Dagur - 24.07.1930, Blaðsíða 4

Dagur - 24.07.1930, Blaðsíða 4
154 VXGVR 44. tbL Fréttir. Krossanesdeilan var til iykta Ieidd í Reykjavík á laugardaginn var fyrir milli- göngn sáttasemjara ríkisíns og samningar undirskrifaðir. Höfðu þeirHoIdö í Krossa- nesi og Enar Oigeirsson báðir farið suð- ur. Tvö aðalatriði samninganná eru í því falin, að norskir verkamenn hafi sama kaup og íslenzkir og að menn innan Giæsibæj- arhrepps hafi forréttindi til vinnu í Krossa- nesi. Skólanelnd hins fyrirhugaða Gagnfræða- skóla Akureyrar var kosin á bæjarstjórn- arfundi á þriðjudaginn var. Tiliaga kom fram um að fela skólanefnd barnaskólans yfirumsjón gagnfræðaskólans, en hún var feld með 5 atkv. gegn 5. Hlutfallskosning fór fram í nefndina og hlutu kosningu Brynjólfur Sveinsson stúdent, Jón Stein- grímsson bæjarfógetafulltrúi, Tómas Björns- son kaupm. og Axel Kristjánsson kaupm. Skólinn á taka til starfa í haust. Lögreglumái. BæjarBtjóri kom fram með tillögu á síðasta bæjarstjórnarfundi þess efnis, að skorað væri á lögreglustjóra að sjá um að ökuhraði bifreiða á götum bæjarins væri ekki meiri en lög mæla fyrir, og ennfremur að lögregluþjónar hér á Akureyri væru sendir til Reykjavikur, til þess að fullkomnast í starfi sínu. — Til- lögunni var tekið vel í bæjarstjórn og var því samþykt. Dánardægur. Á mánudaginn var aridað- ist að heimili sínu við Glerárgötu hér í bæ ungfrú Halldóra Halldórsdóttir sauma- kona, eftir langvarandi veikindi. Hún var rúmlega fertug að aldri; vel gefin og vönduð stúlka. Þá er og nýlega látinn að Laxamýri í Aðaldal Þorbergur Hallgrímsson faðir Jóns bónda þar, Hallgríms bónda á Hall- dórsstöðum í Laxárdal og Jónasar út- varpsstjóra í Reykjavik. Hann var kominn hátt á áttræðisaldur. Jarðarför hans fór fram í gær að Einarsstöðum. Síldarsöltun er byrjuð fyrir nokkrum dögum; var um siðustu viku búið að salta um 20 þús. tunnur á Siglufirði og við Eyjafjörð. Síldin þykir mjög góð verzlun- arvara. Skjálfandalljótsbrúna átti að vigja á sunnudaginn kemur. Forsætisráðherra var í þann veginn að leggja af stað norður til að framkvæma vigsluna, en settist aft- ur vegna veikinda og fráfalls tengdaföð- urs síns. Verður þvi vigslunni frestað um stund. brjár kennarastööur við Bamaskóia Ak- ureyrar, ásamt skólastjórastöðunni, hafa verið auglýstar til umsóknar í Lögbirtinga- blaðinu. Umsóknarfrestur er til 20. ág. Sampykt hefir verið í bæjarstjórn, eftir tillögu fjárhagsnefndar, að bæjarstjóraskrif- stofan verði hér eftir opin frá kl. 10—12 og kl. 1—5, nema á laugardögum til kl. 7, og að bæjarstjóri hafi tveggja stunda fastan viðtalstima á degi hverjum, kl. 2— 4 e. h. Hjónabönd: Ungfrú Sigríður Sveinbjarn- ardóttir og Sveinbjörn Lárusson bifreiða- stjórí, bæði til heimilis hér í bænum. Ungfrú Sólveig Kristjánsdóttir héðan úr bænum og jón Júliusson bóndi á Munka- þverá. Skip. Nova kom á mánudagsnóttina og Brúarfoss næstu nótt. Bæði nkipln komu «ustan um land frá litlöndum. Hrífusköft og hrífuhausar með alúmíníum tindum, fást hjá Bened. Benediktssyni. GERHVEITI, ágæt sort, mjög ódýrt ef tekið erá bryggju, væntanlegt rneð »Oullfoss« 1. ágúst n. k. Sendið pantanir. sÍMI 234. Akureyri 23, júlí 1930. Bened. Benediktssoni Elephanf CIGARETTUR (Fíllinn) eru Ijúffengar og kaldar. Mest reyktu cigarettur hér á Iandi. Maltöl B a j er sktöl P i 1 s n e r 2ezt. — Ódýrast. Innlent. ENSKU REYKTÓBAKS- TEGUNDIRNAR Richmond. Waverley. Glasgow. Capstan. Garrick eru góðkunnar meðal reykend- anna um land alt. í heildsölu hjá Tóbaksverzlun Islands. Caroline-Resi-nefndin hefir ákveðið að leita fyrir sér um sölu á húsi stofnunar- innar og jafnframt að fá áætlun um kostn- að við nýtt hús annarstaðar, reist í sama tilgangi. " 0.......... PONTIAC De Luxe 1930. Pontiac-vélin er þegar búin að sýna, að hún er einhver allra gangvissasta og endingar- bezta bílvél, sem hér þekkist. Mörgum bílum með þessari ágætu vél er þegar búið að aka um 60.000 kílometra, án þess að þurft hafi að gera hið allra minsta við vélarnar, og enn ganga þær hávaðalaust eins og nýjar og hafa eigi tapað neinum krafti. Yfirbyggingin á PONTIAC erúr hörðu tré og stáli, en ekki úr stáli eingöngu eins og notað er í flesta ódýra bíla, til að spara áþeim stöðum, sem augað ekki sér. Tré og stál er um þrefalt sterkara en stál eingöngu. Afbragðsbifreiðin PONTIAC er bygðaf General Motors. Aðalumboðsmenn á íslandi: JÓH. ÓL.AFSSON & CO. REYKJAVÍK. Bifreiðarnar eru seldar í Kaupfélagi Eyfirðinga. ALFA-LAVAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd- uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband isl. samvinnufélaga. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Friðrik Ásmundsson Brskkam. Gilsbakkaveg 6. Aöalsfcrtsti 16. Prentsmiðja Odds Björassonars

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.