Dagur - 19.06.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 19.06.1930, Blaðsíða 2
130 DAGUE 38. tbl. BlimHflHfWHmilHB S Kolafarmur M* M* g? nýkominn. K Kaupfélag Eyfirðinga. Laidsmálafundur d Ökrum i Skagafirði. (Niðurl.). Ræðu Steingrims skólastjóra var ágætlega tekið og miklu betur en ræðu andmælanda hans, Jóns á Reynistað, og verður þó ekki ann- að sagt, en að Jón á Reynistað sé vel gefinn maður og harðsnúinn i hinni vonlausu vörn sinni fyrir öllum málstað íhaldsins. Auk Steingrims skólastjóra töl- uðu af Framsóknarmðnnum Gísli i Eyhiidarholti, Brynleifur Tobias- son og Jón kennari Norðmann, en af hálfu íhaldsins, auk Jóns á Reynistað, síra Lárus Arnórnsson í Miklabæ. Var hann mættur harla vel undirbúinn á fundinum, með skrifaða ræðu, én samt fór það nú svo, að alþingismanninum var frem- ur lítill styrkur að liðveizlu klerks- ins, varð ekki verulegt samræmi i ræðunni og umræðunum að öðru leyti. — Jafnaðarmenn voru engir mættir. Jón á Reynistað deildi all- hart á fjármálastjórn núverandi stjórnar og bar fram blákaldar hin- ar marghröktu blekkingar Magnús- ar samþingsmanns síns og annara íhaldsmanna um aukningu ríkis- skuldanna. — Peir Gísli í Eyhildar- holti og Brynleifur Tobiasson hröktu allar röksemdir hans atriði fyrir at- riði. Varð nú tilrætt um hið al- ræmda og illræmda enska lán Magn- úsar Guðmundssonar og veðsetn- ing tolltekna ríkisins. Lýsti þing- maðurinn það tilhæfulaus ósann- indi að tolltekjurnar væru veðsettar, og vildi bera brigður á, að til væri nokkur ábyggilegur íslenzkur texti á skuldabréfunum, sem hann auð- sjáanlega aldrei hafði séð, var helzt á honum að skilja, að það sem birt hefir verið úr þeim teksta væri fölsuð þýðíng. Brynleifur Tobias- son lagði þá fram eitt skuldabréfið, þar sem báðir hinir. löggiltu textar standa, sá enski og íslenzki, hlið við hlið, og bað þingmanninn lesa fyrir fundarmenn. Vildi hann það ekki og las Brynleifur þá kaflann um tryggingu skuldarinnar og gekk skjalið síðan á milli fundarmanna, sem óskuðu að lesa það. — Úr þessu tók heldur að gerast ógreið vörnin fyrir þeim þingmanni og presti og urðu þeir að gefa upp hvert vígið á fætur öðru — að síð- ustu voru ræður þeirra ekki orðnar annað en haldlausar mótbárur; má nærri geta að málstaður var ekki hægur, því fyllilega skal við það kannast að báðir eru þeir sjálfsagt vel gefnir menn, og Jón alþingismaður auk þess þaulvanur og slyngur í umræðum. Auðheyrt var það, að Framsókn var í miklum meirihluta á fundin- um, og sögðu það kunnugir menn að slíkt hefði aldrei komið fyrir áður á fundi í Akrahreppi, hefir sá hreppur jafnan verið talinn örugg- asta vigi fhaldsins i Skagafirði. Auðvitað kom meiri hluti Fram- sóknar af að Framsóknarmenn sóttu fundinn betur en andstæðingarnir, en það sýnir ef til vill bezt af öllu að hik er komið á marga meðal bænda, sem af auðtryggni eða vanafestu hafa fylgt fhaldinu að mál- um, munu margir þeirra fara að sjá, að þeir vinna á móti eigin hag sinum í andstöðu við þann flokk, sem mest og sigursælast hefir bar- ist fyrir áhugamálum landbúnaðarins og andlegum sem verklegum hag fólksins í sveitunum. — o Loðdvrarækt. íslenzkur maður i Winnipeg hefir sent blaðinu eftirfarandi ritgerð; þar sem vér litum svo á, að greinin geti átt talsvert erindi til almennings, birtum vér hana hér ásamt bréfinu, sem fylgdi. 845 Somerset Block Winnipeg Man., Mai 8ndi 1930. Ritstjóri Dags, Akureyri ísland. Heiðraði herra: — Fyrir skömmu siðan bað eg Christian D. Lang, ritstjóra »The Northern Fur Trade* að skrifa stutta grein sem væri viðeigandi að birta í blöðum íslands til að beina at- hygli íslendinga, að gildi og möguleikum loðdýraræktar í landinu og eins hvaðan mætti fá gagnlegar upplýsingar viðvíkjandi henni fyrir byrjendur. Mr. Lang varð góðfúslega við þeirri beiðni. Blaðið »The Northern Fur Trade« er eitt aðalmálgagn loðdýraræktarinnar hér í Kanada, og flytur fréttagreinar og skýrsl- ur frá öllum löndum, og upplýsingar gagn- legar fyrir alla sem fást við það starf. Mr. Lang er Norðmaður að uppruna og er hann, eins og Norðmenn alment reynast, hinn vingjarnlegasti f garð fslendinga. Hon- um mætti skrifa á norsku eftir upplýsingum. Eg sendi hérmeð grein Mr. Langs og vona að yður finnist hún þess verð að birta í blaði yðar nú um hátíðarleitið. Með vinsemd og virðingu. J. C. Cristopherson. Möguleikar fyrir loð- dýrarœkt á íslandi. Eftir C. D. Lansr, ritstjóra »The Northern Fur Trade* Winnipeg, Manitoba. Með minningarhátíð sinni um þúsund ára stofnun þingbundinnar stjórnar á komandi sumri, hefir ís- land snúið athygli gjörvalls heimsins að sér. Synir íslands um víða ver- öld gleðjast nú yfir frægð feðra sinna eins og allar þjóðir gera á sínum tíma. fsland lítur nú aftur í forntíð sína með ánægju, sem allar þjóðir sýna þeim hluttekningu í. Pegar börn þess fara heim aftur til ættlandsins til að minnast þessa viðburðar fylgja þeim fulltrúar margra þjóða, því þó að hér sé um litla þjóð að ræða, þá hefir hún samt áunnið sér virðingu og að- dáun heimsins. Fólk frá íslandi hefir áunnið sér viðurkenningu í öllum löndum, þar sem íslendingar hafa sezt að, og það er því tilhlýði- legt að þjóðirnar sýni þeim hlut- tékningu við minningarhátíð þessa merkis viðburðar i sögu landsins. Fólk í Kanada veitir þessum við- burði á íslandi sérstaka eftirtekt af því að margir af fremstu borgurum Kanada eru íslenzkir eða af íslenzk- um þjóðarstofni. Pessir borgarar hafa tekið markverðan þátt i fram- förum Kanada, bæði í frumbyggjara- starfi og á fullkomnari svæðum. Pað er engin furða í augum þeirra, sem hafa haft viðkynni við fólk frá íslandi hér, þó að á þeim tíma, sem íslendingar eru að minn- ast stofnunar stjórnar sinnar fyrir þúsund árum síðan, að þeir séu nú einnig að líta fram eins og aftur í tímann. íslendingar eru ákveðnir i að taka framförum og þeir eru að leita að nýjum starf- sviðum til framfara, að nýjum atvinnu- fyrirtækjum, þar sem þeir geta vonast eftir að skara fram úr. Fyrir skömmu síðan báðu nokkrir islenzkir kunningjar minir mig að semja stutt ágrip um möguleika til loðdýraræktar á íslandi. Sem blaðastjóri og gagnkunnugur þrosk- un þessarar iðnar i Kanada, gleður það mig að verða við þessari bón. Mér er kunnugt um að loðdýrarækt hefir verið innleidd á fslandi í smá- um stíl, og eg er viss um að iðnin gæti orðið að arðvænlegu fyrirtæki þar, og gæti útbreiðst þar víða. Gengi loðdýra-búskaparins í Sví- þjóð, Noregi, og öðrum Norður- Evrópulöndum er fullkomin sönnun fyrir því, að hann gæti orðið gagn- legur viðbætir við atvinnuvegi ís- lands. Áður en eg gef ágrip af sögu loðdýraræktarinnar vildi eg segja að allar tilraunir til að setja á fót slíkan iðnað sem atvinnufyrirtæki á íslandi myndi mæta allri þeirri samvinnu og hjálp sem Kanada hefir að bjóða. Kanada er það land heimsins, sem um margar aldir hefir framleitt hinar vönduðustu Ioðskinnavörur, og hefir að bjóða loðdýr af beztu tegund hvaða þjóð sem er. — En Kanada- menn myndu með ánægju hjálpa íslendingum með leiðbeiningum og öðru, hvaðan svo sem ísiendingum þóknaðist að fá stofn sinn, ef fs- lendingar skyldu ákveða að byrja loðdýrarækt hjá sér. Loðdýrarœkt — vöxtur og möguleikar. Fyrir fjörutíu árum var loðdýra- ræktin óþekt í heiminum. Fyrir þann tima voru öll loðskinn tekin af villidýrum. Loðskinnaverzlunin var algjörlega komin undir veiðimann- inum um hundruð ára og veiði- maðurinn gat aflað nægilegra birgða af ioðskinnum frá hinum ýmsu fjarlægu eyðimörkum heimsins. Hátt verð sem borgað var fyrir skinn silfui refsins hvatti kanadiskan bónda nokkurn til að reyna að ala upp silfurrefi í fangabúri. Áform hans hepnaðist eftir margra ára tilraunir, og var þetta byrjunin á loðskinna- búnaði þeim, sem nú er mikil og arðsöm iðn og sífelt fer í vöxt í öllum löndum heimsins, þar sem tíðarfar og aðrar kringumstæður eru haganlegar. Silfurrefir, bláir, hvítir, brúnir og kynblendingsrefir, otur, bifur, þvottabjörn og margar aðrar mismunandi tegundir af loðdýrum eru nú aldar í fangabúrum, og iðn þessi gefur nú þúsundum manna nægilegt viðurværi. Pað eru ennþá ótakmarkaðir möguleikar við Ioð- dýrabúskapinn fyrir þá, sem búa í héruðum, þar sem fæða handa dýrunum er ódýr, og þar sem lofts- lag er hentugt fyrir framleiðslu á vönduðum loðskinnum. Pað er Iítil ástæða til að efast um að á íslandi eru ágætir möguleikar til að fram- leiða loðskinn. Öll skilyrði iðnarinnar eru hér, hentugt Ioftslag, matarforði, hyggnir búendur, sem ekki mundi veitast örðugt að hagnýta sér happasælar aðferdir, sem þroskast hafa með reynslunni við loðdýraræktina bæði í Kanada og í öðrum löndum. Peir sem nú fást við fjárrækt og fiski- veiðar á íslandi gætu bætt loðdýra- raéktinni við núverandi búskapar- starf sitt með nægilegri vissu um vænlegan hagnað. Beztur árangur við Ioðdýrarækt fæst einungis þegar vandaðasta kyn af loðdýrum er innleitt í byrjun. Stundum má hafa hagnað nokkurn af að ala lakara kyn af dýrum, en sá hagnaður er jafnan minni og ó- vissari. Pað borgar sig bezt að sá bezta fræi. Petta er mjög áriðandi atriði fyrir byrjendur að muna. Eðli- lega freistast menn oft til að spara sér peninga, þegar þeir kaupa fyrsta stofninn, en þetta er óforsjáll sparn- aður. Góður og áreiðanlegur stofn kostar töluvert meira en óvandaðri stofn, en er vel verður mismunar- ins á verðinu. Peir, sem ekki hafa þekkingu á ioðdýrum ættu ekki að verja peningum sínum til kaupa néma með leiðbeiningu og ráðlegg- ingu sérfræðings í þeim efnum. Petta er auðveldlega fengið í Kanada og sá sem þetta ritar mundi fúslega

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.