Dagur - 19.06.1930, Blaðsíða 3

Dagur - 19.06.1930, Blaðsíða 3
38. tbl. DAOUR 131 n leiðbeina eftirspyrjendum til þeirra, sem þekkinguna hafa. Að velja dýr til búskaparins er komið undir höfuðstól og hentug- leikum þeim sem búandi hefir yfir að ráða. Silfurrefir kosta frá 4000 kr. til 6000 kr. parið f. u. b. á kanadiskum höfnum fyrir vönduð- ustu tegundir. Billegri dýr má kaupa en þau beztu sannast jafnan að vera þau billegustu á endanum. Fallegur dökkur kanadiskur otur kostar um 1000 kr. parið, og óvandaðri teg- undir niður í 400 kr. Silfurrefir og otur eru tvær þær arðsömustu teg- undir af loðdýrum, sem hingað til hafa verið notaðar við búskap. Refirnir framleiða að meðaltali þrjátil fjóra hvolpa á ári, oturinn frá fjóra til sex hvolpa á ári. Aðferðir við ræktun þessara dýra hafa verið nákvæmlega uppgötvað- ar og hafa siðan lánast vel. Full- komnar upplýsingar viðvíkjandiþess- um aðferðum er auðvelt að útvega sér, svo að byrjandi geti haft góð- ar leiðbeiningar í starfi sínu. Hver maður, sem hefir reynslu við kvik- fjárrækt getur ræktað loðdýr með lítilli áhættu. Pessi dýr þurfa kann- ske meiri pössun, hvað viðvíkur mataræði og hjúkrun, en vanaleg húsdýr, en þau eru miklu dýrmæt- ari, og verðskulda þá aukapössun sem þau útheimta. Loðdýrarækt er ein af þeim fáu iðnum i heiminum, þar sem ekki er of mikil framleiðsia, og engin hætta á of mikilli framleiðslu í fram- tiðinni. Eftirsóknin i heiminum eftir vönd- uðum loðskinnum hefir aukist svo fljótt á síðari árum að loðskinn af villidýrum hafa stórum minkað, og eru nú viða ófáanleg. Núverandi verð á loðskinnum ber engan vott um að það sé að falla, og það hélt sér vel nú nýlega þegar hlutabréfa markaðurinn féll. Pað er engin vara sem brúka má i staðinn fyrir loð- skinn, og brúkun loðskinna fer sí- felt vaxandi i heiminum. fbúurn íslands mundi reynast loð- dýraræktin hinn ákjósanlegasti at- vinnuvegur frá hvaða sjónarmiði sem er. Eðlilega mundu þeir rannsaka möguleikana frá öllum hliðum, áð- ur en þeir ákvæðu að byrja á þess- um starfa. Pað er áform og mark- mið þessarar ritgerðar að hvetja í- búa íslands til slíkrar rannsóknar. o Dánarfregn. Aðfaranótt 26. f. m. lézt að heim- ili sínu, Björgum í Köldukinn, Ouð- rún Hallgrímsdóttir fyrverandi hús- freyja þar. - Hún var rúmlega átt- ræð að aldri og ekkja eftir Jón sál. Kristjánsson, er lengi bjó að Björg- um, sérkennilegan atgjörfismann, er lengi verður i minnum manna þar nyrðra. Voru þau foreldrar Hall- gríms Jónssonar járnsmiðs hér í bæ og systkina hans. Ouðrún sál. var viðurkend sóma og myndarkona og frábxr að dugnaði og gestrisni. ~ K. V, - *Nova< koin í gær og fór áleiðis til Reykjavikur með marga farþega. — Gull- foss er væntanlegur í dag aiðdegis og fer «ftur { kvöld. Skagfeldts-plötur nýaungnar: í birkilaut, í fögrum dal, Pú sæla heimsins, Til austur heims, Buldi við brestur, Ó, dýrð sé þér, Nú blikar við sólarlag, Sjáið hvar sólin hún hnígur, Þú nafnkunna landið, Rís þú unga, Hvað syngur litli fuglinn, Ó þú milda aftanstund, í dag skein sól, Vögguvísa, Hátt egkalla, Hærra minn guð til þin, Sofðu vært mín væna, Dagur í austri, Kvöldblíðan logn- væra, Kossavísur. Einnig nýjar plötur eftir Eggert Stefánsson. — Fást hjá Jóni Guðmann. lessina blappelíur, — blóðrauðar — sem flytjast mjög sjaldan hingað til lands, en eru afar góðar, fást nú hjá Jótii Guðmann. 1 *1 P" nýkomin í Leiktong “■ Jón Quðmann. Sigurveig lónaíansdóttir liósmóðir. Þann 13. marz síðastl. héldu konur í Reykdælaljósmóðurum- dæmi Sig-urveigu Jónatansdóttur ljósmóður frá Litlulaugum í Reykjadal heiðurssamsæti í þing- húsi hreppsins og færðu henni að gjöf 550 kr. í viðurkenningar- og þakklætisskyni fyrir 43 ára ljós- móðurstarf, unnið af frábærlegri alúð, kærleika og skyldurækni. Við þetta tækifæri fluttu ræður til heiðursgestsins Hólmgeir Þor- steinsson í Vallakoti, Arnór skóla- stjóri á Laugum og þau hjónin á Halldórsstöðum í Laxárdal Hall- grímur Þorbergsson og Bergþóra Magnúsdóttir. Sigurveig Ijósmóðir lét af störf- um á síðastliðnu ári vegna heilsu- brests, enda komin hátt á áttræð- isaldur. Hún er ein af þeim yfir- lætislausu konum þessa lands, sem vinna starf sitt í kyrþey og standa á verði um líf smábam- anna í landinu þegar þau hanga á veikustum þræði. Og Sigurveig hefir aldrei brugðist þessari mik- ilsverðu skyldu, heldur unnið sér traust og ástsæld. Sigurveig ljósmóðir hefir beðið Dag að flytja konunum, sem stóðu að samsætinu, ástúðarþakk- ir sínar fyrir þá sæmd er þær hafa vottað henni svo og fyrir hina rausnarlegu gjöf. Ennfrem- ur þakkar hún af alhug umhyggju þá og kærleika er þær nú sýna henni í veikindum hennar og bið- ur þess að guð verndi þær alla daga, heimili þeirra og börn. J. Fyrir nokkru bárust fregnin frá Kanada, sem hermdu það, að Danir vildu selja Orænland. Nú hefir Th. Stauning forsætis- ráðherra Dana lýst því yfir að þessar fregn- ir séu tilhæfulausar. »£gir« kom hingað i gær og hélt áleiðis til Reykjavíkur með fólk, sem hann sótti. — Með honum fór söngflokkurinn >Qeysir«, sem tekur þátt í samsöngnum á Pingvöll- um á Alþingishátíðinni, nokkrir af kenn- urum Oagnfr.skólans og 5. bekkjar nem- endur (til náttúrufræðis náms í likan hátt og i fyrra), LIHDHOLMS - ORGEL. Vegna hækkandi vinnulauna í Pýskalandi hafa Lind- holms-verksmiðjurnar orðið að hækka verðlag sitt lítið eitt og kosta nú orgel með 2 spilum, 12 reg. frá kr: 495.00 — 23/5 — 13 —----- 590.00 — 3 — 13 —----- 640.00 — 3>/2 — 14 —----- 735.00 — 4 — - —----- 795.00 Lessi orgel eru og verða oftast fyrirliggjadi, og seljast eins og áður með ákjósanlegum greiðsluskilmál- um. Fyrirspurnum greiðlega svarað. í*ORST. THORLACIUS. AÐALFUNDUR Verksmiðjufélagsins á Akureyri verður haldinn laugardaginn 12. júlí n. k. kl. 1 e. h í fundar- sal bæjarstjórnar Akureyrar. Dagskrá samkvœmt félagslögunum. Sólahring fyrir fundinn skal hver hluthafi hafa sannað fyrir stjórn- inni tölu þeirra hluta, sem hann hefir eignarrétt eða umboð fyrir. Akureyri 11. júní 1Q30. STJÓRNIN. Frá Landssímanum. Frá 19. þ. m. til 5. júlí verður bæjarsímstöðin lokuð frá kl. 12 á miðnætti til kl, 7 á morgnana. Akureyri 16. júní 1930. Símastjórinn. MÉR MED TllKfimSl: Að upp frá þessu verða engir sjúklingar teknir inn á Heilsuhæl- ið í Kristnesi, sem ekki koma með ábyrgð hlutaðeigandi sveitar fyrir öllum sjúkrakostnaði. Petta gildir einnig um sjúklinga, sem koma frá öðrum sjúkrahúsum. — Vegna vanskila verða loforð um ábyrgð E K KI tekin til greina. Kristnesi, 12. júní 1930. JÓNAS RAFNAR. 17. jÚIIÍ. Að kvöldi þess dags komu all- margir bæjarbúar saman i Samkomubúsinu fyrir forgöngu söngfélagsins »Qéysir*. Sigurður Guðmundsson skólameistari mintist Jóns Sigurðssonar f stuttri ræðu, en Brynleifur kennari Tobíasson mælti fyrir minni íslands. Qeýsir söng nokkur lög. Dans á eftir. Skrifstofa bæjarfógetans á Akureyri og sýslumanns Eyjafjarðarsýslu er flutt í Hafn- arstræti 91 (kaupfélagshúsið nýja). Leiðrétling. Priðja málsgrein greinarinn- ar >Falsreikningur M. Q.< i síðasta blaði, hefir færst mjög úr lagi. Hún átti að vera Peningar fundnir. Tryggvi Samúelsson Miðhúsum Eyjafirði. ijaiikur, til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar í síma 226, eða á Eyr- arlandsveg 8, uppi. þannig: Ríkissjóðsskuldirnar voru 13.6 milj. kr. í árslok 1928. »Fjalla-EyVÍndur« veröur sýndur i Rvik í dag á 50 ára afmæli Jóhanns sál. Sigur- jónssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.