Dagur - 05.06.1930, Qupperneq 3
34. tbl.
D AQUR
119
Kjörseðill
við hlutbundna kosningu til Alþingis 15. Júní 1930
A-listi X B-listi C-listi
Haraldur Guðmundsson alþingismaður, Reykjavík Jónas Jónsson dómsmálaráðh., Reykjavík Pétur Magnússon málaflutningsm., Reykjavík
Erlingur Friðjónsson alþingismaður, Akureyri. Jakob Lártisson Prestur, Holti Guðrún Lárusdóttir frú, Reykjavík
Davíð Kristjánsson bæjarfulltrúi, Hafnarfirði Jón Hamnesson bóndi, Deildartungu Kári Sigurjónsson bóndi, Hallbjarnarstöðum
Elísabet Eiriksdóttir kennslukona, Akureyri. Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstj., Reyðarfirði Skúli Thorarensen bóndi, Móeiðarhvoli
Guðlmigur Jónasson bæjarfulltrúi, Seyðisfirði Kristinn Guðkmgsson bóndi, Núpi Sigurður Kristjárisson ritstjóri, ísafirði
Finnur Jónsson póstmeistari, Isafirði. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðh., Reykjavík Magnús Gíslason sýslumaður, Eskifirði
Syona lítur kjörseðillinn út, þegar búið er að kjósa B-listann. Skákrossinn á kjósandinn að gjöra með
blýanti, sem liggur á kjörborðinu. ;
Gætið þess að setja krossinn FRRAMAN VIÐ bókstaf þess lista, sem þér ætlið að kjósa.
hans auglýst þekkingarleysi sitt,
kæruleysi og skilningsskort á ðllu
því er að menningarmálum þjóð-
arinnar Iýtur. Ræða þessa unga
manns, sem ekki var óskipulega
flutt, var hinn venjulegi Morgun-
blaðsvaðall, sem alræmdur er orð-
inn upp á siðkastið* um lítilsvirð-
ingu kenslumálaráðherrans fyrir
»sérfræði« um afsetningu Helga
Tómassonar o. s. frvt Hinar éin-
ustu menningarstofnanir, sem ræðu-
maður auðsjáanlega hafði heyrt
nefndar voru Mentaskólinn í Rvík
— auðvitað með hinu góða, gamla
íhalds sieifarlagi — og Háskólinn,
til útungunar »íhalds-sérfræði«. Á
menningar- og mentastofnanir fyrir
alþýðu var ekki minst. — En ræðu-
maður hugsaði sér að sanna ágæti
íhaldsflokksias með þvi að bezt
mentuðu (1) stéttirnar, embættis-
mannastéttin og verzlunarmanna-
stéttin fyltu þann flokk.
J. J. kvað það hafa verið einkar
vel til fallið, einkum þar sem 50
ára afmælishátíð Oagnfræðaskólans
á Akureyri nú stæði fyrir dyrum,
að íhaldsmönnum hafði hugkvæmst
að senda þetta eintak úr Menta-
skólanum í Reykjavik hingað norð-
ur, til þess að sanna það áþreifan-
Iega, að engin vanþörf hefði verið
á að hér kæmist á fót mentastofn-
un, sem einnig útskrifaði stúdenta
og gæti hamlað upp á móti ástand-
inu ejns og það hefði verið í Menta-
skólanum syðra, — Pá vék hann
að Hæstarétti og Fimtardómsfrum-
varpinu, og sýndi rækilega fram á
ýmsa yfirburði þess frumvarps fram
yfir núverandi skipulag. Taldi hann
rneðal annars sjálfsagðar endur-
bætur að nema burtu lokun Hæsta-
réttar, en láta þar fara fram opin-
berar atkvæðagreiðslur eins og nú
tíðkast víða, m. a. í Noregi; enn-
fremur að eins og skipulagið er
nú er hægt að fella þá dómendur,
» sem skipaðir eru til að dæma, þeg-
ar svo býður við að horfa. Auð-
vitað fælist fhaldið Fimtardómsnafn-
ið, það vili heldur nafn frá niðurlæg-
ingartímum þjóðarinnar, sem auk
þess er málfræðiiega rangt, en nafn
frá frelsistímanum. — Fór hann
svo nokkrum orðum um óskeikul-
leika »sérfræðinnarc, sem virðist
vera nokkursskonar trúaratriði með-
al Mbl.-liðsins, og nefndi í því
sambandi hið skemtilega »héramál«
Ouðm. Hannessonar, óbilgjörnu
klöppina á Skeiðunum og Skjáif-
andafljótsbrúna, sem enn hangir á
öðrum bakka fljótsins — alt saman
Ijós vottur um »óskeikulleika« is-
Ienzkrar »sérfræði«.
Haraldur Ouðmundsson fór nokkr-
um orðum um geðveikismálið,
kvaðst hann hafa einlægustu sam-
úð með dómsmálaráðherranum í því
máli, og taldi árás þá er hann
hafði orðið fyrir, hina ósæmileg-
ustu, sem með orðum yrði lýst, en
hann vildi minna kjósendur á, að
þeir létu ekki samúð sína villa sér
sýn, svo að þeir greiddu ráðherr-
anum atkvæði, vegna geðveikis-
rógsins, því hér bæri aðeins aðlíta
á hann sem frambjóðanda Fram-
sóknarflokksins.
Jón Porláksson tók enn til máls,
og snerist ræða, hans aðallega um
að verja »mentamá!aráðunaut« sinn,
enda var þess full þörf, þvi að
margur mun hafa hugsað sem svo,
að úr því þessi maður hefði betur
vit á mentamálum þjóðarinnar, en
J. P., þá mundi vera eitthvað skrítið
við hugmyndir J. P. sjálfs um þau
mál.
Haraldur Ouðm. hélt nú lokaræðu
sína og þakkaði fyrir gott hljóð —
og af hálfu íhaldsmanna talaði Sig-
urður Hlíðar. Fór hann nokkrum
orðum um hversu erfitt það væri
að stríða við dómsmálaráðherra og
Framsóknarflokkinn. Pað þýddi ekk-
ert að ráðast á hann, því allar varnir
snerust óðara f sókn i höndum
hans—hefði þetta komið glögglega
fram undir umræðunum, og væri
það hin venjulega aðferð Fram-
sóknarflokksins og Framsóknarblað-
anna (megum vér vel við una slík
ummæli frá hreinskiinum andstæð-
>ng).
J. J. þakkaði nú fyrir hina góðu
fundarsókn, og þá athygli og þann
áhuga sem fundarmenn hefðu sýnt.
Benti hann á, að þetta væri hinn
mesti fundaleiðangur, sem farinn
hefði verið hér á landi, en áhuginn
um fundarsókn hefði ávalt og allstað-
ar verið hinn sami, þrátt fyrir ýmsa
örðugleika, virtist sér það vera
gleðilegt tákn um vakningu meðal
þjóðarinnar. Traustsyfirlýsingar og
samúðarskeyti, sem að sér hefði
drifið frá þúsundum manna hvaðan-
æfa af landinu, væru alt eins mikið
traustsyfirlýsingar til Framsóknar-
flokksins, til stefnu hans og starf-
semi, því að Framsóknarflokkurinn
héldi áfram að vera til í landinu,
þótt svo bæri til að sín misti við,
hann stæði ekki né félli með neinum
einstökum manni. Að síðustu þakk-
aði hann öðrum ræðumönnum fyrir
þátttökuna í umræðunum; og fund-
inum var slitið kl. 2 um nóttina.
Pó að þetta sé nú orðið nokkuð
Iangt mál, þá er það eins og gefur
að skilja aðeins ófullkominn útdrátt-
ur úr því sem gerðist á fundinum,
en rúmsins vegna hefir ekki verið
hægt að rekja hinar einstöku ræður
til hlítan — En það er augljóst að
fundarboðandi átti mjög miklum
vinsældum að fagna meðal fundar-
manna og að þær jukust við hverja
ræðu sem hann hélt. — Mikið fanst
og mörgum til um fyrsta frambjóð-
anda A-Iistans — og þá auðvitað
fyrst og fremst flokksmönnum hans
— og var það maklegt, þvíað hann
er bæði skemtilegur og skötulegur
ræðumaður, og prúður í framkomu.
Minstan byr hafði íhaldið — og var
það að vonum.
* *
*
Af fundi Jóns Porlákssonar á
föstudagskvöldið er fremur fátt að
segja. Pegar fundurinn hófst mun
hafa verið komið alt að því 200
manns í húsið. Enginn Framsóknar-
manna mætti á fundinum ollu því
ýmsar orsakir, en þó einkum hinn
óheppilegi timi, kvöldið fyrir skóla-
hátíðina,- sem gerði það ókleift fyrir
marga eða fiesta málsvara flokksins
að mæta; aftur á móti komu þar
nokkrir Jafnaðarmenn, og meðal
þeirra fyrsti frambjóðandi A-Iistans.
J. P. lýsti því yfir í byrjun fundar-
ins, að hann mundi taka sjálfum
sér ræðutíma, eins og hann vildi
og þyrfti, en siðan skamta hinum
flokkunum ræðutíma. H. O. mót-
mælti þessu, kvað það ójafnrétti og
undir þeim kringumstæðum mundi
hann ekki taka þátt í umræðunum,
einkum þar sem fyrirsjáanlegt væri
að fundartíminn gæti orðið svo tak-
markaður, að lítill sem enginn tími
yrði til andsvara, þar eð J. P. ætlaði
sér að fara með skipi sama kvöldið,
sagði hann,að á þennan fund yrði
að líta, sem flokksfund J. P. og
væri ekki ástæða til fyrir sig eða
sína flokksmenn að sitja hann. Að
svo mæltu gekk Haraldur og aðrir
Jafnaðarmenn af fundi; en J. P. sat
eftir og boðaði eitthvað um 100
manns fagnaðarerindið. — Sagt er
að auk hans hafi tekið til máls
Lárus Thorarensen og Sigurður
Hliðar. — Fór Jón leiðar sinnar
með »Drottningunni« um kvöldið
og var fullyrt, að hann hefði unað
sinum hlut all illa.
- ■ 0 —----
Á vídavangi.
»Níðingsverk«
nefnir »íslendingur« það, er dóms-
málaráðherra vék dr. Helga Tómas-
syni frá stöðu sinni. Aftur á móti
ver blaðið í líf og blóð þá fram-
komu H. T. að vaða inn í hús
dómsmálaráðherra óbeðinn og kveða
upp yfir honum geðveikisdóm í á-
heyrn konu hans. »ísl.« segir að
ekki hafi heyrst að kona J. J. hafi
beðið nokkurn heilsuhnekki við
heimsóknina; en er það H. T. að
þakka? Er ekki hans gerð sú sama
fyrir því, þó konan hafi reynst nógu
sterk til að þola þetta, sem »ísl.«
veit auðvitað ekkert um ? Ef einhver
miðaði byssu á ritstjóra »ísl.« og
hleypti skoti af, en hitti ekki, væri
þá sá hinn sami sýkn saka fyrir
það?
Annars er óhugsandi að nokkur
maður haldi því fram af sannfær-
ingu, að H. T. gæti verið í þjón-
ustu ríkisins og undirmaður J. J.
eftir hina hneykslanlegu framkomu
hans og eftir að hann hafði gerst
verkfæri í höndum sér verrimanna.
Enda mun H. T. aldrei hafa búist
við því sjálfur, það sýnir umleitun
hans eftir atvinnu annarsstaðar. En
hafi H. T. í raun og veru viljað
sitja áfram í stöðunni, þá er það
vottur þess, að hann hafi sjálfur
haft »grun« um að dómur sinn hafi
verið rángur, því tæplega er honum
ætlandi að sækjast mjög fast eftir
því að vera undirmaður brjálaðs
manns að hans dómi.
Rjúpuflokkur.
Einn ræðumaður íhaldsflokksins
hefir haldið því fram, að nafnaskifti
flokksins væru hliðstæð litaskiftum
rjúpunnan Rjúpan skifti um lit, til
þess að geta betur varist óvinum
sínum. Flokkurinn varpaði á sama
hátt á sig ýmsum litbrigðum, til þess
að verjast andstæðingum sínum.
Finst þá mörgum viðeigandi eftir
þessa skýringu, að flokkurinn skifti
enn um nafn og nefni sig Rjúpuflokk.