Dagur - 19.06.1930, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
son /í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
m Jm m Æ. A A A A l ^ Afgreiðslan
■ er hjá Jónx Þ. Þór,
V jpPgj |I^P |j|g| HHgl IjSgg • Norðurgötu 3. Talsími 112.
flljjL'1 É|» Jjra' 1 j||Bg p|y Wjm §5**3 H HB Uppsögn, bundin við ára-
lÍPÍ |||| |||| j|||| jwll Hra ■ mót, sé komin til af-
OHlUUi
Akureyri, 19. júní 1930.
38. tbl.
Jarðarför Valdemars Pórðarsonar frá Pröm, er andaðist 13. þ.
m , er ákveðin að Munkaþverá, mánudaginn 23. þ. m. og hefst
kl. 12 á hádegi.
Aðstandendur.
Gagnfræðaskólar í
Jraupsii.
Síðasta þing gekk frá lögum um
nýja gagnfræðaskóla. Hafa lög þessi
nú hlotið konungsstaðfestingu og
ganga í gildi 1. okt. t haust.
Helztu ákvæði laganna eru sem
hér greinir.
í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði,
Reykjavík, ísafirði og Akureyri skulu
vera gagnfræðaskólar. Heimilt er og
að efna til slíkra skóla á Siglufirði
og Norðfirði, þegar kaupstaðir þessir
óska þess og uppfylla skilyrði
laganna.
Markmið gagnfræðaskólanna er að
veita ungmennum, sem lokið hafa
fuUnaðarprófi barnafræðslunnar, kost
á að afla sér frekari hagnýtrar
fræðslu, bóklegrar og verklegrar,
gera þá nýtari þegna þjóðfélagsins
og hæfa til að stunda nám í ýms-
um sérskólum.
Stofnkostnaður gagnfr.skólanna
greiðist að 3ls hlutum af hlutaðeig-
andi bæjarfélagi, en að 2ls hlutum
úr ríkissjóði. Bæjarfélög skulu leggja
til hæfilega skólalóð og leikvöll
endurgjaldslaust.
Skólarnir skulu vera samskólar
fyrir pilta og stúlkur. Ársdeildir
mega ekki vera færri en tvær. Auk
þess er heimild til framhaldsnáms
þriðja vetur í hagnýtum fræðum.
Kensla í hverri ársdeild má ekki
standa skemur en sex mánuði og
ekki lengur en sjö og hálfan
mánuð.
Inntökuskilyrði í 1. bekk eru þessi:
1. Að hafa lokið fullnaðarprófi
barnafræðslunnar. 2. Að vera ekki
‘ haldinn af næmum sjúkdómi. 3. Að
vera 14 ára að aldri. Pó má veita
undanþágu frá síðasttalda skilyrðinu,
enda sé umsækjandi fullra 13 ára.
Heimilt er að ákveða í reglugerð
próf í einstökum námsgreinum sem
inntökuskilyrði. Ef fleiri sækja um
inntöku í einhvern bekk, en húsrúm
leyfir, ræður prófeinkunn skólavist
samkvæmt nánari fyrirmælum í
reglugerð.
Kenslan skal miða að þvi að
glæða námfýsi nemenda og koma
þeim til að starfa á eigin hönd, og
skal um námsefni jafnan hafa hlið-
sjón af því, hvað ætla má að komi
nemendum að gagni f lífinu. Sér-
stakt tillit skal taka til atvinnuhátta
iandsins og skólahéraðsins, einkutn
að loknu fyrsta árs námi.
Pessar námsgreinir skal kenna i
gagnfræðaskólum; íslenzku og ís-
lenzkar bókmentir, sögu, eitt Norð-
urlandamálanna eða ensku, landa-
fræði, náttúrufræði, almennan reikn-
ing ásamt undirstöðu í flatarmáli og
rúmmálsfræði. Rau atriðí félags- og
lðgfræði, sem mest koma við dag-
legu lífi. Ennfremur dráttlist, söng,
íþróttir og hagnýt vinnubrögð.
Heimilt er skólastjórum að veita
nemendum undanþágu frá einstök-
um námsgreinum, einkum erlendum
tungumálum, enda leggi þeir þá
þvi meiri stund á önnur námsefni
skólans, eftir því sem áhugi og
hæfileikar benda til.
Eftir nám í fyrsta bekk skal ljúka
ársprófi; eftir nám í öðrum bekk
gagnfr.prófi. Eftir nám í framhalds-
bekk prófi því, sem reglugerð
ákveður.
Fimm manna skólanefnd hefir
yfirumsjón hvers gagnfræðaskóla.
Kýs bæjarstjórn með hlutfallskosn-
ingu fjóra menn til þriggja ára, en
kenslumálaráðuneytið skipar hinn
fimta, sem jafnframt er formaður,
til jafnlangs tíma. Pó getur kenslu-
málaráðuneytið falið skólanefnd
barnaskólanna umsjón gagnfræða-
skóla, þegar bæjarstjórn óskar þess>
Hver skólanefnd semur reglugerð
fyrir sinn skóla um kenslu, próf og
annað, er lýtur að starfi skólans,
en kenslumálastjórnin staðfestir.
Skólastjórar við gagnfr.skólana
skulu skipaðir af kenslumálaráðu-
neytinu, að fengnum tillögum hlut-
aðeigandi skólanefndar. Fastakenn-
ara ræður kenslumálaráðuneytið, að
fengnum tillögum skólanefndar og
skólastjóra. Heimilt er skólanefnd
að segja kennara upp starfi með
eins árs fyrirvara. Auk skólastjóra
er heimilt að ráða einn fastan
kennara fyrir fyrstu 30 nemendurna
og úr því einn kennara fyrir hverja
30 nemendur eftir meðaltali síðustu
3ja ára. í nýjum gagnfr.skóla skal
tala fastráðinna kennara ákveðin 3
fyrstu árin af skólanefnd í samráði
við kenslumálastjórnina.
Kennarar, sem ráðnir eru með
föstum samningi, skulu kenna 27
stundir á viku, én skólanefnd ákveð-
ur kensluskyldu skólastjóra, með
samþykki kenslumálastjórnarinnar.
Skólastjóri setur stundakennara
fyrir hvert skólaár, með samþykki
skólanetfndar.
Fyrir mánaðardvöl hvers reglulegs
nemenda í gagnfræðaskóla skal
greiða úr ríkissjóði í skólasjóð 16
kr., gegn 24 kr. lágmarksframlagi
úr hlutaðeigandi bæjarsjóði.
Innanbæjarnemendur skulu ganga
fyrir öðrum um skólavist og að
jafnaði njóta ókeypis kenslu. Þó má
skólanefnd, þegar sérstök ástæða
þykir til, með samþykki kenslumála-
stjórnarinnar ákveða skólagjöld, sem
nemi 20 kr, um skólaárið fyrir
stúlku, en 40 kr. fyrir pilt. Aldrei
má þó leggja skólagjald á meira
en helming innanbæjarnemenda.
Utanbæjarstúlkur greiði 40 kr. í
skólagjald, en utanbæjarpiltar 80 kr.
yfir skólaárið.
Ríkissjóðstillög og hið lögmælta
framlag bæjarsjóðs, svo og kenslu-
gjöld, renna í skólasjóð, og stendur
hann straum af rekstri skólans. Nú
nægja þessar tekjur ekki og greiðist
þá úr hlutaðeigandi bæjarsjóði það,
sem á vantar reksturskostnaðinn.
Bæjarstjórn Akureyrar hafði mál
þetta til meðferðar á síðasta fundi
sínum. Var þvi vísað til tveggja
nefnda, fjárhagsnefndar og skóla-
nefndar, sem síðar leggja álit sitt
og tillögur fyrir bæjarstjórnina. Mun
mega ganga að því vísu, að gagn-
fræðaskóli fyrir Akureyri verði settur
á stofn á næsta hausti í einhverri
mynd.
-----o----
Kosningafréttir.
Á Akureyri voru á landskjörskrá
575 karlar og 747 konur, eða alls
1322. —Atkvæði greiddu: a. bréf-
lega fyrir kjörfund 38 karlar og 13
konur; samtals 51; b. á kjörfund-
inum: 408 karlar og 447 konur;
samlals 855. — Auk þess kjósend-
ur sem greiddu atkvæði samkvæmt
vottorði um, að þeir stæðu á kjör-
skrá annarstaðar á landinu, 4 karlar
og 5 konur, samtals 9. Alls greiddu
þá atkvæði 450 karlar og 465 kon-
ur, sem gerir samtals 915 atkvæði.
28 atkvæði, greidd utan kjörstað-
ar, voru ekki tekin gild af ástæðum
er hér greinir:
1. Ekki á kjörskrá 3. — 2. Með
áritun um að umslðgin hefðu inni
að halda ónýta seðla 6. — 3. Nú-
merum á fylgibréfi og umslagi ber
ekki saman. 1.—4. Vantar vitundar-
votta við undirskrift kjörstjóra 4.-5.
Sést ekki að fylgibréfin séu undir-
skrifuð af iöglegum kjörstjóra, enda
vantar embættisstimpil 14. Voru
þannig 28 atkvæði dæmd ógild.
14 síðasttöldu atkvæðin voru frá
Siglufirði, en 4 atkv. næst ájundan
voru úr Reykjavík.
Er flt til þess að vita að atkvæði
séu ónýtt fyrir kjósendum af klaufa-
skap eða trassamensku viðkomandi
yfirvalda, ekki síst þegar þess er
gætt, að ákvæði laganna eru mjög
skýr í þessum efnum.
Eftir því sem fregnir herma, hefir
kosningin almennt verið fremur fast
sótt. f Reykjavík kusu ríflega 6200
í Vestmannaeyjum tæplega hálft átt-
unda hundr., í Hafnarfirði tæp 800,
ísafirði hátt upp í 600, Siglufirði
yfir 400.
f Eyjafjarðarsýslu voru greidd
atkv. nokkuð yfir 900.
------O'
11
Síms keyti.
(Frá FB.)
Rvík 17. júní.
Aðalfundur Eimskipafélags lslands
var í gær. Eggert Claessen var
endurkosinn f stjórnina, en þeir
Oarðar Oíslason og Jón Porláksson
báðust undan kosningu. f stað þeirra
voru kosnir Richard Thors og Guð-
mundur Ásbjörnsson. Reksturshagn-
aður félagsins 1929 var 550.000 kr.
Samþykt var að greiða hluthöfum
4% í arð.
Tuttugu stúdentar hafa lokið prófi
i forspjallsvísindum og 4 guðfræð-
isprófi.
Helsingfors: Aukaþing saman-
kallað fyrsta júlí vegna harðnandi
baráttu hægri manna og kommú-
nista.
íslandsferð þingforsetanna er af-
lýst og sömuleiðis Sviþjóðarferð
finnskra þingmanna.
180 Vestur-fslendingar komu með
Antoníu.
Rvík 18. júní.
Blöðin í Hðfn segja, að Dr. Ecken-
er fari á Graf Zeppelin til íslands
27. júní f tilefni af Alþingishátíðinni
og búist við að fljúga til Reykjavfkur
og Pingvalla þvert yfir Iandið. All-
margir Danir og Norðmenn verða
með í förinni sem farþegan Lendir
ekki.
Prestastefna hefst f Rvfk á morgun