Dagur - 16.10.1930, Side 3

Dagur - 16.10.1930, Side 3
57. tbl. DAGUR 203 * * * * * » ♦ • » «»«« » » t « • • • Barnaskólinn á Akureyri verður settur Laugardaginn 18. þ. m. Við sama tækifæri fer fram vígsla hins nýreista skólahúss. Athöfnin hefst kl. 2 e. h. Ætlast er til, að öll börn, sem skólann sækja, verði viðstödd, auk þeirra foreldra og annarra borgara í bænum, sem þess óska. Skólanefnd og skólast/dri. jörðin Grímsnes 'l GrýtUtoÉÉfiflpÍ er til kaups og ábúðar á næsta vori. Jörðin gefur af sér í með- alári 250 hesta heys, innan girðingar, mest taða. lbúðarhús úr timbri 10X15 al. Kjallari og tvær hæðir, járnvarið á þrjá vegu. Peningshús fyrir 100 fjár og 3 kýr. Töluverð sjáfarhús eru á jörðinni. — Góð og nærtæk mótekja. — Ibúðarhúsið er hitað upp frá miðstöðvarvél. Lysthafendur snúi sér til Halldórs Jónssonar Hafnarstræti 102 Akureyri og eiganda jarðarinnar, Jóns Halldórssonar Grímsnesi. ALFA-LAVAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd- uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. * Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband isl. samvinnufélaga. varasjóð, en greiddi allan arð sinn út sem launauppbót. Er hér gott dæmi þess, hve rétt rök og reikningslegar sannanirgeta snúist öfugt i höfðum þeirra manna, sem hafa féngið almenna dómgreind sína ruglaöa af ofsa og æsingum. Ef hin reikningslegu rök í þessu máli eru skoðuð hlutdrægnislaust og skynsamlega, virðast þau að vísu sýna það, að einhverja litla launahækkun ætti verksmiðjan að geta þolað. En hitt er óhrekjanlegt, að þær launakröfur, sem sumt af starfsfólkinu hefir nú gert, vænt- anlega eftir áeggjan skammsýnna foringja, eru á engu viti bygðar, miðað við einmitt þau reiknings- legu rök, sem foringjarnir töldu ó- yggjandi sönnun fyrir réttmæti þeirra. Kunnugur. . -------0------- Tilkynning um ráð- stafanir til slysavarna. Dómsmálaráðherrann hefir sent forstjóra skipaútgerðar ríkisins svo- hljóðanda bréf dags. 1. okt. 1930: »Vegna þeirrar miklu hættu, sem fiskimenn eru undirorpnir, er stunda fiskiveiðar á litlum bátum að vetri til, frá veiðistöðvum, sem slæmar eða engar hafnir hafa, og bátarnir því oft þarfnast hjálpar, ef snögg- lega gerir vont veður, hefir ráðu- neytið ákveðið, að halda uppi í sambandi við skrifstofu yðar, björg- unarstarfsemi þann g, að veiðistöðv- ar, sem óska aðstoðar, geti náð f yður eða þann, sem þér setjið fyrir yður, á nóttu sem degi, og mun ráðuneytið fara þess á leit við stjórn landssímans að hlutast til um, að nætursímasamband verði við þær veiðistöðvar, sem þér álítið mesta þörf að ná tik Að sjálfsögðu má ekki i þessu sambandi ómaka stöðvarstjórana í umræddum verstöðvum utan síma- tíma, nema um slysavarnamál sé að ræða. (sign.) Jónas Jónsson.« f tilefni af ofanrituðu bréfi til- kynnist hér með, að fregnum og tilkynningum viðvíkjandi slysum eða yfirvofandi slysahættu á sjó, hvar sem er við land, verður eftir- leiðis veitt viðtaka í skrifstofu skipa- útgerðar ríkisins. Arnarhváli, símar: 2305, 1567, 1957 — utan skrifstofu- tíma og að nóttu tii f síma 1957. Æskilegt er að ekki sé dregið lengi að tilkynna ef báta vantar í vondu veðri og ástæða þykir að óttast um þá, svo hægt sé að koma þeim til aðstoðar, eftir því sem föng eru á. Jafnframt er þess vænst, að hlutaðeigendur láti strax vita, ef fréttist til báta sem vantað hefir óg tilkyntir hafa verið til skrifstofunnar. Nætursfmasamband mun bráðlega komast á við allar hættulegustu veiðistöðvarnar og verður það þá nánar auglýst. Skipaúfgerö ríkisins. Reykjavík 3. október 1Q30, Pálmi Loftsson. *••••*•• • •i Islenzkar bœkur til Svíþjóðar og Noregs. Bækur á íslenzku eru frekar sjald- séðar á erlendum bókamarkaði, hafa þær hingað til verið næstum ófáan- legar í bókaverzlunum, meira að segja meðal frændþjóða okkar hér á Norðurlöndumí Reyndar var hægt að fá flestar útkomnar bækur í hin- um stærri bókasöfnum í Kaupmanna- höfn éins og t. d. Kgl. safninu og Háskólasafniuu, sömuleiðis mun vera talsvert til af íslenzkum bók- um í Ríkisbókasafninu í Árósum. I Gautaborg og Stokkhólmi hefir að þessu verið fremur litið af fslenzk- um nútímabókum f hinum stóru söfnum þar. Ef til vill hefir þeim fjölgað eitthvað þetta ár — um það er mér ekki kunnugt, og eg hefi heldur ekki haft tækifæri til að kynna mér, hvernig þessu er varið á bóka- söfnum í hinum stærri bæjum í Noregi. En hvernig sem því er háttað, þá eru söfn þau, er hér hef- ir verið bent á, aðallega fyrir fræði- menn, og almenningur veit naum- ast af, þótt fslenzkar bækur séu þar til. Pað ætti að vera auðskilið mál, að það gæti haft talsverða menn- ingarlega þýðingu fyrir okkur ís- lendinga og andleg viðskifti okkar við frændþjóðirnar, að íslenzkar nú- timabókmentir væru til sýnis og sölu í bókaverzlunum í helztu bæjum Norðurlanda, jafnvel þótt gera megi ráð fyrir að fjárhagslegur ábati af slíkri sölu yrði fremur lítill. Pað verður því að teljast gott, að máli þessu hefir þegar verið hreyft og hrundið lítið eitt áleiðis. Síðastliðið vor skrifaði sænsk kona, sem hér er búsett, tveimur bóka- verzlunum í Svíþjóð, N. J. GumpertS Bokhandels A. B. í Gautaborg og c. E. Fritzes Kngl. Hof-bokhandel í Stokkhólmi. gáfu þær báðar góð svör og tjáðu sig fúsar til að taka við íslenzkum bókum til sölu og halda sýningar á þeim í gluggum sínum við og við. Afleiðingin varð sú að héðan af landi voru sendar nokkrar bækur til beggja þessara verzlana. Um söluárangur, hvort hann enn hefir orðið nokkur, er mér ókunnugt; en bækurnar voru til sýnis á báðum stöðunum, og hefir sjónarvottur sagt mér að hin íslenzka gluggasýning hjá Gumperts i Gautaborg hafi ver- ið mjög smekkleg og bókunum til sóma. Gera má ráð fyrir að hið sama hafi átt sér stað í Stokkhólmi, þó eg hafi ekki haft fregnir af því. Nú síðast hefir landi okkar, Krist- mann Guðmundsson, skáid leitað fyrir sér um sölu íslenzkra bóka í Noregi; og hefir hann fengið áreið- anlega og vel þekta bókaverzlun í Oslo til að taka bækurnar að sér og hafa þær til sýnis og sölu gegn 30% sölulaunum. Skal isl. bókaúfgelendum og öðrum, sem áhuga kynnu að hafa fyrir þessu, bent á þetta, og ef þeir vildu sinna því, þá eru þeir beðnir að snúa sér til þeirra tveggja bókaverzl- ana í Svíþjóð, sem þegar hafa ver- ið nefndar, og I Noregi til Johan Grunt Tanum Bokhandel. Oslo - ogsenda þeim bækur - eða fá upplýsingar um skilmálana. Önnur íslenzk blöð, sem þetta sjá, eru vinsamlegast beðin aðgeta um það, svo að það geti komið sem flestum íslenzkum bóksölum og útgefendum fyrir augu. Virðingarfylst AkureyrL 9. okt. 1930. Fr. Asmundsson Brekkan. ------0-------- Fr éttir. Kvöldskemfun, eina mikia, ætlar söngfél. Oeysir að halda næstkomandi laugardags- kvöld kl. 9 f Samkomuhúsi bæjarins. Par verður til skemtunar: Oeysir syngur; Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi flytur er- indi; Qunnar Sigurgeirsson spilar f gegn- um hátalara plötur þær, sem Geysir, Karla- kór K. F. U. M. og Landskórinn sungu inn í Rvík í sumar og svo verður dansað. Öáliardægur. í gærkvöldi andaðist hér á spítalanum Eiríkur Helgason bóndi á Dvergsstöðum f Eyjafirði. Banamein hans var innvortis blæðing. Eirikur sál. var miðaldra maður, mr KARLMANNSUR tapað- ist fyrra sunnudag á veginum frá Glerárbrúnni út á þinghús Glæsi- bæjarhrepps. Finnandi vinsamlega beðinn að skilaþvítil Sesselju Eld- járn, Brekkugötu 9, gegn fundar- launum. af öllum stærðum og gerðum. Dánardægur. Á laugardaginn var andað- ist að heimili sínu við Eyrarlandsveg hér í bæ ungfrú Magnea Kristjánsdóttir Helga- sonar, eftir langa legu á Kristneshæli og síðan heima. Hún var aðeins 19 ára göm- u), vönduð og vel látin stúlka á allan hátt. Steindór Stoindórsson náttúrufræðingur verður kennari við Mentaskólann á Akur- eyri í vetur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.