Dagur - 04.09.1930, Side 1

Dagur - 04.09.1930, Side 1
DAGUR Kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í ICaupfélagi Eyfirð- inga. • ••••• • XIII. ár: Afgreiðslan er hjá J6ni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 4. September 1930. 50. tbl. fljnnl 09 Brekkutiæjarránið. Fyrir nokkrum árum kærði mikill meiri hluti allra safnaðarmeðlima í öllum kirkjusóknum prest sinn og afsagði hann fyrir ókristilegt athæfi. Petta var á þeim tímum, er íhalds- menn höfðu völdin i landinu. Og auðvitað brugðust þeir við eins og við var að búast af þeim. Peim fanst það lítilfjörlegt mál og ekki taka því að skífta sér af því, þó að hatur og illdeilur ættu sér stað milli prests og safnaðar. Peir, sem með vöidin fóru þá, sýndu söfnuðinum þá lítilsvirðingu að ansa honum ekki einu orði. Svipað mál hefir aftur upp komið fyrir skömmu á öðrum stað i land- inu. Pað er hið svonefnda Bjarna- nesmál. í Brekkubæ, sem er hjáleiga frá Bjarnanesi, bjó fyrir nokkrum árum fátæk ekkja, Sigríður að nafni. Henni lék hugur á að fá ábýliskot sitt keypt vegna uppvaxandi sonar síns, er Bjarni heitir. Páverandi prestur í Bjarnanesi lofaði henni kotinu og sýslunefnd mælti með sölunni. Treysti þá ekkjan því, að hún væri búin að koma þessu áhugamáli sínu í gott horf, en gat ekki þá þegar gengið að því að kaupa jörðina vegna efnaskorts, en taldi sér hana hinsvegar vísa og bjóst ekki við að gefin loforð yrðu svikin. Nú urðu, prestaskifti í Bjarnanesi og þangað kom síra Ólafur Stephen- sen. Hann hafði til ábúðar beztu jörðina í sveitinni og slægjur svo miklar, að hann gat ekki nándar nærri unnið þær upp. Prátt fyrir það litur hann ágirndaraugum á kot ekkjunnar. Hann gerir sér þá hægt um hönd, svikur áður gefin heit við ékkjuna, spillir fyrir sölu litla býlisins hjá stjórnarvöldunum og sýnir sig í því að vilja flæma ekkj- una og son hennar burt af jörðinni. Ekkjan leitar þá til prests i raun- um sínum, reynir að telja honum hughvarf og reynir að fá hann til að mæla með því, að hún fái jörðina keypta, svo að sonur hennar þurfi ekki að hrekjast þaðan að henni látinni. En við slíkt er ekki komandi. Prestur sýnir ekkjunni hinn megn- asta hrottaskap, ekki aðeins i orðum heldur og í verki, því hann þrífur í axlir henni og varpar henni út úr húsi sínu. Prestur er sagður karl- menni að burðum! Skömmu siðar deyr ekkjan i Brekkubæ. En svo aðþrengd var hún orðin af sambúðinni við sálu- sorgara sinn, að hún má ekki afbera þá hugsun, að hann kasti rekunum á kistu sína að sér látinni, og til þess að verða við bón hinnar deyjandi móður, leggur sonur hennar það erfiði á sig að sækja prest langar leiðir, til þess að framkvæma þá kirkjulegu athöfn. , Nú hefði mátt ætla að prestur hefði mildast í skapi við andlát keppinautar síns um jörðina og eftir að hann hafði ratað í þá ógæfu, sem að ofan getur. En hér fór á annan veg. Hann heldur áfram sörnu hörkunni við Bjarna í Brekkubæ eins og móður hans og reynir að flæma hann af jörðinni. Bjarna tekst þó að ná byggingu á meira en helmingi jarðarinnar, en hann veit, að hann á prest sífelt yfir höfði sér og að hann muni einkis láta ófreistað til þess aö hrekja sig af jörðinni. I þessum svifum verða stjórnar- skiftin 1927. Bjarna dettur i hug að nýja stjórnin muni líta á hag lítilmagnans engu síður en stór- bokkans. Hann ræður því að fara suður til Reykjavíkur og segja kirkju- stjórninni sögu sína. Pað sannast að Bjarni skýrir rétt frá. Ekkjan í Brekkubæ hefir fengið loforð fyrir jörðinni af fyrvérandi presti og sýslunefndin gefið meðmæli sín. Ofbeldi og ranglæti hafði verið beitt við ekkjuna. Nýja kirkjustjórnin sá enga ástæðu til að svíkja gefin loforð. Bjarna var seld jörðin vorið 1929, eftir að nýtt mat hafði farið fram á henni. Bjarni hafði ábúð á meiri hluta jarðarinnar frá fyrri ár- um, en hinn hlutann hafði prestur bygt öðrum sérstaklega. Sá partur losnaði úr ábúð vorið 1929, eftir að prestinum var tilkynt salan. Hafði Bjarni á þenna hátt fengið alla jörðina til eignar og ábúðar. En þegar hér er komið sögu, gerist nýr atburður í sambandi við þetta mál, sem frægur er orðinn. Slra Ól. Stephensen þoidi það ekki að landstjórnin hafði rétt hluta lítil- magnans gegn ofsa hans. Á tún- slætti í fyrra ræðst hann snemma morguns með 6 sláttumenn inn á tún Bjarna, einmitt þann hlutann sem hann hafði haft i ábúð undan- farin ár, og lætur þá fara að slá túnið. Bænir og mótmæli lætur prestur eins og vind um eyrun þjóta; honum er full alvara að beita ofbeldi, neyta hnefaréttarins og ræna lífsbjörg fátæks nágranna síns. Nú var sóknarbörnum sfra Ólafs nóg boðið. Mörg þeirra hófust handa og sendu honum sterk mót- mæli gegn ofbeldisverki hans og kváðust ekki þola hann sem prest, ef hann héldi fram uppteknum hætti. Bjarni kærði athæfi prests fyrir yfirvaldi Skaftfellinga, en það mun ekki hafa þótst viðbúið að sinna málinu. Pá kærðu báðir aðilar, Bjarni og Ól. Steph., til landstjórnar- innar og báðu um dómara. Hún sendi Karl Einarsson og han skakk- aði deiluna, stöðvaði ránið í Brekku- bæ og kvað upp fógetaúrskurð um það að lögum samkvæmt væri athæfi prests um heyskap á Brekkubæ fullkomlega ólöglegt. Bjarni væri löglegur bóndi á meiri hluta jarðar- innar og auk þess ætti hann að fá til ábúðar þann part, sem prestur hefði bygt öðrum sérstaklega, úr þvf að sá hluti jarðarinnar hefði losnað úr ábúð, eftir að salan fór fram. Mál þetta fór síðan fyrir Hæsta- rétt. Hann staðfesti aðalatriði undir- dómsins, eða fullan og óskertan rétt Bjarna tll þess hluta jarðarinnar, sem hann hafði áður haft ábúð á. Var þar með fengin viðurkenning æðsta dómstólsins fyrir ránsathæfi prestsins í Bjarnanesi. Aftur á móti breytti Hæstiréttur dómnum um þann hluta jarðarinnar, er áður hafði verið í sérstakri ábúð. Bjarni fær - því þann part ekki til ábúðar að sinni. Pað má segja Ólafi Stephensen til maklegs lofs, að i fyrrasumar var hann kominn að þeirri niður- stöðu að réttast væri, eftir því sem málum hans var komið, að segja sig frá embætti, Hinn gamli prestur var búinn að fá réttan skilning á því, að úr þvi að hann var kominn i megna andstöðu við mikinn hluta safnaðar sins og eitt sóknarbarna hans hafði ekki þolað þá hugsun, að hann kastaði rekunum á kistu sína, þá hefði hann ekkert lengur í prestsstöðu að gera. En flokksmenn hans í Reykjavik höfðu á þessu annan skilning. Peim fanst ekki mikið við það að athuga, þó að mikili hluti safnaðar væri orðinn stórhneykslaður á framferði prestsins síns; hann gæti svo sem haldið áfram fyrir þvi að boða sóknar- börnum sinum kærleikskenningar kristindómsins og látist á þann hátt vera að leiða þau til guðsrikis. Petta skeði áður en íhaldsmönnum datt í hug að leiða frú Ouðrúnu Lárus- dóttur til sætis í sölum Alþingis, til þess að bæta siðferðisástandið og efla kristilegan bróðurhug í thaldsflokknum. íhaldsbroddarnir í Reykjavik þver- neituðu því, að Ólafur Stephensen segði af sér, eins og hann hafði ætlað að gera; hann fór að vilja þeirra og varð því landstjórnin að taka til sinna ráða og klæða klerk þenna úr hempunni með því hug- arfari, að kirkjan hefði enga þörf fyrir starfsmenn, sem bieyttu við ekkjur og munaðarlausa eins og Ól. St. hafði gert. En þá var hann orðinn svo harðnaður af eggjunum flokksbræðra sinna í Rvík, að hann sendi smala nokkra út um héraðið, til þess að safna undirskriftum sér til handa. Var einkum lögð áherzla á að fá undirskriftir hinna óþrosk- aðri manna, barna og unglinga. Fór þá eins og oft vill verða, þegar í óefni er komið fyrir einhverjum, að margir hrærðust til miskunsemi og skrifuðu undir hlýleg ummæli um prestinn af méðaumkun og brjóst- gæðum. — Pegar þetta varð vitað, risu í annan stað hinir þroskaðri menn í sveitinni upp og skrifuðu undir skjal, þar sem þeir lýsa yfir óbeit sinni og andstygð á töðuráninu í Brekkubæ. Var helmingur fullorðinna sókuarbarna undir því skjali. Af því sem hér hefir verið skýrt er auðsætt að ekki var hægt annað að gera, en víkja Ólafi Stephensen frá embætti; Prestur, sem staðinn er að hrottalegri hörku og ránum gagnvart umkomulitlum, fátækum sóknarbörnum sínum og sem fyrir þessar sakir er fallinn maður í aug- um margra, sem hann á að veita sálusorgun, hann er ekki líklegur til að verða til- uppbyggingar í þjónustu kristinnar kirkju; hann á því þaðan að hverfa, jafnvel þó hann geti talist meðalkennimaður í Stólnum eða vel það. Pað erennþá meira vert, hvernig presturinn hagar sér í lífjnu, heldur en hvernig hann predikar í ræðustólnum. Auðvitað þarf ekki getur að því að leiða, að fhaldsstjórnin sáluga hefði stungið máli þessu algerlega undir stól, eins og hún gerði við hneykslismál það, er getið var um í upphafi þessarar greinar. fhalds- mönnumersvo tamt að fela hneyksl- in, ef þau eiga rót sina að rekja til yfirstétfarinnar eða »betri borgara«. Og fyrirfram var það líka vitað, að fhaldsblöðin mundu verja Brekku- bæjarránið. Pau eru furðu fundvís á vondan málstað til varnar. Pað er öllum kunnugt um nokkur stór hneykslismál, sem þau hafa tekið að sér að verja og hafa haft iitla sæmd af. Nú bætist Bjarnanesmálið við. Að vísu geta fhaldsblöðin ekki neitað þvf, að Bjarnanesprestur hafi framið rán, eða ætlað að gera það, þegar hann fór með ó sláttumenn

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.