 1923 18 miljónir. Að mestu leyti voru þetta eyðsluskuldir; með öðr- um orðum hafa á þessum árum safnast alt að 16 miljónir eyðslu- skulda. Pá er það fyrst að Framsókn tekur í taumana, því að fyrsta vakn- ingin úr þessu andvaraleysi er grein Tryggva Pórhallssonar í Tímanum: >Fjáraukalögin miklu«. Fyrstu fjár- lögináþessu tímabili voru afgreidd tekjuhallalaus 1924, og voru þau undirbúin af Klemens Jónssyni. Á þessum árum var lítið um verklegar framkvæmdir. Pá virtust flokkarnir verða sammála um sparnað ríkis- fjárins og að rétta landið við úr skuldafeninu. Fyrst eftir að J. P. kom til valda, fylgdi hann þessari sparnaðarstefnu, vildi afgreiða fjár- lögin tekjuhallalaus og borgaði jafn- framt nokkuð af ríkisskuldum. En á þessum árum hafði annað komið fyrir. fslandsbanki var nauðulega staddur og varð þess vegna að taka stórt rikisláni Magnús Guðmunds- son, sem þá var fjármálaráðherra, var upphaflega á móti þessari lán- töku, en varð að láta undan flokks- mönnum sínum, sem kröfðust að lánið væri tekið. Pessi lántaka, enska lánið 1921, var með hinum verstu ókjörum. Hinir raunverulegu vextir þess voru 9.88% og auk þess þurfti að veðsetja tolltekjur ríkisins, sem var hinn versti álitshnekkir fyrir fjármál landsins, því þótt þjóðir eins og Tyrkir og Grikkir verði að að sætta sig við svipuð kjör, þá bætir það lítið úr skák. Lántakan sjálf er þó út af fyrir sig, en hitt er með öllu óverjandi, að forystu- menn íhaldsflokksins hafa blátt áfram skrökvað þvi að þjóðinni, að toll- tekjur ríkisins væru ekki settar að veði fyrir láninu. A síðasta þingi lagði Tryggvi Pórhallsson fram orð- rétt úr skuldabréfi, er gefið var út í sambandi við enska lánið, eftir- farandi sönnun fyrir því, að toll- tekjurnar voru fjötraðar fastar með lántökunni: „777 frekari iryggingar fyrir greiðslu þess, sem þarf til að standa straum af láninu nd- kvœmlega d réttum gjalddög- um, tiltekur rikisstjórnin hér með óafturkallanlega og hindur sérstaklega til hagsmuna fyrir handhafa alla jafnt af skulda- bréfum láns þessa tolltekjur Islands, þangað til innleystur hefir verið að fullu höfuðstóll lánsins og greiddir allir vextir af Idninu; því er hér með lýst yfir, að tolltekjur þessar eru óbundnar enna. Undir skuldabréfin skrifaði í um- boði landstjórnarinnar Sveinn Björns- son sendiherra, og er þetta næg sönnun þess að tolltekjurnar standa fastar. Páverandi landsstjórn tók enska lánið út úr neyð, en skylda hennar var að láta þjóðina vita um láns- kjörin, en í stað þess að gera þá skyldu sína, hefir hún og flokks- menn hennar skrökvað að þjóðinni og blekt hana. Nú er verið af andstæðingum Framsóknarstjórnarinnar að ásaka hana fyrir að steypa landinu f skuldir, en þegar þær skuldir eru reiknaðar út, eru talin með lán, sem tekin eru til sérstakra stófnana, er þær sjálfar standa straum af. Sam- kvæmt þeirri reikningsreglu hefðu raunverulegar rikisskuldir verið um 26 miljónir undir lok stjórnartiðar íhaldsins. Eins og áður er sagt, byrjaði Jón Pórláksson fjármálastjórn sína með þeim vilja að afgreiða tekjuhallalaus fjárlög, en þetta reyndist honum ofurefli þrátt fyrir hina miklu ár- gæsku til lands og sjávar, og þegar J. P. félst á að lækka skatta á stór- útgerðinni, hafði það i för með sér tekjuhalla, er nam á aðra miljón. Pegar Framsóknarstjórnin tók við völdum, lýsti hún þvf yfir, að hún ætlaði ekki að stjórna með tekjahalla, en til þess að svo gæti orðið, virt- ist ekki vera um annað að velja, en hækka skatta og draga saman verklegar framkvæmdir, þær hafa þó svo langt frá minkað, að þvert á móti hefir verið haldið uppi þeim mestu verklegu framkvæmdum, sem dæmi eru til á okkar landi, en þó hefir á þessum árum verið tekjuafgangur svo um munar, þó að framkvæmd- irnar hafi kostað mikið fé, svo sem aukið viðhald á bílvegum og fl. Petta er fjármálasagan: Framsókn hefir tvisvar tekið í taumana, í fyrra skiftið þegar Tryggvi Pórhalisson ritaði fyrnefnda grein um >fjárauka- lögin miklu«, og i síðara skiftið þegar Framsókn tók við völdum. Lán þau, sem nú þarf að taka, eða hin ntargumrædda 12 milj. kr. heimild, lenda öll í fyrirtækjum, sem standa straumafþeim sjálf; þannig fer alt að helmingi í búnaðarbank- ann, 3 milj. í Landsbankann, önnur eins upphæð í Útvegsbankann og 1 milj. i síldarverksmiðju ríkisins. Pessi lán eru því öll rekstrarlán og á engan hátt sambærileg við eyðslu- lán íhaldsmanna. Pað er því alrangt hjá andstæðingunum að reikna Ián- tökur þessar stjórninni til syndar. Ástæðan til þess að nú þarf að taka ný lán er sú, að töp bank- anna hafa verið svo gífurleg. Peir hafa tapað um 25 milj. kr. aðallega á stóratvinnurekendum, því aðeins ein miljón af áðurnefndri upphæð fellur ekki í þeirra skaut. íhaldið byrjaði skuldasöfnun 1917 og setti kórónuna á fjármálasukkið með veð- setningu tollteknanna 1921, Pað er hart, þegar þeir menn, sem ekki hefir farist fjármálastjórnin betur úr hendi en þetta, eru með ásakanir í garð Framsóknar, sem hefir tekist að rétta við fjárhaginn jafnframt að auka að stórum mun verklegar framkvæmdir í landinu. J. J. endaði ræðu sina með þvi, að þar sem hann hefði takmarkað svo mjög tíma sinn vegna and- stæðinga sinna, þá hefði hann ekki getað snúið sér að framtíðinni og yrði það að biða þar til síðar á fundinum. Næstur tók til máls Haraldur Guð- mundsson alþm. Talaði hann snjalt og áheyrilega að vanda, þó að nokk- uð væri hann orðinn rámur eftir viðureignina á 29 fundum. Er H. G. eflaust einn hinn glæsilegasti ræðu- maður, sem nú er uppi í landinu, rökfimur og skjótráður í orðasennu. Hné ræða hans einkum að skatta- málum og deildi hann á báða and- stöðuflokka jafnaðarmanna fyrir stefnur þeirra i þeim málum. Að ræðu H. G. lokinni spurði fundarstjóri, hvort nokkur gæfi sig fram fyrir >Sjálfstæðisflokkinn«. Kvaddi sér þá hljóðs Sig. E. Hlíðar dýralæknir. Kvaðst hann ekki taka til máls sem fulltrúi flokksins, held-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.